Dagblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. mmiAÐa Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Péturason. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjórar: Atli Steinarsson og Ómai Valdimarason. Handrít: Ásgrímur Pélsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásqoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs son, Guðmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Péturason, Jón.is Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson Ragnar Lár . Rnqnheiður Krístjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bja nlerfur Bjamlerfsson, Höröur VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, S veinn Þ. rmóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifssoi . Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánuði inm.nlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Hver bregður öðrum Lúðvík Jósepsson fór af stað í tilraun- um til stjórnarmyndunar staðráðinn í að mynda minnihlutastjórn Alþýðubanda- lags og ' pýðuflokks. Forseti íslands nafði að vísu falið honum að reyna að mynda stjórn, sem hefði meirihluta þings á bak við sig. Lúðvík hugðist þó aðeins gera málamynda- tilraun til þess. Alþýðuflokksmaðurinn Karl Steinar Guðnason, sem er varaformaður Verkamannasambandsins, var upphafs- maður þeirrar ályktunar, sem framkvæmdastjórn sam- bandsins gerði og olli þáttaskilum. Formaðurinn, Guð- mundur J. Guðmundsson, Alþýðubandalaginu, tók hug- mynd Karls Steinars strax vel og gerði með því uppsteyt gegn ríkjandi stefnu í flokki sínum. Um þær mundir höfðu staðið illvígar ásakanir milli alþýðubandalags- og alþýðuflokksmanna um svik og blekkingar. Um allt land fóru sendisveinar þessara flokka á stúfana til að bera hverjir aðra sökum um tilræði við launþega. Alþýðu- bandalagsmenn sögðu, að alþýðuflokksmenn hefðu svikið kosningaloforðin og sameinazt kaupránsflokkunum. Al- þýðuflokksmenn sökuðu alþýðubandalagsmenn um ráðagerðir um skattpíningu og „undanfærslu” gagnvart efnahagsvandanum. Allt datt í dúnalogn eftir yfirlýsingu valdamikilla flokksmanna í Verkamannasambandinu. Næstum á svipstundu hafði Alþýðubandalagið fallizt á gengisfell- ingu og orðið til viðtals um kauprán af launþegum með yfir miðlungstekjur. Aftur fóru flokksformennirnir að aðgæta gamalt tilboð Ólafs Jóhannessonar um hlutleysi gagnvart minnihlutastjórn þessara flokka. Foringjum svonefndra verkalýðsflokka þótti ófært að hafa Fram- sókn með sér í rikisstjórn. Þessi ráðagerð „verkalýðsflokkanna” mistókst. Ólafur Jóhannesson kvartaði að vísu í Tímaviðtali, en honum þóknaðist ekki að láta móðga sig í þetta skiptið. Lúðvík og Benedikt skyldu ekki komast upp með stráksskap sinn. Ólafur brást svo við, að hann tók frá upphafi vel í hugmyndir, sem hinir höfðu brætt saman, um lausn að- kallandi efnahagsvanda. Þannig gerðist það, sem ekki var að stefnt, að við blöstu góðar horfur á vinstri stjórn þriggja flokka. Ólafur átti enn eftir að leika óvænta leiki. Alþýðuflokksmenn stefndu frá upphafi að því, að Lúðvík yrði ekki forsætisráðherra heldur Benedikt. Lúðvík tók strax fram, að hann setti engin skilyrði í því efni. Alþýðuflokksmenn stóðu því í samningunum á þeim forsendum, að þeir fengju forsætisráðherraembættið í minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Spilverk Ólafs Jóhannessonar hratt fyrst draumnum um minnihlutastjórn. Síðan kom hann flokksbræðrum sínum sem öðrum á óvart í fyrrakvöld, þegar hann lét þau boð út ganga, að hann styddi Lúðvík Jósepsson til embættis forsætisráðherra. Alþýðuflokksmenn þóttust illa sviknir. Mörgum fram- sóknarmönnum þótti Ólafur gefa slíka yfirlýsingu í le.yfisleysi. Enginn málefnalegur ágreiningur um skamm- tímalausn var milli flokkanna þriggja eftir samsuðu síð- ustu daga. En samskipti þeirra einkenndust sannarlega á bragði gegn bragði. Verði vinstri stjórn mynduð, er hætt við, að slík bragðvísi hvers gegn öðrum verði eitt helzta einkenni hennar. Kína: Faríö aö beita geislum viö rækt- un silkiormsins stöðug aukning f ramleiðslu silkis I sýningarskála vefnaðarvara á kínversku