Dagblaðið - 07.10.1978, Qupperneq 24
Kjarasamningar VR lausir—vísað til sáttasemjara eftir helgi:
Verzlunarmenn í verkfall?
„Við vísum þessu máli einhliða til
sáttasemjara ríkisins, ef við fáum ekki
úrslit um viðhorf viðsemjenda okkar,”
sagði Magnús L. Sveinsson, formaður
samninganefndar Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur í viðtali við DB.
„Við erum meö lausa samninga frá
því i febrúar sl.,” sagði Magnús. „Það
er staðreynd, að opinberir starfsmenn
höfðu hliðsjón af kjörum launastétta á
hinum frjálsa vinnumarkaði i siðustu
samningum. Við teljum eðlilegt, að
tekið verði tillit til hugmynda okkar,
meðal annars um nýja launaflokka-
skipun til samræmis við opinbera
starfsmenn,” sagði Magnús L. Sveins-
son. Hann bætti við: „Það er ekkert
leyndarmál, að okkur hefur gengið illa
að fá viðsemjendur okkar til að setjast
við samningaborðið. Það getur ekki
gengið endalaust.”
Meðlimir VR eru um 8000 og
félagið því með sterkustu launþega-
samtökum landsins. • BS
„Verkfair’ kaupenda
áfengis:
Hækkunin
rýrir
greinilega
tekjur
ríkiskassans
„Ætli salan hafi ekki dregizt
saman hér um 30% eða meira frá
síðustu hækkun,” sagði verzlunar-
stjórinn í einni áfengisútsölunni í
Reykjavik eftir lokun i gær.
Verzlunarstjóramir í öllum
þremur áfengisútsölunum voru
sammála um það í samtölum við
fréttamann blaðsins í gærkvöld að
áfengissala hefði minnkað
verulega frá síðustu áfengis-
hækkun.
„Það dregur alltaf úr sölu, þegar
áfengið hækkar,” sagði einn
þeirra, „en siðan jafnar það sig
venjulega aftur. Við erum hins
vegar sammála um það núna að
þetta hafi verið óvenjulangur tími
með minni sölu en áður.”
„Þetta er eitthvað að jafna sig,”
sagði annar verzlunarstjóri, „en
það á samt langt í land með að
verða eins og það var fyrir tvær
siðustu hækkanir.”
Það virðist því nokkuð augljóst
að siðasta áfegishækkun gefur ekki
þær auknu tekjur til rikis-jððs
sem henni var ætlað. -ÓV.
Talsvert fjölmenni var við vínbúðirnar í gær rétt fyrir lokun, þó ekki eins og vant er fyrsta föstudag mánaðar. Þarna var þó
bilafjöldi og mannþyrping — en sem sé ekkert likt þvi sem venjan er. — DB-mynd R. Th. Sig.
Allir fá kakó eins og
þeir geta í sig látið
— þegar skátar íBústaðahverfi kynna
starfsemi sína í dag og á morgun
Skátar í Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfunum ætla að kynna
ibúum hverfanna starf félags síns,
Garðbúa, nú um helgina.
Kynningin verður í félags-
heimilunum við Mosgerði og
Hólmgarð 34 i dag og á morgun kl.
14—18.
Þar verða skátar með ýmsa
kynningarfundi, sýna föndur, syngja
skátasöngva og innrita nýja félaga.
Allir gestir fá eins mikið kakó og þeir
geta í sig látið.
1 fyrradag voru tuttugu ár liðin frá
upphafi skátastarfs í hverfunum, en
félagið Garðbúar verður 10 ára i
febrúar næstkomandi.
Það er von foringja félagsins að
gamlir skátar í hverfunum og foreldr-
ar, sem og aðrir ibúar. bregði undir sig
betri fætinum og líti inn hjá skátunum
um helgina.
ÓV.
Skátarnir i Smáibúða- og Bústaða-
hverfi sjást hér i starfi og leik.
