Dagblaðið - 04.09.1978, Side 10

Dagblaðið - 04.09.1978, Side 10
10 Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson. Fróttastjór Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstohistjórí rttstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: HaNur Simonarson. Aflstoí rfróttastjórar Atíi Steinarsson og Ómai Valdimarsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Bladamenn: Anría Bjaríiason, ÁsqeiTíómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Guflmundur Magnússon, HaUur HaMsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson{ Ragnar Lár., Ragnhtáflur Kristjánsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinffton Ami Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmuoiv Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn ÞormóflssOn. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfssorí. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. HaUdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeNd, augtýslngar ogskrifstbfur Þverhohi 11. AOalsími blaflsins er 27022 <10 línur). Áskríft 2000 kr. ó mónufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflið hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugorfl: HUmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Aryskur hf. Skoifunni 10. ■ Minnkun flotans Ekki þarf að fara í grafgötur um nauðsynina á minnkun íslenzka fiski- skipaflotans. Offjárfesting í fiskiskipum síðustu árin er staðreynd, sem allir viður- kenna, sem skyggnzt hafa í málið. Þvi fé hefði betur verið varið til annarra hluta. Minni hætta væri þá á lífskjaraskerðingu landsmanna. En hve mikil er offjárfestingin og hve mikil þyrfti minnkun flotans að vera? Eðlilegt er, að menn greini á um það atriði. Því er haldið fram, að atvinnulíf hafi eflzt á ákveðnum stöðum með tilkomu skuttogara þar. Mönnum sést yfir, að með skuttogurunum hefur aflanum einungis verið dreift með öðrum hætti en ella hefði verið. Það hefði mátt gera með ódýrari stjórnunaraðferðum. Aflanum, sem veiða má við ísland án þess að ganga of nærri þessari auðlind, eru ákveðin takmörk sett. Þeim takmörkum verður ekki breytt með aukningu flotans umfram eðlileg mörk. Auk annars sem fyrir liggur um þetta viðfangsefni má geta kandidatsritgerðar í viðskiptafræði, sem Hilmar Victorsson lagði fram á síðastliðnum vetri, þar sem þessum spurningum er svarað á grundvelli nákvæmra útreikninga. Hilmar segir: „Það er augljóst, að viðbótarsókn gefur ekki viðbótarafla, og verður því aðeins um dreifingu aflans að ræða, sem hefur í för með sér skertan hlut hvers og eins.” Hann rekur afleiðingar of mikillar fjár- festingar í fiskiskipum. í fyrsta lagi lakara hráefni, þar sem sá fiskur sem veiðist smækkar stöðugt. Þetta hefur í för með sér dýrari vinnslu, lakari vöru og lélegri afkomu vinnslustöðva. í öðru lagi tapútgerð, lök lifskjör fólks í útvegi og þjóðarinnar og stórkostlegt tjón fyrir þjóðarbúið, tjón, sem meta má í milljörðum króna. í þriðja lagi er stefnt í glæfraspil með það fjöregg þjóðarinnar, sem auðlindir sjávarins eru. Við höfum gott dæmi um hvað gerist ef fiskstofn eyðist, þar sem síldar- stofnarnir eru. Hilmar kemst að þeirri niðurstöðu, að sóknin hafi verið í jafnvægi árin 1969—1970. Síðan hafi flotinn orðið mun afkastameiri með fjölgun togara og hrygn- ingarstofninn minnkað hröðum skrefum. Árin eftir 1970 jókst sókn útlendinga hingað, og hafði það sín áhrif á minnkun hrygningarstofnsins. Sóknarþunginn var þegar orðinn of mikill í botnfiskstofnana. Til að halda sömu sókn hefði fjöldi skuttogara orðið 60 en nálgast nú töluna 80. Sextíu skuttogarar hefðu þegar verið of mikill fjöldi. Hilmar segir, að veiðiflotann eða sókn hans þurfi að minnka um að minnsta kosti fjörutíu af hundraði frá því sem nú er. Til að auka nýtni flotans þurfi skuttogurum að fækka úr um það bil áttatíu í fimmtíu. Óhætt væri að fækka bátum af stærðinni 100—299 lestir um 60—70 skip án þess að skerða hlut annarra báta. Fiskiskipum frá 50 til 100 tonn þurfi að fækka um 50 báta. Heildarbolfiskaflann þarf að minnka nokkuð, og ætti hann að vera á bilinu 410—440 þúsund lestir, á ári, segir Hilmar. Þennan afla er hæglega hægt að veiða með fjörutíu prósent minni flota og virkri stjórnun veiða. Niðurstöður ítarlegrar rannsóknar þessa viðskipta- fræðings á þessu umdeilda viðfangsefni hníga í sömu átt og aðrar athuganir sérfræðinga, sem birzt hafa í Dag- blaðinu. Sú ríkisstjórn, sem ber höfðinu í steininn andspænis þessari fjárfestingarvitleysu, er beinlínis þjóð- hættuleg. