Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. d Iþróttir Iþróttir 17 Iþróttir Iþróttir I Þorsteinn Bjarnason, markvörður lslands, greip oft vel inn i leikinn snilldarlega einu sinni i fyrri hálfleik eins og DB-mynd Sv.Þ. sýnir. og varði, SERSTAKT TÆKIFÆRI Island misnotaði upplögð mark- tækifæri gegn Bandaríkjamönnum —markalaust jafntefli íslendinga og Bandaríkjamanna í Laugardal Guðmundur Þorbjörnsson i opnu færí við mark USA en Arnold Mausser, hinn snjalii markvörður varði sem oftar f leiknum. DB-mynd Bjarnleifur. „Ég er ánægður með leikinn, en ekki úrslitin," sagði Youri llitschev, þjálfari islenzka landsliðsins eftir markalaust jafntefli Islands og Bandaríkjanna í l.augardal i gærkvöld. Markalaus leikur, en tækifærin voru íslands — leik- menn íslenzka liðsins fóru illa með upplögð tækifæri. Þrátt fyrir upplögð tækifæri voru áhorfendur ekki ánægðir — og í heild var lcikurinn slakur, litlaus, þó Youri llitschev hafi vafalitið séð ýmis- legt er gat glatt hann. „Það vantaði hraða og ég er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Pólverjum — en það verða breytingar þá,” sagði Youri llitshev. íslandi tókst ekki að knýja fram sinn annan sigur á Bancjaríkjamönnum i Laugardal. Um það geta islenzku leik- mennirnir engum um kennt öðrum en sjálfum sér — þeir fóru illa með upplögð tækifæri. íslenzka liðið byrjaði liflega, og þegar á fyrstu mínútum skall hurð nærri hælum við bandaríska markið. Bezta tækifærið fékk Atli Eðvaldsson þegar á 7. minútu — fékk knöttinn frá Guðmundi Þorbjörnssyni. aleinn i vita- teignum. En bæði var að Atli var seinn að átta sig og loks er hann skaut, úr ágætu færi, þá geigaði skot hans, fór framhjá af stuttu færi. Á 19. min. fékk Pétur Pétursson góða sendingu frá Árna Sveinssyni fram. átti i höggi við einn varnarmann en skot Péturs fór framhjá, eftir að hafa leikið inn á vítateiginn. Á 28. mínútur fengu íslendingar bezta tækifærið — Róbert Agnarsson átti góða sendingu á Pétur Pétursson í eyðu, Pétur brunaði upp að endamörkum, gaf vel fyrir, beint á kollinn á Guðmundi Þorbjörnsyni, en bezti maður banda- riska liðsins. markvörðurinn Arnold Mausser — hæstlaunaði'markmaðurinn i USA, varði mjög vel sk’alla Guðmund- ar af stuttu færi. Það dofnaði yfir islenzka liðinu er á hálfleikinn leið — eins og leikmenn stífnuðu í suð-austan kaldanum i Laugardal. Þrátt fyrir það fékk Karl Þórarson ágætt færi á 43. ntinútu. af miklu harðfylgi vann hann knöttinn af varnarmanni. lék inni i vita- teiginn, en enn var Mausser starfi sínu vaxinn — varði vel skot Karls af stuttu færi. islenzka liðið fékk þvi ágætt færi i fyrri hálfleik. marktækifæri er hefðu átt að gefa mörk — en Bandaríkjamenn á hinn bóginn voru litt sókndjarfir. Héldu knettinum að visu vel úti á vellinum en sáralítill broddur var í sókn þeirra. Þegar á 4. minútu voru islenzku leik- mennirnir enn í stórsókn. Hörður Hilmasson átti snjalla sendingu á Guðmund Þorbjörnsson. sem gaf fyrir á Janus Guðlaugsson — en skot hans frá