SÍÐDEGISBLÖÐIN
KÆRÐ FYRIR
VERÐLAGSDÓMI
í gær lögðu verðlagsyfirvöld fram krónur, en auglýsingaverð hækki
kæru á hendur Dagblaðinu og Vísi samkvæmt beiðni blaðanna.”
fyrir brot á ákvörðunum um verð dag- Þessari samþykkt hlýddu Dagblaðið
blaða. Hafa forráðamenn þessara og Vísir ekki en ákváðu lausasöluverð
blaða verið kvaddir fyrir sakadóm krónur 120. Jafnframt tilkynntu þau
Reykjavíkur á mánudagsmorgun. að áskriftarverð blaðanna yrði 2400
Verðlagsyfirvöld gerðu fyrir fáum krónur á mánuði.
dögum svofellda samþykkt: Heimila Málið verður nú rekið fyrir
skal dagblöðunum i Reykjavík að verðlagsdómi og siðan sent saksóknara
hækka áskriftarverð sín í kr. 2200 og ríkisins til umfjöllunar.
að lausasöluverð þeirra skuli vera 110 -ASt.
Blaðamenn álykta
um blaðaverðið
Vegna ákvörðunar um verðlagningu hverjar afleiðingar það getur haft, ef
dagblaða og umræðu, er orðið hefur i útgáfa dagblaða er hindruð með þeim
kjölfar hennar, samþykkti stjórn hætti. Með því er harkalega vegið að
Blaðamannafélags íslands eftirfarandi prentfrelsi i landinu og komið í veg
á fundi sínum í fyrrakvöld: fyrir eðlileg skoðanaskipti og tjáning-
Blaðamannafélag islands vekur arfrelsi, sem nauðsynlegt er í hverju
athygli á þeim háska, sem því er lýðfrjálsu landi.
samfara, ef blaðaútgáfu er stefnt í I Ijósi þessa væntir Blaðamanna-
voða með opinberum aðgerðum. félag tslands þess, að stjórnvöld taki
Stjórnvöldum er bent á að íhuga náið þessi mál til endurskoðunar. -ÓV.
fijálst, nháð dagblað
LAUGARDAGUR 7. OKT. 1978.
Tveir
hörku-
árekstrar
í Kef lavík
— við beztu aksturs-
skilyrði
Tveir hörkuárekstrar urðu í Keflavík i
gær og voru þó akstursskilyrði öll hin
beztu. í báðum tilfellum var biðskylda
ekki virt, en ekið rakleitt inn á miklar
umferðaræðar. í öðrum árekstrinum
slösuðust tveir menn sem voru saman í
bíl. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvar-
leg.
- ASt.
Pilturá
vélhjóli
fótbrotnaði
í árekstri
Ungur piltur á léttu vélhjóli Ienti í
árekstri við bifreið á mótum Þórunnar-
strætis og Þingvallastrætis á Akureyri í
gær. Ungi maðurinn fótbrotnaði i
árekstrinum, en var ekki talinn alvarlega
meiddur.
- ASt.
Vestmannaeyjar:
Vínveitingar
á hótelinu
og nýja sam-
komuhúsinu
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur
samþykkt fyrir sitt leyti að Hótel Vest-
mannaeyjar og Samkomuhúsið í Eyjum
fái vínveitingaleyfi verði ákveðnum
skilyrðum fullnægt. Frá þessu segir í
Vestmannaeyjablaðinu Fréttum nýlega.
Hótel Vestmannaeyjar hafði
vínveitingaleyfi til skamms tima en
síðan var það leyfi tekið af húsinu og
hefur hótelið verið lokað siðan 20. ág.
Hefur það verið auglýst til sölu. Ungur
Vestmannaeyingur, Róbert Granz,
hefur nú hug á að hefja rekstur í húsinu
og er bæjarstjóm reiðubúin að veita
honum vínveitingaleyfi tvo daga
vikunnar.
Bæjarstjórn er einnig tilbúin að veita
hinu nýja samkomuhúsi eyjaskeggja
vínveitingaleyfi, en um þessar mundir er
að hefjast vinna við innréttingar þess.
Samkomustaðir í Eyjum — aðrir en
Hótel Vestmannaeyjar — hafa ekki fyrr
fengið vínveitingaleyfi.
-ÓV.
/yKaupið\x
,3 TÖLVUR VJl
I* OG TÖLVUUP »1
BANKASTRÆTI8
1276}^