Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978.
7
11 Austurríkismenn rammvilltir á miðhálendinu:
SKILDU BÍLALEIGU-
JEPPA SÍNA EFTIR Á
ÖRÆFUM
— og héldu utan með fyrstu flugvél
Aö sögn Ólafs Sigurðssonar, fram
kvænulastjóra Bilaúrvalsins hf.. en þaö
fyrirtæki lánar út jeppabifreiðir til
öræfaferða. var hópur Austurrikis
tnanna. cr fengið höfðu léða tvoaf jepp-
unt fyrirtækisins. hætt kominn i öræfa-
ferðeinni fyrir skömmu.
Villtist hópurinn illilega af leið og
lauk óhyggðaferð annars hilsins i það
skiptið i hyl Jökulsár á Fjöllum miðjunt.
Flæddi vel upp á núðja framrúðu jeppa
bifreiðarinnar. Öldruð hjón voru þá
nærri drukknuð. Bílstjórinn hafði talið
að þarna væri um að ræða vað á ánni.
Ferð hins jeppans. en báðir eru þeir af
Blazer-gerð. lauk hins vegar uppi undir
Dyngjujökli þar sent Austurríkismenn-
irnir skildu við hann. læstu honum kirfi-
lega og tóku með sér lyklana.
Yfirgefin bifreið stór-
skemmd um nótt
i fyrrinótt átti ökumaður Skoda-bif-
reiðar með Y-númeri leið urn Reykja-
ncsbrautina. Tók þá að sjóða á bílnum
og greip maðurinn til þess ráðs að
skilja bilinn eftir þar sem hann var
kominn. i Kúagerði.
í gær cr hann hugðist ná i bíl sinn
með aðstoðannarra varaðkoman Ijót.
F.inhvcrjir vegfarendur sem síðar fóru
um Kúagerði Itafa ekki getað látið bil-
inn i friði. Höfðu allar rúður verið
brotnar meö stórunt steinhnullungum.
sent lágu siðan inni í bilnum. Þá var og
dælduð hurðá bilnunt.
Hér er unt ntikið tjón að ræða og er
þetta niðingsverk. Er nú skemmdar
varganna leitað og vill rannsóknarlög-
reglan i Keflavik fá sem mestar upp
lýsingar um hilfcröir um Reykjanes-
braut þessa sunnudagsnótt.
■ ASt.
Þrjár útafkeyrslur f S-Þing.:
Fótbrot og eymsli íbaki
Þrcnt bilum var ekið út af vegunt í
Suður Þingeyjarsýslu á laugardaginn á
santa klukkutíntanum.
Klukkan 15.35 var tilkynnt um
útafakstur við bæinn Vagnbrekku í
Mývatnssveit. Þar hafði Toyota fólks-
bill l'rá árinu 1978 ekið út af. Ástæðan
er talin sú að slanga i hægra framhjóli
sprakk og vegurinn var nýheflaður og
laus í sér. Billinn hafnaði i gjótu scnt
var cins og sniðin l'yrir hann og
rcyndist örðugleikunt bundið að ná
honunt upp úr henni. Farþegi sem
setið hafði i aftursæti kvartaði unt
þrautir i baki og var hann sendúr ntcð
sjúkrabil til Akureyrar. Billinn er
ntikið skentmdur.
í Reykjadalnum bættist annar
maður i sjúkrabilinn. Var það 14 ára
telpa sent fótbrotnað Itafði i annarri
útafkcyrslu. Var hún við fjórða ntann
i Peugeot fólksbil sem ekið var útaf er
vikið var l'yrir kind sent kont í veg fyrir
bilinn. Valt billinn heila veltu en
hafnaði að lokunt ofan i skurði.
Tvennt fullorðið var i bílnunt auk
stúlkunnar og kornabarns. Kvartaði
annar sá fullorðni yfir ntari og var
honum ráðlagl að leita læknis þó ekki
væri hann flutlur á sjúkrahús. Billinn
er talinn nær ónýtur eftir veltuna.
Hannerafárgerð 1977.
Þriðji billinn fór svo útaf við
Skinnastaði i Mývatnssvcit. Þegar lög-
reglan frá Húsavik kont á staðinn var
búið að fjarlægja bílinn og ekki var
ntinnzt á að nteiðsli hefðu orðið á
ntönnum. Kannað var hvort ölvun
gæti hafa átl einhvern þált i óhappinu
en þegar svo reyndist ekki vcra var
málið látið afskiptalaust af lögreglu.
