Dagblaðið - 04.09.1978, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978.
25
GylfiÆgisson—Blindhæð upp ímóti
GYLFI ÆGISSON - Blindhœð upp i móti
Útgefandi: Geimsteinn (GS-108)
Skipulögn og umsjón: G. Rúnar JúKusson.
Útsotningar Vignir Bergmann og G. Rúnar
JúKusson.
Gylfi Ægisson er hinn sanni naiv-
isti í íslenzka poppinu. Lögin eru
yfirleitt einföld og textarnir koma
auðheyrilega frá hjartanu. Hann
skeytir ekki alltaf um Ijóðstafi í text-
unum og rimið er stundum svolitið
stirt, en hverju skipta smámunir ef
meiningin kemst óbrengluð til skila?
Smámunimir
víkja fyrir
meiningunni
Utgefandi Blindhæðar upp í móti
auglýsir að platan sú sé hin bezta
sem kemur út frá Gylfa. Ekki skal
það dregið í efa af þeirri einföldu
ástæðu að ég hef ekki hlustað á tvær
fyrri plöturnar I heild. heldur aðeins
í útvarpi. Hins vegar virðist mér
Gylfi vera á sömu braut á Blindhæð-
inni og áður. Hann syngur um lífið,
sér i lagi sjómannslifið og i þeim
kveðskap tekst honum bezt upp.
Ekki ætla ég að fara að gera upp á
milli laganna á Blindhæð upp i móti
og gefa einu hærri einkunn en öðru.
Það geta kaupendur gert. En sérlega
þótti mér gaman að heyra skáldið
flytja sjálft Minningu um mann, sem
Logamir (blessuð sé minning þeirra)
fluttu hér um árið. Það má segja að
lagahöfundur sé orðinn fastur i sessi
þegar hann getur með stolti farið að
taka eitt al'gömlu lögunum sinum og
betrumbæta það.
ÁT
oa^65 Tilboð í tíu daga ÆSgj
Hljómplatan FEELINGS með 25% afslætti:
ÞAR SITUR RÓMAN-
TÍKIN í FYRIRRÚMI
Önnur hljómplatan sem lesendum
Dagblaðsins býðst með 25% afslætti
úr einhverjum af hljómplötuverzlun-
um Karnabæjar nefnist Feelings.
Hún hefur að geyma tuttugu lög frá
ýmsum tímum, sem öll eiga það sam-
merkt að hafa notið mikilla vin-
sælda. Öll eru lögin róleg og róman
tisk.
Það er fyrirtækið K-Tel sem gefur
Feelings út. Þetta fyrirtæki starfar i
mörgurn löndum og er útgáfan á
hverjuni stað óháð öðrum. Uppruna
K-Tel er hægt að rekja til Kanada.
en hljómdeild Karnabæjar fær sinar
plötur frá Englandsdeild fyrirtækis-
ins.
Árlega koma svo sem tiu LP
plötur út hjá K-Tel í Englandi.
Flestar eru þær með samsafni
tuttugu vinsælla laga. ýmist glæ-
nýrra eða gamalla. Um siðustu helgi
átti fyrirtækið hvorki meira né
minna en þrjár plötur í einhvérjum
af tiu efstu sætum enska vinsælda-
listans. Þetta voru plöturnar Star
Party, sem var í fjórða sæti, Classic
Rock i níunda sæti og númer tiu var
safnplata með vinsælustu lögum
bandariska dreifbýlissöngvarans
Don Williams.
Sem dæmi um stærð K-Tel fyrir-
tækisins má nefna að það hefur
undanfarin ár verið stærsti auglýs-
andinn i brezka sjónvarpinu. BBC.
En snúum okkur aftur að plötunni
Feelings. sem lesendum stendur til
boða með 25% afslætti næstu tiu
daga. Hún naut mikilla vinsælda um
síðustu áraniót og selst dável ennþá.
