Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13.ÖKTÓBER 1978. 31 1 Útvarp Sjónvarp D 28311 28311 Úr atriði myndarinnar Skipbrotsmenmrmr. Sjónvarp kl. 22.00: Sjónvarpsmyndin Sautján komast í 8 manna björgunarbát —og þessa mynd eiga börnin ekki að horfa á Föstudaginn 13. október kl. 22.00 sýnir sjónvarpið bandariska sjónvarps- kvikmynd sem byggð er á sönnum at- burðum. Myndin hefur hlotið nafnið Skipbrotsmennirnir á íslenzku, en raunveruleg þýðing myndarinnar er „Þeir sem eftir lifðu”. Myndin er ekki við hæfi barna. Myndin fjallar í aðalatriðum um skemmtiferðaskip sem ferst í hvirfilvindi. Flestallir farast en sautján manns, farþegar og áhöfn, komast i björgunarbát, sem aðeins er ætlaður átta. Skipstjórinn fórst með skipinu en einn undirmanna hans tekur að sér stjórn á bátnum og verður að velja og hafna hverjir fá að fara með. Eftir spennandi atvik úti á rúmsjó er sýnt í myndinni þegar fólkinu sem eftir lifði er bjargað. Þegar komið er i land eru haldin réttarhöld út af máli þessu. Þar er undirmaðurinn sem tók að sér stjórn bátsins sakaður um morð. Siðast í myndinni kemur siðan fram maður sem lenti i þessu i raunveruleikanum og þurfti að sitja inni í 15 mánuði eftir að hafa verið sakaður um manndráp. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Martin Sheen, Diane Baker og Tom Bosley. Myndin er rúmlega klukkustundar löng og í lit. Þýðandi er Jón Thor Haraldsson. •ELA. KVOLDVAKTIN - útvarp kl. 22.50: Rætt við einn vinni í „Ameri- can Song Festival” Síðasta Kvöldvakt Ástu R. Jóhannesdóttur er í kvöld kl. 22.50. Ennþá er ein Kvöldvakt eftir hjá Sig- mari en stðan fellur Kvöldvaktin niður með tilkomu vetrardagskrárinnar. „Meðal efnis á Kvöldvaktinni í kvöld,” sagði Ásta, „verður frumsamiö efni af kassettu. Það er ungur kennari úr Mosfellssveit sem kemur i heimsókn og flytur okkur frumsamin lög og kvæði. Ég mun einnig ræða lítillega við hann.” Jóhann G. Jóhannsson mun heimsækja Ástu á Kvöldvaktina og spjalla við hana um hvernig lögum hans hefur gengið erlendis. „Eini kvenmaðurinn hér á landi, sem er múhameðstrúar kemur ' í þáttinn og ætla ég að ræða við hana um hvernig það sé að vera með þessa trú innan um alla kristna íslendinga. Einnig ætla ég að forvitnast um siði og venjur þessarar trúar. Annar ungur maöur Gunnar Guðmundsson kemur i þáttinn. Gunnar er bæði blindur og einhentur. Hann hefur tekið upp lög eftir sig á fjögurra rása kassettu, og spilar hann á öll hljóðfæri sjálfur. Má þar nefna harmonikku, gítar og moog. Og verð ég að segja að hann er frá- bærlega flinkur,” sagði Ásta. „Eg mun síðan ræða við Jóhann G. Jóhannsson og fá hjá honum nýjustu fréttir af lögum hans sem spiluð hafa verið erlendis. Sænsk söngkona hefur tekið upp lög hans og flutt. Björn Gíslason sem starfar með sænskri hljómsveit hefur einnig flutt þrjú lög Jóhanns á plötu. Því næst ætla ég að ræða við Jóhann um eitt lag hans sem komst í úrslit í lagakeppni í Banda- ríkjunum nú um daginn.” „Að síðustu mun ég siðan ræða við Halldór Gunnasson sem er í Þokkabót og er með Popphornið i útvarpi á þriðjudögum. Hann og félagar hans í Þokkabót hafa verið að vinna að hljómplötu upp á síðkastið og hafa þeir notað næturnar til vinnunnar. Ég er sjálf að vinna rétt hjá Hljóðrita í Hafnarfirði og ég sá strákana alltaf koma út þar á morgnana dauðþreytta, þegar annað fólk var að koma til vinnu sinnar. Ég fór að athuga þetta ELÍN ALBERTS DÓTTIR. mál og kom þá í Ijós að þeir votru að vinna að plötu á næturnar," sagði Ásta að lokum. Kvöldvaktin verður siöan blönduð með tónlist eins og venja er. Þátturinn , er klukkustundar langur. •ELA. Eignavör fasteignasala Hverfisgötu 16 A Makaskipti Við erum með 140 ferm., einbýlishús í vesturbæ Kópavogi, fokhelt, i skiptum fyrir 4ra herb. ibúð f Kópavogi. Til sölu 196 ferm verzlunarhúsnæði i steinhúsi í Hafnarfirði. Mjög gott verð, laust strax. 3ja herb. íbúð við Kópavogsbraut i þríbýli. Gott verð og útborgun. 2ja herb. ibúð i Gaukshólum, laus strax. Kvöldsímar: 41736 og 74035. PBsertab loftijósin og tewBskeimm margeftirspurðu. Ný sending, margir litir, margar stærðir. Raf Kóp Póstsendum Raftækjaverzlun Kópavogs hff. HAMRABORG 11,- K0PAVOGI — SlMl 43480 Sérverzlun með hag yðar í huga w.uiiiiiiiniiiii.il......im Vinsœlustu ___ herrablöðin BOMhDsio Laugavegi 178 - Sími 86780 liiiHiÉi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.