Dagblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Iþróttir Iþróttir g íþróttir Iþróttir Fjögur heimsmet á HM — og gullstraumurinn heldur áf ram til bandaríska sundfólksins Fjögur hcimsmet voru sett á HM i sundi í Vestur-Berlin i gær og gull- straumurinn heldur áfram til USA. Sundfólkið frá USA sigraði i fimm af sex greinum i gær. Eftir 12 fyrstu greinarnar hefur það hlotið niu gull, fimm silfur og ein bronzverðlaun. Sovétrikin tvenn gull- verðlaun og V-Þýzkaland ein — en Austur-Þýzkaland hefur enn ekki hlotið gullverðlaun. Hins vegar fimm silfur og ein bronzverðlaun. í milliriðli i sund- knattleiknum er ítalia efst i A-riðli með 3 stig. USA og Rúmcnía 2 og Sovétríkin hafa eitt stig. í B-riðli er V-Þýzkaland og Ungverjaland ð 3 stig — gerðu innbyrðis jafntefli í gær 6-6 — Júgó- slavia 2 og Búlgaria eitt. Úrslit í keppninni í gær urðu þessi: 200 m skríðsund kvenna 1. Cynthia Woodhead, USA, 1:58.53 2. Barbara Krause, A-Þýzkaland, (heimsmet) 1:59.78 3. Larisa Tsareva, Sovétríkin, 2:01.76 4. Annelies Maas, Hollandi, 2:01.89 5. Enith Brigitha, Hollandi, 2:01.99 6. Stephanie Elkins, USA, 2:02.29 400 m Qórsund karla 1. Jesse Vassallo, USA, 4:20.05 2. Sergei Fesenko, Sovétrikin, (heimsmet) 4:22.29 3. Andras Hargitay, Ungverjal., 4:27.04 4. A. Sidorenko, Sovétrikin, 4:27.78 5. Csaba Sos, Ungverjalandi, 4:28.95 6. Scott Matsuda, USA, 4:29.11 100 m baksund kvenna 1. Linda Jezek, USA, 1:02.55 2. Birgit Treiber, A-Þýzkaland, 1:03.18 3. Cheryl Gibson, Kanada, 1:03.43 4. Monique Bosga, Hollandi, 1:03.86 5. Sue Walsh, USA, 1:04.11 6. Antje Stille, A-Þýzkaland, 1:04.45 100 m bríngusund kvenna 1. Yulie Bogdanova, Sovétríkin, 1:10.31 (heimsmet) 2. TracyCaulkins, USA, 1:10.77 3. Margaret Kelly, Bretlandi, 1:11.99 4. Kathy Treible, USA, 1:12.38 5. Eva-Maria Hakonsson, Svíþjóð, í: 12.50 6. Ramona Reinke, A-Þýzkaland, 1:12.62 4X100 m skríðsund karla. 1. Bandaríkin 3:19.14 (heimsmet) 2. Vestur-Þýzkaland 3:26.65 3. Svíþjóð 3:27.14 4. Kanada 3:27.14 5. Ítalía 3:28.90 6. Bretland 3:28.93 í dýfingum karla varð Phil Boggs, USA, heims- meistarí í þriðja sinn í röð. Var i sérflokki. Hlaut 9.13.95 stig. Falk Hoffmann, A-Þýzkaland, varð ann- ar með 873.33 stig og Frabco Cagnotto, Ítalíu, þriðji með 845.51 stig. Ársælll stigi fy með snilldarmarkvörzlu Frá Kristni Péturssyni, Akranesi. Þrátt fyrír góð tækifærí i leik Akurnesinga og Vestmannaeyinga i 1. deild á Akranesi f gærkvöld tókst leikmönnum liðanna ekki að skora. Leikurínn var frekar daufur i suð-vestan kalda þar sem gekk á með rigningarsudda. Skagamenn voru mun meira með knöttinn — sóttu meira — en frá- bær markvarzla Ársæls Sveinssonar bjargaði stigi fyrír ÍBV. Það fór aldrei á milli máia að Akur- nesingar voru sterkarí aðilinn f leiknum. Þeir léku undan vindinum i f.h. og strax á fjórðu min. skapaðist hætta. Skot á mark ÍBV, sem Ársæll varði. Hann hélt ekki knettinum en varnarmanni tókst að bjarga rétt við tær Péturs Péturssonar. ÍBV fékk tvö góð færi á 10. og II min. og Sigurlás Þorleifsson spyrnti þá tvívegis að marki en knötturinn fór framhjá — i siðara skiptið sleikti knötturinn þverslána. Um miðjan hálfleikinn var Matthias Hallgrímsson á auðum sjó við mark ÍBV eftir fyrirgjöf Karls Þórðarsonar en skailaði yfir. Þá átti Pétur hörkuskalla af stuttu færi, sem Ársæli varði snilldarlega. t hálfleik snerist vindurinn og stóð þvert á völlinn. Akurnesingar sóttu miklu meira en það vantaði herzlumuninn hjá þeim. Leikmenn liðsins reyndu að leika alveg inn að marki — gáfu knöttinn til samherja, jafnvel þegar marktækifæri gáfust. Vestmannaeyingar voru snöggir i skyndisóknum og Sigurlás fékk sitt þriðja góða færi i leiknum. Spymti enn framhjá. En greinilegt var þó, að Vestmannaeyingar gerðu sig ánægða með jafntefli. Styrktu vörnina mjög á kostnað sóknarinnar. Á 30. min. átti Pétur gott skot, sem Ársæll varði og rétt undir lokin kom albezta tækifæri ÍA — Jón Alfreðsson átti þrumuskot að marki rétt utan vitateigs, en Ársæll stýrði knettin- um snilldarlega framhjá. Þá varði hann einnig hörkuskot frá Jóhannesi. 1 liði ÍBV voru þeir Sigurlás og Öm Óskarsson beztir i sókninni — en öm var nú framherji. Þórður Hailgrímsson og Einar Friðþjófsson góðir í vörn — en Ársæll maður liðsins. Hjá f A voru Karl, Árni Sveinsson, Jóhannes Guðjónsson og Ath Eðvaldsson, landsliðsmaðurínn sterki i liði Vals, að þessu sinni — eins og svo mörgum öðrum leikmönn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.