Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 24
Týndi jeppinn fundinn
— seldur fyrír milljón
— DB-lesandi benti lögreglunni á bflinn
Jeppinn, sem stolið var af plani bíla-
sölu hér í borg 1. október, er fundinn.
Sex tímum eftir útkomu Dagblaðsins
sem sagði frá vandræðum eigandans
vegna stuldar jeppans hringdi lesandi
DB og kvað jeppann vera á Tungu-
vegi. Lögreglan kom þegar á staðinn
og þar"var jeppinn. Afturnúmer var
rifið af og gerðar ráðstafanir til að
ræsa mætti vél án lykils. Annað var
ekki að. Ekki er vitað hvort bíllinn
stóð þarna frá 1.—11. október en
snemma auglýsti lögreglan eftir biln-
um í útvarpi.
Eins og nærri má geta varð eigandi
jeppans, 23 ára gamall maður sem er
að hefja búskap á Vesturlandi, glaður
við tíðindin. Hann ætlaði að nota sölu-
andvirði jeppans upp í útborgun
dráttarvélar. Það tókst honum líka
vel. Vinur hans, Ómar Dagbjartsson
sem býr i Garðabænum, bað DB að
V .................. iia i ........
birta fregn um jeppann sem var búinn
að vera týndur í 11 daga. Sem fyrr
segir tók það 6 klukkustundir að fá
þær upplýsingar sem dugðu til að
finna jeppann.
Ómar náði I jeppann og hélt áfram
að auglýsa hann til sölu því bóndinn
þurfti dráttarvélina.
1 gær var „týndi” jeppinn seldur
fyrir milljón á borðið. Dráttarvélar-
kaup bóndans eru tryggð og allt hefur
endað vel sem í ævintýri.
Guðmundur Hermannsson, yfir-
maður rannsóknardeildar lögreglunn-
ar í Reykjavik, sagði að jeppinn hefði
fundizt samkvæmt tilvísun. Hefði
hann verið á bílastæði við Tunguveg
og staðið næst hitaveitustokk og ekk-
ert athugavert verið við hann.
- ASt.
Ómar Dagbjartsson, til hægri, heldur i afsalið fyrir jeppanum sem stolið var og
týndur i 11 daga. Nýi eigandinn heldur feimnislega i homið á afsalinu en mun
væntanlega ekki taka jafnfeimnislegum hðndum á hinu ágæta ökutæki sem hann
nú er eigandi að.
DB-mynd Hörður.
Alþýðuflokkurinn með frumvarp í burðarliðnum:
_________ Z SEÐLABANKI
SKYLDAÐUR TIL RAUNVAXTASTEFNU
Hundahald hefur nú verið leyft á
Eskifirði — með ýmsum kvöðum þó.
Bæjarstjórnarfundur i síðustu viku
fjallaði að langmestu leyti um þessi
brennandi heitu mál hundanna og eig-
enda þeirra. Undanfarin ár hefur
hundahald verið bannað í bænum, án
þess þó að það hafi verið virt.
Hafa margjr haft hunda í bandi, sér
og sinum til skemmtunar, og síðastlið-
inn vetur fjölgaði hundaeigendum um
helming þannig að í bænum voru einir
12 hundar þrátt fyrir bannið. Fannst
þá mörgum mælirinn fullur því margir
eru andvigir hundahaldi i bæjarsam-
félagi.
Sendi bæjarstjóri 'harðort bréf til
hundaeigendanna um að hundarnir
yrðu fjarlægðir fyrir 1. júni sl. Sumir
eigendanna létu þá drepa hunda sína
eða sendu þá til sveita. Eru nú eftir 5
eða 6 hundar i bænum.
Eftir að bæjarstjórnin samþykkti
hundahald á fimmtudaginn var gilda
þau skilyrði fyrir hundahaldi að sótt sé
um leyfi til bæjarstjórnar, hundar séu
merktir, að þeir séu tryggðir, að
hundaeigendur sjái árlega um hreins-
un á hundum sinum — og greiði 75
þúsund króna skatt til bæjarfélagsins
fyrir að hafa hund.