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. HROSSAMARKAÐUR ÁHUNDADÖGUM Mörg ár eru nú siðan Jörundur fyrsti íslandskóngur afsalaði sér stjórnartaumum eftir fræga landreisu. í lok hundadaga annó 1978 klifraði Jörundur annar alias Ólafur Jóhannesson upp i veldisstólinn yfir íslandi ásamt bolsévíkum og norsku landnámsfólki. Spumingin er nú hvort sundurþykkum hópi málaliða Jörundar seinni endist öreindið til annarrar landreisu áður en næstu kosningar ganga i garð? Eða mega sumir hverjir nýþingmenn hundadaga- stjómar axla skinnin i vetur og smyrja pólitíska nái hvor annars í kuldanum bakvið Alþingisgarðinn? Óneitanlega eru sæmilegar horfur á að nýbarin stjórn kembi aldrei gráar hærumar. Möguleikar Sjálfstæðis- flokksins til aðendurheimta og jafnvel bæta fyrri líkamsburði eru annað hvort nú eða aldrei. Endursmfðuð Sóvéthækja Venjulegur islenzk/norskur demó- krati þarf vissulega að temja sér nokkurt meinlæti til að hafna alþjóð- legri risnu ráðherradóms utanríkis- mála. Að ógleymdum vallarins lilju- grösum i rósagarði Carters Banda- ríkjaforseta. Vegurinn er langur úr rökkvuðum kjallara Fræðslumynda- safns rikisins og upp á yfirborð kræsinganna í stjómarráðinn. Benedikt Gröndal sprakk eðlilega á föstunni og mun þvi væntanlega verða flokki sinum þungur á fóðrum i næstu kosningum. Þeir eru teljandi á fingrum vinstri handar sem kusu Alþýðuflokkinn vegna návistar Benedikts Gröndal fræðslumyndastjóra. Hamagangur Vilmundar Gylfasonar vann flokknum það fylgi sem sköpum skipti. Þúsundir kjósenda vildu þvi sjá Vilmund takast glimuklæddan á við Faríseana á spiiltu markaðstorgi banka, tollheimtumanna og annars konar'syndara. En svo bregðast kross- kratar. Áður en Benedikt gól þrisvar hafði Vilmundur afneitað kjósendum sínum tvisvar. Kosningabarátta kratanna var viljandi gerð loðmælt, þokukennd og reikul í spori. Fjöldi fólks hélt sig þess vegna vera að kjósa frekar hægra sinnað framboðsfólk með borgaralega hagsmuni og landvarnir i farangrin- um Umbótakjaftæði Vilmundar Gylfasonar hljómaði auk þess vel í gjallarhomum. En nú er bleik bmgðið: Sókn fræðslumyndastjórans eftir mannvirðingum hefur klofið Alþýðu- flokkinn i herðar niður. Norska betli- féð er i rauninni það eina sem heldur flokknum saman þessa dagana. Annars vegar standa vængstýfðir lensuriddarar Vilmundar Gylfasonar framrni fyrir malandi vindmyllum sínum. Hins vegar glottir bitlingasveit fræðslumyndasatjórans og sveipar sig Kjallarinn ÁsgeirHannes Eiríksson lifir nætur en Lúðvík sezt að stjórnar- smíði innan um gengisföll og ameriskar herstöðvar. Helzta sameiningartákn innan sundurleitrar hjarðar bolsevika á íslandi er tilbúinn ágreiningur við aðra landsmenn um bandarískar Nató- stöðvar. Svokallaður verkalýður kreppuára og vökulaga býr nú við efnahagslegt sjálfstæði i borgaralegri hagsæld. Ofvaxnir grjótkastarar torgs- ins þykjast þó enn mæla fyrir munn allrar vinnandi alþýðu. Velmegun landsmanna er þeim Þrándur i Götu að finna sennilegan tón i boðskapinn. Styrjöldin og bandarískur Natóher kom þvi bolsévíkum sem engill af himnum sendur til að brýna væran lýðinn. Alþýðubandalagi bolsévíka er i rauninni stjómað af járngráum flokki kapitalista bæði innlendra og útlendra. Þar er gróðahyggjan helgur dómur og lapin volg með móðurmjólkinni. Þar hefur og sjálft hermangið stærsta sál. Kapitalistar öreiganna vita öðrum kapitalistum betur að Nató-virkin verða aldrei rifin. Þau eru aðeins sá hluti efnahagslegra tengsla við vest ræn grannríki sem fljóta á yfirborðinu Neðan jarðar og sjávar liggja hins vegar þeir hagsmunaþræðir sem mál skipta: Freðfiskmarkaðir, loftferða samningar, lánstraust Seðlabanka mannvirkjagerðir og ótal aðrir