Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 1
! Á / 3 4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 — 222. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMl 27022. Ráðuneyti ógildir hreppsnefndar- kosnmgu:_______ Fyrir- mælum um nýjar kosn- ingar ekki hlýtt Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað ógildar seinustu hrepps- nefndarkosningar í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýsiu. Hefur verið lagt fyrir kjörstjórn að efna til nýrra kosn- inga hið fyrsta. Sýslumaður Suður-Múlasýslu hefur einnig úrskurðað ógildar kosningar til sýslunefndar, sem fóru fram samtimis hreppsnefndarkosningunum. Verður að kjósa aftur til sýslunefndar og þá sennilega á sama kjördegi og ákveðinn verður fyrir kosningar í hreppsnefnd. í Geithellnahreppi voru 104 íbúarog þar af 67 á kjörskrá hinn 1. desember 1977. Hreppsnefndar- og sýslu- nefndarkosningar fóru þar fram hinn 25. júní sl. samtimis alþingiskosning- um. Fram komu tveir listar og var kosið hlutbundnum kosningum. Var þannig gengið frá kjörseðlum, að ekki var haegt að kjósa til sýslunefndar sérstak- lega. Sú kosning er alveg sjálfstæð enda þótt hún fari yfirleitt fram sam- tímis hreppsnefndarkosningum. Sextiu og þrír menn neyttu at- kvæðisréttar. Féllu atkvæði þannig, að annar listinn hlaut 30 atkvæði en hinn 33 atkvæði. Eitt utankjörstaðar- atkvæði barst. Kjörnefndarmenn, sem eru þrír, eiga að vera viðstaddir skoðun at- kvæðaseðla og annast talningu. Þessu skilyrði var ekki fullnægt. Leiddi það m.a. til þess, að þrír menn kærðu kosninguna. Fékk kæran þá meðferð, sem ráð er gert fyrir. Úrskurður Félagsmála- ráðuneytisins gekk hinn 5. september sl. Var lagt fyrir aðila að láta fara fram aðra kosningu innan mánaðar frá dagsetningu úrskurðar. Þessu hefur ekki verið hlýtt og engin kosning boðuð enn. Vaknar nú spurning um það, með hverjum hætti verður knúið á um að nýjar kosningar fari fram. Lögin um sveitarstjórnar- kosningar og alþingiskosningar, að svo miklu leyti seni þau eiga við, gera ekki ótvirætt ráð fyrir því að Félags- málaráðuneytið hafi vald til þess að framkvæma þær. Ef hreppsnefnd og/eða kjörnefnd eða eftir atvikum sýslunefnd láta ógert að halda nýjar kosningar, vandast málið. t þeirri sjálf- hclduermálið nú. Lögmaður kærenda sagði í viðtali við DB, að með kæruna hefði verið farið að lögum og væri úrskurður ráðuneytisins réttur. Hins vegar kvað hann ákvæðum laga um sveitar- stjórnarmál i þessu efni mjög ábóta- vant. Væri svo í fleiri greinum, ef að væri gáð. Nauðsyn hlyti nú að vera augljós á því að endurskoða gildandi lög. - BS íslenzkur skipstjóri á stærsta olfuskipi USA: Skipið er stærra en allur islenzki skipaf lotinn Sjá bls. 4 „HEIMSKULEGT BANN - MUN REYKJA í MÍNUM BÍL’ - segir leigubflstjóri Sjá lesendasíður bls. 2-3 Reiðhjól geta bilað eins og annað sem snýst. Þór þurfti einmitt f gær að biðja þá i reiðhjólaverkstæðinu Baldri að lita á ýmsilegt smávegis. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Formaður Umferðarnefndar Reykjavíkur um umferðarmálin: „Mín hjartans mál því ég er flakkari” „Umferðarmál eru mín hjartans mál, því ég er flakkari að eðlisfari,” sagði Þór Vigfússon, formaður Umferðarnefndar Reykjavikur, í viðtali við DB í gær, er hann var spurður hverju það sætti að vel kunnur göngugarpur og þaðan af kunnari hjólreiðamaður gæti haft áhuga á bílaumferð. Þór, sonur landskunns bílstjóra austanfjalls, tekur bílaumferðinni sem gefnum hlut, þrátt fyrir að bílar hafi þrivegis ekið hann niður á hjóli sinu. Inntak umfjöllunar hans um umferðarmál er I stuttu máli að koma á fullri sátt, eða gagnkvæmum skilningi, milli bílstjóra, göngumanna og hjólreiðamanna og gera fólki með barnavagna og i hjólastólum auðveldara að komast leiðar sinnar. Það er í því fólgið m.a. að gera gang- stéttarbrúnir við gangbrautir aflið- andi. „Spurningin er ekki bara um að koma bílunum áfram” eins og Þór orðar það. Um siðustu helgi vakti Þór tals- verða athygli fyrir erindi er hann hélt I hádegisútvarpinu á sunnudaginn, í kjölfar þeirra hörmulegu atburða er orðið höfðu I umferðinni vikuna áður. „Það var óhugur og ólga i bænum og ég fann mig knúinn til að segja nokkur vel valin orð, svo ég gerði nokkurs konar innrás i ríkisútvarpið með því að tala við Baldur Pa.mason, dagskrárstjóra, á laugardagsk’ Mið og nánast krefjast þess að fá ,á mig um málið,” sagði Þór. Kennsla er það skemmti! ■ ■■em Þór gerir og þar til hann ■ ‘ org arstjórn var hann konrckn :-pnta- skólans við Sund. Því afsai attn sér að nýju embætti fengn tnir þar aðeins hluta af fullri I „Ég kenni af þvi að ég gamai. því og skil ekki til fulls þegar kennarar eru sífellt að gera launakröfur, þvi sjálfum finnst mér undursamlegt s' fá fjárfúlgur um hver mánaðamót fyrir það sem mér finnst gaman að.” -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.