Dagblaðið - 30.08.1978, Side 24
J V
boðar
formanna-
Gríkklandsferð
3877 seðlar bárust blaðinu
23 ára stúlka frá Eyrarbakka vann
Grikklandsferðina i Sumargetraun Dag-
blaðsins, en dregið var úr lausnunum t
gaerdag. Hún heitir Ragnheiður
Markúsdóttir, Skúmsstöðum 4 á Eyrar-
bakka.
„Ég hef alltaf verið að senda inn alls
konar getraunaseðla,” sagði Ragnheiður
i gærkvöldi, „en aldrei orðið neitt ágengt
fyrr en núna.” Ragnheiður er gift kona
og tveggja stráka móðir. Maður hennar
er skipverji á Kap frá Vestmannaeyjum,
og heitir Helgi Ingvarsson.
Ragnheiður er eins og margir aðrir á
Bakkanum. atvinnulaus eftir að
frystihúsið lokaði. Hún og Helgi ætla að
skella sér til Grikklands strax á
þriðjudaginn kemur og hyggja gott til
glóðarinnar.
„Ég gæti trúað að ég yrði sjóveik, en
sjórinn er mjög sléttur,” sagði
Ragnheiður. „Annars erum við Helgi
ákveðin i að skemmta okkur vel. Hann
sagði bara haaaa, þegar ég hringdi i
hann i dag, eftir að ég frétti þetta með
Grikklandsferðina. En hann fær frí úr
loðnunni til að fara út. Við fórum siðast.
út til Spánar fyrir 6 árum siðan.”
Þátttaka i Sumargetraun var með
eindæmum góð, betri en í nokkurri
getraun fyrr. Alls bárust 3877 seðlar og
komu þeir hvaðanæva af landinu. Ekki
var dregið fyrr en sýnt var að allur
póstur af landsbyggðinni var kominn.
•JBP-
Umbrot eftir
tvær vikur?
Landris hefur verið mikið að undan-
förnu á Kröflusvæðinu. Að sögn sér-
fræðinga nyrðra virðist sem vænta megi
tiðinda á svæðinu um miðjan september,
ef ekki hefur dregið úr landrisinu fyrir
þann tima.
Verið er að vinna við aö reisa
jarðborinn Dofra við holu 11 á svæðinu
og stendur nú til að gera við holuna og
fóðra hana uppá nýtt.
Fjölskyldugetraun
Flugleiöa:
Kerfið flyturfrá
Reykjavík:
Rannsóknar-
lögreglan
flytur í
frjálst, úháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÍJST 1978.
BSRB
ráðstefnu
Sumargetraunin — dregið í gær:
Atvinnulaus
stúlka fær
Veigar Óskarsson, fulltrúi Ferðaskrif-
stofunnar Sunnu segir Ragnheiði og
sonum hennar, Gunnari og Kjartani, frá
Grikklandsferðinni, sem Ragnheiður og
Heigi maður hennar eiga i vændum. —
DB-mynd Ari Kristinsson.
„Það var engin ályktun gerð á fundi
stjórnar BSRB i gærkvöldi,” sagði
Haraldur Steinþórsson, framkvæmda-
stjóri bandalagsins, í samtali við DB í
morgun.
„Við samþykktum að boða til fundar
formannaráðs BSRB klukkan 5 i
morgun en í ráðinu eiga sæti, auk stjórn-
ar bandalagsins, fulltrúar allra aðildar-
félaganna. Þetta er um 60 manna
hópur.”
Haraldur kvað BSRB reiðubúið til
frekari viðræðna við flokkana, sem
reyna stjórnarmyndun, og á fundi for-
mannaráðsins yrði lögð fram ályktun
um launamál i framhaldi af fyrri
viðræðum.
-GM.
Krafla:
Kópavog
Rannsóknarlögregla rikisins
mun um helgina flytjast búferlum
frá Borgartúni 7 i Reykjavík að
Auðbrekku 61 i Kópavogi.
Að sögn Gisla Guðmundssonar
aöstoðaryfirlögregluþjóns hjá
Rannsóknarlögreglunni, mæta
rannsóknarlögreglumenn, nú 35
að tölu, ásamt öðru starfsfólki
stofnunarinnar til vinnu að
Auðbrekku 61 á 'mánudags-
rnorgun. Alls starfa nú hjá stofn-
uninni 40—50 manns.