vitateig. Hitti knöttinn illa. raunar eins og í fyrri hálfleik er Janus i opnu færi hitti knöttinn ekki. Á 13. mínútu brauzt Atli Eðvaldsson í gegn, en Mausser varði skot hans af stuttu færi. Rétt eins og i fyrri hálfleik þá dofnuðu islenzku leikmennirnir er á leið og það stefndi í markalaust jafntefli. Þó áttu Bandarikjamenn skot i þverslá, Greg Villa átti skot af 25 metra færi en þversláin bjargaði þar. Þvi markalaust jafntefli — í leik er ísland hefði átt að vinna. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri þá olli leikur íslenzka liðsins vonbrigðum. Ekki var nógu mikill nraði í leik liðsins, sendingar voru ónákvæmar. Þó hlýtur það að teljast batamerki að rétt eins og gegn Dönum á dögunum var íslenzka liðið i hættulegri tækifærum — enn láta þó mörkin á sér standa. Youri llitschev. tefldi fram fjórum nýliðum i leiknum við Bandarikjamenn — og allir komu þeir vel frá leik sinum. Þeir Róbert Agnarsson og Dýri Guömundsson voru traustir í vörninni. létu ekkert franthjá séra fara. í markinu var Þorsteinn Bjarnason öruggur þó litið reyndi á hann. Fjórði nýliðinn. Sigurður Björgvinsson kom inn á i siðari hálfleik ásamt Inga Birni Albertssyni. Vissulega áræði hjá Youri — og allir leikmenn verðskulduðu tækifæri sin með landsliðinu. Guðmundur Þor- björnsson átti góða spretti en Pétur Pétursson fékk lítinn stuðning frá kollegum sinum. Það var þó sláandi að Skagamennirnir. Pétur Pétursson. Karl Þórðarson og Árni Sveinsson voru allir skugginn af þvi er þeir léku gegn Val á dögunum i úrslitaleiknum gegn Val i Bikarnum. Þar munaði miklu. Það sem ef til vill mestum vonbrigðum olli varað Janus Guðlaugsson náði aldrei að sýna þá takta i stöðu lengiliðar er hann leikur með FH. Mótstaða vissulcga meiri en hvorki hann né Hörður Hilmarsson náðu að sýna góðan leik, stjórna spilinu ogþarmunaðimiklu. Bandariska liðið á enn margt ólært. bæði i leikskipulagi og getu einstakra leikmanna til að verða liðum frá Evrópu skeinuhætt. Enn hefur knattspyrna i USA ekki náð því stigi, en þó áttu Bandaríkjamenn bezta mann vallarins, markvörðinn Arnold Mausser, hann bjargaði iðulega mjög vel. Dómari var norskur, Rolf Haugen — ágætur dómari, linuverðirnir Eysteinn Guðmundsson og Róbert Jónsson voru góðir. H. Halls. Litlu munaði Gífurleg keppni var í 110 m grínda- hlaupinu í Prag í gær. Dómarar þurftu lengi að rannsaka myndir áður en úrslit voru gerð kunn. Aðeins 2/100 úr sekúndu munur á 1. og 3. manni. Úrslit. 1. Thomas Munkelt, A ÞVzkalandi, 13.54 2. Jan. Pusty, Póllandi, 13.55 3. Arto Brvggare, Finnlandi, 13.56 4. Guiseppe Buttari, Ítalíu, 13.78 5. F.duard Pereverzev, Sovét, 13.83 6. Vyacheslav Kulebyakin, Sovét, 13.90 7. Romuald Giegiel, Póllandi, 13.91 8. Dieter Gebhard, V-ÞVzkaland, 13.94 UTSALAN HOFSTIDAG MIÐBÆJARMARKAÐI AÐALSTRÆTI9 SIMI27340 mömmu- SáL Ungbarnagallar frá kr. 1000.- Úlpur frá kr. 3500.- Náttföt, skyrtur, nærfót ogmargtfleira Peysurfrákr.500.- Buxurtrákr. 1200.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.