Dagblaðið - 07.10.1978, Side 5

Dagblaðið - 07.10.1978, Side 5
Ekki alls fyrir löngu þekktust naumast karlmenn og kvenmenn í sundur sökum hártízkunnar sem þá var viö lýði. En tímarnir breytast og mennirnir með, og þá einnig hárið. Hártízkan hjá karlmönnum í vetur er öfug við það sem áður var, þegar karlmenn vildu hafa hárið sem lengst. Nú á hárið að vera sem stytzt og þá gjarnan liðað. Þess vegna er það svo að karlmenn sem fylgja vilja tízkunni flykkj- ast á hárgreiðslu- og rakarastofur til að fá sér permanent. Á Rakarastofunni á Klapparstíg fengum við þær upplýsingar að stundum væru 10 karlmenn i perma- nenti í einu á stofunni. Hárgreiðslan hjá karlmönnunum er æði mismun- andi en mest áberandi nú er sú greiðsla þar sem toppurinn er síður og greiddur til hliðar en hárið stutt að aftan. Sumir karlmenn kjósa að hafa hárið niður á mitt eyra en aðrir vilja hafa það upp fyrir eyrað. Einnig er vinsæl hárgreiðsla hjá karlmönnum stutt að framan en sitt að aftan. I flestöllum tilfellum er hárið haft sítt í hnakkanum. Ekki virðast karlmennirnir feimnir við að fá sér permanent. Er DB-menn voru á ferð á Rakarastofunni á Klapparstíg voru þar fjórir karlmenn i þeim erinda- gjörðum að fá sér permanent, svo feimnin virðist úr sögunni. Það eru aö sjálfsögðu karlmenn á öllum aldri sem fá sér permanent, þó svo að enn sem komiö er séu það frekar þeir ungu. Eftir að permanentið er komið í hárið, er það klippt og síðan blásið. Maðurinn gengur síðan út sem nýr og betri maður. Hjá kvenþjóðinni er það einnig permanentið sem er hvað mest áber- andi, en vinsælast núna er að hafa hárið sem frjálslegast og liðað. Tjásur eru einnig vinsælar, þó ekki tjásur eins og þær voru hér fyrir nokkrum árum heldur er hárið nú jafnsíðara. Slétt hár niður á herðar og stuttur toppur er mikið í tízku líka og eru þá settar litlar fléttur i hárið til að punta það. Eins eru spennur og kambar mikið notaðir í sama tilgangi. Starfs- fólk Rakarastofunnar, Klapparstíg, tjáði okkur að hvað vinsælast hjá kvenfólkinu í dag væri að hafa hárið sem allra frjálslegast. Vikuna 7.—14. október stendur yfir Eftir að pinnarnir eru teknir úr, er háriö klippt og blásið, en blásturinn setur lyft- ingu i hárið. Þegar permanentpinnarnir hafa verið i hárinu smástund er athugað livort liðirnir séu farnir að myndast. Á myndinni sést ein starfsstúlka Rakarastofunnar á Klapparstig, en hún er greidd samkvæmt nýju tjásuklippingunni. PERMANENT FYRIR KARLA EKKISÍDUR EN KONUR —nú á hárið að vera sem allra f rjálslegast í London „Vika hársins”, en það eru öll stærstu dagblöð Lundúna sem standa að þeirri viku. Átta manns frá hárgreiðslu- og rakarastofunni á Klapparstíg fara til Lundúna til að vera viðstödd sýninguna sem þar verður, og munu þau kynna sér nýj- ungar sem þar verða sýndar. Starfsfólkið á Klapparstíg fylgist með sýningunni i þrjá daga en fer Herrarnir skulu hafá hárið sitt að ofan en stutt að aftan, toppurinn skal vera siður og greiddur til hliðanna. síðan á námskeið til að kynna sér nýj- ungar, s.s. Henne permanent og nýja tegund af hárlitun. Þessi nýja tegund af hárlitun felur í sér að þvi oftar sem hárið er litað þvi meiri vítamín fær það. Efnið í lit þessum er eingöngu úr jurtaríkinu. Á námskeiðinu verður einnig kennd notkun nýs hárúða sem er að koma á markaðinn. Eftir að starfsfólkið kemur heim verða nýjungar þessar teknar upp á Hárið stutt með permanenti og síðan blásið. stofunni, ásamt nýjustu hártizkunni sem sýnd verður á „Viku hársins” í London. Um 20 manns eru starfandi á Rakarastofunni á Klapparstíg og reynir starfsfólkið þar að fylgja eftir öllum nýjungum sem kynntar eru er- lendis jafnóðum og þær berast. - ELA Slétt hár niður á herðar og stuttur toppur skal það vera og gjarnan Iftil flétta I hliðinni til að punta upp á, einnig eru spennur og kambar mikið notaðir. Karlmenn flykkjast á hárgreiðslu- og rakarastofur til að fá sér permanent, en það er sett I áður en hárið er klippt og blásið. Nú eru konur hættar að fá sér lagningu sem tiðkaðist hér áður eða túberingu, nú er hánð hara blásið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.