Dagblaðið - 30.08.1978, Síða 12

Dagblaðið - 30.08.1978, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1978. (i 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir I Faina Melnik var bezt 1 kringlukasti kvenna á sl. ári og ver EM-titil sinn 1974 i Pr.ig Guðmundur Þórarinsson EvrópumeistaramótiðíPrag NÝIMETHAFINN STÖDVAR EKKIACKERMAN FINNINN BÆTTISIG UM 28 SEK. OG VANN — Óvænt úrslit í 10000 m hlaupinu á Evrópumeistaramótinu „Eg hef verið bjartsýnn i allt sumar og strax eftir fyrsta hring var ég viss um að ég mundi sigra. Ég bjóst við að timi um 27.40 mundi nægja, þó annað kæmi á daginn,” sagði hinn hávaxni Finni, Martti Vainio, 27 ára verkfræðingur, eftir aö hann hafði sigrað svo óvænt i 10000 m hlaupinu á EM i Prag í gær. Hann hljóp á 27:31.0 mín. Þriðji bezti tími, sem náðst hefur á vegalengdinni og Finninn bætti sinn bezta árangur um 28 sekúndur!! Það er gaman að slíkum mönnum. Hins vegar var hlaupið ekki eins skemmtilegt fyrir Brendan Foster. Bret- landi. Hann hefur sennilega talið sig öruggan með sigur — og reyndi ekki að hrista hina af sér fyrr en undir lokin. Þá gerði hann tvær tilraunir — en það var of seint. Hinn langi Finni, 1,91 m.Ortis, ítaliu, og Antipov, Sovét. fylgdu hon- um. Foster átti svo enga möguleika i þá á lokasprettinum. Eins og svo oft áður varð hraðinn honum að falli. Ekki bar mikið á Vainio í hlaupinu þar til þrír hringir voru eftir. Hann hafði haldið sig um miðjan hóp 24 hlaupara. Þá tók hann á sprett og hljóp að Brendan Foster. Fylgdi honum siðan fast eftir — gaf ekki þumlung eftir, þegar Foster reyndi að komast frá hin- um. Á lokasprettinum lengdi hann svo enn sín löngu skref og hinir áttu ekki möguleika til sigurs. Foster hvarf í keppninni miklu og Italinn sigraði þann sovézka á marklínunni. Báðir fengu sama tíma og stórbættu árangur sinn í hlaupinu. En Vainio var maður dagsins og minnti mjög á landa sinn Juha Vaatainen, sem sigraði í 10 km í Helsinki á EM 1971 á likan hátt. Og eins og Vaatainen þá gæti Vainio einnig sigrað nú i 5000 m hlaupinu. Úrslit: 1. Martti Vainio, Finnlandi, 27:31.00 2. VenanzioOrtiz, Ítalíu, 27:31.50 3. Alexander Antipov, Sovét, 27:31.50 4. Brendan Foster, Bretlandi. 27:32.70 5. David Black. Bretlandi, 27:36.30 6. Gerard Tebroke, Hollandi, 27:36.60 7. Ilie Floriu, Rúmeniu, 27:40.10 8. Knut Kvalheim, Noregi. 27:41.30 9. EnnSellik.Sovét, 27:53.60 10. Jerzy Kowol, Póllandi, 28:17.00 11. JohnTreacy, írlandi. 28:19.60 12. Leon Schots, Belgiu, 28:29.40 13. Catalin Andreica, Rúmeniu, 28:38.00 j^Michael McLeod, Bretiandi, 28:43.20 ■Dvind Dahl, Noregi, 28:43.50 T6. Frank Grillaert, Belgiu. 28:44.20 17. Ryszard Kopijasz, Póllandi, 28:44.60 . 