Dagblaðið - 04.09.1978, Side 13

Dagblaðið - 04.09.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. 13 sálfræðingur í New York skrifar: „Svo yfirþyrmandi er þessi flóðbylgja kláms að enginn getur verið ósnortinn af henni. Af eigin reynslu sem sál- fræðingur veit ég að því meir sem okkur opinberast hlutir sem eru lítil- lækkandi þeim mun lítilsverðari verðum við." Það er ekki hægt að van- meta skaðann af völdum kláms. Klám er eins og hver önnur nautn sem getur orðið vanabindandi. Það er lika hægt að þróa smekk fyrir þvi. Áhrifin á börn eru stórskaðvænleg og ekki síður slæm fyrir fullorðið fólk. Kven- og karllíkaminn er að verða verkfæri nautna. Ekkert telst lengur óeðlilegt eða ónáttúrulegt — allskonar afbrigði- legar útgáfur eru reyndar. Hver er árangurinn? Leiði á því raunhæfa, leiði milli hjóna sem finna ekki lengur neina ánægju i eðlilegu, heilbrigðu kynferðislegu sambandi. Ímynd kyn- þokkans kemur i stað eiginkonunnar eða eiginmannsins. Reynsla eins lögreglumanns er gott dæmi um þessi viðbrögð. Hann fékkst við klám en ekki að eigin ósk. Honum hafði verið falið mál sem varðaði klámmyndir. Eftir stuttan tíma bað Kjallarinn Bjami Þór Kristjánsson hann þess að verða leystur frá verk- efninu. Ástæðan var sú að af stöðugum setum undir klámmyndum var hann farinn að missa áhugann á kynferðislegu sambandi við konu sina. Langt er síðan djarfar myndir fóru yfir þau mörk sem sýna eðlilega hluti. Stöðugt er verið að finna upp ný afbrigði til þess að halda áhuga al- mennings vakandi og árangurinn er vægast sagt viðbjóðslegur, þar sem börn og dýr eru dregin inn i klámið. Það var dæmigert þegar danska dýra- verndunarfélagið varð að þrábiðja dómstólana að banna notkun ferfætl- inga i svokölluð Live Shows. Er von að menn spyrji hversu lágt maðurinn geti lagst? Á síðari árum hefur „þörfin” fyrir fjölbreytni í klámi haft í för með sér síaukna notkun á ofbeldi og sadisma, margar kvikmyndir byggjast á flestum þeim hlutum sem fólk hefur eðlilega megnustu fyrirlitningu á. Sumt fólk lætur gera sig að fifli, og tekur þessu sem list. (En skilgr. orðabókar Websters er: „sköpun á fegurð”) Það er erfitt að imynda sér að maður geti vaðið for án þess að ata sig út, eða eins og Salómon sagði: „Getur nokkur borið svo eld I barmi sínum að föt hans sviðni ekki?” Ákveðin öfl nota klám til þess að brjóta niður samfélagið. Prestur einn sagði að árásir á þjóðfélag vort beindust að því að brjóta niður sjötta boðorðið ,(þú skalt ekki drýgja hór). Niðurrifsöflin í þjóðfélaginu vita að ef þetta boðorð fellur úr gildi, munu hin boðorðin níu falla með því. Það er ekki vandleitað I þjóðfélagi voru að meginuppsprettu þessarar niðurbrjótandi og óheillavænlegu and- legu mengunar. Hefur það farið fram- hjá nokkrum hvað verið er að sýna í kvikmyndahúsum okkar? 1 Austur- stræti blasa auglýsingar i litum við hverjum sem er, hvort sem hann hefur áhuga eða ekki, atriði sem fyrir fáum árum tilheyrðu eingöngu „peep shows” ogeinkaklúbbum. En nú hefur þetta skotist út úr myrkrinu og blasir við öllum á aðalgötu borgarinnar, kennsla I hórdómi með allskonar kyn- ferðislegum öfuguggahætti til sýnis börnum jafnt sem fullorðnum. öll kvikmyndahús okkar taka þátt I þess- ari niðurrifsstarfsemi á þjóðfélaginu og í sumum þeirra er þetta meginuppi- staðan í rekstrinum. Sýningar þeirra bera vott um ábyrgðarleysi og lélegan smekk i myndavali — sannkallaður sori. Hver er ábyrgur fyrir þessum hlutum? Það væri mjög athyglisvert að heyra afsakanir ábyrgra aðila fyrir þvi að dreifa þessu meðal almennings. Er ekkert eftirlit með því hvað sé leyfi- legt og hvað ekki? Er bann við klámi höft á persónuf relsi? Algeng viðbrögð við þessari gagn- rýni eru