Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978. MMBIAÐIÐ Útgefandi: Dagbtaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuNtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri Htstjómar. Jó- hannos Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfréttastjórar Atli Steinarsson og Ómar VaMh marsson. Menningarmél: Aðateteinn IngóHsson. Handrít: Ásgrímur Pélsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefénsdóttir, ENn Alberts- dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pélsson. Ljósmyndir Ari Kristlnsson, Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjélmsson, RagnarTh. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrHstofur Þverhohi 11. Aðabimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. é ménuði innanlands. í lausasöki 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Bara stjömur, ekki trimm Hróplegt ósamræmi er milli stuðnings hins opinbera við keppnisíþróttir annars vegar og almenningsíþróttir hins vegar. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri vakti athygli á þessari stað- reynd í kjallaragrein í Dagblaðinu fyrir skömmu. Hann benti annars vegar á glæsilega áhorfendapalla sundlaugarinnar í Laugardal og hins vegar á afar frum- stæða aðstöðu í búnings- og baðherbergjum almennings. Hann benti annars vegar á 150 milljón króna endur- bætur á keppnisaðstöðu í Laugardal og hins vegar á skortinn á skautasvelli fyrir almenning. Þessi dæmi stjörnudýrkunar eru á ábyrgð Reykja- víkurborgar. Önnur dæmi mætti sjálfsagt finna hjá öðrum sveitarfélögum. Einnig er ekki laust við, að mörg íþróttafélög hugsi nær eingöngu um keppnisíþróttir. Þess eru ótal dæmi, að börn og unglingar fari að æfa hjá íþróttafélögum, án þess að komast í keppnislið, og hrekist síðan úr félögunum, vegna þess að þau einbeita sér að keppnisliðum. Stuðning opinberra aðila við íþróttafélög ætti raunar að miða við þann fjölda, sem tekur þátt i æfingum á vegum þeirra. Með þeim hætti væru félögin hvött til að ná til sem flestra, þótt þau eigi þar ekki von í keppnis- árangri. Með þessu er ekki sagt, að allt sé á sömu bókina lært. Opnun almenningssundlauga í Reykjavík og mörgum öðrum sveitarfélögum hefur átt mikinn þátt í að gera sund að almenningsíþrótt. En jafnvel á þessu sviði er margt enn ógert. Fjöldi fólks hefur slæma aðstöðu til að sækja sund- staði nema um helgar. Einmitt þá daga eru sundlaug- arnar skemur opnar en aðra daga og álag því oft mikið. Hvers vegna eru sumar skólasundlaugarnar ekki opnaðar fyrir almenning um helgar? Sveitarfélög og íþróttafélög hafa einnig gert skiða- mennsku að almenningsíþrótt. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er stærsta verkefnið á þvi sviði. Þangað er of sjaldan fært. Og þar þyrfti að setja örar upp lyftur í brekkum, sem henta almenningi. Ein tegund trimms hefur skyndilega orðið að al- menningsíþrótt á fáum árum. Það eru gönguferðir í nátt- úrunni. Þar eiga mest lof skilið Útivist og Ferðafélagið, sem hafa háð harða keppni á þessu sviði. Hvers vegna skyldu opinberir aðilar ekki styðja þetta trimm, sem á greinilegan hljómgrunn? Lítið er gert fyrir skokkara, bæði í Reykjavík og annars staðar. Þeir hafa þó fengið nokkurt griðland á Melavelli, síðan hvort tveggja gerðist, að stjörnurnar fóru á teppið í Laugardal og að hætt var við að leggja Melavöll niður. Það mundi ekki kosta nein ósköp í samanburði við stjörnukostnaðinn að lagfæra hlaupabrautina á Mela- velli og koma þar upp nokkrum leikfimitækjum. Þar eru fyrir ágæt böð og búningsklefar, sem mætti nýta mun betur. Á Reykjavíkursvæðinu vantar líka skautahöll fyrir al- menning. Ennfremur volgan sjóbaðstað. Og loks vantar þar hjólreiðabrautir og trimmbrautir í hverfunum. Samanlagt mundu þessar óskir ekki kosta nema lítið brot af því fé, sem nú fer til stuðnings keppnisíþróttum. Enginn vafi er á, að sveitarfélög og iþróttafélög hafa að verulegu leyti brugðizt almenningi, þótt dæmi séu um hið gagnstæða. Og fólk er nú farið að krefjast þess, að snúið verði við blaðinu. AFÞREYINGIN Islendingar munu nú ferðast sér til ánægju á flesta aðra staði á heims- kringlunni en Berlín. Því veldur ef- laust einhver pólitískur uggur manna, þvi eins og vitað er liggur borgin í miðju Austur Þýskalandi, klofin af múrnum fræga og hefur verið bitbein stórveldanna siðan síðari heimsstyrj- öld lauk. Úr fjarlægð halda menn að báðum megin múrsins hljóti að búa ráðvillt og dapurt fólk. Ekki er þvi heldur að neita að hið pólitiska ástand leggur ýmsa steina í götu ferðalanga. Þýsk flugfélög mega ekki fljúga til Vestur-Berlínar, aðeins Pan Am, Air France og BEA, og oft er erfitt að fá bein flug til borgarinnar frá öðrum löndum. Enga sút Hins vegar liggur járnbraut frá Vestur-Þýskalandi til Vestur-Berlinar. svo og þjóðvegur, en þessar leiðir geta verið seinfarnar vegna vegabréfaskoð- ana og timabundinna hindrana. Ferðir