Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978. Demantar Spennandi og bráðskemmtileg ísraelsk- bandarísk litmynd með Robert Shaw, Richard Roundtree og Barbara Seagull. Leikstjóri Menahem Golan. lslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,5,7,9og 11. salur Kvikmynd Reynis Oddssonar Morðsaga Aðalhlutverk: Þóra Sigurþórsdóttir. Steindór Hjörleifsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Bönnuðinnan 16ára Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05. Ath. að myndin verður ekki endursýnd aftur i bráð og að hún verður ekki sýnd í sjónvarpinu næstu árin. -salur Átök í Harlem Harlem. Sl ...gFRED WILLIAMSON U ® ALarcoProduclion COLOR by movielab ©f An American International Release (Svarti guöfaðirinn 2) Afar spenna/idi og viðburðarík litmynd, beint framhald af myndinni „Svarti guð faðirinn. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. salur D- Lucky Luciano Lucky Luciano Spennandi og vel gerð ný itölsk litmynd með Gian Volonte og Rod Steiger. Leik- stjóri Francesco Rosi. Bönnuðinnan 14ára. Islenzkur texti. Sýnd kl. 3.15,5.15,7.15,9.15 og 11.15. I! GAMLA BIO í Slml n4ZB. Valsakóngurinn Skemmtileg og hrífandi ný kvikmynd um Jóhann Strauss yrigri. Horst Bucholz Mary Costa Íslenzkur textl Sýnd kl. 5,7 og 9. I HAFNARBIO Shatter Hörkuspennandi og viðburðahröð, ný bandarísk litmynd, tekin í Hong Kong. STUART WHITMAN, PETER CUSHING. Leikstjóri: MICHAELCARRERAS. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16ára. Sýndkl. 5,7,9 og 11. Kvikifiyndir AUSTURBÆJARBÍÓ: Sekur eða saklaus? (Verdict) Aðalhlutverk: Sophia Loren, Jean Gabin. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. GAMLA BÍÓ: Sjá auglýsingu. IIAFNARBÍÓ:Sjáauglýsingu. HÁSKÓLABÍÓ: Saturday Night Fever. Aðalhlut- verk: John Travolta. Sýnd kl. 5 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Dóttir hliðvarðarins kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NÝJA BÍÓ: Þokkaleg þrenning (Le Trio Infernal) Aðalhlutverk: Michel Piccoli, Romy Schneider. Leikstjóri: Francis Girod. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stranglega bönnuð börnuminnan lóára. REGNBOGINN:Sjá auglýsingu. ;STJÖRNUBÍÓ:Close Encountersof theThird Kind, kl- 5,7.30og 10. TÓNABÍÖ: Enginn er fullkominn (Some like it hot). Aðalhlutverk: Tony Curtis, Jack Lemmon og Marlyn Monroe. Leikstjóri Billy Wilder. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Bönnuðinnan 12ára. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hrópað á kölska (Shout at the Devil), leikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutver'k- Roger Moore, lan Hilm og Lee Marvin, kl. 9. 'í- ' ? \ ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ ( Útvarp Sjónvarp » [ Fátt um fína drætti: Allir eiga aö fá sitt — vetrardagskrá útvarpsins með hefðbundnu sniði j Vetrardagskrá útvarpsins byrjar nú 21. október. Að sjálfsögðu breytist þá dagskrá útvarpsins og eru margir þættir sem hverfa af sjónarsviðinu, en nýir þættir koma i staðinn. Deila má síðan um hvort þeir séu betri eða verri en þeir sem áður hafa verið. í sumar hefur verið mikið af þáttum með blönduðu efni. Þessir þættir detta nú úr dagskránni og kemur annað í staðinn. Margir þættir halda sér þóog verða áfram. Aðrir verða áfram en breyta um dag. Tónlist verður meiri i útvarpi í vetur en verið hefur og verður það tónlist af öllu tagi. Breytileg dagskrá... Ef við byrjum á að taka sunnudaga og athuga breytingar þar, er kannski fyrst að nefna hádegiserindi sem kem- ur inn í dagskrána kl. 13.20. Það er Jónas Gíslason dósent sem mun sjá um þáttinn og fjallar hann um siða- skipti á Islandi. Léttir blandaðir þættir sem hafa verið á þessum tíma í sumar hverfa alveg. Á tímanum frá kl. 15—16 verður breytileg dagskrá. Er þá átt við þátt með blönduðu efni. Ekki verða þætt- irnir samt eins alla sunnudaga. Einn sunnudag verður þátturinn tileink- aður einhverjum sem fær að vera dag- skrárstjóri í klukkustund. Annan