Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978.
9
Erlendar
fréttir
A.m.k. 1500
fórustíflóði
Óttazt er að um 1500 manns hafi
farizt er áin Kangsabati flæddi yfir
Midnapore svæðið i Vestur-Bengal, að
því er fréttir frá Indlandi herma.
Yfirvöld á svæðinu sögðu einnig að
um eitt þúsund manns hefðu slasazt
þegar hundruð húsa hrundu i gær vegna
flóðanna. Talið er að um þrjú hundruð
þúsund manna hafi orðið fyrir barðinu á
flóðunum. Flóðin hafa þegar eyðilagt
uppskeru og nemur tjónið milljörðum
króna.
Ródesía:
Týndrarflug-
vélar leitað
í f rumskógi
Fjöldi flugvéla, bæði hcrflugvéla og
annarra. leita nú ródesískrar flugvélar
með 56 farþega innanborðs. sem hvarf
skammt frá norðurlandamærum
Ródesiu.
Talið er aö vélin hafi farizt i illfærum
frumskógi. þar sem eru auk Ijóna. tigris-
dýra og annarra villtra dýra. svartir
skæruliðar. sem yfirvöld í Ródesíu
óttast enn meira en villidyrin.
Ekki er vitað til þess að neitt samband
hafi verið á milli skæruliðanna og hvarfs
vélarinnar.
Managua:
Leiðtogarverk-
f allsmanna hand-
teknirígær
Stjórnin i Nicaragua hefur látið hand-
taka leiðtoga almenns verkfalls I
landinu. sem ætlað var til þess að koma
Anastasio Somoza forseta landsins l'rá
völdum.
Auk þess hafa urn 200 manns verið
hnepptir i varðhalJ. Leiðtogar verkfalls-
ntanna, sem eru viðkenndir viðskipta-
rnenn, lögfræðingar og stjórnmálamenn.
voru handteknir i áhlaupi lögreglu i
fjöldantörgum borgum landsins i gær.
Þýzkaland:
19slösuðustf
jarðskjálfta
Nítján manns slösuðust I harðasta
jarðskjálfta sem orðið hefur i suð-vestur
Þýzkalandi í 35 ár, U.þ.b. sextíu
jarðskjálftakippir hafa fundizt, allt til
Svissog Frakklands.
Salyut6:
Geimfararnir lentir
Geimfararnir Sigmund Jaen frá A-
Þýzkalandi og Valery Bykovsky frá
Sovétríkjunum eru lentir heilu og
höldnu eftir vikudvöl I sovézku
geimstöðinni Salyut 6.
Já
góðan daginn
það er kötturinn
Það þurfti dómara til þess að skera
úr um það hvort gerlegt væri fyrir kött
að hringja til Parísar. Eigandi
kattarins hafði verið á ferðalagi og
fengið nágranna sinn til þess að gæta
kattarinsá meðan.
Þegar eigandinn kom til þaka. beið
hans reikningur. sem hljóðaði upp á
10 þúsund krónur. Reikningurinn var
fyrir 20 mínútna langt samtal frá Vin
til Parísar. Nágranninn sagði að
kötturinn hefði hringt. Eigandi
kattarins sagði að það væri ómögulegt
og neitaði að borga.
Nágrannarnir tveir höfðu verið
góðir vinir, en sú vinátta fauk nú út I
veður og vind. Urskurður dómarans í
þessu máli varð raunar sá að mögulegt
hefði verið fyrir köttinn að hringja til
Parísar. Nágranninn hafði ullardúsk
til skrauts á símtóli sinu. Dúskurinn
hafði freistað kattarins og hann fór þvi
að leika sér að simanum. Dómarinn
kvað uppúr með það að mennirnir
skyldu greiða símareikninginn til
helminga hvor.
Nánari tildrög þessarar einstöku
sögu eru þau, að Heinz-Pieter Ziegler
sneri heim úr ferðalagi og bankaði upp
á hjá nágranna sinum, Hannesi
Pollak, sem hafði passað kött Zieglers
í hálfan mánuð. Ziegler færði vini
sínum Pollak göfugt vín fyrir
Pollak þakkaði fyrir vinið en bætti
því við að Zigler skuldaði sér 10
'þúsund krónur. „Það er fyrir 20
mínútna langt simtal. sem kötturinn
þinn átti við París,” sagði hann.
Ziegler hélt að vinurinn væri að
spauga. En hann komst að því að
Pollak meinti þetta i fullri alvöru.
Hann vildi þó ekki trúa og sagði við
vininn: „Það hlýtur að hafa verið þú
eða einhver í fjölskyldu þinni, sem
hefur hringt til Parísar og svo á ég að
borga fyrir það".
Þolinmóður útskýrði Pollak, að
þegar hann hefði komið heim eitt
kvöldið. þá hefði hann fundið sinttólið
liggjandi við hliðsímans. Hann heyrði
að fyrirtæki nokkurt i Paris var á
hinum endanum.
Eftir að hafa sett simtólið á hringdi
hann i símstöðina og bað um reikning
fyrir símtalinu. Það voru samtals 10
þúsund krónur. Þegar Pollak hafði sett
tólið á, sá hann að kötturinn fór strax
að leika sér að dúsknum, sem var
fastur við símtólið. Meðan á leiknum
stóð, skoppaði kötturinn ofan á talna-
Ykifunni og hringdi þannig ósjálfrátt.
Tilviljun hafði siðan leitt til þess að
kisi fékk sambandið við fyrirtækið i
París.
UTSALA
BANKASTRÆTI 14, SIMI 25580
iTj WfV [■
i H »JrJ I TfTjTTT
REUTER