inn i Austur-Berlin eru sömuleiðis auðveldar en taka sinn tima því við Checkpoint Charlie virðast verðir ekki leggja i vana sinn að flýta sér. En þó er hægt að fullyrða að enginn verður fyrir vonbrigðum með veru sina i Vestur-Berlín því þar er enga sút að finna heldur einstakt líf og fjör á öllum sviðum. Tegel heitir flugvöllur borgarinnar og liggur i útjöðrum hennar. Það tekur varla nema 10 minútur að komast á hótel þaðan. En áður en lent er sést glöggt að Berlín nær yfir griðarstórt svæði sem virðist á köflum afar gróðursælt. Næstum 43 prósent af borgarsvæðinu er reyndar skógi vaxið eða opið og á því eru tugir lítilla vatna og i skógunum má finna villisvin, dádýr og aðrar skepnur. Smitandi lífsorka Hérar stökkva um á eyðisvæðinu Gangstéttalist á Kiirfurstendamm (no-man’s land) milli borgarhlutanna, i augsýn austur-þýsku hermannanna, og forstjóri hins vel þekkta Brúcke listasafns sýndi mér hróðugur villta refi sem voru að snudda kringum safnið. Berlin kemur sífellt á óvart. Arkitektar frá 14 löndum unnu að endurreisn borgarinnar eftir stríðið og ef gengið er um Hansa-borgarhlutann rekst maður á hina furðulegustu hluti á sviði byggingalistar en þessi fjöl- breytni myndar einhvers konar lifs- orku sem ersmitandi. I hjarta borgarinnar er t.d. Kaiser- Wilhelm kirkjan sem fór mjög illa i striðinu. Af henni er i raun ekki eftir Reif ir og taugaspenntir Berlinarbúar kalla strendingana „varalitinn” og „púðurdósina". nema einn turn en i stað þess að endurbyggja hana, eins og gert hefur verið við fjölda bygginga, hefur ein- faldlega verið bætt við hana tveim stórum áttstrendingum sem eru að mestu leyti úr steindu gleri. Að nætur- lagi glóa þeir fagurlega við hlið gamla turnsins og einhvers konar Ijóðrænu og byggingarlegu réttlæti virðist full- nægt. Af hverju horfum við á sjónvarp? Snemma i síðustu viku þegar ég kveikti á sjónvarpsgarminum heyrðist i því einn hár smellur og siðan ekki meir. Sjónvarpsefni siðustu daga hefur því farið fram hjá mér að nokkrum brotum undanskildum sem ég hef ekki komist hjá að veita athygli sem gestur í húsum hér og hvar í bænum. Samt hefur mér liðið konung- lega. Ég er meira að segja ekki frá þvi að ég sé miklu jafnlyndari og betur á mig kominn likamlega sem andlega. Og ég hef spurt sjálfan mig hvers vegna við erum yfirleitt að horfa á sjónvarp. Fyrir mina parta liggur svarið í augum uppi þeim sem glepjast á að lesa þessa pistla. En ég hef líka hlerað eftir svörum annarra við þessari spurningu. Þau eru satt að segja fremur einhliða. Oftast eru þau tilbrigði við það tema að þessum eða hinum finnst þægilegt að „slappa af' eða „drepa tímann” eftir vinnu á kvöldin. Þess vegna er mörgum mjög í nöp við alls konar fræðsluefni sem dálitið er af i sjónvarpinu. Sérstaklega fara dýraþættir i taugamar á mönnum, líklega sökum skyldleikans sem við finnum við þessi systkini okkar. Einkum er fræðslu ófögnuðurinn illa séður um helgar þegar fólk hefur heila tvo daga til að iðka afslöppunaræfingar við sjónvarpið. Þá á að sýna eitthvað „létt ogskemmtilegt". Afslöppun En hvers vegna þurfum viðendilega að slappa svona óskaplega mikið af? Höfum við ekki nóttina og svefninn til þess? Ætti það ekki að nægja hverjum sæmilega heilbrigðum manni að hvilast i Ijúfum draumum hvorki meira né minna en þriðja part sólar- hringsins? Skárri er það þreytan! Undir venjulegum kringumstæðum finnst mér það eðlilegast af öllu eðlilegu að likami og sál starfi af virkri orku frá morgni til kvölds. Ef eitthvað sérstakt kemur upp á, svo sem veikindi, er skiljanlegt að eyður geti komið í þessa starfsemi hugar og hand- ar. En það eru heiðarleg frávik hins náttúrlega. Fólk hvilist og slappar af með þvi að draga sem mest úr starf- semi skynfæranna og helzt i þögn og einveru. Annars er ekki um neina af- slöppun að ræðaog þvi siður um hvild. „Afslöppun” sem fólgin er i kyrrstæðu hugarstarfi við að meðtaka myndir og hljóð frá sjónvarpstæki er iðjulevsi. andlegur doði og drungi. Ef efnið er þannig úr garði gert að manni finnst ástæða til að fylgjast með þvi veldur sú athygli áreynslu rétt eins og hvert annað starf hugans. Sú áreynsla sem hefur ekkert takmark annað en áreynsluna áreynslunnar vegna, eða eins og það er kallað að „slappa af’ eða „drepa timann" er sóun á orku en ekki hvild. Sálarlegt stjórnleysi Slík óþarfa orkueyðsla slævir einungis skerpu heilans og skynfæranna. Mér finnst það bera vott um sálarlegt stjórnleysi og sof- andahátt að horfa á eitthvað eða lesa eitthvað eða gera eitthvað ef það er ekki gert til þess að læra af því eða af einhverri brýnni nauðsyn. Það veldur pirringi og taugaveiklun. En ef fólk skemmtir sér skemmtir það sér auðvitað af lífi og sál. Og ef það vill slappa af dregur það sig i hlé og hvílir huga og líkama í kyrrð og ró. Ég er ekki að prédika og ekki að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.