Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13-OKTÓBER 1978. ““"1““"” Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjórí: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jó- hannes Reykdal. íþróttir Halkir Slmonarson. Aöstoöarfréttastjórar. Atli Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmál: Aöabteinn IngóHsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Afcerts- dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Arí Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjórí: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Sföumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Áskríft 2400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Stjómin magnar spittingu Bæði í Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu gera sumir forustumenn sér ljóst, að vextir og verðbólga þurfa að halda jafnvægi sín á milli. Samt er ríkis- stjórn með aðild þessara flokka einmitt í þann veginn að auka misræmi vaxta og verðbólgu. Gæfuleysi ríkisstjórnarinnar á þessu sviði stafar sum- part frá guðföður hennar, Lúðvík Jósepssyni, sem hefur lága vexti á heilanum vegna tengsla sinna við gróðaöfl í útgerð og fiskvinnslu á Neskaupstað. Fyrir réttri viku birtist í Þjóðviljanum leiðari gegn jafnvægi vaxta og verðbólgu. Aldrei þessu vant var leiðarinn ekki merktur höfundi. Má líta svo á, að þar hafi Lúðvík verið á ferð, annaðhvort beint eða óbeint eða með búktali. Gæfuleysið stafar einnig af því, að skilningur á efna- hagsmálum hrekkur af Framsóknarflokknum eins og vatn af gæs. Áratugum saman hefur sá flokkur á óút- skýranlegan hátt hneigzt að rangri stefnu í hverjum einasta þætti efnahagsmála. í þriðja lagi stafar gæfuleysi ríkisstjórnarinnar af undirlægjuhætti ráðherra Alþýðuflokksins í rikisstjórn- inni. Það er eins og þeir séu haldnir trylltri sjálfseyðing- arhvöt fyrir hönd flokksins, því að oftast stangast gerðir þeirra á við kosningastefnu flokksins. Þáttur í kosningasigri Alþýðuflokksins í sumar var hin eindregna áherzla, sem hugmyndafræðingar flokksins lögðu á svonefnda raunvexti, sem eru vextir í samræmi við verðbólgu. Þeir röktu réttilega töluverðan hluta ís- lenzkrar fjármála- og stjórnmálaspillingar til of lágra vaxta. Fólk trúði þessu og margir kusu Alþýðuflokkinn. Ráð- herrar flokksins eru nú í þann mund að svíkja þetta fólk á sama hátt og þeir hafa svikið kjósendur sína á ýmsum öðrum sviðum. Virðist svo sem þeir stefni markvisst að þvi að slátra flokki sínum í næstu kosningum. Magnús Kjartansson var til skamms tíma helzti hug- myndafræðingur Alþýðubandalagsins. Á þriðjudag- inn skrifaði hann í Þjóðviljann grein um nauðsyn sam- ræmis milli vaxta og verðbólgu. Þar gerði hann stólpa- grín að Lúðvík Jósepssyni og líkti honum við páfann í Róm. Magnús er sömu skoðunar og kosningagreinahöfund- ar Alþýðuflokksins. Það er raunar sú skoðun, sem Dag- blaðið hefur haldið fram frá upphafi. Hún er sú, að stjórnmálamennirnir, sem stjórna lánastofnunum, séu að stela frá fátækum til að gefa ríkum. Magnús segir réttilega: „Leiðin til þess að komast yfir fjármuni á íslandi er að skulda sem mesta fjármuni. Því er eftirsóknin eftir gróða á íslandi eftirsókn í lánsfé.” Stjórnmálamennirnir eru yfirleitt að þykjast, þegar þeir kvarta um verðbólgu. Undir niðri fagna þeir henni ákaft og vilja hafa hana sem mesta. Hún gefur þeim nefnilega færi á að gerast skömmtunarstjórar og ákveða, hverjir eigi að vera ríkir og með hvaða skilyrðum. Ef menn skilja þetta samhengi, skilja þeir líka hina samtvinnuðu spillingu íslenzkra fjármála og stjórnmála. Sú spilling rýrnar ekki, heldur eykst, unz vextir verða samræmdir verðbólgu og stjórnmálamenn víkja úr skömmtunarhlutverkinu. Slík breyting gerist ekki á valdaskeiði núverandi ríkis- stjórnar. Allt bendir til þess, að hún sé staðráðin í að magna spillinguna með auknu misræmi vaxta og verð- bólgu. t SJA KANAR KINVERJ- UM FYRIR FJAR- SKIPTAGERVIHNETTI — búizt við að Sovétmenn muni bregðast reiðir við vegna hernaðarmikilvægis þessara tækja. Mikil aukning samskipta og viðskipta Bandaríkjamanna og Kínverja Bandaríkjamenn hafa byrjað viðræður við kínversk stjórnvöld um möguleika á að hinir fyrrnefndu sjái um framleiðslu og uppsetningu á gervihnetti, sem annað gæti miklu af fjarskiptum í Kína. Kom þetta fram í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times í fyrri viku. Var sagt að kinverskir sérfræðingar og embættis- menn væru væntanlegir til Banda- ríkjanna til viðræðna við þarlenda sér- fræðinga og kanna tæki sem nota ætti á jörðu niðri. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið hefur staðfest, að undir- búningsviðræður við Kínverja séu að hefjast. Var undirstrikað að þetta yrðu algjörar forviðræður og engar ákvarðanir um framkvæmdir eða sölu hefðu enn verið teknar. mun auðveldari við tilkomu fullkomins fjarskiptakerfis. Þrátt fyrir að sagt er að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort af þessum viðskiptum verði, þykja þetta þó vera Ijós dæmi um hin auknu sam- skipti hinna tveggja stórvelda, Banda- ríkjanna og Kina, sem höfðu nær engin samskipi nema fjandsamleg i nærri tvo áratugi. Talið er að eftir lát Maó Tse-tung formanns og hinir svokölluðu fjórmenningarn með ekkju Maó I fararbroddi voru yfirbugaðir, hafi valdhafar í Peking tekið sam- skiptin við Bandaríkin til endur- skoðunar. Niðurstaðan er sögð sú, að ráðlegt væri að auka tengslin á ýmsum sviðum þrátt fyrir að Bandaríkin hefðu ekki slitið öU tengsl við Taiwan tækni og vísindalegri starfsemi. Sagt var að höfuðtilgangurinn með þessu væri sá að reisa betri undirstöður undir frekari framþróun landbúnaðar, iðnaðar og varnarmála. Síðan þá og raunar fyrr hafa samskipti Banda- ríkjanna og Kína aukizt mjög, bæði á vísinda- og viðskiptasviði. Fyrsta langtima áætlunin um sam- vinnu rikjanna síðan 1949 hófst á rannsóknarstofnun í Chicago. Þar eru nú kínverskir visindamenn að kynna sér ýmis atriði varðandi friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar. Samkvæmt bandarískum heimildum hafa heimsóknir slikra visinda- sendinefnda þrefaldazt í ár miðaðvið árið í fyrra. Kínverjar hafa einnig lýst miklum Hingað til hafa bandarísk fyrirtæki fengið leyfi opinberra aðila til að flytja út og setja upp gervihnattafjarskipta- kerfi i Kanada og Indónesíu. Var þar á ferðinni stórfyrirtækið Hughes Aircraft Co., og í Indónesíu voru auk gervihnattarins settar upp þrjátíu mót- tökustöðvar á jörðu niðri. Ekki hefur verið upplýst hvaða fyrirtæki séu með i spilinu gagnvart Kina, en Ijóst er að hér er um háar fjárhæðir að tefla þvi indónesar greiddu Hughes Aircraft 180 milljónir dollara fyrir veitt tæki og þjónustu. Þrátt fyrir fyrri viðskipti banda- riskra aðila á erlendri grundu á sviði gervihnattafjarskipta er óttazt að Sovétmenn muni taka illa fregnum, svo ekki sé talað um ákvarðanir um að selja eigi Kínverjum slík tæki. Á því er sögð sú skýring, að þrátt fyrir að fjarskiptatækin sem Kínverjar hafa hug á að kaupa séut einkum ætiuð til friðsamlegra nota, til dæmis útvarpi á sjónvarpsefni, má einnig nota þau í hernaðarþágu. Má þar til dæmis nefna að tengsl á milli herstöðva og herja við hin hátt í sjöþúsundkílómetra löngu landamæri Kína og Sovétrikjanna mundu verða eða Formósustjórn. Lengi vel viðurkenndi stjórnin í Washington alls ekki aðra valdhafa I Kínaveldi þrátt fyrir að kommúnistar hefðu fyrir .löngu, eða árið 1949, endanlega hrakið Sjang kai Sjekk á brott og hann hýrðist i raun undir verndarvæng Bandaríkjamanna á Formósu, eins og eyjan var löngum kölluð fyrr á árum. Fyrr á þessu ári tilkynntu stjórnvöld i Kína, að þau hygðust einbeita kröftunum að endurbótum á áhuga á að senda háskólanema til Bandarikjanna. Nú munu aðeins vera fimm Kinverjar frá „Rauða” Kina við nám I háskólum vestra. Aftur á móti er ákveðið aö næsta haust komi I það minnstafimm hundruð nemendur frá Kina. Munu þeir langflestir stunda verkfræði og ýmis visindafræði. Á viðskiptasviðinu hafa samskipti rikjanna einnig vaxið mikið. Aðallega hafa Kínverjar keypt hveiti af Banda- ríkjamönnum. Á siðasta ári komu sex sendinefndir þeirra erinda frá Kina, en i ár eiga bandarísk hveitifyrirtæki von á um það bil tuttugu viðskipta- hópum þaðan. I fyrra stóðu bandarísk fyrirtæki fyrir tólf námskeiðum og kynningar- fundum í Kína þar sem aðallega var fjallað um ýmis tæknileg efni og vörur á því sviði. í ár verða haldin milli þrjátiu og fjörutíu slík námskeið. Kinverjar hafa auk þess rætt við og hafið samningaviðræður við fjölmörg bandarísk fyrirtæki. Eru þau t.d. á sviði stálframleiðslu og olíurannsókna. Gervihnattarfjarskiptin og möguleikar á samskiptum á því sviði eru aðeins einn af mörgum þáttum þessara samskipta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.