Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978. rAðabrugg RÁÐUNEYTISINS — Nokkur orð í tilefni gerbréfsins Áhugamaður um brugg hringdi: „Hér er um lævíslegt ráðabrugg ráðuneytisins að ræða. Fjármunum ríkisins er fórnað í þágu þessa ráða- bruggs. Með því að hækka útsöluverð áfengis langt yfir kúrfu hagspekinga fjármálaráðuneytisins á að skapa sölu- JÓNAS HARALDSSON trcgðu. Síðan er hleypt af stað brugg- öld með því að gefa út þetta gervibréf um gersveppina. Þannig er sköpuð „hystería” hjá almenningi sem tekur að birgja sig upp af bruggefnum og situr uppi með ofgnótt af bruggi. Það verður svo til þess að áfengissalan dregst enn saman. Þannig er Alþingi beinlínis knúið til að reiða til rothöggs gegn bruggurum. Þarna er um að ræða hreint póli- tískt herbragð. Bréf fjármálaráðu- neytisins, þar sem það leggur til að frí- verzlun með gersveppi verði stöðvuð, er bara hrein látalæti. Hér er um and- styggilegt, „plott” gegn almenningi að ræða, skipulagðar aðgerðir fjármála- ráðuneytisins þar sem timabundinni sölu áfengis og þar með tekjum ríkisins er fórnað í þágu þessa pólitíska herbragðs. Það þarf enginn að gera sér í hugarlund að ráðuneytið setji frá sér þvílíkt fljótræðisbréf. Nei. Hér er verið að setja á svið ákveðna hluti. Ef ráðuneytið neitar þessu samsæri þá hlýtur það um leið að játa að bréfið hafi veiið hrein mistök. En hér var ekki um fljótræðisbréf að ræða heldur þaulhugsað ráðabrugg þar sem verið er að skapa „mótíf’ fyrir geipilegt högg. Gerbréf ráðuneytisins var einungis beita eða agn ætlað til að koma af stað múgsefjun. Þegar brugg- Væntanlega er það eitthvað annað en ráðabrugg sem vakir fyrir viðskiptavinum Ámunnar, sem þarna gera viðskipti sin. DB-mynd Hörður æði þetta lægi svo Ijóst fyrir þá væri hægt væri að pína í gegn reglulegt komið pottþétt „mótíf’ þannig að bannfrumvarp." Um pöddujarí og búrhvalstennur Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, eink- um áður en Hitler kom í alvöru til sögunnar, var mikið menningarsamband milli íslendinga og Þjóðverja. 1 Þýzkalandi voru margir isl. náms- menn á hverju ári og mikill fjöldi fræðimanna, sem sinntu af áhuga sameiginlegum menningar málum þjóðanna. Þá hafði um skeið verið gefið út i Þýskalandi tímaritið Mitteilungen der Island freunde og stóðu að því íslendingar og Íslands- vinir. í eitt eða tvö hefti ritaði séra Jón Sveins- son — Nonni — greinar um lausavísur. Tilfærði hann þar sem dæmi m.a. vísur eftir Þorstein Er- lingsson, sem líklega hafa ekki allar verið kunn- ar áður. Þaðan er þetta: Þegar Þorsteinn Erlingsson var 13 vetra sá hann einn dag um veturinn aö klakadröngull hraut ofan af þaki og í höfuðið á Einari i Orms- lóni í Fljótshlíð, en ekki varð það honum þó að meini. Kenningin pöddujarl er dregin af bæjar- nafni Einars: Ei var piltur lukkulaus að lamaðist ekki skalli, er klakapipa hraut i haus á herra pöddujalli. Þessa visu orti Þorsteinn einnig, áður en hann kom í skóla og sæi tök á menntunarframa fyrir sig: Mln er ekki gatan greið gegnum þungan aga, — sé ég fram á