• DS
Fullur á stolnum bíl
Við sólarupprás á laugardagsntorg
un komu tveir lögrcgluþjónar i slysa
rannsóknadeild auga á bil á fleygiferð
um götur Reykjavikur. Annar þeirra
taldi fullvist að þessi bill ætti heinta á
bílasölu einni hér i borg og hefði
honum verið stolið þaðan. En þar sent
stolnir bilar heyra ekki beinlinis undir
verksvið slysarannsóknadeildar nema
|xúr lendi i árekstri var ckki alveg Ijóst
Itvað bæri aö gera i ntálinu. Að lokum
var þó ákveðið að elta bilinn uppi og
gæta nánar aðökuntanni.
Billinn iiáðist eftir þó nokkurn elt-
ingalcik. Reyndist þá grunur lögreglu-
þjónsins réttur, billinn var stolinn og
það sent nteira var. ökumaðurinn var
undir áhrifum áfengra drykkja. Var
livort tveggja. bill og bilstjóri. flull á
lögreglustöðina og maðurinn lekk þar
fritt fæði og húsnæði.
-DS
Fyrir bíl íveglausri fjöru
Scx ára gantall cjrengur lærbrotnaði
i tjöru skantmt frá Sandgerði á laugar-
dag. Var drengurinn þar á hjóli og
varð l'yrir vörubil er var að sækja sand
i fjöruna. •
Vörubillinn ntun hafa farið yfir hjól
drengsins og fót hans með þeint al'
leiðingum að drengurinn lærbrotnaði.
l.iggur hann nú i sjúkrahúsi Kel'la
vikur. - ASt.
-EINKARITARASKÓLINN
• Veitir nýliöum starfsþjálfun og öryggi.
• Endurhæfir húsmæður til starfa á skrifstofum.
• Stuðlar að betri afköstum, hraðari afgreiöslu.
• Sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum.
• Tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta.
• Tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyröi.
• Sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri.
MIMIR,
Hingað komu til lands þann 18. fyrra
mánaðar 11 Austurrikismenn og
hugðust dvelja hér til 26. sama mánaðar
og ferðast unt öræfin á Bla/crjeppum
Bilaúrvalsins. Ekkert fréttist af öræfa-
ferð fólks þessa fyrr en 25. ágúst. Hafði
það þá villzt ntjög af leið. annar Blazer-
inn m.a. farið i Jökulsá á Fjöllum. Hafði
fólkið komizt við illan leik á land og
siðan notið aðstoðar þjóðgarðsvarðarins
i Herðubreiðarlindum. en án Itans
hjálpar hefði getað farið enn verr. Kont
Itann fólkinu i langferðabil áleiðis i Mý-
vatnssveit.
9 manna björgunar-
leiðangur
Þá þegar er forstöðumönnum bilaleig-
unnar bárust fréttir þessar til eyrna
héldu níu björgunarmenn af stað. á 3
Weapon-jeppunt. að bjarga leigubifreið-
ununt þeirra austurrisku. Tók leiðangur
þessi að Herðubreiðalindum 96 linia i
allt. Koniu þeir Blazer-jeppunum báðum
til byggða. Sá er fór i ána var ntjög illa
leikinn. Itinn varð að sjálfsögðu að brjót-
ast inn í.
Ferðalangarnir héldu þegar til
Rcykjavíkur með næstu fiugvél. er þcir
hölðu komi/l á puttanum til Akurcyrar.
og þaðan á Dónárbakka. Að sögn Ólafs
mun kostnaður við björgunaraðgerðir
ncnta a.nt.k. tveimur milljónum króna.
Mun nú á það reyna Itvort Austurrikis
mennirnir greiði skcmmdir þx-r cr urðu
á farartækjunum. þ.e. Bla/.er-jeppunum.
og þjörgunarkostnað. Ólafur sagði að sér
hel'ði liti/t vcl á fólkið.
JÁ
ÆTLA AÐ VEIÐA
FISK ÁFRAM...
Hjól atvinnulifsins hafa hægt á sér að
undanförnu og kenna margir stjórnleysi
um. Þessir vösku sjómenn voru vestur á
Granda að splæsa togvira og lögðu undir
sig talsvert af garðinum til þess arna.
Þeir trúa greinilega á að landsmenn
haldi áfram að veiða fisk og lifa af hon
um. DB niynd Sv.Þorm.
Brautarholti 4 - Sími 11109 (kl. 1-7 e.h.)
Ilaustfer
trland
8 daga ferð
7. september,
4 daga ferð
4. október.
ÓDÝRAR OG EFTIR
MINNILEGAR FERÐIR.
Júgóslayía
BROTTFÖR:
13. september,
20. september.
FJÖLBREYTTAR
SKOÐANAFERÐIR TIL
ÍTALÍU OG AUSTUR
RÍKIS
London
BROTTFARARDAGAR:
25. september,
6. nóvember,
27. nóvember,
3. desember.
FJÖLBREYTT ÚRVAL
GÓÐRA HÓTELA.
ISamvinnu
ferðir
AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077
Æll^
9 LAHDSYN
%lll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16
SÍMI 28899