18. Karel Lismont, Belgiu, 28:49.20 19. Waldemar Cierpinski, A-Þýzkalandi, 29:28.90 20. Karel Gaba, Tékkóslóvakiu, 29:56.30 Fjórir luku ekki keppni. Paul Copu, Rúmeníu, Pierre Levisse, Frakklandi, Detlef Uhlemann, V-Þýzkalandi, og hlauparinn þekkti Jos Hermens, Hol- landi. - hsím. Hamburger SV sigraði Real Madrid 4—2 í knattspvrnuleik í Madrid í gær. Staðan í hálfleik var 2—0 fyrir þýzka liðið. Hrubesch skoraði á 3. og 21. mínútu. Á 55. min. skoraði Daninn Henning Jensen fyrir Real Madrid og Santilla jafnaði á 65. mín. Það dugði skammt. Hidien og Buljan skoruöu fyrir Hamborg á 70. og 75. mín. Áhorfendur voru 70 þúsund. Bandaríska meistaramótið í tennis hófst í New York í gær. Svíinn Björn Borg sigraði Bob Hewitt, Suður-Afríku, 6—0, og 6—2. Yfirburðir hans eru því hinir sömu og áður. Þetta var þrítugasti sigur Borg í röð. Matthlas Hallgrímsson. 200 metra hlaup EM sigurvegari: Marlies Göhr-Oelsner, DDR. EM—’74: 1) Szewinska 22,51. 2) Stccher 22,68.3) Pursiainen Finnlandi 23,17 sek. OL—’76: 1) Eckert DDR 22,37. 2) Richter 22,39.3) Stecher 22.47. Bezt 1977: Szewinska sem sigraði í Evrópu- og heimsbikarkeppninni á 22,72 og 22,71 auk þess sem hún átti beztan árangur ársins, 22,37, á undan Koch með 22,38. Öll þessi spá ntín byggist á þvi hvaða grein Marita Koch velur sem aðalgrein sina. Ég hefi áður sagt að ég búist við að hún velji eða verði látin velja 400 metrana sem aðalgrein. Þrátt fyrir það liggur við að búast megi við þremur austur-þýzkum á verðlaunapallinum. eða við hverju má búast af Oelsner 22.61. Hamann 22.78, Bodendorff 22,81 og Lockhoff 22.89. Hér er eitt annað spurningamerki. Það er hvaða vegalengd velur Szewinska að hlaupa á mótinu? Ég spái að hún hlaupi 400 m en ef ekki þá mun hún berjast um sigurinn á 200 með 22.91 að bakhjarli. Það verður gaman að sjá hvað brezku stúlkurnar Morehead, 22,60 og Hartley. 22,81 eða hin franska. Rega, 22,79, auk 1 indu Haglund 22,90. 400 metra hlaup l'M sigurvegari: Marita Koch, DDR. EM—’74: 1) Salin Finnlandi 50,14. 2) Strcidt DDR 50,69. 3) Wilden, Vestur- Þýzkalandi 50,88. OL—’76: 1) Szewinska 49,29 2) Brchmer DDR 50,51.3) Streidt 50,55. Bezt 1977: Szewinska sem átti bezta heimstimann, 49.52, sem hún vann heims- bikarkeppnina á. Þar varð Koch 2. á 49,76. en hún vann Evrópubikarinn á 49,53 sek. Með nýsett heimsmet, 49,19, er það varla vogað að spá Koch sigri. Ég geri ráð fyrir að Szewinska velji 400 metrana sern aðalgrein en ég held að hún ráði ekki við Koch. Þá hef ég meiri trú á Brehmer, 50,15, og Kultschenowu, Rússl., 50,87. sem mögulega ásteitingarsteina fyrir Koch. 800 metra hlaup EM-sigurvegari: Anita Weiss DDR. EM—’74: 1) Tomova Bulgariu 1:58.1. 2) lloffmcister DDR 1:58,8. 3) Suman Rúmeniu 1:59,8. OL—’76: 1) Kazankina Rússl. 1:54,94. 2) Ghtereva Búlgaríu 1:56,42. 3) Zinn DDR 1:55,60. Bezt 1977: Petrova Búlgaríu sem sigraði i heimsbikarnum á 1:59,2 á undan Liebetrau DDR. 1:59.5. I Evrópubikarn- um varð röð þeirra í mark öfug, timarnir 2.00.17 og 2.00,18. Auk þess átti Petrova 2. bezta tímann í heiminum 1:57,4. Silai Rúmeníu bezt 1:57.2. Weiss sem varð 4. í Montreal er komin aftur i feiknaform. Varla heyrzt frá henni frá i fyrra og eftir 1.56,2 í ár spái ég henni sigri nú. En það kemur venjulega alltaf eitthvað fyrir á þessari vegalengd á stórmótum og nú er bara að biða og sjá. Það er óvenju jafngóður árangur í ár, 1:58,6, Prowidochina Rússl., 1:58,7 Bruns DDR, 1:59.2 Buse DDR 1:59,2 Rigel Rússl.. 