svarta leið sölarlausa daga. Vísu þá, er nú verður birt, orti Þorsteinn á miðjum aldrí. Hann sendi hana kunningja sinum í Höfn, er hann hafði verið hjá um jólin. Silfur, gull og sæla stór sendist þér af hæðum Vísur, spjall oggamanmál S Jón GunnarJónsson fyrir két og fyrir björ — og fyrir sand af gæðum. Meira er ekki úr grein séra Jóns Sveinssonar. ★ Hér þarf engar skýringar. Þorsteinn Erlings- son orti: Seinkar á fund það ferðalag, fagra sprundið bíður. Hugur á undan heilan dag og hraðara stundum riður. ★ Langamma Þorsteins Erlingssonar í föðurætt var Anna María systir séra Páls Jónssonar skálds, sem lengi var í Vestmannaeyjum. Hennar dóttir var Helga amma Þorsteins. Helga var hagmælt, en fátt hefur varðveist af kveð- skap hennar. Svo segir i Sunnanfara i okt. 1914. Ennfremur: Þó kunna menn enn þess-- visu eftir hana, sem er, eins og hún ber með ser, ort um ullarlitun. Þelkeraldið þarna var þrifið undir litinn, örbirgðin er allsstaðar ævinlega skitin. í sama hefti Sunnanfara er þetta: I eintak af Þyrnum, sem Þorsteinn Erlingsson gaf Rögn- valdi Ólafssyni, húsameistara 1905, ritaði hann: Hafðu þessa hneykslis mynd hjá þér efþúgetur, þegar ekki er sérstök synd, sem þér fellur betur. ★ Þorsteinn Erlingsson átti fimmtugsafmæli 27. sept. 1908. Honum bárust þá vísur og Ijóð m.a. frá Jóni Ólafssyni ritstjóra og skáldi. Þar voru þessar vísur. Eg er bjartsýnn eins og þú á eðli manna og þjöða. Þökk fyrir þina tröUatrú á taugastyrk þess göða. Enn við fuUnuð fimmtiu ár fjör ei þverr hjá drengi, glaðan svip og gránað hár gefi þér auðnan lengi. Bjarni frá Vogi kvað: íslenskt mál þér Ijöða Ijöð lagði á hörpustrengi. Norðurlenskra þjöða þjöð þig skal muna lengi. Þetta var birt í Isafold 7.okt. 1908. Á iðnsýningunni sumarið 1911 var meðal annárra merkismuna stóll úr búrhvalstönn, er Stefán Eiríksson myndskeri hafði smiðað og skorið út af mikilli list. Meðal þess sem rist var á stólinn var þessi vísa eftir Þorstein Erlingsson: Fægt hefur Stefán, fellt og rist, fremd er það og gaman, að islensk hönd og ást á list eiga stóUnn saman. tsafold 22. júU 1911 Páll Ólafsson var sjúkur og minntist Þor- steinn þess í bréfi til annars vinar síns, meðal annars svona: Þægi drottinn þina sál, það væri minni skaðinn, geymdi ég mér hann gamla Pál, en gæfi’honum þig I staðinn. Reykjavík 18. apríl 1905. Hér eru tvær gamlar visur: Gunnar latur, gjarn á spaug, gekk til matar feginn, eldhúsgatið inn um smaug, — ætU hann rati veginn. Hold er beinum horfið frá, hulinn likamskraftur, skrokknum lifir ekkert á utan tómur kjaftur. Hér eru loks fjórar visur úr öðrum áttum, ófeðraðar stökur: 1. Hrjáður flækir heimurinn, hjúkrar i tæpum mæU, en aUtaf sækir óvitinn i það gtæpabæU. 2. Þrenningin á Þverlæk er þæg um næturtima, ornar hvert á öðru sér. — Úti er fyrsta ríma. 3. Þegar dauður orðinn er, aUt eins litur og rjómi, á að lesa yfir mér orð úr Stóradómi. 4. Grima náir blökk á brá, boða dáið svefna. Hríngagná vill hjá mér fá hlutsem máei nefna. J.GJ. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.