Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13.0KTÓBER 1978. 9 TEKST KORTSNOJ AÐ JAFNA METIN? 31. skákin i heimsmeistaraeinvíginu var tefld í gær og fór í bið eftir 47 leiki. Almennt voru „sérfræðingamir” á Fil- ippseyjum þeirrar skoðunar að staða Kortsnojs væri allt að því unnin og Kortsnoj sjálfur var mjög sigurviss eftir skákina. Sagði hann að þegar að henni lyki, myndi staðan í einvíginu verða 5-5! Enski stórmeistarinn Keene var ekki alveg eins stórmæltur, en sagði þó að Kortsnoj hefði góða sigurmöguleika og í sama streng tók dr. Max Euwe, forseti FIDE. 1 herbúðum Sovétmanna var hins vegar annað hljóð í strokknum. Fyrrum heimsmeistari, Mikhael Tal, sagði einungis að staðan væri flókin. Ef- laust binda Sovétmenn vonir sínar við það, að í biðstöðurannsóknunum takist honum að töfra fram eina af sínum frægu leikfléttum. Kortsnoj hóf 31. einvigisskákina á c- peðinu, sem engum ætti að koma á óvart. Skákin snerist yfir i drottningar- bragð og Kortsnoj beitti uppskiptaaf- brigðinu í fyrsta sinn i einvíginu. Kapp- amir fylgdu lengi vel troðnum slóðum og hafði Kortsnoj rýmri stöðu lengst af. Uppskipti urðu á drottningum og eftir það er skákinni best lýst með einu orði — Kortsnoj. Endataflið tefldi áskorand- inn af sinni alkunnu snilli og braut allt mótspil heimsmeistarans á bak aftur, strax i fæðingu. Það var síðan ekki fyrr en í 41. leik, sem hann lét til skarar skriða, en þó opnaði hann taflið sér í hag. Eins og áður sagði er biðstaða hans síðan mjög vænleg og takist honum að sigra verður staðan i einviginu 5-5. Segja má að þá yrði spennan i algleymingi, þvi sá telst sigurvegari sem fyrr hlýtur 6 vinninga. 31. einvígisskákin Hvítt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Drottningarbragð I.c4e6 2. Rc3d5 Karpov breytir nú um leikjaröð og hindrar þannig að Kortsnoj geti notað afbrigðið sem hann beitti í 29. skákinni (1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 o.s.frv.). Þess í . stað kemur nú upp hefðbundið drottn- ingarbragð, sem margsinnis hefur sést áður í einvíginu. 3. d4 Rf6 4. cxd5! Kortsnoj er ávallt fyrri til að breyta út af. 1 síðustu drottningarbrögðum þeirra kappanna hefur hann leikið 4. Rf3 Be7 5. Bf4, reyndar með þokkalegum ár- angri. Nú finnst honum hins vegar kom- inn timi til að reyna eitthvað annað og færa Karpov ný vandamál við að glíma. 4. — exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 0-0 7. Bd3 Rbd7 8. Rf3 Einnig er mögulegt 8. Rge2, en þann leik gerðu fyrrverandi heimsmeistarar Botvinnik og Petrosjan vinsælan á sín- um tima. 8. —He8 9. Dc2 c6 10.0-0 í 4. skákinni í áskorendaeinviginu milli Portisch og Larsen 1977 lék Portisch 10. h3 og sigraði örugglega — aðallega þó vegna þess að Larsen átti af- mæli þann daginn og fórnaði mönnum á báðar hendur. 10. — Rf8 ll.Bxf6 Í áðurnefndu einvígi Portisch og Larsen lék Portisch hér 11. Hael tví- vegis, en komst ekkert áleiðis. „Teórían” mælir með 11. Habl, ásamt b2-b4 o.s.frv. en leikur Kortsnojs virðist sist verri. 11. — Bxf6 12. b4 Bg4 13. Rd2 Hc8 14. Bf5 Bxf5 15. Dxf5 Allt hefur þetta sést áður og í skákinni Reshevsky — Mjagmarsuren, milli- 44904-44904-44904 Höfum úrval eigna á söluskrá, eignir í Opið alla tilkl. 19. 