Dagblaðið - 07.10.1978, Side 11

Dagblaðið - 07.10.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978. 11 \ Sjónvarp Sigurður Guðjónsson um Schubert, einfaldlega vegna þess að þar voru flutt nokkur af allra beztu lögum hans með skaðlausum kynning- um söngvarans, sem var Benjamin Luxon, sá er söng greifann í Brúð- kaupi Figarós á sunnudaginn. Brúðkaup Fígarós Flutningur þessarar óperu var ánægjulegasta sjónvarpsstund sem ég hef notið i háa herrans tíð. Mozart var 'einstæður meðal tónskálda. Andlegt jafnvaegi hans og heiibrigði virðist hafa verið óvenjuleg. Og þetta sálar- ástand kemur fram í hverri nótu sem hann skrifaði. Það er sennilega af þessum ástæðum sem margir lita á hann sem ímynd fullkomleikans. Jafn- vægi hugar og hjarta er liklega það takmark sem við keppum öll að. Þegar Mozart samdi óperur var hann ekki að glima við einhverja ægilega tilfinn- ingatogstreitu í sjálfum sér. Athygli hans beindist út á við að fólkinu i kringum hann. Og hin ótrúlega sál- skyggni hans gerir honum léttan leik að lýsa öllu sem bærist i mannlegum brjóstum, líka því ofur fíngerða og hljóðláta sem næstum ómögulegt er að henda reiður á. En hiö einkennileg- asta við þessa lýsingu er hve hún er gersamlega óháð samúðar — og and- úðar — viðhorfi höfundarins. Þetta móralska „hlutleysi” skelfdi Beet- hoven sem aldrei virðist hafa skilið það. Óperumúsik hefur orðið fyrir þeim ósköpum að megnið af henni er samið viðsvosmekklausan leir að hin ágæt- asta tónlist hefur fallið í gleymsku af þeim sökum. En þessu er sannarlega ekki að dreifa með Figaró Mozarts. Það var Mozart og engum öðrum likt að gera hinn léttvæga texta fremur kost en löst með þvi að gera tónlistina aigjöra þungamiðju. Órofa músíkheild Að undanskildum arium Marcelinu og hinni furðulegu aríu Basilio um feldinn, sem enginn hefur enn fengið botn i, er hver þáttur og verkið allt órofa músíkheild sem sýnir okkur raunverulegar manneskjur með raun- verulegar tilfinningar. Þetta kemur vel fram þegar uppgötvast að Marcelína og Bartolo eru foreldrar Fígarós. Þá verða þessar stílfærðu skopfigúrur skyndilegar mennskar og gleðjast af hjarta með Súsönnu og Fígaró meðan greifinn bölsótast jafnhjartanlega af reiði og fyrirlitningu. En stórkostleg- asta atriði þessarar óperu er endir ann- ars þáttar, stóri septettinn þar sem Mozart teflir Fígaró, Súsönnu og greifynjunni fram gegn greifanum, Marcelínu, Bartolo og Basilio og hver þessara höfuðpersóna er gædd hárnákvæmum karaktereinkennum. Og þvilíkar menngerðir! Þessi snagg- aralegi ogseremóniulausi Figaró, þessi makalausi ráðsnillingur, Súsanna, greifynjan sívansæla — bréfadúett þeirra Súsönnu er hreinasta kraftaverk — greifinn hóglífi og hrokafulli, hinn lævísi bragðarefur Basilio. Ogekki má gleyma Cherubino sem er rétt að byrja að fá náttúru og kemst yfir að elska allar konur heimsins i aðeins tveim arium. Þessi ópera. sem skrifa mætti um langt mál, flytur okkur ekki aðeins nær skilningi á öðru fólki heldur gerir líka allt bramboltið í fólkinu ofurlitið bjartara og fegurra. Og það er mest um vert. Ég hef orðið svona langorður um þetta efni vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem maður hefur ástæðu til að þakka hjartanlega frábært sjón- varpsefni. Og okkur er gefið giæsiiegt fyrirheit um meiri dýrð. Það sættir mig við alla þá kojak ógæfu og ógjörvileika og stór og smá kvikindi sem skriða og öskra um alla sjónvarps- dagskrána. Sigurður Guðjónsson. FÓDURBÆHS- SKATTUROG KVÓTAKERFI A síðastliðnu og þessu ári var mikið um fundarhöld hjá bændum. Þeir komu saman til að ræða aðsteðjandi vandamál og hvernig bregðast skyldi við þeim. Þessir fundir voru mjög vel sóttir og mikið rætt og margar tillögur samþykktar. Á nær öllum þessum bændafundum var