Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Urvalsdeild með fjórfaldri umferð — íslandsmótið íkörfuknattleik hefstámorgun íslandsmótiö 1 körfunni hefst af fullum krafti um næstu helgi en þá hefst keppni í hinni nýstofnuðu úr- valsdeild. Þar verður nú leikin fjórföla umferð og sex félög hafa rétt til að senda þangað lið. Eru það KR, ÍR, ÍS, UMFN, Valurog Þór. Vitað er að vel verður fylgzt með hvernig úrvals- deildarfyrirkomulagiö reynist hjá körfuboltamönnum. Er það I fyrsta skipti, sem það er reynt hér á landi en hefur gengið vel víða annars staðar. Um helgina leika Valur og Þór í Hagaskóla, UMFN og ÍR 1 Njarðvík. Þessir leikir veröa klukkan 14.00 á iaugardag. Á sunnudag leika KR og IS í Hagaskóla klukkan 15.00. Fræðslunámskeið fyrir knatt- spyrnuþjálfara „Við I tækninefnd KSÍ og KÞl höfum ákveðið að gangast fyrir fræðslunámskeiði fyrir alla islenzka knattspyrnuþjálfara, sem lokið hafa einhverju af þjálfaranámskeiðum KSÍ eða íþróttakennaraprófi”. sagði Karl Guðmunsson, hinn kunni íþróttakcnnari og fyrrum fyrirliði og þjálfari íslenzka landsliðsins i knattspyrnu, þegar hann leit inn á ritstjórn DB i gær. Námskeiðið, sem er I senn verklegt og fræðilegt, verður haldið I Kennaraháskóla tslands dagana 20.— 22. október næstkomandi. Hefst föstudaginn 20. október kl. 9.30. Landsliðsþjálfarinn dr. Youri Ilitchev tnun flytja fyrirlestra um tvo af meginþáttum knattspyrnuþjálf- unar og sýna dæmi um æfingar. 1. Skipulag ársþjálfunar og vægi hinna ýmsu þátta i ársþjálfunarhringnum. lnnan þessa ramnta mun dr. Youri ræða markmið með skammtíma og lang- tíma þjálfáætlunum, breytilegar áherzlur á mis- munandi þjálfþætti á hinum ýmsu tímabilum, þýð- ingu heilsársþjálfunar fyrir stigaukinn árangur — framfarir. 2. Nýjustu þróun í leikaðferðum og leikkerfum. í þessu sambandi verður höfð hliðsjón af heims- meistarakeppninni, 1978 landsleikjum íslands á nýafstöðnu keppnistimabili og leikjum innlendra félagsliða. Ýmsir telja, að hin veika hlið sumra islenzkra knattspyrnuþjálfara, sé einmitt leikskipulag og mörkun ákveðinnar stefnu í leikaðferðum, með hliðsjón af hæfni þeirra leikmanna, sem þeir hafa yfir að ráða hverju sinni. Allir, sem þekkja til starfa dr. Youri vita að hann hefur kafað manna dýpst i þessi fræði knattspyrnunnar og krufið mörg vandamál til mergjar. Það ætti þvi að vera mikill fengur fyrir íslenzka knattspyrnuþjálfara að fá nú tækifæri til að efla kunnáttu sína með þvi að sækja þetta námskeið. Reynt verður að gefa tíma til fyrirspurna og umræðna. Knattspymuþjálfarar eru beðnir að tilkynna þátt- töku nú þegar í síma 35504 og i siðasta lagi miðviku- daginn 18.10. Fyrsta júdómót vetrarins Fyrsta júdómót vctrarins verður nk. sunnudag og hefst kl. 2 e.h.i íþróttahúsi Kennaraháskólans. Það er Haustmót JSÍ sem þarna verður háð, en það er orðið fastur liður á dagskránni i upphafi hvers keppnistimabils. Þetta er opið mót, þ.e. öllum sem hafa gild júdóskirteini er heimil þátttaka. Meðal þátttakenda verður Viðar Guðjohnsen sem nú er nýkominn til landsins eftir ársdvöl við æfingar í Japan. Þetta er fýrsta keppni Viðars eftir alvarlcg meiðsli sem hann hlaut I fyrravor. Verður fróðlcgt að sjá hvernig „heimamönnum” gengur að eiga við hann eftir Japansdvölina. Búizt er við að flestir beztu júdó- menn landsins keppi á mótinu. Keppt verður í þyngdarflokkum, og fer fjöldi flokka eftir