1:59.2 Styrkina Rússl., og 1:59,3 Lovin Rúmeniu, auk þess sem Silasi (1:59.8) og Petrova (2.00,3) munu verða með. 1500 metra hlaup EM sigurvegari: Ulrike Bruns DDR. EM—’74: l) Hoffmeister DDR 4:02,3. 2) Tomova 4:05,0.3) Waitz Noregi 4:05,2. OI.—’76: l) Kazankina 4:05,48 2) Hoffmeister 4:06,02. 3) Klapezynski DDR 4:06,09. Bezt 1977: Kazankina sern sigraði í Evrópu- og heimsbikarnum á 4:12,7 og 4:04,35 en þá var Bruns 2. á 4:04,52. Þetta er ekki örugg spá því Bruns á ekki nema 4:02,0 í ár meðan Kraus Vestur Þýzkalandi á 4:01.5. Ég held að Bruns sé ,ekki lakari en i fyrra og spái henni þvi sigri. Landar Bruns, Lehman 4:03,1 og Weiss 4:07,1. þær Siiai. 4:03,5 og Marasescu 4:04,5, frá Rúmeníu munu verða erfiðar og sjálfsagt koma þær búlgörsku gallharðar til leiks, þrátt fyrir að ekki sé hægt að sjá það i statistik ennþá að þær hafi gert neina gloríu. Norska stúlkan Waitz á 4:04,3 en ég reikna með að hún láti 3000 m hlaupið nægja aðþessusinni. 100 metra grindahlaup EM sigurvegari: Grazvna Rabsztvn Póllandi. EM—’74: 1) Erhardt DDR 12,65. 2) Fiedler Vestur-Þýzkal. 12,89. 3) Novak Póllandi 12,91. OL—’76: 1) Schaller DDR 12,77. Anis simova Rússl. 12,78. 3) Lebedeva Rússl. 12,80. Bezt 1977: Rabsztyn og vegur þar þyngst heimsbikarsigur hennar og bezti tími ársins 12,70. Klier-Schaller vann Evrópubikarinn á 12,83 varð 2. í heims- bikarnum á 12,86. Átti annan bezta árangurinn, 12,81. Það verður mjög áhugavert að sjá einvigi þeirra Rabsztyn. sem sett hefur heimsmet í ár, 12,48, og Klier-Schaller. 12,76. 1 Montreal varð sú pólska aðeins i 5. sæti en nú trúi ég þvi að hún muni sigra. Anissimova Rússl., 12,87, ætti að vera nokkuð örugg í 3ja sæti. 400 metra grindahlaup EM sigurvegarí: Rossley DDR. Ný keppnisgrein á EM og hefur ekki verið keppnisgrein á OL ennþá. Bezt 1977: Rossley DDR en hún sigraði i Evrópubikarnum á heimsmeti, 55.63 sek. Þetta er I fyrsta sinn sem keppt er í greininni i stærri meistaramótum og því er erfitt að velja sigurvegara þar sem búast má við nýjum nöfnum í nýrri grein. Rossley sem hefu'r ekki náð nema 56.68 i ár álit ég þó að vinni. Einkanlega byggi ég þá trú mina á þeirri vissu að Austur-Þjóð- verjar ætla sér stóra hluti á þessu móti og þvi er vist að allt þeirra toppfólk hefur verið visindalega undirbúið svo að það nái sinunt bezta árangri á réttum tima. Þetta er kannski vogað þar sem Holl- man Vestur-Þýzkalandi hefur náð 55,84 og Kasperczyk- Póllandi 55.96, auk Weiss DDR með 56,93. Þá getur ýmislegt skeð ef Szewinska myndi nú snúa sér að grindinni. Hún hljóp hana aðeins einu sinni sl. ár og þá á 56,62. Hástökk EM sigurvegari: Rosemarie Ackermann DDR. EM — ’74 1) Ackerman 1,95 2) Karba- nova Tékkóslóvakíu 1,91. 3) Simeoni Ítalíu 1,89. OL — ’76: 1) Ackerman 1,93. 