Dagblaðið - 04.09.1978, Page 11

Dagblaðið - 04.09.1978, Page 11
11 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. Sonur minn, forsetinn —í nýútkominni bök íBandaríkjunum, Mæðrum forsetanna, erþvíhaldið fram að allir forsetar Bandaríkjanna hafi verið mömmudrengir Rebekah Baines Johnson sá i syni sínum Lyndon aðdáunarverða eigin- leika frá sinum eigin föður og reyndi að ala son sinn upp í anda afans. Og þá má einnig geta Rose Fitzgerald Kenn- edy. sem var dóttir eins áhrifamesta stjórnmálamanns i Boston. Hún inn- rætti sonum sínum anda afans, sem síðan kom að góðum notum í stjóm- málabaráttu hinna frægu Kennedy- bræðra. Þrátt fyrir allan þann áróður sem hafður var i frammi til þess að mikla Joe Kennedy sem föðursegir Faber, „þá er það staðreynd að á bemskuárum barna sinna var hann mun meira að heiman en heima. Nefna má forsetamæður eins og Mitty Bulloch Roosevelt, Lillian Carter, Hannah Milhous Nixon, Ida Stover Eisenhower og Söru Delano Roosevelt. sem voru mest áberandi einstaklingar í sínum fjölskyldum. Raunar var Sara Delano Roosevelt mjög áberandi kona i forsetatið sonar síns, Franklins D. Roosevelts. Þá lét Martha Young Truman engan eiga hjá sér frekar en sonur hennar, Harry. Skömmu eftir að Harry Truman varð forseti flaug móðir hans frá Missouri til Washington í tilefni mæðradags hátíðahalda. Þegar flokkur Ijósmyndara þusti að henni hnussaði i kellu og hún sagði: „Hefði ég búizt við öllum þessum látum hefði mér aldrei dottið I hug að koma.” Lilíian Gordy Carter, móðir núver- andi Bandarikjaforseta, hefur án efa haft mikil áhrif á son sinn og hans lífs- Lillian Carter með son sinn, James Earl, 6 mánaða gamlan árið 1925. Jimmy Carter með möður sinni eftir kosningasigurinn árið 1976. skoðanir. Hún hvatti hann til þess að ganga i sjóherinn og skoða sig um i heiminum. Hún gerði sér grein fyrir þvi að það voru meiri breytingar í hinum stóra heimi heldur en á bleikum ökrum í kringum Plains í Georgiu. I minningum sinum um móður sína telur Richard Nixon móður sina hafa verið dýrling. Faber er ekki á þeirri skoðun heldur hafi frú Hannah Nixon verið óvenjulega viljasterk kona, kvek ari með meiru. Valt gengi manns hennar i viðskiptum varð þcss vald- andi að hún innrætti s\ni sinum brennandi áhuga á frama og völdum. lnnræting hennar var svipuð og hinna forsetamæðranna Og synirnir létu drauma þeirra rætast. Þeir urðu forsetar. einmitt þessar 38 konur hafa orðið mæður forseta. segir Doris Faber. „Allar þessar konur hafa verið mjög viljasterkar. jafnvel haft ofurmannleg- an viljastyrk. Þær höfðu megináhrif á syni sina i frumbernsku og stundum þær einu sem höfðu áhrif á synina. Allar innprentuðu þær hjá sonum sínum óskir um frama. Sumar vildu gera þá að predikurum en slíkt er eng- an veginn fjarskylt stjórnmálum." Áhrif feðranna lítil Og Doris Faber heldur áfram i bók sinni og segir m.a.: „Margar forseta- mæðranna voru giftar mönnum sem voru fremur hlédrægir og létu litið á sér bera. Undantekning frá þessu er þó Theodore Roosevelt eldri, faðir Theo- dore Roosevelt forseta. Fram hjá stjórnunarhæfileikum hans er ekki hægtaðlita. En fæstir feður forseta Bandarikj- anna hafa haft mikil áhrif á syni sina i uppvexti þeirra og sumir aldrei. Það er staðreynd að margir þeirra dóu ungir og flestir nokkuð langt á undan kon- um sínum. Forsetamæðurnar hafa reynt að miðla sonum sinum af áhrifum þeirra eigin feðra, móðurafa forsetanna. Harry S. Truman með móður sinni, Mörthu Truman, 91 árs. Richard Nixon með móður sinm, Hannah Nixon, ánð 1960. Sara Delano Roosevelt með son sinn Frank Delano þriggja mánaða gamlan árið 1882. Hafa forsetar Bandaríkjanna allir verið mömmudrengir. Sú er skoðun Doris Faber sem nýlega hefur sent frá sér bók er nefnist The Presidents Mothers eða Mæður forsetanna. Í bók þessari er blandað