Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978. 15 Þaö cr ekki lifsleiðinn í þessari mynd, öðru nær. Litla barniö er bökstaflega aö springa af gleöi og leikur við hvutta um leið og bráðnauðsynlegum þörfum er sinnt. Sumarmynd DB, Þórður Kr. Jóhannesson, Völvufelli 48 Rvik. URSLITINÆSTA MÁNUÐI — og þá fæst úr því skorið hver hreppir CANON-vélina Dómncfnd í myndakcppninni Sumarmynd DB '78 hcfur hafið störf sín. Er þar mikiö starf fram- undan, myndirnar maryar og fjöl- margar eru mjög góðar. Þökkum við lesendum fyrir þátttökuna og óskum þeim jafnframt til hamingju með að svo virðist sem Ijósmyndun hérá landi sé á hraðri uppleið. Myndum verður skilað til þátt- takenda þegar dómnefnd /ýkur störfum. — • SUMARMYND DB 78 • Þau eru efnileg, íslenzku bömin! Ung og efnileg manneskja á ferð á far- artæki sínu, þriggja hjóla, núll komma núll eitthvað hestöfl. En hér er það ekki hestaflatalan sem veitir UfsfyU- ingu. Sumarmynd DB, Þórður Jó- hannesson, Ægisíðu 117 Rvik. Ú-ú-ú p-s! — ég skal sko aldeilis ná niður töskpnni hennar mömmu, segir sá Utli og gerir sitt ýtrasta. Sumar- mynd DB, Eirikur Jónsson, Skipa- sundi 60 Rvik. Liklega er þessi með snudduna að bjóða gestum sinum til kaffidrykkju. Svipurinn er hýrlegur, enda snuddan á sínum staðrSumarmynd DB ’78, Kristbjörg Jensen, Grundargerði 27 Rvík. Mikill fjöldi sumarmynda hefur bor- izt til blaðsins og talsvert hefur verið birt i blaðinu af svarthvitum myndum og reyndar Ifka litmyndum. í Vikunni verða margar ágætar litmyndir úr keppninni birtar innan skamms. Þá er það ætlun okkar að birta nokkrar seríur af beztu myndunum í Dagblaö- inu en því miður erum við nokkuð bundnir við prentun á svarthvitum myndum. Sumarið ’78 einkenndist af óróleika á sviði stjórnunar landsins. Hvert sem litið er virðist við blasa brostinn grundvöllur fyrir rekstri, sumum virðist allur grundvöllur fyrir tilver- unni hér á landi brostinn, svona yflr- leitt. En myndasmiðirnir okkar, alls eitt- hvað um 500 talsins, eru greinilega ekki á sama máli. Þeir hafa sent alls þúsundir mynda, margar hverjar bráð- skemmtilegar. Og í dag ætlum við að sýna nokkrar barnamyndir. Börnin eru sannarlega efnileg og á myndunum má sjá að landið sem við byggjum cr gott. Það er svo annað mál hvað full- orðna fólkið gerir f málinu. En litum á nokkrar myndanna. Sólin og sjórinn gera manninum gott og áreiðanlega hafa mörg börn frá Islandi safnað góðum forða af fjörefnum i utanlandsferðum I sumar. Gjaldeyrinum er lík- lega ekki sóað i öllum tilfellum. llér er ein Iftil að dunda sér viö crlcnda strönd. Sumarmynd DB, Lars Björk, Langholtsvegi 108 Rvík. Sumar í sveit: fátt er unga fólkinu hollara. Og hér hefur einn ungur maður komizt i kynni við gamlan mann og gömul vinnubrögð. — Sumarmynd DB, Sigurður Harðarson, Vikurbakka 16 Rvik.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.