þátttakenda- fjölda. Sovézki bjöminn tapaði á HM í fyrsta skipti í átta ár Þá kom að því að sterkasti maður heims — Vasily Alexseev — tapaði keppni. Það var I heimsmeistarakeppn- inni í Gettysburg i Bandaríkjunum aðfaranótt sl. mánudags. Alexseev keppti í yfirþungavigtinni i lyftingunum að venju. Nú var bleik illa brugðið. Alex- seev byrjaði á 165 kg i snörun og tókst ekki að lyfta þeirri þyngd. Hann var þar með úr leik — fyrsta tap hans i átta ár staðreynd. Sviinn Leif Nilsson kom mjög á óvart í snöruninni. Sigraði. Snaraði 175 kg. Annar varð Jury Saitsev, Sovétríkjun- um, með 172.5 kg. Þriðji Jurgen Ciezki, Austur-Þýzkalandi, með 170 kg. Vin- cenz Hortnagl, Austurriki, varð fjórði með 167,5 kg og sömu þyngd var Pól- Lausn á áhrifum veðurfars á íþróttavöllunum fundin? Sífellt er leitazt við að gera íþrótta- velli óháðari veðurfari en verið hcfur. Endingarbetri. Þó hellirigni — síðan snjói og á eftir frjósi á að vera hægt að leika þvi nú er álitið að lausn hafi fundizt á þessu vandamáli. Lcikjum þurfi ekki Brann í úrslit Brann, Bergen, leikur til úrslita í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Sigraði Viking, lið Tony Knapp, i undan- úrslitum í Bergen 2—1 eftir framleng- ingu. Hinum leiknum í undanúrslitum milli Start og Lilleström lauk með jafn- tefli 0—0 eftir framlengingu. Liðin verða þvi að lcika á ný. Leikið var i Kristian- sand svo síðari lcikurinn verður í Lille- ström. Tékkóslóvakía sigraði Sovétríkin 5— 2 i Evrópukeppninni í borðtennis í Prag í gær. Ungverjar unnu Júgóslava 5—2 í sömu keppni i Tuzla i Júgóslavíu. George Best íalgjörtbann FIFA, alþjóöaknattspyrnusambandið, hefur sett George Best i algjört keppnis- bann fyrir brot á reglum FIFA. Hann lék með Detroit í Austurriki — og týndist' þar — þegar hann átti að vera hjá Fulham i Lundúnum. í gær sagði Best í Los Angeles að hann mundi fara i mál við FIFA ef sambandið héldi fasta við bann sitt. að fresta í Evrópu vegna vcðurs. „Eg er viss um, að þessi lausn leysi vandamálið með lélega velli vegna rigninga og snjóa mjög fljótlega og í öllum veðurfarsbelt- um, þar sem gras vex,” sagði Hans Bangerter, framkvæmdastjóri UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, nýlega í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Hin nýja gerð valla er fundin upp af Skota, James Patterson. Hann þróaði þessa aðferð sína í Kenýa, þar sem gras- rótin fer illa vegna hita, og hannaði siðan rugby-völl i Kanada. Undir graslaginu er komið fyrir holóttum einingum, þar sem vatnið safnast í. Út frá þessum einingum er net frárennslislagna, og undir eru gríðarstórar skálar, með flötum botni. — Yfir þetta er lögð blanda af sandi, grasi og áburði, þar sem grassvörðurinn myndast. Þessi aðferð Skotans er mun ódýrari en gervigras, 25% dýrari en gerð venju- legra valla en 1/3 ódýrari en gerð gervi- grasvalla — sú tegund valla, sem einmitt hafa verið bundnar hvað mestar vonir við að leysa vandamálið. Nú eru i Evrópu 50 knattspyrnuvellir byggðir eftir formúlu Patterson. Litið knatt- spyrnufélag í V-Þýzkalandi. Neuehain, skammt fyrir norðan Frankfurt, hefur komið upp svona velli, — til að fjarlægja vætuna. Þessi völlur hefur verið i notkun i þrjú ár. Allan ársins hring og notaður 15 tima á dag, hvort heldur i rigningu, snjókomu eða hörðum frost- um. Einu merkin sem sjást á vellinum eru litlir kalblettir fyrir