2) Simeoni 1,91.3) Blagoeva Búlgaríu 1,91. Bezt 1977: Ackerman auðvitað. Þá varð hún fyrst kvenna að stökkva yfir 2,00 og sigraði í báðum bikarkeppnunum, með 1,98 og 1,97. Var í algjörum sérflokki. Ackerman var skorin upp í hné i fyrra- haust. Þegar hún hefur keppnina að nýju með því að fara yfir í 1,94 og bætir sig þegar i næstu keppni í 1,95 er ég ekki í neinum vafa með að spá henni sigri þrátt fyrir að Simeoni hefur tekið heimsmetið af henni með því að stökkva 2,01. Það mætti segja mér þó að þær stöllur stökkvi sömu hæð, 1,99 —2,02 m. Á eftir þeim munu gera upp unt röðina Kirst DDR, 1,92, og þær vinkonur vestur- þýzku Holzapfel og Mayfarth, sem báðar hafa stokkið 1,92 i ár. Áhugaverður kepp- andi er Pira frá Belgíu, 1,88, í ár. Langstökk EM sigurvegari: Bardauskene Rúss- land. EM — ’74: 1) Bruzsenyak Ungverjal. 6,65. 2) Suranova Tékkóslóvakíu 6,60. 3) Helenius Finnlandi 6,59. OL - ’76: 1) Voigt DDR 6,72. 2) Alfeeva Rússl. 6,60.4) Siegl DDR 6,59. Bezt 1977: Það er mjög erfitt að segja um. Þó kannski Kiinzel DDR sem varð fyrst í Evrópubikarnum með 6,76, sem var annar bezti árangur ársins. En hún varð aðeins 4. á heimsbikarnum og þá með 6,40. Beztan árangur átti Bardauskene, 6,82. Það er varla hægt að hugsa sér aðra en Bardauskene sem sigurvegara eftir heims- met hennar, 7,07 sett nýlega. Næstar henni verða trúlega Panait Rúmeniu 6,71. Wycisk DDR 6,65, Reeve Bretlandi 6,64 og Kúnzel DDR 6,61. Hér getur auðvitað allt gerzt þvi þetta er mikil grein tauga- spennu. Kúluvarp EM sigurvegari: Helena Fibingerova Tékkóslóvakíu. EM — ’74: 1) Tchizhova Rússland 20,78. 2) Adams DDR 20,43. 3) Fibing- erova 20,33. OL — ’76: 1) Christova Búlgaríu 21,16 2) Chijova Rússlandi 20,96.3) Fibingerova 20,67. Bezt 1977: Fibingerova sem setti heims- met á árinu, 22,32 m. í heimsbikarnum varð hún þó aðeins önnur með 20,63 á eftir Slupianek DDR sem síðar var dæmd frá keppni fyrir lyfjanotkun en er nú laus úr því banni. Mér finnst nú vera komið að Filbing- erovu að sigra eftir langan keppnisferil og mikil vonbrigði. Hún er á heimavelli og það held ég að verði nóg. Hún á nú 21,87. Næstar henni koma nú að ég bezt veit þrjár austur-þýzkar, Droese, 21,58, Knor- scheidt, 20,99, og Adams, 20,28. Petrova á enn aðeins 19,76 en hver veit hvað hún gerir. Kringlukast EM sigurvegari: Faina Veleva-Melnik Rússland. EM — ’74: 1) Melnik 69,00. 2) Menis Rúmeniu 64,62.3) Hinzmann DDR 62,50. OL — ’76: 1) Schlaak DDR 69,00. 2) Vergova Búlgaríu 67,30. 3) Hinzmann 66.84 m. Bezt 1977: Melnik sem sigraði bæði i heims- sem Evrópubikarkeppnunum með 68,10 og 68,08. Einnig átti hún annað bezta kast ársins, 68,60, 32 cm styttra en lengsta kast Engel DDR. Melnik hefur þegar í ár kastað 70,34 m og ætti ekki að vera i vandræðum með að verja EM-titil sinn að þessu sinni, ef taug- arnar fara ekki eins og í Montreal. Hættu- legastar verða án efa landar hennar Petr- ova, 66,00, og Gorbatscheva, 65,00, og þær austur-þýzku Droese, 67,70, Jahl, 65,82, og Engel, 65,68, auk hinnar búlg- örsku Boshkova sem sifellt er að bæta sig (66,94). Spjótkast EM sigurvegari: Rut Fuchs DDR. EM — ’74: I) Fuchs 67,22. 