í Kópavogi er aðstaða mun betri
en verið hefur í Reykjavík. Starf-
semin verður á 3 hæðum, gólf-
flöturer 14—1500 ferm.
Nokkrar deilur stóðu um
staðsetningu stofnunarinnar i
Kópavogi. Héldu menn fram að
hennar væri mest þörf i Reykjavik.
Ekki mun heldur muna nema litlu
aðhúnséþar. -JÁ |
Halldór Sigurðsson rannsóknar-
lögreglumaður réttir félaga sinum
þungan kassa sem fluttur var suður
I Kópavog i gærdag.
— DB-mynd Sv. Þorm.
Alþýðuf lokkur og Alþýðubandalag klofin:
OVISSA ALLRA FL0KKA
UM MENN OG MÁLEFNI
Klofningur er i þingflokki Alþýðu-
flokksins og meirihlutinn hefur enn
ekki tekið afstöðu til vinstri stjórnar.
Menn vilja fá ítarlegri úrræði til lengri
tima en hinir flokkarnir höfðu hugsað
sér.
Klof-.tingur er einnig i liði Alþyðu-
h'andalagsins Meirihlutinn hefúrgefið
vinstri stjórn grænt Ijós, en minnihlut-
inn telur, að ekki megi slá svo af í kröf-
unni um „herinn burt” eins og forystu-
menn bandalagsins ætla sér.
„Við viljum fara inn í þetta af fullri
reisn," sagði Karl Steinar Guðnason
alþingismaður (A) í morgun. „Við
gerum ýmsar kröfur, sem við viljum fá
framgengt.” Vilmundur Gylfason
sagðist i morgun ekki taka afstöðu til
vinstri stjórnar, fyrr en hann sæi allan
„pakkann”.
Þannig berst leikurinn fram og aftur
innan flokka og milli flokka um mál-
efni. Það þykir alveg Ijóst, að ef vinstri
stjórnin verður mynduð, verði enginn
málefnasamningur gerður fyrr en
síðar. Ólafur Jóhannesson tekur mál
inn á verkefnalista, sem sýnir þau mál,
Eiður Guðnason og Vilmundur Gylfason koma til fundar þingmanna Alþýðuflokksins i Þórshamri I morgun.
DB-mynd Bjarnleifur.
■ W&
sem flokkarnir vilja helzt ræða alveg á
næstunni.
Hins vegar verður ekki hjá því
komizt að skipa ráðherrastólana þeim
mönnum, sem samkomulag næst um.
Hvort sem þannig er rætt um menn
og/eða málefni er alveg ljóst, að enn
getur allt gerzt i stjórnarmyndunar-
málum. - HH/BS
✓
Gífurleg
þátttaka
„Getraunaseðlamir streyma inn. Við
erum búnir að fá um 10 þúsund stykki
eftir rúma viku og það bara í Reykja-
vik,” sagði Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi Flugleiða. Stofnunin efndi til
mikillar fjölskyldugetraunar i tilefni 5
ára afmælis síns. Verðlaunin eru marg-
visleg, m.a. þrjár fjölskylduferðir, til
Miami, Austurríkis og Parísar. „Ekkert
ákvæði er um það hvað fjölskyldan má
vera stór. Mest gaman væri auðvitað að
fá fólk sem ætti 10 börn,” sagði Sveinn.
Auk jtessa eru 20 farseðlar fyrir tvo í
vinninga. bæði innanlands og erlendis.
Eru það því alls ferðir fyrir 40 manns.
Þátttakan hefur lika sýnt að mönnum
finnst til nokkuð mikils að vinna. Auk
þeirra tíu þúsund seðla sem borizt hafa í
Reykjavik má telja víst að margir seðlar
séu á skrifstofum Flugleiða úti á landi.
Getrauninni lýkur um mánaðamótin
en dregið verður í kring um 5.
september.
•DS.
Kaupiö^V
,5 TÖLVUR -
I* QG TÖLVUUR
BANKASTRÆTI8
1276^