Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. / ‘ 14 húsasmiðir, aðallega af Suðurnesjum halda til Grænlands: \i „Fmnst það dálftið blóðugt — en freistast til þess samt” Nokkur hluti trésmiðahópsins islenzka, sem mun á morgun halda til Grænlands að vinna fvrir Dani i Godtháb. Á upp- mælingataxta hafa þeir 2112 krónur á ferm uppslegins einfalds byrðis I mótum. DB-mynd Hörður Jú, mér finnst það dálítið blóðug sú staðreynd að Grænlendingarnir fá mun lægri laun en við fyrir sömu vinnu, en ég freistast nú samt til þess að fara. Laun þau er við munum fá eru nefnilega töluvert betri en maður fær hér,” tjáði Reynir Sigurðsson smiður úr Keflavik Dagblaðsmönnum m.a. í gær. Reynir heldur i bitið á morgun til Grænlands, nánar tiltekið til Godtháb. ásamt 13 félögum sínum, öllum húsasmiðum. Þangað halda þeir á vegum dansks byggingarfyrirtækis. er Aklan heitir. Hafa þeir gert samn- inga við fyrirtæki þetta um uppsláttar- vinnu við 64 einbýlishús í þessum 9000 manna bæ. í Godtháb kvað Reynir þá ætla að dveljast unt fjögurra mánaða skeið. Laun verða þeim greidd samkvæmt samningum þcini sem gilda á Græn- landi fyrir Dani. Sem kunnugt er hafa Danir mun hærri laun en innfæddir. Fá Islendingarnir greitt samkvæmt uppmælingataxta 44 krónur danskar fyrir hvern ferm einfalds byrðis upp- slegins. Smiðirnir. sem margir hverjir eru fjölskyldumenn, fara án fjölskyldn anna. Búa þeir i frumstæðum ibúðar skáluni meðan á-byggingu einbýlishús- anna stendur. Sumir þeirra leita at- vinnu i Grænlandi vegna atvinnu leysis heima fyrir svo sem Suðurncsja mennirnir í hópnuni. Danir kunna ekki til verka Ráðning 14-menninganna erþannig til komin að byggingarfyrirtækið Akton auglýsti i islenzkum fjölmiðlum eftir húsasmiðum héðan. Er ráðning íslendinganna. í hrjáðu landi atvinnu- leysisins, Danmörku, skýrð með þvi að Danir kunni ekki til verka hvað varðar uppslátt borðantóta. Nokkuð mun hafa verið um það að íslendingar sæktu vinnu til Godtháb og hafa þeir yfirleitt verið ánægðir. Standa Danir t.d. við alla gerða sanín- inga. íslendingar niunu að þessu sinni eingöngu sjá um mótauppslátt, utan- afrif og ef til vill steypuvinnu. Yfir- menn eru aðsjálfsögðu Danir. Godtháb er á líkri breiddargráðu og Reykjavik, en þar nýtur þó einskis Golfstraums. Kuldi er þvi allmikill, allt að -30°C. En menn munu þó ekki kenna hans svo mjög þar sem yfirleitt rikja staðviðri og stillur. „Manni gefst alla vega tækifæri til þess að kynnast ástandinu þarna á Grænlandi, en maður hefur svo sem heyrt ýmislegt um slænia framkomu Dana gagnvart Grænlendingum,” sagði Reynirað lokum. « Jú mér finnst það dálitið blóðugt, að Grænlendingar.fá mun lægri laun en við fyrir sömu vinnu, en ég freistast nú samt til þess að fara,” segir Reynir Sigurðsson hús- gagnasmiður frá Keflavík en með talsvcrða reynslu í mótauppslætti. DB-mynd Hörður Fimm þúsund búnir að sjá „íslenzk föt” annsvorubunú slenzk »t um .jálmurE^son sýmngannna rsrsrÆ naWnar ^ lenvtrkada&aeru hafavenð^unöan r bár- Thorsteinsson föstuóagm"' ' i Sýnmgm^ov.rv,adagaog^ klukkan ^ angscvt't Q {yþt uto ^ (uUorðna og 300 . krónur tyru Ds börn. Grétu Garbó stlllinn er kominn aftur. Pilsaþytur í Laugardalshöll „Og faldarnir lyftust” segir I kvæðinu. Rétt sýnist kveðið á tizkusýningum á „Íslenzk föt”. Glæsimenni af báðum kynjum svifu um svið I íslenzkum fatnaði yzt sem innst. DB-myndir Bjarnleifur. Batikföt eru mikið I tizku núna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.