saman kvenfrelsis- kenningum auk kenninga Freuds og Fromm. í bók sinni segir Doris Faber m.a.: „Nær undantekningarlaust í þeim tilfellum sem heimildireru til um hafa þeir menn sem orðið hafa forsetar Bandaríkjanna verið svokallaðir mömmudrengir í æsku.” Kona hefur enn ekki orðið forseti Bandaríkjanna en frá upphafi verið 38 forsetamæður í Bandarikjunum, allt frá Mary Ball Washington til Lillian Gordy Carter. Þaðer ekki tilviljun að Kjallarinn Baldur Óskarsson rekendur, efnahagssérfræðingar og leigupennar þeirra kyrjuðu í einum kór að kaupið þyrfti að lækka enn frekar. Nú þyrfti að nema visitöluna úr gildi að mestu eða öllu. Það væri lika nauðsynlegt að sýna verkalýðnum framan i atvinnuleysisvofuna til að lama baráttuþrek hans. Verkalýðs- samtökin skyldu líka muna að í skúffu Gunnars Thoroddsen lægi tilbúið frumvarp um nýja vinnulöggjöf sem skerti stórlega verkfallsréttinn. En umfram allt þyrfti að einangra AI- þýðubandalagið, það stjórnmálaafl sem eitt gæti komið i veg fyrir þæssar fyrirætlanir allar. Við þetta hefur íhaldið verið að bauka í allt sumar. Og það verður að segjast eins og er að oft hefur því tekist betur upp. Vegir rannsóknar- blaðamennskunnar Aðferð íhaldsins hefur auðvitað verið sú að spila á innri mótsetningar i Alþýðuflokknum. Kommúnistagrýl- an, Nato og helvítis skúrkurinn hann Lúðvik Jósepsson, sem auðvitað er alltaf að leika á Alþýðuflokkinn, hafa verið þau ástarljóð sem ihaldið hefur fegurst sungið við svalir kratanna og reyndar hljómað mjög Ijúft i eyrum þeirra sumra. Síðasta örvæntingartilraunin til að forða þeim frá herleiðingu kommanna var svo gylliboð Geirs Hallgrimssonar inn á flokksstjórnarfund Alþýðu- flokksins í fyrradag um stuðning Sjálf- stæðisflokksins við minnihlutastjórn krata. Aragötufeðgamir gátu að sjálf- sögðu vel hugsað sér að setjast saman i slíka stjórn. En þetta útspil kom of seint. í stað einangrunar Alþýðu- bandalagsins er íhaldið úti í kuldan- um. Það hefur misst rikisstjórn og Reykjavíkurborg á einu og sania sumrinu. Og arkitekt stærsta kosn- ingasigurs aldarinnar situr án ráð- herradóms með sárt ennið. Vegir rannsóknarblaðamennskunnar eru órannsakanlegir. Neitun kratanna á forystu Lúðviks hefur leitt Ólaf Jóhannesson'til hásætis I islenskum stjórnmálum. Vinstri stjórn Hin nýja vinstri stjórn er mynduð við óvenjulegar og erfiðar aðstæður. Launahnútur kaupránslaganna er enn óleystur, gífurlegt atvinnuleysi er á næstu grösum og fyrirtæki I útflutn- ingsframleiðslunni eru að stöðvast. Starfsskrá stjómarinnar tekur auð- vitað mið af þessu fyrst og fremst. Hennar höfuðverkefni er að tryggja atvinnu og setja samningana í gildi. Það gat ekki dregist deginum lengur að taka til hendinni og því útilokað á þeim tima sem til stefnu var að ná samkomulagi flokkanna um ýmis deilumál þeirra. Þau hafa þvi verið lögð til hliðar og beinlínis um það getið í starfsskránni að nýr stjórnar- samningur verði gerður á næsta ári. Trúnaður verkalýðs- stéttarinnar Með þessari ríkisstjómarmyndun hafa verkalýðssamtökin unnið mikil- vægan sigur. Kaupránslögin verða i dag numin úr gildi. Alþýðubandalag- inu hefur tekist að berja það i gegn, þrátt fyrir grátkór efnahagssérfræð- inganna. Og það sem meira er, vinnu- friður er tryggður i rúmt ár. Auðvitað hefðu sósíalistar kosið að sjá fyrirheit um ýmis þýðingarmikil stefnumál sín i þessum stjórnarsáttmála. Þess var því miður enginn kostur í þessari lotu. En með því að tryggja vinnufrið, atvinnu og launakjör verkalýðsstéttarinnar i því ástandi sem nú ríkir er það án efa mikilvægur þáttur i því að skapa traust og trúnað verkalýðsstéttarinnar á samtök sín, fagleg og pólitísk, þannig að hún efli þau til stærri verka i næstu umferð. Baldur Óskarsson starfsmaóur Alþýðuhandalagsins

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.