Dagblaðið - 07.10.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978.
13
Jóhann Kristjánsson heldur sérfast 1
___________í Chevrolet Monzu: J
Einn sá spræk-
asti á götunni
Chevrolet Monza Gylfa Pálssonar „Pústmanns” er árgerð 1977 og var flutt inn f
gegnum SÍS.
„Það segjr fátt af einum og komdu
nú,” sagði Gylfi Pálsson er ég hringdi i
hann á púströraverkstæðið Fjöðrina þar
sem hann vinnur. Erindi mitt var að fá
að kynna bíl hans fyrir lesendum Dag-
blaðsins.
Gylfi Pálsson er betur þekktur undir
nöfnunum Gylfi púst, Pústmann eða
bara Pústi. Hann hefur verið með
ólæknandi bíladellu árum saman og
hefur gert hina furðulegustu hluti sem
hefur skotið upp í kollinum á honum. Ég
minnist eins tiltækisins þegar hann setti
átta strokka vél í gamlan Moskvitch.
Síðan skemmti Pústmann sér við að
hrella ökumennina á amerisku trylli-
tækjunum sem að sjálfsögðu höfðu
fæstir roð við honum.
Pústmann vinnur nú við að koma sér
upp einum sprækasta bílnum sem ekið
hefur um götur höfuðborgarinnar.
Hann er af gerðinni Chevrolet Monza
og var keyptur nýr hingað til lands i
gegnum Samband íslenzkra samvinnu-
félaga. Þegar Monzan kom var hún með
lítilli átta strokka vél, 262 kúbiktommur
að stærð. Því var mjög auðvelt að setja
nýja vél i bílinn og hefur Gylfi nú lokið
þvi.
Vélin sem kom í stað 262 kúbika
vélarinnar er 327 kúbik að stærð. Eru
þessar vélar báðar Small Block Chevro-
let vélar og eru nákvæmlega eins að
utan svo að skiptin voru auðveld. Nýja
vélin i Monzunni var keypt á bílakirkju-
garði I Bándaríkjunum og var hún tekin
úr klesstri ’66 Corvettu, keppnisbíl sem
hafði orðið fyrir skakkaföllum. Óbreytt
á vélin að skila 365 hestöflum en greini-
legt er að eitthvað er búið að eiga við
hana svo að hún skilar áreiðanlega fleiri
hestum en það.
Ég fékk að fara í reynsluakstur með
Gylfa og átti fullt I fangi með að halda
mér er Monzan þeyttist af stað með
dansandi afturenda. Ég þóttist fullviss
um að allir hestarnir hans Pústmanns
væru í húddinu hjá honum en ekki ein-
hvers staðar úti i haga á beit. Þegar ég
lét í ljós aðdáun mína á vélinni sagði
hann: „Nei, komdu nú, ég á aðra, eina
Pústmann brosir hýrlega til vélarinnar I Monzunni.
DB-myndir Jóhann A. Kristjánsson.
„Tætum og tryllum og tökum svo lagið...” Pústmann tekur af stað — að sjálfsögðu utan vegar.
með öllu frá Júnó-ís, og sú á eftir að
virka, karl minn.” Vélin, þessi með öllu,
stendur uppi á borði á púströraverkstæð-
inu, tilbúin að fara I bilinn. Er hún 302
kúbika Z-28 vél og er byggð upp fyrir
spyrnuakstur. Er búið að vigta alla hluta
hennar og mæla öll millibil til að gera
vélina sem áreiðanlegasta. Þjöppuhlut-
fall stimplanna er 12.5:1 sem er mjög
hátt. Heddin á vélinni eru frá Crane og
er búið að grafa út göngin í þeim og gljá-
fægja þau. Sogventlarnir eru 2.05
tommur en blástursventlarnir eru 1.60.
Stykkin sem halda ventlunum og gorm-
unum saman eru úr titan svo að þau
ættu að vera nógu sterk.
Þá er Gylfi með sérstakan útbúnað til
að halda við rokkerarmana, vogarstang-
irnar sem opna ventlana, svo að auka-
hreyfingar verði ekki á þeim þegar hann
fer að snúa vélinni 10000 snúninga. Til
gamans má geta þess að venjuleg átta
strokka vél snýst ca 5000 snúninga á
mínútu eða helmingi hægar en vélin
hans Gylfa mun gera. Ofan á 302 vél-
inni verður Tunnel Ram soggrein með
tveimur 600 cfm fjögra hólfa blöndung-
um. Knastásinn er frá Ed lskenderian.