framan mörkin, en auðvelt hefur reynzt að eiga við það. UEFA gerir nú samanburð á knatt- spyrnuvelli i Austurríki, í Lindabrunn. Völlurinn þar er notaður um 800 tima á ári, sem þýðir 533 knattspyrnuleikir. Og völlurinn sem samanburður er gerður á er ólympíuleikvangurinn i Miinchen. Mjög var farið að sjá á vellinum i Mtinchen eftir 55 leiki en völlurinn i Austurríki hefur staðið sig mjög vel. Enn liggja ekki fyrir endanlegar niðurstöður en hin nýja aðferð þykir gefa góða raun. Þegar mikið rignir verða vellir beinlínís’ að sundlaugum — en nú litur út fyrir að þetta vandamál sé yfir- stigið. Celtic gegn Montrose í gær var dregiö I átta liða úrslit 1 skozka deildabikarnum. Leikin verður tvöföld umferð 8. og 15. nóvember. Þessi lið leika saman. Rangers—Arbroth Montrose-Celtic Morton-Hibernian Ayr-Aberdeen Miljan Miljanic, einn kunnasti knatt- spvrnuþjálfari heims, Real Madrid — Rauða stjarnan, sagði í Lundúnum i gær að hann mundi „mjög glaður” taká við starfi hjá Chelsea. „Ég verð í Lundúnum í 10 daga og fylgist með leikjum Chelsea og æfingum. Chelsea er frábært félag og enska knattspyrnan hin bezta í heimi”, sagði Miljanic. Enn hefur Chelsea ekkert rætt við hann um peningahlið málsins. verjinn Tadeusz Rutkowski með. Varð fimmti. Ekki misstu þó Sovétrikin heims- meistaratitilinn samanlagt þó Alexseev væri úr leik. Saitsev jafnhattaði 230 kg og tryggði sér fyrsta sætið samanlagt. Ciezki jafnhattaði 215 kgog varðannar. György Szalai, Ungverjalandi, varð þriðji i jafnhöttun með 210 kg. Nilsson fjórði með sömu þyngd og Rutkowski fimmti. Jafnhattaði einnig 210 kg. Heimsmeistari samanlagt varð því Saitsev með 402,5 kg eða langt frá heimsmeti Alexseev. Ciezki varð annar með 385 kg og Nilsson þriðji með 385 kg. Fjórði Rutkowski 377,5 kg og Szala' fimmti með 375 kg. Færeyingar eru meðalla út- lendinga sína gegn íslandi! —Tveir landsleikir íslands og Færeyja í handknattleik. Hinn fyrri í kvöld „Færeyingar búa sig nú af kappi fyrir C-keppnina, sem verður haldin I Sviss 10.—18. nóvember næstkomandi. Þaö er fyrsti liðurinn i heimsmeistarakeppninni — og færeyska liðið hefur æft mjög vel í allt sumar undir stjórn Danans Jörgens Pedersen, Hann hefur oft reynzt Islend- ingum erfiöur í landsleikjum. Færeyingar eru i mikilli sókn og þeir koma með sitt sterkasta lið hingað og i þeim hópi eru auðvitað allir „útlending- arnir” — það eru Færeyingar, sem leika með dönskum liðum”, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðsþjálfari, þegar DB ræddi við hann i gær. lsland og Færeyjar leika tvo landsleiki i handknattleik. Hinn fyrri verður i kvöld og hefst kl. 20.30 á Akranesi. Síðari leikurinn verður i Laugardalshöll kl. 15.30 á laugardag. 1 síðustu leikjum þjóðanna í Færeyjum gekk íslenzku vörninni mjög Kæruleikurinn á Akureyri Þór og Breiðablik leika síðari leik sinn um sætj í 2. deild en það er kæruleikur- inn frægi að endemum, á morgun kl. 16. Þór vann fyrri leikinn að Varmá með einu marki. Síðan með fimm mörkum á Akureyri en sá leikur var dæmdur ógildur þar sem dómari, sem ekki hafði full réttindi, dæmdi. Brasilía féll á síðustu hindrun Sovétríkin sigruðu Brasiliu í heims- meistarakeppninni i körfuknattleik I Manila í gær. Vegna bilana I Lundúnum hjá Reuter vitum við ekki úrslitatölur leiksins. Brasilíska liðið hefur því fallið á siðustu hindrun og allar líkur á, að Sovétríkin og