útflutningskaupstefnunni. sem haldin var nýlega vöktu glæsileg silkiefni með hrifandi mynstrum mikla athygli kaupmanna frá öllum heims- homum. Þessi silkivefnaður. kunnur bæði heima og erlendis, sýnir þróun kínverskrar silkiræktar, sem er forn iðngrein. Kinversk alþýða hefur þekkt ræktun mórberjatrés og silkiorms og þá tækni að spinna og vefa silki allt frá fornu fari. Uppgrafnar minjarsýna, að þegar á stjórnartíð Sjang-ættarinnar, á I6. öld fyrir Krist var silkiormsrækt orðin aúkabúgrein margra bænda. Á tima Tsú-ættarinnar (l l. öld — 256 f. K.) kröfðust stjórnendurnir þess, að konur legðu stund á þessa grein, er þeir gáfu út tilskipun um, að sérhvert bændaheimili tæki frá land af tiltekinni stærð til ræktunar á mór- berjatré og skilaði ákveðnum skerfi af silkidúkum. Á tima Han-ættarinnar, á 2. öld f. K., efldist silkiiðnaðurinn enn mcir við uppfinningu fyrsta handvef- stóls fyrir upphleyptar myndir. Á þessum tíma urðu meiri framfarir en nokkru sinni fyrr í litunartækni og fjölbreytileik silkiefna, en tegundir þeirra urðu samkvæmt rituðum heimildum einar tólf að tölu, þar á meðan tjöld og slæður. Fá 6. öld f. K. hefur það land, sem nú er Kíangsú og Tsekíang-fylki við neðri hluta Jangtze-fljóts, smám saman orðið miðsvæði silkiframleiðslu i Kína. Rósasilkiefni og satin frábærlega vel unnin og með fagurlegri lita- blöndun. sem framleidd voru milli stjórnartima Sung- og Tsing-ættanna (960— 1911), þar á meðal flauel og gull-rósasilki, sýna háþróaða tæknina i silkivefnaði i Kína. Útbreiðsla kinverskrar tækni í silkiormsrækt og silkivefnaði til annarra landa, svo og útflutnings- vcrzlun með kinverskt silki. hófst mjög snemma á öldum. Fyrir meira en 2.000 árum var kínverskt silki þekkt i austurlöndum svo sem Japan og Kóreu og í mörgum löndum i Mið- og Vestur-Asiu. Það var þekkt i svo fjar- lægu landi sem Grikklandi. I þá daga r Suðurnesjalexía Það hefur engum komið á óvart þótt fiskvinnslufyrirtækin suður með sjó hafi nú lagt upp laupana enda hefur aðdragandinn staðið drjúga stund. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var fyrirséð þótt ekki drægi til stórtið- inda fyrren nú á miðju sumri 1978. Ástandið á Suðurnesjum er í raun það sem hagfræðingar hafa verið að spá fyrir um á síðustu árum, ekki ein- ungis á Suðurnesjum. heldur á Islandi. Iðnrekendur. og raunar margir aðrir aðilar atvinnulifsins, hafa verið að benda á það á undanförnum árum hve staða þjóðarbúsins væri í raun hæpin. Allt væri byggt á fiskveiðum og fisk- iðnaði og engin önnur grein atvinnu- lifsins gæti fleytt þjóðinni yfir tima- bundna örðugleika, sem skopuðust vegna afturkipps í sjávarútveginum. Nákvæmlega það sem er að gerast á Suðurnesjum þessa stundina biður okkar allra ef áfram horfir í atvinnu- málurn þjóðarinnar sem nú. Dragist fiskveiðar saman verður efnahagslegt hrun hérlendis. Allar götur siðan 1970 hefur verið látlaust hamrað á þvi að þjóðinni sé lífsnauðsynlegt að iðnvæð- ast. Ekkert hefur gerzt. Iðnaði fer jafnt og þétt aftur í Iandinu. Sam- keppnisstaða íslenzks iðnaðar gagn- vart innflutningi hefur aldrei verið jafnvonlaus. Þótt stóriðja hafi að nokkru leyti dregið úr einhæfni útflutningsiðnaðar hin siðari ár er afkoma þjóðarinnar enn of háð sjávarútvegi. Stóriðja er vissulega skref í rétta átt, sé innlendur framleiðsluiðnaður efldur samhliða henni, en ein sér á hún ekki upp á pall- borðið hjá venjulegu fólki. Sú rikis- stjórn sem nú er að fara frá á ekkert hrós skilið fyrir frammistöðu sina á sviði iðnþróunar. Hún hefur ekki komið nokkru raunhæfu i verk og mun leit að öðru eins máttleysi. Blindir á báðum Á undanförnum árum hefur byggðastefna orðið til þess að fjölmörg iðnfyrirtæki hafa verið stofnuð viðs- vegar úti á landi. Mörg þessara fyrir- tækja hafa átt fullan rétta á sér sem liður i byggðaþróun og einstaka jafn vel framleitt með nægilegum hagnaði til útflutnings. Gallinn við byggða- stefnuna hefur hins vegar verið sá að fjármagni hefur ekki verið veitt til landsbyggðarinnar eftir arðsemis- likum eða framleiðni, heldur skammt-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.