2) Todten DDR 62,10. 3) Urbancic Júgóslavíu 61,66 m. OL — ’76: Fuchs 65,94. 2) Becker Vestur-Þýzkalandi 64,70. 3) Hein DDR 63.84 m. Bezt 1977: Fuchs — hver önnur? Hún vann báðar bikarkeppnimar, með 62,36 og 68,92 m. Fuchs hefur verið afgerandi bezti spjót- kastarinn þennan áratug og hefur i ár þegar kastað 66,26. En þær eru þegar nokkuð margar. sem kastað hafa yfir 60 metra i ár og ég trúi að hin blakka Sander- son frá Bretlandi verði skeinuhætt, 64,00, og sl. ár var hún næstbezt. Aðrar eru Heimschmidt Vestur-Þýzkalandi. 64.04, Richter, 63,62, og Hommola. 63,60, DDR. Fimmtarþraut EM sigurvegari: Nadesjda Tkatsjenko Rússlandi. EM — ’76: Tkatsjenko 4776 2) Pollak DDR 4676. 3) Spasovkhovaskaia Rúss- landi 4550 st. OL — ’76:1) Siegl DDR 4745. 2) Laser DDR 4745.3) Pollak 4740. Bezt 1977: Tkatsjenko. Hún vann Evrópubikarkeppnina á bezta árangri ársins, 4839 stig. Tkatsjenko sem varð aðeins nr. 5 í Montreal hefur byrjað i ár næstum jafn vel og i fyrra. Er með 4668 stig. Það verður enginn leikur að sigra hana nú. En þær koma til með að reyna hvað þær geta Wilms Vestur-Þýzkalandi, Papp Ungverjalandi, 4675 stig, og þær austur- þýzku Pollak, 4598 st„ Neubert, 45 25 st„ og Nitzscker, 45 41 st„ auk landa hennar, Smirnova, 4449 st. 4 x 100 m boðhlaup EM sigurvegari DDR. EM — ’74: l) DDR 42,51. 2) Vestur- Þýzkaland 42,75.3) Pólland 43,48 sek. OL - ’76: I) DDR 42,55 2) Vestur- Þýzkaland 42,59.3) Rússland 43,09 sek. Bezt 1977: DDR sem sigraði í Evrópu- bikarnum á 42,62 og varð í 2. sæti í heims- bikarnum á 42,65 á eftir úrvali Evrópu. Ég held að DDR sigri örugglega og ekkert að gera við því, en hin liðin, Vestur- Þýzkaland, Rússland, Bretland. Pólland og Frakkland, eru mjög jöfn og baráttan um næstu sætin á eftir DDR verður feikna grimm. 4 x 400 metra boðhlaup EM sigurvegari DDR. EM - ’74: 1) DDR 3:25,2 2) Finnland 3:25,7.3) Rússland 3:26,1. OL — ’76: DDDR 3:19,23. 2) Rússland 3:24,24.3) Vestur-Þýzkaland 3:25,71 mín. Bezt 1977: DDR sem sigraði i báðum bikarkeppnunum, á 3:24,0 og 3:23,70. Það er santa að segja um þetta boð- hlaupið og það styttra að það þarf slys í hlaupinu til að koma i veg fyrir að DDR sigri. Það verða söntu lönd sem bitast um sætináeftirogihinu. ★ Þar með hefi ég spáð um allar greinar nema göngu sem keppt verður i á þessum EM-leikum i Prag. Sjálfsagt fer keppnin ekki eins og ég hef spáð en það var gaman að þessu og ég vona að lesendur blaðsins hafi haft gaman af og sumir hverjir getað áttað sig á þvi hvers vegna úrslitin verða í mörgum greinum jafnundarleg og þau sýnast. Það er eitt af því skemmtilegasta með þessi mót að enginn er orðinn sigur- vegari fyrr en keppninni er lokið. Að vísu er gott að hafa náð góðum ár- angri þvi keppinautamir taka eftir þvi og það hefur sín