44904 I £ (O vantar Reykjavík. i vir ka daga g örkin sf. | Fasteignasáía. Hamraborg 7. * Sími 44904. S Lögmaður Sigurflur Helgason hri. J Þ06ÞÞ- Þ06ÞÞ-Þ06ÞÞ-Þ06 * LYKUR 31. OKTÓDER eða vanur maður óskaststrax KRAFTUR H/F Vagnhöfða 3. Sími 85235. Firmakeppni í knattspyrnu innanhúss hefst sunnudaginn 29. okt. í hinu nýja iþrótta- húsi Gerplu við Skemmuveg í Kópavogi. Þátt- taka tilkynnist Gunnari i síma 23401 milli kl. 13 og 17 og Smára í síma 43037 á kvöldin og um helgar, fyrir 23. okt. nk. j |( svæðamótinu í Souuse 1967, varð fram- haldið nú: 15. — g6 16. Dd3 Dd6 17. Hfbl Bg7 18. a4 og hvitur hefur betra tafl. Eftir skákina bentu „sérfræðingar" á 15. — Dd7, sem örugga leið til tafljöfn- unar. Þann leik velur Karpov einmitt i þessari skák, en taflið virðist þó ekki vera eins jafnt og „sérfræðingarnir” vilja vera láta. 15. — Dd7 16. Dxd7! Áskorandinn hefur enn einu sinni í hyggju að sýna skákheiminum fram á endataflshæfni sina! 16. - Rxd7 17. a4 Be7 18. Hfbl Rf6 19. a5! Vegna hótunarinnar 20. a5-a6, er svar svarts þvingað. Við það myndast hins vegar veikleikar á svörtu reitunum á drottningarvæng. 19. — a6 20. Ra4 Bf8 21. Rc5 He7 Svartur getur auðvitað ekki leyft sér að drepa þennan riddara, því þá opnast b-línan og hvitur fær óþyrmilegan þrýst- ing á svarta b-peðið. 22. KH! Kortsnoj veit hvað hann er að gera! Þessi maður stefnir á d3, þar sem hann verður sem kóngur í ríki sínu. 22. — Re8 23. Ke2 Rd6 24. Kd3 Hce8 25. Hel g6 26. He2 f6 27. Hael Bh6 28. Rdb3 Bf8 m Þar með er þessi framrás orðin að veruleika og það undir hagstæðum kringumstæðum. Taflið opnast nú hvitum i hag og hann fær enn meira at- hafnafrelsi fyrir menn sína en hann hafði áður. 41. — dxe4 42. Rdxe4 Rb5 43. Rc3 Þar með losnar hvítur við riddarann á b5, sem þrýstir óþægilega á d-peðið. 43. — Hxe2 44. Hxe2 Bxc5 Svartur gat sig hvergi hrært fyrir ridd- aranum. Nú er hrókurinn þóa.m.k. laus úr prísundinni á b8. 45. bxc5 Hd8 Eftir 45. — He8 46. Rxb5 axb5 (46. — Hxe2 47. Rd6 + ) 47. d5! cxd5 48. Hxe8 Kxe8 49. c6 Kd8 50. cxb7 Kc7 51. a6 vinnur hvítur. T.d. 51. — b4 (51. — f5 52. Kc3! og vinnur) 52. h4! g5 (Ef 52. - h5, þá 53. f5! og ef 52. - Kb8, þá 53. g5! fxg5 54. h5! gxh5 55. f5 og vinnur) 53. hxg5 hxg5 54. fxg5 fxg5 55. Kd4 Kb8 56. Kc5! b3 57. Kb6 b2 58. a7 og svarturermát. 46. Rxb5axb547.f5! Svartur getur litið annað en beðið þess sem verða vill. Hvítur hefur aftur á móti t.d. frábæra möguleika á gegnum- broti með e3-e4 o.s.frv. og hefur því öll ráð i hendi sér. Ekkert liggur þó á og í næstu leikjum fer hvítur sér að engu óðslega, heldur bætir stöðu sína hægt og sígandi. 29. Rd2 Bh6 30. h3 Kf7 31. g4 Bf8 32. f3 Hd8 33. Rdb3 Rb5 34. Hfl Bh6 35. f4 Bf8 36. Rd2 Rd6 37. Hfel h6 38. Hfl Hb8 39. Hal Hbe8 40. Hael Hb8 Þar með er 40 leikja markinu náð og Kortsnoj hefur skyndilega nógan um- hugsunartíma. Snilldin lætur því ekki á sérstanda! 41. e4! Hér fór skákin í bið og lék Karpov (svartur) biðleik. Hann á greinilega í miklum erfiðleikum, því hvítur hótar einfaldlega 48. Ha2, ásamt 49. a6 o.s.frv. og ef 48. — Ha8, þá 49. d5! cxd5 50. Kd4. Biöskákin verður tefld áfram í dag og kemur þá væntanlega i Ijós, hvorir mega sin betur — Kortsnoj, Euwe og Keene, eða leikfléttusnillingur- inn Mikhael Tal. JÓN L ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK ÓKE^PIS heilræði öllum sem œtla að selja bílinn sinn 1. 2. 3. 4. 5. Hafðu hann í fyrirmyndarstandi og leyndu ekki göllum sem á honum kunna að vera. Þrífðu hann utan sem innan og bónaðu hann og láttu lag- færa þessa smámuni sem þú hefur vanrækt en eiga ekki að vera á góðum bil. Spurðu marga um hugsanlegt söluverð bílsins, fáðu sitt lítið frá hverjum og settu á hann það sem þú telur vera sanngjarnt Vertu reiðubúinn að lána hluta verðsins ef kaupandjnn er kunnur að skilvísi. Farðu með hann til einhvers bílasala sem getur haft bílinn inni, sem tryggir hann og lítur eftir honum, þér að kostnaðarlausu. í Sýningahöllinni. Símar 81199 - 81410.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.