Samþykkt þessi var send félags-
málaráðuneytinu til nánari umfjöllun-
ar.
- Regína/ JBP
Allir þingmenn Alþýðuflokksins i
neðri deild Alþingis flytja bráðlega
frumvarp til laga þar sem Seðlabanki
íslands verður skyldaður til að taka
upp raunvaxtastefnu, ef það verður
samþykkt.
Frumvarpið fjallar að öðru leyti um
vaxtamál sem flutningsmenn telja að
nú þurfi verulegrar endurskoðunar
við. Ríkjandi vaxtastefna sé einn
stærsti verðbólguvaldurinn. Við verð-
bólgunni verði ekki brugðizt að neinu
gagni nema tekin verði upp gerbreytt
vaxtastefna, þ.e. raunvaxtastefna.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að
breytingin þurfi að verða í áföngum
með tilliti til útflutningsatvinnuveg-
anna og afurðalána. Nefnd eru tvö ár
sem aðlögunartími varðandi þessa
aðila.
Frekari grein verður gerð fyrir efni
frumvarpsins þegar það verður lagt
fyrir Alþingi.
lijálst, nháð dngblað
LAUGARDAGUR 14. OKT. 1978
Flugleiðir
vilja ekki
Vængistrax
— ekki eðlilegt á meðan
taperá
innanlandsflugi
Nýlega ákváðu forráðamenn Flug-
leiða að hætta viðræðum við forráða-
menn Vængja um sameiginlegan rekstur
eða kaup á félaginu.
Er það m.a. vegna þess að innanlands-
flug FL og Vængja er rekið með tapi þar
sem far- og farmgjöld í innanlandsflugi
frá árinu 1971 þar til nú hafa ekki
hækkað nema um 463 prósent en far-
gjöld með sérleyfisbilum um 679 pró-
sent, svo eitthvað sé nefnt.
Fulltrúar beggja telja hins vegar að
við eðlilegar aðstæður væri rétt að starf-
rækja áætlanaflug félaganna sameigin-
lega. - G.S.
Dagblöðin
5 sinnum
ódýrari en
tímaritin
— dagblaðaverðið
hækkar hlutfallslega
jafntogeyrarlaunin
Islenzk dagblöð eru hátt í fimm sinn-
um ódýrari en almenn tímarit. 1 Dan-
mörku er munurinn aftur á móti mun
minni. Þar fást tæplega þrjú eintök af
dagblöðum fyrir sömu upphæð og al-
gengustu tímarit kosta.
Er þetta enn ein vísbendingin um að
islenzk dagblöð séu ódýr og hlutfallslega
ódýrari en annað prentað mál.
Meðaltalstölur byggðar á verði dag-
blaða í Danmörku og á íslandi segja að
algengt verð timarita í Danmörku sé
jafnvirði 360 króna íslenzkra. Á íslandi
eru slik rit seld á 530—550 krónur og
þaðan af hærra. Íslenzk tímarit eru því
mun dýrari en dönsk.
Um dagblöðin gegnir aftur á móti
öðru máli. Algengasta verð danskra dag-
blaða er 129 krónur. lslenzk dagblöð til-
kynntu verðlagsstjóra fyrir nokkru að
þau hygðust setja verð i lausasölu upp I
120 krónur fyrir eintakið. Það verð er
þvi lægra en í Danmörku en þar eru dag-
blöðin seld á svipuðu verði og á öðrum
Norðurlöndum. Verð í Sviþjóð er þó
nokkru hærra.
Við athugun á þróun verðs dagblað-
anna og samanburði við laun hafnar-
verkamanna frá árinu 1969 til 1978
kemur I Ijós að dagblöð hafa hækkað
nær hlutfallslega alveg jafnt og launin á
eyrinni. . ÓG
íbúöin fylltist af reyk
Slökkviliðið var kvatt að Barmahlíð
34 i gær vegna reyks sem lagði út úr
mannlausri íbúð. Er komið var á staðinn
kom í ljós að á eldavél hafði gleymzt
pottur með mat. Slökkt var skjótlega en
reykur hafði valdið talsverðum spjöllum
á íbúðinni og jafnvel víðar i húsinu. ^st.