þau að öllum sé frjálst að velja og hafna þvi sem til sýnis er og að bann við klámi sé skerðing á per- sónufrelsi. Vel getur það verið að með banni kláms sé gengið á rétt einhvers en hver er þá réttur þjóðfélagsins sem heildar? Á þá hinn háværi minnihluti að ráða ferðinni með því að beita fyrir sig orðinu frelsi, með eigin túlkun? Frelsi er i nánum tengslum við ábyrgð. Frelsi og ábyrgð haldast i hendur. Ef ábyrgðin gagnvart þjóðfélaginu er vanrækt, er enginn grundvöllur fyrir sliku frelsi. Þetta er meginhugsunin bak við alla lagagerð. Við megum ekki láta niðurrifsöflin nota lýðræðislegt frelsi til að brjóta niður þetta sama frelsi. Fullkomið frelsi fyrirfinnst aðeins þegar sérhver maður lifir alger- lega fyrir heildina, en ekki fyrir sjálfan sig. Það er andleg fullkomnun — sam- eining við Guð I kærleika, uppsprettu kærleikans. Eða eins og stendur í Biblí- unni: „Þar sem andi Guðs er, þar er frelsið”. Enginn er svo blindur að halda því fram að sú sé raunin í dag, svo að hömlur á einstaklingsfrelsið I þágu þjóðarheildarinnar hljóta að vera nauðsyn. Klámmyndir eru miskunnarlaus verslunarvara. Æ fleira fólk lætur glepjast af þessum sírenusöng og þá sérstaklega unglingarnir. Og þær skapa aðeins stigvaxandi óánægju og örvæntingu. Þessi grimmilega blekk- ing skapar aðeins sundraðar fjöl- skyldur, líf í rústum, sjúkdóma og leiðir oft til glæpa. Hin andlega bækl- un sem af þessu leiðir er ótrúlega mikil. Það eru aðeins þeir sem eru blindir fyrir andlegum þroska sem gefa þessum málum engan gaum. En hvers vegna sitja heiðarlegir, löghlýðnir borgarar, sem ekki taka þátt i þessum uppskerudansi klámsins, með hendur í skauti meðan verið er að misþyrma samfélagi þeirra, andlega og líkam- lega? Það er kominn tími til að meiri- hlutinn láti í sér heyra gegn þeim sem visvitandi reyna að kæfa siðgæðs- og réttlætisvitund þjóðarinnar. Það er löngu orðið tímabært að fólk geri sér grein fyrir þeim skaðvænlegu áhrifum sem klámið hefur. Það má ekki van- rækja lengur að opinbera þau sönnu verðmæti og hina einu þekkingu sem fært getur fólki algilda hamingju og lifsfyllingu. Það sem vantar er að vita hvernig lifa skal lifinu, þekkja ábyrgð ástar og frelsis, og þekkja tilgang lífsins. Fólk verður að finna sinn innri mann en það gerist ekki nema við lifum í samræmi við þann tilgang sem okkur var ætlað. Skapari vor, okkar Himneski Faðir, veit um hvað lífið og hin sanna hamingja snúast. Það sem við þörfnumst er endurvakning and- legra hugsjóna og ástar á Guði. Aðeins á þesum grundvelli getum við ræktað með okkur raunhæft jafn- réttisskyn og gagnkvæma virðingu. Slikt gerði niðurlægjandi fyrirbæri eins og klám algerlega óhugsandi. Þeir sem halda að slíkur hugsanaháttur sé orðinn úreltur hafa ekki kannað málið til hlítar. Bjarni Þór Kristjánsson (Samtökum heimsfriðar og sameiningar, Skúlagötu 61) Dagblaöiö vantarstrax umboösmann í HVERAGERÐI Uppl. ísíma 91-22078. EMEBUm NILFISK sterka ryksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru rvksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, af bragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vlnna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Traust þjonusta keilu-slanga: 20% meira sogafl, stíflast síður. Afborgunarskilmólar HATUN 6A SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði ii DlLon ileikhús London er sannarlega lífleg borg. Leikhússtarfsemi í miklum blóma, nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói, konsertar færustu listamanna og hvaö eina. Þaö leiöist engum í London. London — ein fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. loftleidir ISLAJVDS (I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.