Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 28
 fijálsl, úháð dagblað Ómerktir bflaleigubflar notaðir sem lögreglu- bflar í Haf narfirði Sýslumannsembættiö i Hafnarfirði hefur sent bileiganda í Reykjavík kærubréf vegna umferðarlagabrots. í kærubréfinu er bileigandinn talinn brotlegur að tvennu leyti. Annars vegar er honum gefið að sök að hafa tiltekinn dag ekið bíl sínum framúr lögreglubifreiðinni G-443 sunnan við Hraunholtshæð. Ennfremur er hann talinn hafa brotið lög með því að aka á allt að 90 knt hraða að gatnamótum Reykjanesbrautar, þar sem heimill ökuhraði sé 45 km/klst. Hinn kærði sýndi DB kærubréfið og skýrði málavexti nánar. í bréfinu er bileigandanum gefinn kostur á því að Ijúka málinu með greiðslu sektar að upphæð 15 þúsund krónur. Þann möguleika hyggst bíleigandinn ekki notfæra sér, en hefur svarað kærunni bréflega. Sektarupphæðina telur bíleigandinn ekki vera í nokkru samræmi við yfir- lýstar reglur um brot á ökuhraða. í öðru lagi telur hann sig ekki hafa ekið á meiri hraða en 45 km/klst. „Lögreglubifreiðin” G-443 er skráð eign bílaleigunnar Greiði í Hafnar- firði. Sú bílaleiga er, að sögn hins kærða bileiganda, í eigu lögregluþjóns í Hafnarfirði og hafi hann lýst því yfir að lögreglan í Hafnarfirði taki oft á leigu bíla hjá bílaleigunni. Kærði bileigandinn kveður „logreglubíllinn” frá bílaleigunni á engan hátt hafa verið auðkenndan og óeinkennisklæddir lögreglumenn voru i bifreiðinni. Slík bifreið má samkvæmt íslenzkum lögum ekki brjóta almenn umferðarlög. Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar verða að bera Ijós eða sírenur þá er þeir aka hraðar en lög mæla fyrir um, og það telur kærði bíleigandinn að gert hafi verið, hafi hann verið eltur uppi á 90 km hraða, eins og kæran hermir, en hann mótmælir. DB bar Jjetta mál undir Svein Björnsson rannsóknarlögreglumann í Hafnarfirði. Hann kvað það algenga aðferð lögreglumanna að nota bíla- — Samkvæmt kæru- bréfi sýslumanns er það lögbrotað aka fram úr slík- um „lögreglu- bflum” leigubíla og óeinkennisklædda( lögreglumenn til ákveðinna starfa, t.d. i leit að leynivinsölum. En það væri alls ekki verkefni slíkra bila að elta uppi ökumenn sem færu of hratt. Slikt samræmdist ekki lögunum. Loks er þess að geta að til er hæsta- réttardómur sem sakfelldi ríkisstarfs- mann fyrir of hraðan akstur án þess að sírena eða Ijósmerki væru notuð. ASt. Ekkert látá árekstr- unum — tuttugu síðasta sólarhring Ekkcrt lát er á árekstrunum i umferð- inni. Að sögn Guðmundar Hermanns- sonar yfirlögregluþjóns urðu tuttugu árekstrar i umferðinni í Reykjavík siðasta sólarhringinn. í tveimur tilfellum var um slys að ræða. Kl. 13.50 i gær varð árekstur bils og mótorhjóls á Grensásvegi. Ökumaður mótorhjólsins var fluttur á slysadeild. Kl. 19.26 varð árekstur á móturn Háaleitisbrautar og Árntúla. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Að sögn Guðmundar hefur verið óvenjumikið um árekstra síðustu daga en erfitt væri að segja til um ástæðurnar. Þær virtust eins margar ogárekstrarrrir. -GAJ Enn eitt fórnarlamb umferðarslysanna| flutt af slysstað. DB-mynd Sv. Þorm. P „Eldurinn” í Brunamálastofnun logar glatt: Brunamálastjóri gekk ur embætti sínu fyrir viku — en stjórn stof nunarinnar hefur ekkert frá honum heyrt og skrifstofa embættisins verið lokuð Deilurnar sem um eins árs skeið hafa „logað” innan Brunamálastofn- unar Islands hafa nú fengið þær lyktir að Bárður Danielsson brunamálastjóri rnun vera hættur störfum sem slíkur. „Þú getur sagt að ég sé hættur og von sé á yfirlýsingu frá mér sem ég mun senda blöðunum." sagði Bárður er DB hringdi i hann i gær. Þá höfðu skrifstofur