Dagblaðið - 14.10.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978.
f "
Þá var bíógrafið
í Fjalakettinum
og Bíó-Petersen stóð á stigapallinum, breiður eins og fjall
Enginn veit með vissu hvenær
byrjað var á smiði stóra hússins nr. 8
við Aðalstræti. Sumir halda að elzti
parturinn af því sé síðan á dögum
Skúla fógeta en alla vega er það ekki
yngraenfrá 1791.
Húsið var lítið fyrst en eigendurnir,
sem flestir voru kaupmenn, byggðu út
úr því nýjar og nýjar álmur og ofan
á það nýjar og nýjar hæðir þangað til
þetta var orðin kynngimögnuð
bygging með óteljandi rangölum,
stigum og skotum, meira að segja húsa-
garði í miðjunni — og glerþaki yftr.
Þarna var leiksalur, mjög tilkomu-
mikill. Og þetta var fyrsta húsið i
bænum þar sem Iögð voru inn gasljós.
Bæjarbúar létu sér fátt um finnast
það mikla hugmyndaflug sem lýsti sér
i byggingarstíl hússins og uppnefndu
það Fjalaköttinn. En i hugum þeirra
sem voru krakkar eða táningar á
árunum 1906—1926 leikur ævinlega
dýrðarljómi um þetta hús. Þá var
nefnilega rekið þar „Biograf-Theater
Reykjavikur", seinna Gamla bíó. Og
það mátti ekki á milli sjá hvort var
meira spennandi, myndirnar á tjaldinu
eða troðningurinn við miðasöluna.
Við vorum svo heppin að hitta konu
í vesturbænum. Hún var 10 ára árið
1918 og fór alltaf i „bíograf-theatrið”
þegar hún gat og hefur alla tíð síðan
verið mikil biómanneskja.
Nanna Hermannson talar um Grjótaþorp i Norræna húsinu I dag klukkan þrjú,
þá sérstaklega um Fjalaköttinn. Myndin sýnir breiöa stigann sem lá upp i biósal-
inn.
„Lætin í krökkunum voru alveg
gasaleg. Fyrir framan miðasöluna var
iðandi þvaga. En fremst í forsalnum
var stólpi og þar var alltaf einhver
strákurinn að hamast við að snúa sér
eins hratt og hann gat.
Engum lifandi manni hefði dottið i
hug að reyna að standa í biðröð til að
fá miða. Eina ráðið fyrir tíu ára stelpu
eins og mig til að komast inn var að
húkka einhverja karlhetjuna, horfa á
hana bænaraugum og segja: „Heyrðu,
þú ert svo duglegur að troðast, viltu
kaupa miða fyrir mig?”
Strákurinn gekkst venjulega upp við
lofið og fór af stað. Bezta ráöið fyrir
hann var að smeygja sér undir grind-
Trygg göngubrú yfir
viðsjárverðan farartálma
„Þetta átak er í sjálfu sér svipað og Syðri-Emstruá. Nýja göngubrúin opnar
þegar Ferðafélagið kom upp sínu fyrsta stórt og fagurt svæði með ótal leiðum
sæluhúsi,” sagði Þórunn Lárusdóttir, fyrir gangandi fólk. Þá opnast með
framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands, göngubrúnni gönguleið úr Þórsmörk til
um nýja göngubrú sem nýlega var sett á Landmannalauga og á Syðri-Fjallabaks-
Feróafélagsfólk viö nýju göngubrúna yfir Syöri-Emstruá. —
DB-mynd Hilmar Þ. Sigurðsson
leið.
Þórunn kvað þetta göngubrúarmál
hafa verið á dagskrá í tvö ár hjá Ferða-
félaginu. Var Vegagerðin fengin til að
annast smíði brúarinnar en Landhelgis-
gæzlan aðstoðaði með flutninga frá
Markarfljóti að brúarstæðinu. Kostn-
aðurinn við brúna varð milli 2 og 3 millj-
ónir.
Nú er öllum fær gönguleið til svæðis
sem ekki aðrir en þaulvanir fjallamenn
komust til áður. Varð þá að fara yfir
Syðri-Emstruá á jökli eða vaða hana í
böndum og með tilfæringum. Hefur áin
ætíð verið viðsjárverður farartálmi og
happ að aldrei skyldi slys af hljótast.
Ferðafélagsfólk opnaði brúna með
viðhöfn og var fjölmenni viðstatt. Davið
Ólafsson bankastjóri, forseti Ferða-
félagsins, hélt stutta ræðu og Þórunn
framkvæmdastjóri klippti á borða, sem
strengdur var yfir brúna, til tákns um að
brúin væri nú opnuð gangandi umferð.