Júgóslavfa leiki til úrslita á HM. Islandsmeistarar KR Hér er mynd af íslandsmeisturum KR í sundknattleik — en eins og kunnugt er af fréttum hér I blaðinu sigruðu KR- ingar á íslandsmótinu 1978. Efri röð frá vinstri: Ólafur Þór Gunnlaugsson, fyrir- liöi og markakóngur tslandsmótsins, Erlingur Þ. Jóhannsson, Sigþór Magnússon, markvörður, sem kosinn var bezti leikmaður mótsins, Hafþór B. Guðmundsson, Jón Þorgeirsson og Stefán Andrésson. Fremri röð: Þorgeir Þorgeirsson, Þórður Ingason, Vil- hjálmur Þorgeirsson. Á myndina vantar Einar Þorgeirsson og Vilhjálm Fenger. Þe.tta lið hefur verið mjög sigursælt undanfarin tvö ár. Til marks um það má nefna, að liðið hefur sigrað f sjö mótum af átta á þessu tímabili. í liðinu eru fjórir bræður, þeir Einar, Jón, Vilhjálmur og Þorgeir Þorgeirssynir — og mun það einsdæmi hér á landi, að fjórir bræður séu íslandsmeistarar með einu og sama liðinu. á Akranesi en á morgun í Laugardalshöll erfiðlega að stöðva helztu stórskyttu þeirra Hanus Joensen, en hann gerði samtals 13 mörk i tveimur leikjum. Leik- reyndasti leikmaður Færeyinga er Sverrir Jakobsen. Hann hefur leikið alla landsleiki Færeyinga nema einn. Ákveðið hefur verið af íslands hálfu að í fyrri leiknum tefli Ísland fram lands- liði23áraogyngri. Má segja að unglingaliðið sé nær allt skipað „nýliðum” og hafa 3 bætzt við hinn upphaflega 22-ja manna hóp er ,va!inn var í upphafi. Aðeins vannst tími til að hafa eina æfingu hjá liðinu fyrir leikinn á móti Færeyingum. Íslenzka liðiðer þannig skipað: Markverðir: Þorlákur Kjartansson Haukar (nýliði). Sverrir Kristjánsson FH (nýliði). Aðrir leikmenn Simon Unndórsson KR Jóhannes Stéfánsson KR (nýliði) Friðrik Jóhannsson Ármann Pétur Ingólfsson Ármann (nýliði) SigurðurGunnarsson Vikingur Erlendur Hermannsson Vikingur (nýliði) Birgir Jóhannsson Fram Atli Hilmarsson fram (nýliði) Konráð Jónsson Þróttur (nýliði) fyrirliði Hilmar Sigurgislason HK Það vekur athygli að 5 af leikmönn- um íslenzka liðsins leika með félögum úr 2. deild. í síðari landsieiknum sem fram fer í Laugardalshöll á laugardag teflir ísland fram A-Iandsliði sínu að undanskildum leikmönnum Vals, sem leika í Evrópu- keppni um þessar mundir. 1 leiknum á laugardag mun islenzka landsliðið reyna varnarafbrigði hluta leiksins, sem íslenzkt landslið hefur aldrei fyrr beitt i keppni. Þá mun mikið verða lagt upp úr hröðum sóknarleik, meðaðaláherslu á hraðaupphlaup. Nú liggur ljóst fyrir að Austur- Þjóðverjar komast ekki hingað til tveggja landsleikja eins og fyrirhugað hafði verið. Leikirnir við Færeyinga eru því einu landsleikirnir hér á landi þar til Danir heimsækja okkur i desember. íslenzka landsliðið á laugardag er skipaðeftirtöldum leikmönnum: Markvörður Jens Einarsson ÍR Aðrir leikmenn Árni Indriðason Vikingur fyrirliði Páll Björgvinsson Vikingur ViggóSigurðsson Víkingur Ólafur Jónsson Vikingur Þórir Gíslason Haukar (nýliði) Guðm. Magnússon FH (nýliði) Ingimar Haraldsson Haukar Geir Hallsteinsson FH 3 sæti eru laus, þ.e.a.s. I markvarðar- staða og 2 útileikmannsstöður. Þeir sem koma bezt frá leiknum á föstudags- kvöldið verða valdir til að leika á laugar- daginn. Deyna sætir aðkasti Rúmenía sigraði Pólland 1-0 i vináttu- landsleik þjóðanna I Búkarest i gær- kvöld. Þekktasti leikmaður Pólverja, Kazimierz Deyna, sagði í gær aö hann myndi aldrei leika framar með pólska landsliðinu. Deyna