sunnudag verður þátturinn með efni úr Reykjavík og síðan koll af kolli. Ekki hefur enn verið ákveðið hverjir muni stjórna þáttum þessum. Kl. 16.00 verður síðan þáttur er nefnist Á bókamarkaði. Þátturinn er tileinkaður jólabókunum og verður lesið úr nýjum bókum. Þáttur þessi verður fram að jólum. Kl. 19.35 verður síðan Bein lína, þáttur sem naut mikilla vinsælda hér fyrir um einu ári. Það eru fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sem sjá um þann þátt. í þættinum er ætlunin að stjórnmálamenn svari spurningum frá hlus(endum. Ekki er enn ákveðið hvort þáttur þessi verði á hverjum sunnudegl Blönduð tónlist verður síðan allan daginn á milli dag- skrárliða. Ekki fáum við danslög aftur á sunnudagskvöldum, að minnsta kosti ekki strax. Nýr þáttur með blönduðu efni Nýr þáttur mun síðan hefja göngu sína kl. 7.25 alla fimm virka morgna. Sá þáttur er í umsjá Páls Heiðars Jóns- sonar og Sigmars B. Haukssonar. Þættir þessir verða með blönduðu efni úr daglega lifinu. Verður þá vitnað í blöðin og slegið á þráðinn til fólks úti 1 bæ. Þáttur þessi likist þætti sem er I BBC og nefnist Today. Kl. 17.00 á mánudögum verður síðan barnaleik- rit. Fyrsta leikritið sem flutt verður er eftir Andrés Indriðason. Lög unga fólksins halda áfram á mánudágskvöldum kl. 20.00, en nú lengist þátturinn ofurlítið eða til kl. 21.10. Þá mun hefjast þátturinn Á níunda tímanum sem færist af mið- vikudagskvöldum. Þátturinn mun breyta um nafn og heita framvegis Á tíunda tímanum. Kl. 22.45 verður siðan myndlistarþáttur og hefur ekki verið ákveðið hverjir verða stjórn- endur þess þáttar. Klassísk tónlist verður siðan fyrir síðustu fréttir kvöldsins. Á þriðjudögum breytist dagskráin ekki ýkja mikið en þó þannig að þátt- urinn Á frívaktinni verður nú eftir há- degið i stað þess að vera á fimmtudög- um. Útvarpssagan verður áfram á dag- skrá á þriðjudögum og einnig þáttur- inn Á hljóðbergi. Erindi verða áfram kl. 19.35 og Kvöldvakan kemur inn í dagskrána. Kvöldvakan er þáttur með' þjóðlegu efni, ekki ósvipaður þáftur og Sumarvakan sem var í sumar. Skólamál og þáttur um f lug Á miðvikudögum verður endurtek- inn þáttur um íslenzkt mál sem annars verður á laugardögum. Kl. 20.00 hefst nýr þáttur um skólalíf unglinga í fram- haldsskólum. Þetta verður hálftíma langur þáttur og gerður fyrir ungt fólk. Stjórnendur hafa ekki verið ákveðnir enn. Þættirnir Svört tónlist og Jazz sem eru á miðvikudagskvöld- um halda áfram. Þáttur um flugmál verður einnig á dagskrá útvarpsins á miðvikudögum, en þó hálfsmánaðar- lega. Stjórnendur þess þáttar eru Pétur Einarsson og Oddrún Kristjánsdóttir, en þau starfa bæði hjá flugmálastjóra. Á móti þættinum um flugið verður síðan þáttur frá Norðurlandskjördæmi eystra. Verður það aðsent efni frá því svæði um markverða hluti. Þáttur um tónlistarmál verður einnig á miðviku- dögum kl. 22.45. Hermann Gunnars- son mun halda áfram með íþróttaþátt- inn sinn á miðvikudagskvöldum. Nýr skemmti- þáttur Á fimmtudögum breytist lítið. Leik- ritin halda áfram og einu sinni í mánuði verður nýr þáttur sem kalla má skemmtiþátt. Sá þáttur verður í um- sjón Jónasar Jónassonar. Jónas mun fá til sín fólk í útvarpssal og hafa í frammi ýmis gamanmál ásamt ungu fólki. Þátturinn verður klukkustundar langur. Viðsjá verður nú einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 22.45. Föstudagar verða einnig með svip- uðu sniði en Kvöldvaktin mun þó falla af dagskránni. Kl. 19.35 verða viðtals- þættir. Hljómleikar með Sinfóniu- hljómsveit Íslands verða á föstudögum og nýr söguþáttur kemur inn í dag- skrána. Söguþátturinn verður í umsjá Brodda Broddasonar og Gísla Gunn- laugssonar. Gerningar, þáttur í umsjá Hannesar Gissurarsonar, mun einnig verða á föstudagskvöldum. Kvöldsagan verður síðan kl. 22.05 og verður hún lesin föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Kl. 22.45 verður síðan bók- menntaþáttur 1 umsjá Önnu Ólafs- dóttur.' Bókmenntaþátturinn verður