verð miðar hermangsins. Þetta skilur bur geisastétt Alþýðubandalagsins þótt leynt fari. Einn fyri ralla og allir fyrir Skyldi Jörundi öðrum endast úthald til annarrar landreisu með málaliðum sinum úr hópi bolsévika og norskra landnema? nýjum húsgangsklæðum enda komin á launaskrá sem áþreifanleg hækja austanroðans yfir Sovét-lslandi. Kjósendur Alþýðuflokksins skyldu nú gaumgæfa vel hvort þessi hryggðarmynd nýja flokksins á gamla grunninum sé í einhverju samræmi við það mynstur sem þeir vildu prjóna i kjörklefum fyrr i sumar: Ólafur Jóhannesson i hásæti og bolsévíkarnir seztur á fótskör. Hvert einasta orð Vilmundar Gylfasonar liggur nú dautt og ómerkt innan um jarðneskar leifar flokksins börnum og hröfnum að leik. Spilverkur bolsévíkanna Undirritaður hefur löngum þótzt merkja ótviræðan skyldleika i lát- bragði Lúðviks Jósepssonar bolsevíka og danska æringjans Victor Borge. Samlíkingin er fullkomin þegar Borge sezt við spilverk sitt og er staðráðinn í að leika engan alvörutón það sem eftir Fótrakir göngumenn á Keflavikur- vegi hafa i raun réttri hlaupið fyrsta april í hverri göngu. Það hvorki er né verður fararsnið á hernum. Allra sízt undir ráöstjórn. 1 næsta skipti skyldu göngumenn hafna hefðbundinni Keflavíkurleið. Betur skyldu þeir taka pjönkur sinar og ganga úr Alþýðu- bandalaginu i einfaldri röð og stofna sinn eigin flokk til flutnings hers úr landi. Hjá Alþýðubandalagi skipta þeir aðeins máli frá kl. 10 til 23 á kjör- degi. Landsfund strax! Sjálfstæðisflokkurinn getur staðið með pálmann í höndum i næstu lotu. Bitlingasultur nýliða í hundadaga- ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar er lik- legur til að naga sundur innviði stjórnarsáttmála og mylja kjörfylgið af þeim flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur þvi frammi fyrir einstöku happi að safna saman fyrra atgervi. Endurreisn flokksins mun þó renna hljóðlát út i sandinn ef upphafið gleymist í byrjun. Landsfundur er fyrsta skrefið. Siðan koll af kolli. Ásgeir Hannes Eiríksson verzlunarmaður. r—" Sigur verkalýðssamtakanna 1 dag, 1, september, heldur hið nýja ráðherralið til Bessastaða með Ólaf Jóhannesson í broddi fylkingar til að taka við stjórnarforystu íslenska lýð- veldisins. Ný vinstri stjórn er stað- reynd. íslensk alþýða hefur i dag unn- iðdýrmætansigur. Varnarbarátta verka lýðshreyfingarinnar Allt frá því afturhaldsstjórn ihalds og framsóknar tók við stjórnartaum- unum fyrir fjórum árum hefur verið háð hér á landi hatrammt stéttastríð. Sú stjórn setti sér strax að marki að lækka kaupmátt launa um 20—30%. Þessu stefnumiði var dyggilega fram- fylgt. Verkalýðssamtökin brugðust hart við og háðu langvinna varnarbar- áttu, oft með erfiðum verkfallsaðgerð- um. Með sólstöðusamningum ASÍ i fyrra og fyrstu verkfallsaðgcrðum BSRB síðar á árinu tókst verkalýðs- hreyfingunni loks að rétta sinn hlut að mestu. Hinn faglegi styrkur og sam- staða verkalýðssamtakanna kom afturhaldsstjóminni í opna skjöldu. Þau skyldu líka fá að kenna á því. Samningana í gildi Með kaupránslögunum alræmdu i febrúar sl. verða svo ný kaflaskil í stéttastríðinu. Öll verkalýðssamtök landsins stóðu saman að óvenjulegum verkfallsaðgerðum 1. og 2. mars til að mótmæla ósvífinni árás á kjör og samningsrétt en Verkamannasam- bandið hélt síðan aðgerðum áfram með útflutningsbanni. Baráttu verka- lýðssamtakanna var að sjálfsögðu beint gegn þvi pólitiska valdi sem var að brjóta á þeim. Og i rökréttu fram- haldi af þessu hvöttu ýmis verkalýðs- samtök -félagsmenn sína til að kjósa ekki kaupránsflokkana. Kosningarnar í vor og gifurlegur ósigur stjórnar- flokkanna var uppgjör alþýðunnar við ihald og kauprán. Það hafði áþreifan- lega sannast að kjörseðillinn er vopn á kjarabaráttu. Ríkisstjórnin hrökkl- aðist frá. En sigurinn var samt ekki i höfn. Eftir var að mynda ríkisstjórn sem tryggði fulla atvinnu og setti samningana i gildi. Um það hafa stjórnmálaátök sumarsins staðið. Einangrum Alþýðubandalagið Það var strax Ijóst hvað afturhaldið i landinu ætlaði sér. íhaldið, atvinnu-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.