áhrif á þá. Þó er slikt ekki gott fyrir alla þar sem samlandar þeirra krefjast þá að þeir endurtaki hinn góða árangur og helzt bæti. Þetla finna svo íþróttamennirnir áður en þeir fara til keppninnar og þessi þrúgun heiman frá hefur sett margan góðan manninn i kerfi þegar á hólminn kemur. Þetta siðast- nefnda á einkum við um alla þátttakendur frá Norðurlöndunum og ekki sízt héðan. Ég vil svo að lokum senda hinum ís- lenzku keppendum beztu óskir um góðan árangur. -GÞ. LANDSUÐSHÓPUR VALINN GEGN USA ísland og Bandaríkin leika landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á sunnudag. Það verður annar leikur þjóðanna. Árið 1955 vann ísland með 3—2 á Melavelli i heldur slökum leik en síðan hefur báðum þjóðum farið mjög fram. Knattspyrnan á nú miklum vinsældum að fagna i USA. Landsliðsnefnd, Árni Þorgrímsson og Youri Ilytschev tilkynnti i gær val 16 manna landsliðshóps í leikinn við USA. Engir þeir íslenzkir leikmenn, sem leika erlendis, taka þátt í þessum leik — en reikna má með að einhverjir þeirra leiki gegn Pólverjum i Evrópuleik landsliða á Laugardalsvelli á miðvikudag. 6. sept. í islenzka landsliðinu eru þessir leikmenn. Markverðir. Þorsteinn MEIDSU MATTHÍASAR SLÆM „Læknirinn sagði að ég mundi eiga i þrjár vikur í þessu — en ég er að vona að það taki skemmri tíma, svo ég geti leikið Evrópuleikinn í Köln 13. september'’ sagði Matthias Hallgrimsson, leik- maðurinn sterki í Akranes-liðinu. Hann slasaðist illa á ökkla í úrslitaleik ÍA og Vals í bikarkeppninni á sunnudag. „Það flísaðist úr á fjórum stöðum á ökklabeininu og ég hef talsverð evmsli i þessu. Þetta lítur ekki vel út. Takkaför móthcrjans frá hæl og upp á rist. Eg er alveg rúmfastur núna og verð það meðan bólgan er aö fara úr. Þegar hún er farin vona ég að þetta taki ekki eins langan tíma og læknarnir telja. Það er þó nokkuð víst að ég missi leikinn við Val i 1. deild 10. september. Við höldum til Þýzkalands síðar þann dag — sunnudaginn tíunda — og leikum við þýzku meistarana Köln á miðvikudag. 13. sept. Ég er mjög spenntur að komast í þann leik. Er mikið vafinn núna en vona að ég sleppi við gipsið,” sagði Matthías ennfremur. Bjarnason, ÍBK, og Diðrik Ólafsson. Víking. Aðrir leikmenn Árni Sveinsson, ÍA. Dýri Guðmundsson, Val, Róbert Agnarsson. Viking, Gísli Torfason, ÍBK, Janus Ciuðlaugsson, FH, Sigurður Björgvinsson, ÍBK, Atli Eðvaldsson, Val. Hörður Hilmarsson. Val. Karl Þórðarson, ÍA, Pétur Pétursson, ÍA, Guðmundur Þorbjörnsson, Val. Ingi Björn Albertsson, Val, Ólafur Júliusson, ÍBK, ogÓlafur Danivalsson. FH. Fjórir þessara leikmanna hafa ekki leikið landsleiki — Þorsteinn markvörður. Róbert, Dýri, og Sigurður Björgvinsson. en þeir eru þó i hópi albeztu leikmanna okkar nú. Hins vegar kemur það talsvert á óvart að enginn bakvörður er valinn þó svo þeir Árni, Gísli og Janus geti leikið sem bakverðir með góðum árangri. 35. tbl. 40. 31. ágúst 197«

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.