Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978.
ísafjörður:
Vegagerð ríkisins
byggir einbýlishús
í stað vega
— embættisbústaðir á ísafirði fyrir
u.þ.b.450 milljónir
Hafsteinn Sigurðsson ísafirði skrifar:
Hér á ísafirði eru 16 einbýlis- eða
tvíbýlishús í eigu opinberra aðila, að
verðmæti nálægt 450 milljónum. Auk
þess á bæjarsjóður ísafjarðar nokkur
eldri hús, einnig fjölbýlishús. Hús
þessi eru ætluð eftirtöldum aðilum:
4 einbýlishús fyrir lækna sjúkra-
hússins: Urðarvegi 20. Seljalandsvegi
73, Seljalandsvegi 68, Isafjarðarvegi 2,
einbýlishús fyrir dýralækni Urðarvegi
16, einbýlishús fyrir tannlækni Urðar-
vegi 34, einbýlishús fyrir skattstjóra
Urðarvegi 30, einbýlishús fyrir
sóknarprest Miðtúni 12, einbýlishús
fyrir bæjarstjóra Engjavegi 15,
einbýlishús fyrir bæjarfógeta
Hrannargötu 4, einbýlishús fyrir
Orkubú Vestfjarða Seljalandsvegi 16,
hæð í tvíbýli fyrir Orkubú Vestfjarða
Hlíðarveg 15, einbýlishús fyrir banka-
Heimtös-
iæknir
svarar
Raddir lesenda taka við
skilaboöum til umsjónar-
manns þáttarins „Heim-
ilislæknir svarar" í síma
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
stjóra Útvegsbankans Engjavegi 12,
tveggja hæða hús fyrir Mennta-
skólann Sundstræti 28.
Tveggja hæða einbýlishús fyrir
bankastjóra Landsbankans er í
byggingu á lóð sem aldrei var ætluð
undir hús, aldrei auglýst í almennum
lóðaúthlutunum og isfirzkum
byggingaraðilum ekki gefinn kostur á
að byggja.
Síðast en ekki sízt er það Vegagerð
ríkisins sem lætur sig hafa það að
byggja einbýlishús fyrir umdæmis-
verkfræðinginn en hann hefur búið í
4 herbergja íbúð sem Vegagerðin á i
nýlegu fjölbýlishúsi. Allur áhugi eða
peningar Vegagerðarinnar, nema
hvort tveggja sé virðist hafa farið i
einbýlishúsið en ekki i vegina. Hún
hefur nefnilega ekki, það sem af er
þessu ári, sýnt þann manndóm að
ganga frá 500 metra nýbyggingu á
Breiðadalsheiði, frá siðastliðnu hausti,
heldur skilið þannig við þennan smá-
spotta að margir bilar hafa skemmzt
þar I sumar fyrir hundruð þúsunda
króna.
lsafjörður.
Maður kemst ekki hjá því að setja
fram þá spurningu hvers vegna fáum
einstaklingum séu afhent einbýlishús,
jafnvel húsaleigulaus, ef þeir aðeins
vilja fara út á land. Er kannski litið á
landsbyggðina sem útlegð?
Ég geri mér fulla grein fyrir þeim
húsnæðisvanda sem er á landsbyggð-
inni en ég legg til að hér á Isafirði,
verði það leyst þannig að öll einbýlis-
húsin verði seld, en i staðinn verði
byggt fjölbýlishús þar sem þessu fólki
gefst kostur á að leigja i 3—4 ár á
meðan það er að komast yfir húsnæði.
Leggjum bifreiða-
eftirlitið niður
„Bifreiðaeigandi” hringdi:
„Nú er mikið rætt um nauðsyn þess
að spara og sérstaklega að draga úr
„yfirbyggingunni” svonefndu. Víða
blasa við skattborgurunum dæmi um
fáránlegt fyrirkomulag og hreina
eyðslu sameiginlegra sjóða þjóðfélags-
ins.
Bifreiðaeftirlitið stingur mig sérstak-
lega í augu. Til hvers I veröldinni er
þetta bákn sett á laggirnar? Þama
erum við búnir að hrúga upp fólki til
þess að stimpla skjöl og rifa kjaft við
heiðarlega borgara út af einhverjum
smámunum.
Ég geri það að tillögu minni að
Bifreiðaeftirlitið verði lagt niður hið
snarasta. Skatta og önnur gjöld má
einfaldlega innheimta í pósti og það á
að gera ökumenn og eigendur bifreiða
ábyrgari fyrir ástandi bifreiða sinna.
Enda má benda á það að ekki bjargar
Raddir
lesenda
Bifreiðaeftirlitið mér er bíllinn verður
bremsulaus einhvers staðar uppi á
háfjöllum. Nei, ég þarf engan
afdankaðan bifvélavirkja á launum
hjá ríkinu til þess að segja mér hvað sé
að bílnum mínum, það skal ég sjá um
sjálfur. Enda fæ ég bágt fyrir, ekki
Bifreiðaeftirlitið, ef eitthvað kemur
fyrirmigá lélegum bil.
Fyrir alla muni, hættum þessum
barnaskapog leggjum Bifreiðaeftirlitið
niður.”
Btiasalan Skeifan
heldur g/æsilega bílasýningu í dag.
Meðai sýningarbíla eru td.:
Volvo 244 de Luxe
sjálfskiptur,
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 244 de Luxe
Volvo 343
árg.1978
vökvastýri.
árg. 1977
árg. 1976
árg. 1975
árg.1974
árg.1973
árg. 1972
árg. 1971
árg.1977
Mazda 818
Datsun 180 B
Honda Civic
Skoda Amigo
Hornet Amc
Lancer1400 EL
Triumph TR7
Ford Escort
Audi 100 LS
Buick Appolo
Þetta er iítið brot af öiium þeim fjöida bí/a sem eru hjá okkur
á staðnum, því sé bíiiinn á staðnum se/st hann strax.
Bílasalan Skeifan Skeifunni 11
Símar35035og84848.
árg. 1976
árg. 1978
árg.1976
árg. 1977
árg.1977
árg. 1975
árg. 1977
árg. 1976
árg. 1974
árg. 1974
Vr
Spurning
dagsins
Ertu í einhverjum
íþróttum?
(Nemendur i Álftamýrarskóla spurðir).
Eirikur Stephensen, 11 ára: Já, ég er i
fótbolta í 5. flokki í Fram. Það er mjög
skemmtilegt og svo höfum við líka
góðan þjálfara. Hann heitir Þórður.
Gisli Jónsson, 11 ára: Já, ég er í körfu-
bolta I Fram. John þjálfar okkur, hann
er alveg svakalega góður.
Styrmir Jóhannsson, 11 ára: Já, ég er i
körfubolta i Fram. Já, há, hann John er
sko góður. Körfuboltinn er skemmti-
legasta íþróttin sem ég hef verið I.
Bergur Ragnarsson, 9 ára: Nei, ég hef
aldrei stundað iþróttir í neinu
íþróttafélagi. En ég er stundum I fót-
bolta og finnst mér það gaman. Ég held
með Val, þeir eru langbeztir á Islandi.
Kristinn Eiriksson, 9 ára: Já, ég er i fót-
bolta I Fram. Það er miklu skemmtilegra
að vera I fótbolta en öðrum íþróttum.
Segðu'að Fram sé miklu betra en Valur.
■ ■
Kristján Þórarinsson, 11 ára: Já, ég er i
fótbolta I KR og handbolta I Fram. Þó
svo að ég sé bæði I handbolta og fót-
bolta, þá finnst mér fótboltinn skemmti-