Brunamálastofnunar verið lokaðar í viku en i gærmorgun mætti Guðmundur Haraldsson til starfa, en hann var annar tveggja starfsmanna stofnunarinnar. Brunamálastjóri sagði þeim báðum upp, en ráðuneyti ógilti þá ákvörðun hans. Það var vilji Bárðar að ráða tækni- lærða menn til stofnunarinnar og segja þeim er fyrir voru upp. Stjórn stofnunarinnar heimilaði ráðningu ejns tæknilærðs starfsmanns sem þá færi með daglega stjórn starfsmann- anna undir yfirstjórn Bárðar bruna- málastjóra. Þetta mun brunamála- stjóri ekki hafa viljað fallast á. Ásgeir Ólafsson forstjóri, stjórnar- formaður brunamálastofnunar, stað- festi þetta í aðalatriðum. Einnig að starfsstúlka stofnunarinnar hefði látið af störfum 1. október. Hafði hún sagt upp með löglegum fyrirvara en um það var stjórn stofnunarinnar þó ekki kunnugt. Starfsmenn stofnunarinnar tveir sem Bárður sagði upp frá 1. október, en ráðuneytið úrskurðaði að væru ennþá i sinum störfum, standa því einir uppi á verðinum.Annar hóf sumarfrt' sitt 1. október og er sagður erlendis. Hinn opnaði skrifstofuna i gær að beiðni stjórnar stofnunarinnar. Þá var á hurðinni miði frá pósthúsinu; beiðni um að sækja póst til stofnunar- innar sem ekki hafði verið hægt að koma inn á skrifstofuna í vikutima. Ásgeir stjórnarformaður sagði að stjóm stofnunarinnar hefði ekkert heyrt um hvað Bárður Daníelsson hygðist fyrir. Af orðum hans er ljós sú staðreynd, að hann er hættur. - ASt. Skrifborð brunamálastjóra hefur beðið þannig að undanförnu, — Bárður tclur; að hann hafi látið af störfum. ^ DB-mynd Bj.Bj. * FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1978. Sovézkar her- flugvélar væntanlegar til Kef lavíkur Fimm sovézkar herflugvélar voru væntanlegar til Keflavíkurflugvallar nú rétt um hádegisbil. Vélarnar eru á leið frá Kiev til Havana og millilenda hér. Vélarnar áttu að fara frá Prestvík i Skot- landi kl. 8 í morgun. Vélar þessar .eru af gerðinni AN 20, tveggja hreyfla og fremur hægfleygar. Fyrst var beðið um lendingarleyfi fyrir vélarnar í Reykjavík, en því hefur nú verið breytt og lenda þær í Keflavík, að sögn vaktstjóra i flugstjórn. Ekki er vitað um erindi vélanna til Kúbu. JH. Fyrsta sfldin til Eskif jarðar Fyrsta síldin á þessu hausti barst til Eskifjarðar á þriðjudagskvöldið. Kom þá Seley til heimahafnar með 120 tunnur síldar. Var sildin söltuð hjá Friðþjófi h.f. fyrir Póllandsmarkað. Fitumagn síldarinnar reyndist 14— 18%. Seley var væntanleg aftur til Eski- fjarðar á fimmtudagskvöld með 60 tonn af sild. Skipstjóri á Seley er Ingvi Rafn. í vetur verður saltað á þremur stöðum á Eskifirði eins og i fyrra. Verða söltunarstöðvarnar Auðbjörg og Sæbjörg starfræktar ásamt stöð Frið- þjófs h.f. Regína BÚR deilan leystist — verkstjórinn aftur ísína vinnu Síðla dags í gær hófst vinna aftur í Saltfiskverkunarstöð BÚR. Eins og blaðið skýrði frá i gær hóf fólk ekki vinnu í gærmorgun þar sem grunur lék d að yfirverkstjóranum hefði verið vikið úr vinnu tafarlaust. Vildi fólkið ekki una því. Eins og tæpt var á í blaðinu i gær mun rót deilna verkstjórans og skrif- stofustjórans hafa verið fyrirkomulags- atriði i mötuneytinu á staðnum. Ekki er Ijóst hvort, eða hvaða bætur þar verða gerðar, en verkstjórinn er nú aftur kominn til vinnu. _____________________OS. 2200 tonn afloðnu til Eskif jarðar Þrjú loðnuskip komu til Eskifjarðar á miðvikudaginn. Voru það Grindvík ingur með 729 tonn, Kap VE með 621 tonn og Jón Kjartansson 859. Tveir fyrst nefndu bátarnir héldu þegar á miðin aftur en Jón Kjartansson heldur út aftur á fimmtudagskvöld eftir smá- vægilegar lagfæringar um borð. Rvgína

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.