vonast til að fá leyfi til að leika með enska liðinu Manchester City en bann er á að leikmenn fái að fara frá Póllandi til áramóta. Deyna er 31 árs og hefur leikið yflr 100 landsleiki, skoraði næstum 50 mörk. Hann hefur fengið simhringingar og nafnlaus bréf og rúður hafa verið brotnar heima hjá honum — honum hefur verið kennt um ófarir Pólverja gegn Argentínu en þá misnotaði hann víti I 2-0 sigri Argentínu. Skotar sigruðu Finna 3-0 I Evrópu- keppni unglingalandsliða i Finnlandi í ( gærkvöld. McBride skoraði öll mörk Skota. Ungverjar sigruðu Tyrki 3-1 í Evrópukeppni landsliða — u-21 árs. Grikkir sigruðu Finna 3-1 I sömu keppni í Aþenu I gær. Dankersen og Grambke sigruðu Tvö af íslendingaliðunum í vcstur-þýzku Bundeslígunni unnu góða sigra f flmmtu umferð á mið- vikudag. Dankersen sigraði Nettelstedt 22—16 og Grambke sigraði Kiel 16—14. Úrslit I öðrum leikjum urðu þau, að Hofweicr vann Rinthcim 17—13, Rheinhausen vann Bayer Leverkusen 19—13 og Gross- wallstadt vann Gensungen 20—15. Heimasigrar i öllum leikjunum. Leik Göppingen og Milbertshofen var frestað til 1. nóvember. Jafnt var í hálfleik I leik Danker- sen og Nettelstedt 9—9. Um miðjan síðari hálfleikinn náðu leik- menn Dankersen góðum leikkafla. Komst í 17—12 og þar réðust úrslit. Mörk Dankersen skoruðu Waltke 6, Ólafur H. Jónsson 5, van Oepen 5, Axel Axelsson 3, Bccher, Busch og Grund eitt hver. Úrslitin i leikjunum á miðviku- dag eru ekki kominn inn á töfluna hér fyrir neðan — i grein Axels og Ólafs. Björgvin Björgvinsson skoraði eitt af mörkum Grambke. Áhorfendur og leikmenn hjá Hiittenberg lömdu dómarana Minden 9. október 1978. Sennilega hefur aldrei I sögu þýzks handknattleiks orðið önnur eins ringul- reið og eftir leik Húttenberg gegn Dankersen. Þegar flautað var af i leiks- lok þustu flestir hinna tvö þúsund áhorf- enda inn á leikvanginn og gerðu atlögu að dómurunum. Ekki bætti úr skák að leikmenn Húttenberg gerðu sig einnig seka um óheiðarlega framkomu og varð það til að hitnaði enn í kolunum. Fremstur allra var fyrirliði þeirra Horst Spengler, sem einnig er fyrirliði þýzka heimsmeistaraliðsins. Dómararnir tveir komust með aðstoð leikmanna Dankersen með herkjum inn i búnings- klefa sinn. Annar þeirra var þá mjög illa útlítandi, alblóðugur og stokkbólginn í andliti. Hér var vitleysunni þó ekki lokið, því nú kom aðalþáttur fyrirliðans Spenglers, sem réðst með ofsa inn í búningsherbergi dómaranna og bætti gráu ofan á svart, með þvi að slá annan dómarann í andlitið. Þann sem betur hafði komizt út úr slagsmálunum inni i höllinni. Um hundrað og fimmtíu manns biðu síðan komu dómaranna úr búningsherberginu, — sennilega átti að laga þá aðeins betur til. Kallað var á lögreglu og hvorki meira né minna en þrjátíu lögregluþjónar komu og fluttu dómarana í næsta sjúkrahús. Sorglegt að svona atburðir geti átt sér stað og sem betur fer sjaldgæft. Nú, hvað hafði gerzt? Hvers vegna þessi ólæti? Jú, Húttenberg leiddi gegn Dankersen með 15—9 eftir 40 mín. leik. Með svo að segja tapaðan leik gerði Dankersen síðustu tilraun og setti hörku í spilið. Húttenberg beit á agnið og beitti einnig hörku, en heldur klaufalega og á stuttum tíma misstu þeir tvo menn útaf í 2 min. Dankersen tókst að brúa bilið í 17—16 tíu mín. fyrir leikslok. Stuttu siðar stóð 18—17 Húttenberg í vil og þá gerðist það atvik, sem kom sennilega öllu af