Ef gefið er sýnishorn af lögum plöt-
unnar skal fyrst nefna lagið sem
gerði F.lton John frægan. Það er
lagið Your Song. Einnig er þar að
finna lagið sem olli því að Barry
Manilow hætti að semja lög fyrir
aðra og tók til að syngja þau sjálfur
— lagið Mandy. Barry Manilow
syngur annað lag á plötunni. Það
nefnist 1 W rite The Songs.
Svo að við höldum áfram að
tiunda lögin á Feelings, þá á leikar-
inn David Soul þar tvö lög. Don’t
Give Up On Us og Going With My
Eyes Open. Eric Carmen syngur lag ■
sitt All By Myself og Franki Valli, sá
sami og syngur vinsælasta lagið i
Bandarikjunum þessa dagana. flytur
lögin My Eyes Adored You og
Fallen Angel.
Nokkrar söngkonur eiga einnig
lög á Feelings. Fyrst skal þar fræga
telja söngkonuna Kiki Dee, sem
syngur lagið Amoureuse. Þá flytur
Gladys Knight & The Pips lagið Try
To Remember/The Way We Were.
Þau tíu lög sem hér hafa verið
talin upp ættu að gefa nokkra hug-
mynd um lagavalið á plötunni.
Tilboð
f tfu daga
Fyrsta hljómplatan sem hljóm-
deild Karnabæjar og Dagblaðið
buðu upp á hafði að geyma helztu
KLIPPIO-------------------------
lög bandaríska rokksöngvarans
Buddy Holly. Á tiu daga fresti er
kynnt ný plata sem lesendum Dag-
blaðsins stendur til boða með 25%
afslætti. Afslátturinn gildir næstu
tíu dagana eða þar til næsta plata
verður kynnt. Ekki þurfa þeir, sem
hug hafa á að verða sér úti um við-
komandi plötu á viðráðanlegu verði
að leysa neina stórkostlega þraut til
að geta verið með. Nóg er að fylla
þöntunarseðilinn hér neðst á síðunni
út með nafni sinu og heimilisfangi og
senda til einhverrar af Karnabæjar-
verzlununum sjö sem selja hljónv
plötur. Platan vcrður siðan send við
komandi um hæl.
Næsta piata i flokknum Tilboð í
tiu daga verður kynnt fimmtudaginn
fjórtánda september.
- ÁT
á 'UMöf iii)
KARNABÆR
TILBOÐ í TÍU DAGA!
Dagblaðið og Karnabœr vilja auðvelda þér að auka við
plötusafnið. Gegn framvísun þessa miða veita verzlanir
Karnabœjar þér 25%, JÁ, FJÓRÐUNGSAFSLÁTT, af
verði hljómplötunnar
FEELINGS
á nœstu 10 dögum. Móttaka erí verzlunum Karnabæjar að
Laugavegi 66, Austurstrœti 22 og í Glœsibœ. Einnig hjá
Cesar á Akureyri, Fatavali í Keflavík, Eplinu á Akranesi
og Eyjabœ í Vestmannaeyjumi Ibúar annars staðar á land-
inu geta eignast þessa góðu plötu með því að póstsenda
miðann. Allar upplýsingar ísima 91-28155.
Nafh
y
Heimilisfang (Aðeinsfyrirpóstkröfur)
STÓR-
KOSTLEG
HUÓMPLÖTU-
MIKIÐ ÚRVAL AF
GÓÐUM HLJÓMPLÖTUM
í ÞREMUR VERZLUNUM
M.a. hinar vinsælu K-Tel plötur, sem halda
partýfjörinu uppi.
Einnig Chicago, Yes, 10 cc., Sailor, Chic, Man-
hattan Transfer, Hot Blood, Stranglers, Rose
Royce, Status Quo, Aerosmith, Charlie
Mariano, Iggy Pop, Bob Dylan, Donna
Summer, Isley Brothers, Elvis Costello, Vibra-
tors, Generation, Cluberto Tozzy, Santa
Esmeralda, Waynard Ferguson, Herbie Han-
cock, Stanley Clarke, Dave Mason, Wild
Cherry, Nick Lowe, Graham Parker og fleira
og fleira.
ATH.! ELVIS
PRESLEY 40 LÖG Á
AÐEINS KR. 2950/-