Dagblaðið - 07.10.1978, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978.
MMBIAÐW
frýálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. RhstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rhstjómar Jó-
hannes Reykdal. íþróttir: Haliur Simonarson. Aðstoðarfráttastjórar Adi Steinarsson og ómar Valdi-
marsson. Menningarmól: Aðalstoinn Ingótfsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Alberts-
dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson.
Ljósmyndir Arí Kristinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrrfstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dre'rfing
arstjórí: Mór E.M. Halidórsson.
Rhstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11.
Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2400 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 120 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Allireruþeireins
í þessum dálkum hefur stundum verið
kvartað um, að stjórnarskipti hafi engin
áhrif. Hægri og vinstri stjórnir séu nokk-
urn veginn eins, þegar til kastanna
kemur. Vinstri stjórnir beita svokölluð-
um „íhaldsúrræðum” og hægri stjórnir
auka þátt ríkisins í þjóðarbúskapnum.
ísland er ekki éina ríkið i heiminum, sem býr við þetta
sérkenni. Svíþjóð er annað dæmi um, að sveifla í litrófi
stjórnmálanna hefur ekki hin minnstu áhrif á gerðir
stjórnvalda. Það sést á þeim tveimur árum, sem hægri
stjórn hefur verið þar við völd.
í síðustu kosningabaráttunni lögðu flokkar þeirrar
stjórnar, sem nú hefur sagt af sér, mikla áherzlu á and-
stöðu sina gegn óhóflegum sköttum og óhóflega stóru og
þunglamalegu skriffinnskukerfi ríkisins. Þessi stefna
þeirra átti vafalaust töluverðan þátt í kosningasigrinum.
Ofnir taumar
Um myndvef naðarsýningu Sigríðar Candi
í Gallerí FÍM, Laugarnesvegi
Gallerí FÍM við Laugarnesveg
hefur hingað til ekki verið nýtt sem
skyldi en e.t.v. breytist þetta þegar fólk
venst þessum nýja stað lengst út við
Sundin. Myndlistarmenn þurfa einnig
að læra að nota húsnæði af þessari
stærð, því hingað til hafa þeir talið sig
þurfa að sýna minnst hundrað verk
hverju sinni sem þykir aldeilis óheyri-
leg tala erlendis. Nú er að finna i
Gallerí FÍM sýningu sem fellur ágæt-
lega að aðstæðum og er það vefnaðar-
sýning Sigriðar Candi. Listakonan er
mér óþekkt stærð enda kemur í Ijós að
flestar sýningar hennar hafa verið í
Kanada, þar sem hún hefur búið og
kennt, en nám sitt mun hún hafa
stundað í Myndlistarskólanum, Genf
ogsvoKanada.
Samspil þrívíðs
og tvívíðs
Sigríður sýnir 17 verk sem virðast
nokkuð ólík innbyrðis en þó er að
finna nokkur einkenni sem eru mörg-
um verkunum sameiginleg, t.d. sam-
spil sterkra lita, leik með hringlaga
myndkjarna og leik með andstæður
flatar og þrívíðra forma eða tauma. I
sumuni tilfellum notar Sigriður þri-
viðu formin á nokkuð bókstaflegan
hátt, þ.e. i stað þess að vefa tréform
inn í veftir sínar leggur hún þau utan á
og er þessi aðferð ekki ávallt vel
heppnuð, a.m.k. fyrir mína parta, því
þríviðu formin sýnast gjarnan eins og
aukaatriði móts við hina stóru fleti.
Áhrifameiri finnst mér þau verk lista-
konunnar þar sem hún nýtir afstrakt
eiginleika þrívíðra forma takmarka-
laust — þótt aldrei séu þessi form í
rauninni langt frá náttúrunni.
Tilþrif
I slikum myndverkum er Sigríður
oft hugmyndarík og sýnir talsverð til-
þrif í samstillingu hinna margvíslegu
parta, flatra sem þriviðra, og verður
vefnaður hennar sterkari eftir því sem
hann verður stærri um sig. Nálgast
hann þá jafnframt lágmyndina eða
skúlptúr,-en sú tilhneiging virðist mjög
áberandi meðal vefara i dag ef
skoðaðar eru alþjóðlegar vefnaðarsýn-
ingar. Sigríður heldur sig að mestu við
hið ferhyrnda myndform en þó
bregður hún út af þvi, t.d. í verki eins
og Fúga (nr. 4) með allsæmilegum ár-
angri og aðrar tilraunir gerir hún,
t.a.m. með eins konar tvíhengi i
Gullna hliðið (nr. 6) og alls kyns að-
skotaefni — börk, trjágreinar, ullar-
lagða o.fl.
Hæfileikakona
Hér virðist sem sagt vera á ferðinni
hæfileikakona sem kann margt fyrir
sér í list sinni en á kannski eftir að
samræma fyllilega helstu áhugamál
sin innan hennar.
Myndiist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Reynslan er svo sú, að hægri flokkarnir hafa aukið
skattbyrðina og eflt skriffinnskukerfið. Er nú svo komið,
að opinberir starfsmenn þar i landi eru orðnir 1,4
milljónir á móti 2,4 milljónum í öðrum atvinnugreinum
samanlögðum!
„Töfrasjá Mozarts”
Sænskir atvinnuvegir eru að kikna undir hinni þungu
yfirbyggingu. Skipasmíðar hafa nánast hrunið og aðrar
frægar útflutningsgreinar á borð við járniðnað, timbur-
vinnslu og pappírsgerð hafa glatað verulegum hluta
hinna erlendu markaða sinna. Framleiðslukostnaður í
Svíþjóð er orðinn of mikill.