annan hvern föstudag en á móti Önnu verður Hulda Valtýsdóttir með þátt sem enn hefur ekki verið ákveðið hvernig verður. Blandaður þáttur með fjórum stjórnendum Laugardagurinn á að byrja með tón- listarþætti sem Guðmundur Jónsson píanóleikari sér um og hefst sá þáttur kl. 7.25. KI. 13.30 verður rúmlega tveggja stunda langur þáttur með blönduðu efni. Stjórnendur þáttarins verða fjórir. Það eru þau Ólafur Geirs- son sem hefur verið með Brotabrot á laugardögum, Jón Björgvinsson, sem starfar hjá kvikmyndadeild sjónvarps- ins, Þórunn Gestsdóttir, sem verið hefur með þáttinn Krydd á sunnudög- um, og Ögmundur Jónasson frétta- maður. Kl. 15.40 verður síðan þátturinn íslenzkt mál. Orðabókarmenn Háskól- ans sjá um þann þátt og verður hann tuttugu mínútna langur. Vinsældalist- inn heldur áfram I umsjá Vignis Sveinssonar. Annan hvern laugardag verður síðan þáttur um trúarbrögð kl. 17.00. Það eru tveir guðfræðinemar sem sjá munu um þann þátt. Kl. 19.35 verður á dagskrá léttur þáttur, Efst á spaugi, sem verið hefur undanfarna laugardaga og mun að öllum líkindum halda eitthvað áfram. Þá höfum við tekið fyrir það helzta nýlegt sem kemur fyrir i vetrardagskrá útvarpsins og er vonandi að allir fái nú eitthvað við sitt hæfi. Þess má geta hér að þátturinn Danslög á laugardögum lengist til kl. 1.00 eftir miðnætti. Dag- skrárlok verða alla aðra daga kl. 23.50. Og þá er bara að biða eftir fyrsta vetrardegi, því frá og með þeim degi breytist dagskráin samkvæmt því ,sem hér hefur verið lýst. - ELA (í j) Föstudagur 13. október 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.45 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegissagan: „Föðurást” eftir Selmu Lagerlöf. Bjöm Bjamason frá Viðfirði þýddi. Hulda Runólfsdóttir lessögulok (17). 15.30 Miðdegistónleikar: Melos kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 1 i c moll op. 51 eftir Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). Popp. Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Hvað er að tarna? Guðrún Guðlaugsdótt- ir stjórnar þætti fyrir börn um náttúruna og umhverfið: Hafís. 17.40 Barnalög. 17.50 Tóbaksnotkun. Endurtekinn þáttur Tómasar Einarssonar frá siðasta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Skátastarf á Akureyri. Böðvar Guðmundsson talar við Gunnar Helgason félagsforingja. 20.00 Fyrstu aðaltónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands á nýju starfslári, hljóðritaðir í Há- skólabíói kvöldið áður: — fyrri hluti. Stjórn- andi: Rafael Frúhbeck de Burgos frá Spáni. Einleikari á pianó: Stephen Bisho Kovacevitsj frá Bretlandi. Pianðkonsert nr. 5 i Es-dúr „Keisarakonsertinn" op. 73 eftir Ludwig van» Beethoven. 20.45 „Tíminn og vatnið”. Þáttur um Stein Steinar skáld, áður útvarpað haustið 1975. Gylfi Gröndal tekur saman þáttinn og ræðir við Ásthildi Bjömsdóttur, Jón Óskar og Matthías Johannessen. 21.15 Etýður eftir FernandoSor. Marciso Yepes leikurá gitar. 21.40 Úr nyrztu byggðum Strandasýslu. Gísli Kristjánsson fyrrum ritstjóri hefur tal af Bergi Hjartarsyni verkstjóra og Gunnsteini Gisla- syni kaupfélagsstjóra (Viðtölin voru hljóðrituð fyrir rúmuári). 22.00 Kvöldsagan: „Sagan af Cassius Kennedy” eftir Edgar Wallace. Valdimar Lárusson les (2). 22.30 Veðurfregnir.Fréttir. zi.50 Kvöldvaktin. Umsjón: Ásta R. Jóhannesdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ^ Sjónvarp Föstudagur 13. október 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Geirfuglasker við Nýíundnaland. Kana- dísk mynd um gamla geirfuglabyggð. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaðurómar Ragnarsson. 22.00 Skipbrotsmennirnir. Bandarisk sjónvarps- kvikmynd. Aðalhlutverk Martin Sheen, Diane Baker og Jom Bosley. Skemmtiferðaskip ferst i fárviðri. Sautján manns, farþegar og skip- verjar, komast i björgunarbát, sem aðeins er ætlaður átta, og margir hanga utan á honum. Myndin er ekki við hæfi bama. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.