Dagblaðið - 04.09.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978.
23
Þýðingarmesti þáttur þessa stjórnarsam-
starfs er það samkomulag sem náðzt
hefur við langstærstu samtök launafólks
í landinu. Alþýðubandalagið er einhuga
og hefur traust launafólks. Samtök
launafólks taka þátt í því að skapa
vinnufrið. — í því liggur aðalstyrkleiki
stjórnarinnar."
áttinni. Hér á ég við hvort hann gagn-
rýnir okkur harkalega fyrir að halda
niðri kaupi með samningum við stóru
samtökin.
Þetta getur Sjálfstæðisflokkurinn gert
og hefur gert t.d. í gegnum samtök
verzlunarfólks, sem er að verulegu leyti
stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Ef slik
samtök ná sérsamningum er hætt við að
margir komi á eftir, eftir að saman-
burðurerfenginn.
En spurningin er mikið frekar hvernig
samstaða stjórnarflokkanna verður.
Mjög alvarlegur ágreiningur er í þing-
flokki Alþýðuflokksins. Það er ekki
einungis að þrir þingmenn flokksins séu
í andstöðu við hina nýju stjórn heldur
aðrir þrir sem hafa slíkan fyrir'vara á að
þeir ætla ekki að telja sig stuðnings-
menn stjórnarinnar nema i einu og einu'
máli.
„Auðvitað er það svo að ég myndaðt
þessa stjórn fyrir Ólaf Jóhannesson.”
Það kann því vel að vera að þátttaka
Alþýðuflokksins sé mjög hikandi og
samstarfið geti brostið. Þessu er ekki til
að dreifa í Alþýðubandalaginu. Við
bröðumst i upphafi stjórnarmyndunar-
viðræðnanna fyrir vinstri stjórn en bæði
Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur
voru þá á anarri skoðun.
4. Að framkvæmd yrði lækkun á af-
urða- og rekstrarlánum útflutnings-
atvinnuveganna sem næmi 10% í
kaupgjaldskostnaði þessara greina.
5. Fjárhagsvandræði landbúnaðarins
sem fyrir liggja verði leyst með sér-
stakri fjáröflun.
6. Stefnt yrði að samkomulagi við
stærstu launþegasamtökin. ASÍ og
BSRB, sem tryggði þann kaupmátt
launa sem fólst í samningunum frá
1977 í öllum aðalatriðum og vinnu-
friður af hálfu þessara aðila héldist
il 1. desember 1979.
Um þetta hafði ég náð samkomulagi
og um þetta var ríkisstjórnin mynduð.
Auðvitað er það þannig að ég myndaði
þessa rikisstjórn fyrir Ólaf Jóhannesson,
eins og Ólafur myndaði síðustu ríkis-
stjórn fyrir Geir Hallgrímsson."
Þátttaka okkar i þessari rfkisstjórn er
bundin við það að leysa deiluna um
launamálin og koma i veg fyrir stöðvun
atvinnuveganna.
„Við áskiljum okkur allan rétt til þess að
berjast gegn herstöðinni og veru Íslands
í NATO.”
Hvert verður hlutfall almennra kaup-
hækkana nú um þessi mánaðamót?
„Um það get ég ekkert sagt,” sagði
Lúðvik. „En það er hægt að segja að
allir kaupsamningar ASÍ ganga i gildi að
fullu og öllu því vísitöluþakið er langt
ofan viðsamninga Alþýðusambandsins.
Kaupgjaldssamningar gagnvart opin-
berum starfsmönnum ganga í gildi allt
að 90—95%.”
Fyrirvarinn
um f ramtíðina
„Að lokum er rétt að ítreka það,"
sagði Lúðvík Jósepsson, „að við alþýðu-
bandalagsmenn knúðum á um það, að
tekið væri inn í samstarfsyfirlýsingu
flokkanna að .endurskoða skyldi sam-
starfið. Þar er fyrirvarinn um framtíð-
ina. Alþýðuflokkurinn var á móti þessu
ákvæði og Framsóknarflokkurinn sam-
þykkti það ekki fyrr en alveg undir það
siðasta." __j jj
Hörð stjórnarand-
staða Sjálfstæðis-
flokks viðbúin
1. Kauplækkunarlögin skyldu numin
úr gildi.
2. Að gengislækkun sem framkvæmd
yrði, yrði ekki látin bitna á launa-
fólki.
3. Að ráðizt yrði í niðurfærslu vöru-
verðs sem næmi 10% í framfærslu-
vísitölu og sú niðurfærsla yrði fyrst
og fremst á nauðsynjavörum.
Alþýðubandalagið
sterkasti aðili
stjórnarinnar
„Enginn vafi er á því,” sagði Lúðvik,
„að Alþýðubandalagið er langsterkasti
aðilinn að þessari stjórn. Traust Alþýðu-
bandalagsins er hjá launafólki i landinu.
„Ég reikna með harðri stjórnarand-
stöðu Sjálfstæðisflokksins,” sagði
Lúðvík. „Það sem verður eftirtektarvert
er að fylgjast með þvi hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn fer inn á svipaða braut og
áður. þ.e. ræðst á stjórnina úr hinni
„Ég reikna með harðri stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokksins en spurningin er
mikið frekar hvernig samstaða stjórnar-
flokkanna verður.”
Styrkið og fegríð líkamann
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. september
Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi.
Megrunarleikfimi — vigtun — mæling —
hollráð.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15
kg. eða meira.
Innritun og upplýsingar alla virka daga kl.
13-22 í síma 83295.
Sturtur — Ijós — gufuböðy- kaffi
Júdódeild Armanns
Ármúla 32
MALASKOLI__________________________________26908-
• Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrir
útlendinga.
• Innritun daglega kl. 1—7 e.h.
• Kennsla hefst 21. sept.
Umboð fyrir:
Eurocentres, sem rekur málaskóla í flestum löndum álfunnar
og
Estudio Internacional Sampere Madrid
26908____________________________HALLDÓRS—.
Allt til skólans
Namsbækumar
Þú þarft ekki að leita víðar
EYMUNDSSON
• Austurstræti 18 Sími 13135
Ritfðngin