rætt um fóður- bætisskatt og kvótakerfi og yfirleitt voru einhverjar ályktanir afgreiddar á fundunum um þessi atriði. Hér á eftir mun verða skýrt frá af- greiðslu þessara mála á nokkrum fundum en útilokað er að taka allt með. Það má segja að vilji bænda speglist nokkuð í þessum fundar- samþykktum, það er að segja hver viljinn var á síðastliðnu ári og eitthvað fram á þetta ár. Það má vera að bændum hafi snúizt hugur nú í haust, eftir aðalfund Stéttarsambands bænda. Fóðurbætisskattur Svinaræktarfélag Íslands hélt aðalfund sinn 27. nóvember, þar voru samþykkt mótmæli gegn fram- komnum hugmyndum um fóðurbætis- skatt, fundurinn lýsti þeirri skoðun sinni að fóðurbætisskattur væri ekki áhrifamikið tæki til stjórnunar á fram- leiðslu landbúnaðarvara. Almennur bændafundur i Skaga- firði, sem haidinn var 12. desember, mótmælti eindregið framkominni tillögu á aðalfundi og aukafundi Stétt- arsambands bænda 1977 um fóðurbætisskatt. Þá var bætt við tillöguna eftirfarandi: „En fari svo að kjarnfóðurgjald verði innheimt leggur fundurinn til að hluta þess verði varið til styrktar heyverkun, þ.e. súg- þuvrkun og votheysgerð og eflingu inníénds fóðuriðnaðar.” Á fulltrúafundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar var samykkt ítarleg ályktun um fóðurbætisskattinn, þar segir m.a.: „Fundurinn harmar þá samþykkt síðasta fundar Stéttar- sambands bænda, þar sem ætlað er að leggja á bændur landsins 25% skatt á innflutt kjarnfóður. Á sama tíma og aðrar stéttir þjóðfélagsins fá stórfelld- ar kjarabætur samþykkir fundur Stétt- arsambandsins stórfellda kjara- skerðingu á stéttina i formi nýrra skattlagninga — Miðað við þá stefnu og þá nauðsyn að hver gripur skili fullum afurðum verður að telja það algjört glapræði að ætla sér að skatt-, leggja kjarnfóður, með það takmark fyrir augum að draga með þvi úr afkastagetu gripa." Einnig mótmælti aðalfundur Mjólkursamlags KEA fóðurbætisskattinum. Þá mótmælti fundur bænda í S-Þingeyjarsýslu fóðurbætisskattinum. Bændafundur i N-Þingeyjarsýslu samþykkti eftirfar- andi: „Af framkomnum úrræðum til lausnar þeim vanda, sem stafar af vöntun útflutningsbóta, telur fundurinn fóðurbætisskatt skást.” Bændur í Vopnafirði voru heldur ekki andvigir fóðurbætisskatti til lausnar aðsteðjandi vandamálum. Bændafundur á Egilsstöðum sam- þykkti eftirfarandi ályktun: „Fundurinn viðurkennir þann vanda sem við er að fást í afurðasölumálum landbúnaðarins og telur að tíma- bundin gjaldtaka af innfluttu kjarn- fóðri sé skást af þeim leiðum sem aukafundur Stéttarsambands bænda benti á til úrbóta þeim vanda sem við blasir. Hi(if iVjja^rd^lúr fúnduri/rn ekki koma til greina að undanþiggja vissar búgreinar þessu gjaldi.” Þá voru bændafundir í Breiðdal og í A-Skafta- fellssýslu ekki andvígir fóðurbætis- skattinum. Verð á fóðurbæti er hagstætt Eins og áður er getið er erfitt að átta sig á hvort meirihluti bænda er raunverulega á móti fóðurbætisskatti. Þó má það hafa verið fyrst þegar farið var að ræða þessa hugmynd. Kjallarinn Agnar Guðnason Þegar svo er komið að innheimta verður hjá bændum verulegar fjár- upphæðir, bæði til að greiða með út- flutningi og lækkunar á verði á innlenda markaðnum, gera æ fieiri sér ■ grein fyrir að það dugar ekki lengur að auka framleiðsluna. Eitt einfaldasta ráðið tii að draga úr framleiðslunni er að hækka verð á kjarnfóðri. Siðan er hægt að jafna á milli bænda, með endurgreiðslu á fóðurbætisgjaldinu. Auðvitað er enginn ánægður með að samþykkja á sig skatt, sem ekki er fyrir, en fóðurbætisskattur gæti komið mun léttara við bændur en innvigtunargjald og strangt kvóta- kerfi. Þrátt fyrir verulega hækkun á fóðurbæti á þessu ári, er verðið eftir sem áður mjög hagstætt ef miðað er við mjólkurverðið. Það þykir mjög