Ferðafélagsfólk hyggur gott til stórauk-
inna möguleika fyrir dvalargesti í Þórs-
mörk með þeim leiðum sem göngubrúin
opnar. - ASt.
Nýjar bækur frá AB
Hægara pælt
Hægara pælt en kýlt heitir nýút-
komin skáldsaga eftir Magneu J.
Matthiasdóttur. Almenna bókafélagið
gefur bókina út. Höfundur hefur áður
gefið út ljóðabókina Kopar (1976) og
ritað barnasögur fyrir útvarp. Á
bókarkápu segir: „(Bókin) gerist annars
vegar í heimi ævintýranna, hins vegar
i heimi eiturlyfjanna. í ævintýra-
heiminum er háð barátta upp á lif og
dauða, I heimi eituriyfjanna virðist
ríkja ró sálarlifsins en varla nema á
yfirborðinu — þvi óttinn er einnig
áhrifamikill þar.” Hægara pælt en kýlt
er 150 bls. að stærð og kostar kr. 5880
innbundin. en 4440 kr. sem pappírs
kilja.
Hagalín áttræður
Almenna bókafélagið gefur einnig
út fimm bindi sjálfsævisögu
Guðmundar G. Hagalins en þær
bækur komu fyrst út á timabilinu
1951—1955 og seldust þá upp. Þessi
útgáfa er i tilefni af áttræðisafmæli
Hagalins. Bækurnar heita: Ég veit
ekki betur, Sjö voru sólir á lofti, Ilmur
liðinna daga, Hér er kominn hoffinn,
Hrævareldar og himinljómi. Þessi
fimm bindi eru alls um 1300 bls. að
stærð og kostar settið 24.000 kr.
Ganili biósalurinn er heldur i lægö þessi irin en þarna cru margir góöir Reykvik-
ingar búnir að hlæja mikiö — og láta illum látum.
Ljósm. Leifur Þorsteinsson.
ina fyrir framan miðasöluna og reyna
að skjóta sér upp beint framan við
lúguna.
En maðuiinn sem átti bíóið mátti
ekki sjá það því þá tók hann í söku-
dólginn og fleygði honum aftur út í
salinn.
Hann var ævinlega kallaður Bíó-
Petersen, þessi maður, var víst allra
bezti kall. En hvað var hægt að gera
við svona krakkastóð? Þegar farið var
að hleypa inn ruddust allir hver sem
betur gat upp breiða stigann sem lá
upp í bíósalinn. Rauðu plussbekkirnir,
þar sem krakkarnir sátu, voru nefni-
lega ónúmeraðir og það var um að
gera að troða sér á góðan stað. En Bió-
Petersen stóð efst í stiganum, breiður
eins og fjall, og þegar honum ofbuðu
lætin ýtti hann allri hrúgunni niður
aftur.
Loksins komumst við samt ein-
hvern veginn inn. Fyrstu merki um að
sýningin færi að byrja var þegar
Sjana, móðir núverandi þjóðleikhús-
stjóra, kom gangandi með nóturnar
sínar. Myndirnar voru þöglar og hún
spilaði alltaf á meðan á pianó sem stóð
til hliðar í salnum, á palli bakvið
„portéra”, svo það sást ekki.
En krakkarnir voru ekki þöglir þótt
myndirnar væru það. Mest voru lætin
þegar filntan slitnaði, og það skeði oft.
Þá æptu strákarnir og veinuðu og
hentu húfunum sinum upp í loftið.
Við sáum Chaplin og Gög og
Gokke og heil býsn af eltingaleikjum,
ofsalega hröðum. Ekki síður fyrir það
að myndirnar hreyfðust svo fljótt í þá
daga. En alskemmtilegust var mynd
sem hét Liberty. Hún var í mörgum
köflum og aðalpersónan var óskaplega
sæt stúlka sem var að leita að landa-
bréfi og gullnámu. Hún var alveg æði.
Guð hjálpi mér ef ég missti af kafla.”
herrablöðin
SÖMHdJSIÐ
Laugavegi 178 - Sínii 86780
„Franskar” kveiktu í
Vmsœlustu
Ástæðan fyrir brunanum í franska
sendiráðinu við Skálholtsstíg er nú
kunn. Verið var að steikja franskar kart-
öflur I eldhúsinu. En svo stóð á að dálitla
stund var enginn þar inni. Á meðan of-
hitnaði olían i stcikarpottinum með
þeim afleiðingum að eldur kviknaði.