Hægri stjórnin stakk höfðinu í sandinn á nákvæmlega
sama hátt og vinstri stjórnin gerði áður. Hún hækkaði
bara skattana og jók jafnframt hallann á ríkisbúskapn-
um. Sá halli verður í ár hvorki meiri né minni en 300.000
íslenzkar krónur á hvert mannsbarn í Svíþjóð!
Ekki gengur betur í ýmsum hliðarmálum. Stærsti
stjórnarflokkurinn hafði fyrir kosningar efst á stefnu-
skránni að loka hinum fimm kjarnorkurafstöðvum Sví-
þjóðar og koma í veg fyrir byggingu fleiri slíkra. Nú eru
þessar stöðvar orðnar sex og starfa af fullum krafti.
Viðurkenna verður, að hægri stjórnin í Svíþjóð tók
við ákaflega erfiðu búi. Vinstri stjórnin hafði fjármagnað
gífurlega birgðasöfnun hjá sænskum útflutningsfyrir-
tækjum í þeirri von, að alþjóðlega kreppan mundi skjótt
líða hjá. En þá var heimurinn ekki lengur reiðubúinn að
kaupa of dýrar sænskar vörur.
Hið athyglisverða er, að í vandræðum sínum beitti
hægri stjórnin nákvæmlega sömu tilraunum til úrræða
og vinstri stjórnin hefði gert. Það er eins og kerfið silist
áfram sinn vanalega gang, algerlega án tillits til upphróp-
ana og slagorða í kosningabaráttu.
Dæmi hliðstæð hinu sænska má vafalaust rekja í fleiri
ríkjum Vesturlanda. Þetta er nákvæmlega sama sagan
og íslendingar hafa að segja af sveiflum sínum á undan-
förnum árum, fyrst til vinstri, síðan til hægri og loks til
vinstri aftur. Stjórnir koma og fara á fjögurra ára fresti,
en Jón Sigurðsson í Þjóðhagsstofnun heldur áfram að
ríkja.
Flokkarnir beita einkaslagorðum sínum út í loftið.
Undir niðri eru þeir þó allir komnir inn að miðju, allir
orðnir að lýðræðissinnuðum jafnaðarmannaflokkum.
Þessu þýðir ekki að mótmæla, því að kjósendur hafa séð,
að ekki er hinn minnsti munur á vinstri og hægri stjórn-
um.
Musík
og sjónvarp
Oft hefur það valdið mér gremju
hve algeng sú skoðun virðist, ef marka
má dagblaðaskrif, að tónlist eigi ekkert
erindi í sjönvarp. Því er haldið fram að
hún „njóti sin ekki”. En hér mun þó
yfirleitt einungis vera átt við það sem
nefnt er „klassísk” músík. Öðru máli
gegnir um poppið. Engum finnst neitt
athugavert við það þó fluttir séu
klukkustunda langir þættir með popp
músik með alls konar hoppi og híi og
tilheyrandi ljósa- og þrumugangi. Mér
finnst heldur ekkert athugavert við
þetta. En mörgum finnst það sár
móðgun við þeirra háttsettu persónu
ef einhver tekur upp sína fiðlu eða sezt
við sinn flygil og upphefur eitt klass-
ískt spilirí. Þá eru sömu manneskjurn-
ar sem æstastar meðtóku poppið óða-
mála um að tónlist eigi ekkert erindi i
sjónvarp. En ég tel að þetta sé fremur
trúaratriði eða fordómur en eitthvað
sem er hugsað til enda. Alla vega er
kenningunni mest hampað af þeim
sem hafa ekkert gaman af músik nema
hún sé flutt með margra tonna hjálp-
armaskínum. En frá minu sjónarmiði
horfir þetta svona við: Tónlist á ná-
kvæmlega jafnmikið — eða lítið — er-
indi i sjónvarpsem útvarp, konsertsali,
leikhús, á grammófónplötur, eða hvem
annan þann miðil sem við eigum kost
á til að njóta hennar. Að minni hyggju
þarf aðeins þremur skilyrðum að vera
fullnægt hvað snertir flutning tónlistar
í sjónvarpi. Það er að hljómburður sé
viðunandi.músíkin áhlustandi og flutn-
ingurinn þolanlegur. Þeim sem gaman
hafa af.tónlist stendur á sama hvernig
hún kemur til þeirra ef þessum frum-
atriðum er fullnægt. En auk þess hefur
sjónvarpið þann kost að fólk getur séð
hvernig listamennirnir bera sig að við
spilamennskuna. Og það er sjón sem
oft getur orðið kostulegt gaman. En
það endurspeglar bara hið nána sam-
band holdsins og andans.
Villandi þættir
Ég hef skrifað þennan formála
vegna þess að undanfarið hefur verið
óvenjumikið af góðri tónlist I sjón-
varpinu. Nú er aðeins eftir einn tón-
skáldaþáttur. Hann verður um De-
bussy sem kannski var frumlegasti
tónsmiður Frakka. En því miður eru
þessir þættir svo ómerkilegir að það
borgar sig varla að fylgjast með þeim.
Þeir eru i fyrsta lagi svo stuttir að þeir
eru varla byrjaðir þegar þeir taka
enda. 1 öðru lagi eru þeir mjög óná-
kvæmir og jafnvel villandi (t.d. þáttur-
inn um Beethoven) og halda oft fram
leiðinlegum þjóðsagnaskoðunum sem
svo ótrúlega mikið er til af um fræga
tónlistarmenn. Skástur var þáiturinn