Hann er 320 gráða heitur en Iyftihæðin
er 0,510 tommur. Kveikjan er frá Accel.
tveggja platínu, og mun hún, ásamt
Accelháspennukeflinu sjá um að kveikja
i bensinblöndunni. Þá hefur Pústi að
sjálfsögðu smiðað Pústmann-flækjur við
vélarnar i Monzunni.
Aftan á vélinni er Turbo Hydromatic
400 B&M sjálfskipting sem byggð er
fyrir kappakstur. Er ég i vafa um hvort
rétt sé að segja að bíllinn sé sjálfskiptur
vegna þess að skiptingin skiptir sér ekki
sjálf. Verður Gylfi að skipta henni og
tekur hver skipting varla meira en
1/1000 úr sekúndu. Torqu Converterinn
(vökvadælan) I skiptingunni er 9
tommur og einnig byggður einungis
fyrir kappakstur. Grípur skiptingin ekki
fyrr en við ca 4000—5000 snúninga. Þá
.skipti Pústmann um hásingu undir biln-
um og fékk hann Pro Stock hásingu frá
fyrirtækinu Motion i Bandaríkjunum.
Er læst mismunadrif I henni og drifhlut-
falliðer 3.90:1.
Pústmann sagði að vinir sínir hefðu
hjálpað sér við að byggja vélarnar og
breyta bílnum og sagðist hann vera
þeim, Palla V-áttunda, Skafrenningi og
Hreini grrr. mjög þakklátur fyrir alla
hjálpina. -JAK
Kvartmflan:
MODIFIED-FLOKKURINN
Modifled compact:
1 modified compact eru litlir
evrópskir og japanskir bílar með fjögra
strokka vélar eða vankelvélar. Má
rúmtak vélanna ekki vera meira en
I40kúbiktommur.
Super Modified:
I þessum hópi eru „litlir” amerískir
tveggja dyra bílar.
Bílum I modified-flokki er skipt i
fjóra hópa eftir gerð en þeim er siðan
skipt i 31 undirflokk eftir hlutfalli
þyngdar bilsins og rúmtaks vélarinnar.
Gas coupes/sedans og street roadsters:
í þessum hópi eru margir evrópskir
bílar og gamlir bilar sem búið er að
breyta að einhverju leyti. Ekki er
nauðsynlegt að vélin I bílnum sé sama
tegundogbíllinn.
Modifled production:
í modified production eru einungis
stórir ameriskir bílar og verður vélin
að vera sama tegund og billinn.
unga eða þrjá tveggja hófa. Að öðru
leyti má breyta vélunum að vild en
þær verða að ganga fyrir bensini.
Leyfilegt er að nota boddihluti, svo
sem bretti og húdd, úr trefjaplasti.
Innréttingin i bílnum verður að vera
óbreytt og verður ökumaður að sitja á
„réttum”staðí bilnum.
Þá er leyfilegt að fjarlægja ýmsa
hluti sem koma ekki að gagni i spyrn-
unni úr bílnum. Má þar t.d. nefna
fiautuna, rúðuþurrkurnar, miðstöð-
ina, hleðslukerfið og Ijósin.
Þykir okkur modified-flokkur
merkilegur fyrir það að nokkrir is-
lenzkir bilar munu flokkast i hann. Má
þar t.d. nefna Kryppuna, Toyotu
1 modified-flokki er hvorki leyfilegt
að nota forþjöppur né beina innspýt-
ingu. Verða að vera blöndungar á vél-
inni og má hafa tvo fjögra hólfa blönd-
Stærsta kvartmilukeppnin sem haldin er árlega er án efa Indy-keppnin sem haldin
er 1 Indianapolis. Hér sjáum við sigurvegarann I modifled-flokki slðastliðið ár,
Arlen Fadley, á Mavericknum sinum.
Garðars Skaftasonar, 454 Camaroinn
hans örvars Sigurðssonar og Monz-
una hans Gylfa Pálssonar. Mikill
munur er á tímum bílanna i undir-
flokkum modified-flokksins eða allt að
tveimursekúndum.Hcimsmctið i l'ljót-
asta flokknum er 8.80 sek. en hraða-
metið er 262.5 km/klst. Ekki er hægt
að búast við að islenzku bílarnir nái
svona góðum tíma en ætla má að þeir
fljótustu fari kvartmiluna á um lOsek-
úndum. Jóhann Kristjánsson.
VW-bjallan hans Gary Berg lyftist upp að framan þegar hann spyrnir henni.
Gaman verður að fylgjast með bjöllunni hans Birgis Guðjónssonar þegar hún
kemur á brautina og sjá hvort hún stendur sig eins vel.
Jim Mederes hefur staðið sig vel I modified-flokki og vann hann m.a. Winternat-'
ionalkeppnina síðasta vetur. Mederes keppir á Mözdu.