Dagblaðið - 14.10.1978, Síða 15

Dagblaðið - 14.10.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.QKTÓBER 1978. 15 Rætt við sjötugan Kínafara, Gunnar Eggerts- son: Gunnar Eggertsson var alveg að verða sextugur þegar hann fór fyrst til útlanda, og nú er hann sjötugur og kominn fyrir nokkrum dögum frá Kína. Þar ferðaðist hann um landið í þrjár vikur í boði Kinversk-islenzka menningarfélagsins. Og er alveg stór- hrifinn. Af hverju mest? „Af fólkinu sjálfu. Það er svo alúðlegt, frjálslegt og glaðlegt. Og eins og þvi sé runnið i merg og bein að vinna saman — ekki eins og hjá okkur þar sem allir þykjast hafa réttar skoðanir og enginn eins og hinn.” Að koma frá okkar fámenna og alvarlega fólki í þetta síbrosandi mannhaf — það eru viðbrigði. Og allir á bláum náttfötum. Ogallir á hjóli. „Umferðin er kapituli út af fyrir sig. Einkabilar eru engir. En strætisvagnar og nokkrar rikisbifreiðir eru á ferðinni og þeyta horn sin linnulaust til að keyra ekki ofan á fólkið, sem alls staðar er þarna gangandi og hjólandi." Hallir keisaranna „Kína er svo stórt,” segir Gunnar, „að þeir sem þangað hafa farið og byrjað að segja frá þvi hafa yfirleitt Gunnar Eggertsson hefur starfað sem tollheimtumaður mestan hluta starfsævi sinnar — og er jafnhjartahreinn og stéttarbróðir hans I bibliunni forðum. DB-mvnd Hörður „Þaö viléghelzt ekki tala um íöðrum sóknum” —segir hann, eins og Jón Hreggviðsson forðum, þegar rætt er um ekkju Maós endað með þvi að senda frá sér heila bók. En ég get sagt þér að þótt við skoðuðum kommúnur, barnaheimili og blævængjaverksmiöjur þá sáum við samt mest af fornleifum eftir keisarana. Og það voru nú meiri slotin. íburðurinn og skrautið alveg Kona að selja is úr kinverskutn vagni. SöEi ofboðslegt. Og ekki nægði þeim að eiga nokkrar hallir til dvalar i lifanda lifi þessum höfðingjum. Að loknum hérvistardögum sínum þurftu þeir einhvers staðar að hirast og þá létu þeir gera sér gífurlega íburðarmikil grafhýsi — og voru orpnir haugar yfir. Margur alþýðumaðurinn hefur eytt ævinni i að búa keisara sínum hæfileg hibýli í þessu lifi og öðru. Fegurst af öllum þessum mann- virkjum er sumarhöllin, sem reyndar er ekki höll heldur heilt landslag. Okkur var sagt að kínversk keisarafrú hefði einhvern tíma, þegar vá stóð fyrir dyrum, fengið geysiháa fjár- veitingu til að byggja flota landinu til varnar. Hún notaði féð til þess að búa til unaðslegan skrúðgarð með stóreflis stöðuvatni og óteljandi listaverkum. Þar liggur marmarabrú með 17 bogum út í litinn hólma, þar eru garðskálar sem heita nöfnum eins og Til að finna vorið eða Sem dreifir skýjunum, og þar er eina skipið sem frúin lét smíða. Það er úr marmara og botnfast en kom að litlu haldi þegar erlendir herir gengu á land. Maó, ekkja Maós og Sjú -en-Lai Nú er alþýðan í landinu ekki lengur svelt til þess að auka íburð keisarahall- anna. Frá því byltingin var gerð 1949 hafa kjör fólksins batnað ólýsanlega. Tæknivæðing og gott skipulag hafa útrýmt hungursneyðinni sém áður var fastur liður í þjóðlifinu. Enda er þjóðin þakklát Maó ■iínum Tse Tung. Og margir fara að skoða hann, þar sem hann liggur á líkbörum, líkt og sofandi, sveipaður kinverska fánanum I skrautlausu grafhýsi á Torgi hins himneska friðar.” En hvar er ekkja hans, sú sem var ein þeirra fjögurra sem mestan þátt áttu i að hrinda af stað menningarbylt- ingunni 1968? Gunnar svarar: „Um ekkju Maós verð ég að segja eins og Jón Hregg- viðsson: það vil ég helzt ekki tala um i öðrum sóknum. Þessum fjór- menningum er nú kennt um allt scm aflaga fer i Kína. En ég vil ítreka hvað ég varð hug- fanginn af þessari góðviljuðu þjóð. þar sem bjartsýnin og vorhugurinn virðist svo rikjandi." Og þá kom upp i hugann þessi ágæta vísa sem Guðmundur Sigurðsson orti á sínum tima: Sólin fægir fold og sæ, ferf mai aó hlýna, sáir fn‘i í snnnanblæ, Sjú-cn .æiKína. ÍHH. Við klifruðum upp á Kfnamúrinn. Hann er ólýsanlega tröllaukið mannvirki fjallatoppa — með turnum þar sem hæst ber. 4000 metra langur og liggur upp á hæstu Maður vaknar kannski á slnu hóteli klukkan sex. Þá eru margir karlmenn komnir út á strætin og farnir að gera likamsæfingar. Oft eru þær líkar þvi sem þeir væru að boxa við ósýnilegan óvin eða skuggann sinn... svona ...

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.