Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 13
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978. 13 Dodge Charger Super Bee 383 Magnum, árgerð 1971: r Sennilega eina „súper býflugan” hér á landi í byrjun áratugsins 1960 hófu bif- reiðaverksmiðjurnar í Detroit mikið kapphlaup um það hver gæti smíðað sterkustu bílana og kraftmestu vélarnar. Fordverksmiðjurnar lögðu áherzlu á Shelbyinn og 428 Cobra Jet Mustang og Torino en General Motors kepptist við að selja Pontiac GTO, 396 Super Sport Lettana og 442 Oldsmobile bilana. Chrysler verksmiðjurnar létu sitt ekki eftir liggja og einbeittu sér á B-boddíun- um en til þeirra teljast bílar eins og Dodge Coronet R/T, Plymouth GTX, Plymouth Road Runner og Dodge Super Bee. B-boddíin voru seld með svo- kölluðum B-vélum, en það eru 361, 383 og 400 kúbika big block vélar. Einnig var hægt að fá þá með svokölluðum RB- vélum en vélarblokkirnar í þeim voru hærri. R B-vélarnar voru 413,426 og 440 kúbik. B-boddíin nutu mikilla vinsælda. einkum eftir ’67 þegar Road Runnerinn og Super Beeinn komu á markaðinn. Voru það bæði fallegar línur bílanna og gifurlegt afl vélanna sem stuðluðu að vinsældum þeirra. Þrátt fyrir að B- boddíin væru yfirleitt miklu þyngri en keppinautar þeirra stóðu þau fyllilega i þeim. Og ef Big Block Lettarnir gerðust erfiðir gátu Chrysler aðdáendur fengið B-boddiin sín með 426 Hemi vélinni og áttu þá auðvelt með að steikja and- stæðingana. 426 Hemi vélin var seld með tveimur fjórföldum blöndungum og var hún skráð 425 hestöfl, sem mun vera mjög vanmetið. 1 Keflavík fundum við eitt af fallegri B- boddiunum sem Chrysler lét fara frá sér. Er það Dodge Charger Super Bee með Vissara er að umgangast býfluguna broddhvössu úr Keflavtk með varúð og gæta þess að styggja hana ekki þar sem slikt gæti reynzt varasamt. DB-myndir Jóhann A. Kristjánsson. 383 kúbika Magnum vél. Billinn er nú í eigu Hallgríms Sigurðssonar sem átt hefur hann frá því í maí síðastliðnum. Bíllinn hefur gengið á milli manna allt frá því að Ivar leturgrafari Björnsson flutti hann inn fyrir um það bil fimm árum. Mun þetta sennilega vera eini Super Beeinn á landinu. Þó höfum við haft spurnir af öðrum sem á að vera einhvers staðar á Vestfjörðum. Ekki vitum við hvort sá orðrómur er réttur en sá bíll stendur þá sennilega einhvers staðar á beit úti á túni. Tækniatriði Svo sem fyrr sagði er vélin í bíl Hallgríms Sigurðssonar 383 kúbika Magnum vél. Munurinn á 383 Magnum og öðrum 383 vélum er að á þeim eru hedd af 440 vélinni ásamt ventla- gormum, knastás og undirlyftum úr sömu vél og eru þær kraftmeiri fyrir bragðið. Búið er að gera nokkrar breytingar á vél Hallgrims og er á henni Edelbrock Streetmaster soggrein með 780 cfm Holley blöndungi. Kveikjukerfið, kveikjan og há spennukeflið eru frá Mallory en Appliance pústflækjur sjá um losun út- blástursins. I vélinni er síðan Street Hemi knastásinn frá C'hrysler. í bilnum er fjögurra gira gírkassi með Hurst skipti en fyrir framan hann er sprengihelt kúplingshús frá Lakewood. Kúplingin sjálf er frá Scheefer. Hásingin er 8 3/4 Chrysler hásing með læstu mismuna- drifi. Undir bilnum að aftan eru loft demparar en fjöðrunin er, eins og á flestum keppnisbilum, sérstyrkt. -JAK- 383Lvélin 1 Super Beenum var tekin upp siðastliðið vor og á nú að vera vel heilbrigð enda er hún með ýms- B-boddi Chrysler bilarnir nutu mikilla vinsælda, einkum eftir að Road Runnerinn og Super Beeinn komu um aukagræjum. á markaðinn um ’67. V Super Stock kvartmfluf lokkur kynntur: Bílamir verða að vera sem næst í upprunalegri mynd örfáum atriöum öörum Bilar sem keppt er á í Super Stock flokki verða að vera verksmiðjufram- leiddir og i höndum almennings. Flokkurinn skiptist i tvo hópa, bein- skipta og sjálfskipta biia. Hvor hópur um sig skiptist siðan i 16 undirflokka eftir hlutfalli rúmtaks vélarinnar og þyngd bílsins. Þrátt fyrir að undir- flokkarnir séu margir er einungis einn sigurvegari í Super Stock flokki. Sigur- vegararnir i undirflokkunum keppa innbyrðis til úrslita og fær slakari bíll- inn forskot, þ.e. hann leggur af stað á undan, og verður hinn bíllinn að ná honum og fara fram úr til að sigra. Bannað er að breyta útliti bílsins með öðru en málningu. Óleyfilegt er að nota boddíhluta úr áli eða fiber og ekki má hafa loftinntak á húddinu ef það var ekki á bilnum þegar hann var framleiddur. Innréttingin verður að vera óbreytt, en leyfilegt er að bæta við mælum í mælaborðið. Super Stock vélar verða að vera sama tegund og ár gerð og billinn sem þær eru í. Bannað er að nota í þær annan útbúnað en þann sem framleiðandi bílsins fram- leiðir. Þó má nota hvaða knastás, undirlyftur og ventlagorma sem er en ekki má breyta ventlunum í vélinni. Blöndungurinn verður að vera af sömu tegund og árgerð og sá sem var á vélinni í upphafi. Óleyfilegt er að breyta blöndungnum að öðru leyti en þvi að skipta um nálar i þeim. Heimsmetið í Super Stock er 9.64 sek. en hraðametið er 218.8 km/klst. Það eru margir þeirrar skoðunar að betra sé að hafa bíla beinskipta en þrátt fyrir það er heimsmethafinn i Super Stock sjálfskiptur. Bezti timi beinskiptra bíla i Super Stock er 9.84 sek. en báðir bílamir eru ’68 árgerð af Cudu með 426 kúbika Hemi-vélum. Jóhann Kristjánsson Frú Margaret Glembocki hefur keppt árum saman i kvartmilunni. Siðastliðið haust tókst henni að ná i sinn fyrsta meiri hátt- ar titil er hún vann Fallsnational keppnina sem haldin var i Seattle i Washington. Dave Borteman hefur staðið sig mjög vel i Super Stock flokki en hann keppir á ’71 Dodge Challenger. Borteman á metið i SS/IA undirflokknum en það er 10.98 sek. Judy Lilly hefur sigrað oftar i keppni en nokkur önnur kona sem keppt hefur i kvartmilunni. Hún hefur keppt f mörgum flokkum en hin siðari ár hefur hún aðal- lega keppt i Super Stock flokki. \ ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.