Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13.0KTÓBER 1978. 3 Verðlagsnefnd og síðdegisblöðin: VERÐLAGSRIDDARAR í VINDMYLLUSTRÍÐI Jón Bjarklind skrifar: Á stríðsárunum starfaði ég hjá Viðskiptaráði, sem var valdamikil stofnun á þeim tíma, stjórnaði innflutningi til landsins og fór með yfirstjórn verðlagseftirlits. Þá voru verðlagsákvæði réttlætanleg og raunar nauðsynleg því að vöruinn- flutningur var takmarkaður og enginn grundvöliur fyrir frjálsri verðmyndun. En baráttan gegn dýrtiðinni gat þá tekið á sig skringilega mynd engu síður ,en nú. Mér er það minnisstætt er ég kom eitt sinn inn á fund um verðlags- mál þar sem aðal viðfangsefnið var það hvort leyfa skyldi að hækka verð á gosdrykkjum um 5 aura á flösku. Þarna sátu margir ágætir menn, sumir jafnvel með doktorsgráðu i hagspeki, og ræddu um þessa 5 aura hækkun og héldu að þeir væru að berjast gegn dýrtíð. Og enn i dag eru hraustir menn að berjast við dýrtíð. Nú virðist veiga- mesta málið vera það, hvort tvö vinsæl síðdegisblöð skuli fá að kosta 2.200 kr. eða 2.400 kr. á mánuði eða hækka um heilar 10 krónur í lausasölu. Um þetta stendur nú styr. Skyldi þjóðin ekki bíða með öndina í hálsinum eftir úrslitunum? Hljóta ekki ómerkileg smámál eins og milljarða skattsvik að gleymast í slíkum hildarleik? Don Quixote barðist við vindmyllur á sínum tíma. Hann hafði þá afsökun að vera ofurlítið „klikkaður” eins og sagt er á nútíma íslenzku. Slíka verðlagsriddarar okkar ekki í dag — afsökun hafa hinir baráttuglöðu eða hvað? Hringið ísíma Raddir lesenda 27022 milli kl. 13 og 15 Má Póstur og sími hirða frí- merkin? JÓN STEFANSSON- HRAUNTEÍGUR VIÐ HEKt.U ÁVALLT í FARARBRODDI TEIKNIPENNA E" I E o' I 9 gerðir ISLAND 1000 út frímerki að verðgildi 1000 kr. Ekki er nema gott eitt um það að segja og ætti þetta að verða sparnaður er þeir líma frímerkin á fylgibréf til okkar landsbyggðarmanna þegar þeir senda okkur brennivínið. En ég vildi gjarnan vita hvort laga- stoð sé fyrir því að Pósti og sima sé heimilt að hirða frímerkin af kröfu- bréfum sem við fáum? Sé svo, þá ætti samgönguráðherra að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir slikt, þannig að við fáum þessi frímerki sjálf. Póstur og, sími fær víst nóg samt. Flugan torkennilégaxfg Qotkrónan. DB-mynd Ragnar Th. Viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennarar og námsfólk. isograph® Allar nánari upplysmgar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 Torkennileg fluga Pétur Óskarsson Neskaupstað skrif- an Þess var getið í fréttum nýlega, að Póst- og simamálastjórnin hygðist gefa Starfsmenn Héðins litu hér inn á DB og höfðu í fórum sinum flugu stóra og og torkennilega. Enn var líftóra í flugu þessari, en mjög af henni dregið. Fluguna fundu starfs- mennirnir á gólfi vinnustaðar síns og töldu líklegt að hún hefði borizt hingað með erlendri sendingu. Dagblaðsmenn báru ekki kennsl á fluguna, enda fengið gagnrýni fyrir fákunnáttu i dýrafræði. Flugan var Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. Tvöföld þétting í hettunni tryggir, að eigin- leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. svört að lit og mun stærri en venju- legar fiskiflugur sem við þekkjum. Aftur úr flugunni gengur sproti og fálmarar fram úr hausnum. Það væri vel þegið ef einhver fróður maður um flugur léti okkur vita um hvaða grip er hér að ræða og hvar slík- ar flugur eru hagvanar. Stærð flug- unnar má ráða af „flotkrónunni” við hlið hennar. JÓNAS HARALDSSON Spurning dagsins Ætlar þú að fá þér nýja kuldaúlpu fyrir veturinn? Árni Ársælsson læknir: Nei, ég á eina góða. Hún hefur dugað mér í ellefu ár. Hún hefur reynzt mér ágætlega. Sigriður Gunnlaugsdóttir nemi: Nei, þessi sem ég er i er ágæt. Hún hefur dugað mér í fjögur til fimm ár. Ölafsdóttir húsmóðir: Nei.það ætla ég ekki að fá mér. Ég keypti mér íslenzka gæruskinnskápu fyrir þremur árum og ég kann reglulega vel við hana. Hafdís Ösk Vlðisdóttir, 11 ára: Nei. Mamma gaf mér úlpu i vetur. Hún er ofsalega hlý og góð. Ingibjörg Sigurðardóttir húsmóðir: Nýja kuldaúlpu ætla ég ekki að fá mér. Ég á nóg til þess að fara i i vetur. Unnar Andrésson sölumaður. Ég á nú eina. Ætli ég láti hana ekki duga. Hún hefur dugað mér i ein sex ár og þykir gott.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.