stað. Brotið var meinleysislega á Waltkc og öllum á óvart bentu dómararnir á vita- punktinn. Dankersen jafnar 18— 18 og 2 min til leiksloka. Nú varð furðulegasta atvik þessa leiks. Húttenberg tapar knettinum til Dankersen einni min fyrir , leikslok. Dankersen brunar upp en Waltke sendir boltann í hendurnar á Don í Húttenberg. Hann brunar að marki Dankersen með tveimur meðspilurum á móti einum Dankersen- manni. Og hvað gerist? Hendir auðvitað beint til þessa eina varnarmanns Dankersen. Sá tekur á skriðið i áttina að marki Húttenberg og sendir nú á meðspilara sinn, sennilega öllum á óvart og þannig náði Dankersen 19—18 forystu. „Panik” er sennilega rétta lýsingarorðið um það, sem nú fór fram á vellinum sem utan. Síðasta tilraun Húttenberg rann út i sandinn og Dankersen skoraði 20. mark sitt á síðustu sekúndu þessa sögulega leiks. Fyrir Dankersen skoruðu Axel 8 og Busch 5 flest mörk, en Ohly fyrir Húttenberg4mörk. Önnur úrslit urðu þessi: Bayer Leverkusen-Hofweier 19—24 Nettelstedt-Rheinhausen 29—18 Jahn Gensungen-Kiel 20—20 Grosswallstadt-Göppingen 25—19 Húttenberg-Dankersen 18—20 Rintheim-Grambke 17—19 Milbertshofen-Gummersbach 15—16 Björgvin Björgvinsson og félagar hans hjá Grambke unnu nú sinn fyrsta sigur á þessu keppnistimabili, er liðið lék í Rintheim. Björgvin tók júgóslavnesku skyttuna Lavrnic úr umferð allan leikinn. Grambke náði 12—5 forystu fyrir hálfleik og sigur liðsins var aldrei í hættu. Priess , var markahæstur hjá Grambke með 5 mörk, en næstur honum kom Björgvin með 4 mörk. Grosswallstadt átti allan timann i basli með Göppingen. Það var aðeins á siðustu minútum, sem liðið náði afger- andi forystu. Fyrirliði Grosswallstadt, Klúhspiess, átti stærstan þáttinn í sigri síns liðs. Skoraði 10 mörk. Gunnar Einarsson lék mjög vel fyrir Göpping- en. Sinn bezta leik i vetur. Skoraði 6 mörk. Þorbergur Aðalsteinsson lék einnig með Göppingen og skoraði eitt mark. Hans fyrsta í Bundeslígunni og vonandi eiga þau eftir að verða mörg í framtíðinni hjá honum. Gummersbach hafði alltaf forustu í Múnchen gegn Milbertshofen. Var þó heppið að krækja í bæði stigin er upp var staðið. Dómarar leiksins gerðu ljóta skyssu örfáum sekúndum fyrir leikslok, er þeir dæmdu skref á Weingastner og mark, sem hann skoraði var dæmt af. Leik þessum var sjónvarpað og þetta atriði var margendursýnt, þar sem svo greinilegt var að markið var löglegt. Þannig er nú það. Dómarar eru ekki alltaf öfundsverðir af þeim ákvörðun- um, sem þeir verða að taka a erfiðum augnablikum i Ieikjum. Hjá Milbertshofen var Frank yfir- burðamaður og stal senunni frá öllum stjörnum Gummersbach. Frank skoraði 10 af 15 mörkum liðs sins. Deckarm skoraði mest fyrir Gummers- bach eða 5 mörk. Hofweier átti aldrei i erfiðleikum í Leverkusen. Landsliðsmaðurinn Ehret er í hörkuformi þessa dagana. Skoraði 11 mörk í Leverkusen og er nú markhæstur i Bundeslígunni. Nettelstedt lék á heimavelli gegn botnliðinu Rheinhausen og vann örugg- lega 28—19 eftir erfiða byrjun. Staðan eftir 4 umferðir er nú þessi: Hofweier Grosswallstadt Nettelstedts Gummersbach Kiel Dankersen Grambke Milbertshofen Húttenberg Göppingen Jahn Gensungen Bayer Leverkusen Rintheim Rheinhausen 61—60 64—79 61—60 76—77 66—70 68-81 71—77 3 59—66 1 4 60—86 0 Axel Axelsson Ólafur H. Jónsson. I 1 1 1 1 I 0 2 0 I 0 0

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.