hagstætt ef verð á einu kg af fóðurblöndu er ekki meira en bændur fá fyrir einn lítra af mjólk. Eins og er fá bændur nærri tvö kg af fóðurblöndu fyrir einn lílra af mjólk. Það er' hagstætt fyrir bændur á Íslandi að geta fengið innflutt kjarn- fóður, sem er stórlega niðurgreitt erlendis, þegar fullt verð fæst fyrir alla mjólkurframleiðsluna. Þegar taka verður greiðslu af bændum til að greiða með þessari mjótk, er ekki lengur hagstætt að gefa mikið magn af fóðurblöndu, þótt ódýrsé. Framleiðslukvóti Á bændafundunum var einnig rætt mikið um að setja á kvóta. Framleiðendur fái grundvallarverð fyrir ákveðið magn framleiðslu hvers bús en lægra verð fyrir það sem umfram yrði. Það hefur verið rætt um að hver bóndi fengi úthlutað kvóta og einnig að kvótinn væri bundinn hverri jörð. Á síðasta aðalfundi Stétt- arsambands bænda var mælt með kvótakerfi sem felur í sér að gjald væri § tekið af allri framleiðslu en færi stig- | hækkandi með aukinni framleiðslu. I Á fulltrúafundi Búnaðarsambands 1 Eyjafjarðar var mælt með þvi að | komið yrði á kvótakerfi til takmörk- íí unar á framleiðslu, einnig var bent á ít möguleika til skattlagningar á búfé. R Aðalfundur Mjólkursamlags KEA þ taldi að kvótakerfi í einni eða annarri | mynd gæti hentað ef ríkisvaldið | ábyrgðist að fullt grundvallarverð | næðist jafnan fyrir leyft framleiðslu- | magn. Bændafundur í S-Þing- | eyjarsýslu var meðmæltui kvóta. M Einnig var fundurinn því meðmæltur 2 að tekið yrði algjörlega fyrir S búvöruframleiðslu manna sem ekki j búa á lögbýlum. Fundur bænda í Vopnafirði samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundurinn mælir með hug- mynd um kvótakerfi til stjórnunar framleiðslu landbúnaðarvara, t.d. yrði því beitt til að draga úr stærð rikisbúa og stöðva framleiðslu utan lögbýla." Fundur bænda á Egilsstöðum varaði við lögfestingu kvótakerfis án samþykktar meirihluta bænda á landinu. Fundur bærlda i A-Skafta- fellssýslu varaði við ao tekið yrði upp, að svo stöddu, kvótakerfi þar sem gert er ráð fyrir að framleiðsluaukning verði felld i verði, þvi það niundi bitna illa á bændum sem eru að hefja búskap og hafa ráðizt í mikla fjár- festingu á síðustu árum. Aftur á móti var umræðuhópur bænda á Suðurlandi þvi meðmæltur að komið væri á kvótakerfi í einhverri ntynd þar sem framleiðslan yrði dregin santan á skipulegan hátt. Fundur kjörmanna og formanna búnaðarfélaga í Borgar firði var meðmæltur kvótakerfinu. Á aðalfundi Búnaðarsambands A- Húnavatnssýslu var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Tekið verði upp sveigjanlegt kvótakerfi en jafnfranrt fái bændur fulla verðtryggingu á frani- leiðslu sína, upp að ákveðinni bústærð. Hvað verður gert? Ef draga á úr búvörufrantleiðslunni vilja bændur frekar kvótakerfi en fóðurbætisskatt. Einnig hafa komið fram á nokkrum bændafundum á- bendingar um að greiða sérstaka uppbót til þeirra bænda sem draga verulega úr framleiðslunni. Þá eru margir . bændur því meðmæltir að búskaparumsvif rikis- og tilraunabúa verði minnkuð. Framleiðsla tómstunda- bænda verði skattlögð sérstaklega. Þá er lagt til að hamiað verði á móti verksmiðjubúskap. Skipulag land- búnaðarframleiðslunnar var einnig mikið rætt á bændafundunum og að jarðir yrðu flokkaðar með tilliti til búskaparskilyrða og lánveitingum hagað mcð lilliti til þeirra. Þetta er aðeins örstutt yfirlit um það sem kom fram á bænda- fundunum, en Ijóst er að bændur óska almennt eftir þvi að stjórn verði höfð á framleiðslunni. Með sérstökum lögum verður því að veita Framleiðsluráði landbúnaðarins heimild til að beita þeim.aðgerðum sem duga til að leysa þessi vandamál landbúnaðarins á far- sælan hátt. AgnarGuðnason blaðafulltrúi. É

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.