Dagblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 6
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN
Þessi vönduðu húsgögn eru til sölu. >
Upplýsingar á aug/ýsingaþfónustu Dag
blaðsins. Sími27022. H—2010.
Tilkynning
Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra
viðskiptavina vorra á því að vörur sem liggja í
vörugeymsluhúsum vorum eru ekki tryggðar
af oss gegn bruna, frosti eða öðrum skemm-
dum og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. —
Athygli bifreiðainnflytjenda er vakin á því að
hafa frostlög í kælivatni bifreiðanna.
Hf. Eimskipafélag íslands
Til sölu við Sundin
3ja herbergja efri hæð, ca 90 ferm, allt sér.
Stórar svalir, rúmgóð geymsla og þvottahús.
íbúðin er sérlega vel útlítandi og þarfnast
engra viðgerða. íbúðinni fylgir 50 fm bílskúr
með hita og 3 fasa raflögn. Ræktuð lóð með
miklum trjágróðri. íbúðin getur verið laus
fljótlega.
Upplýsingar í síma 82768.
Bókhaldsþjónusta Bjarna Garðars,
Austurstrœti 7,2. hmð.
Dömur athugið!
Nú er tækifærið að kaupa
jólagjöfina á góðu verði.
Náttkjólar frá kr. 2.600.-
Barnanáttfatnaður frá kr. 1.300.-
Opið laugardag kl. 9-12.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
Bók
menntir
wöjulcgir leséodöf
urlvfjánaa. I Jtvtntýrabeúuinoni vr háð
barália upp á tíf og dauða. i hiúni dtur-
Ivfjanna virðtst ríkja ré sálarlifsinv t*ti
varla ncraa á yfirtorðlrai — þrl að ðftinn er
cinaig áhrifaiHÍkill jiar. Þessir tvrir itdmar
sn«ia.vt afla sögwia I gcgn, renna jafnvd
nð dnfmrju |e>íi saman. Nvar fáum við —
- íest héndur? Allv stnðar, þvi að við komumst
njtainm --uimmi. mwiu, pvi .<«> rni
að þ>i nð hér er eagu ððru lý*t cn veruldkanum vjálfum.
Sagan er f>rvta skátósaga kornungv höfundar og f»ð hcr hán öll
merki þjálfunar og revnvlu bsrði að þvi cr vnertir cfniMök. pcr-
sðnuh'vitigar og meðfcrð máfvinv Kr ckki vafi á Jrvf að bðr éftir
vcrður beðið mcð ðþrcyju eftir hvcrri nýrri tú»k frá Magncu
Matthiasdúlinr.
\iagnra scndi frá sér Ijóðabókina Kopar árið Í976 og hcíur ritað
bamavogur fjrír útvarpið.
lilffilföÍÍBllili ll HIÍ vl''
Kápa bókarínnar.
Pælt meðal dflenda
Hægara pælt
enkýlt
eftir
Magneu J, Matthiasdóttur
Um skáldsögu Magneu J. Matthias-
dóttur, Hægara pælt en kýlt, 150 bls.
Almenna bókafélagið.
„Refurinn hleypur niður brekkuna
á leið til skógar. Það stirnir á rauöan
likama hans í smaragðsgrænu grasinu.
Fast á hæla hans koma Hundarnir —
hreinræktaðir kynbættir sérþjálfaðir
hundar með lafandi tungur...”
Svona hefst skáldsaga Magneu J.
Matthíasdóttur, Hægara pælt en kýlt,
sem Almenna bókafélagið gefur út í
stóru upplagi. Skyldi þetta vera þjóð-
saga, ævintýri eða opið ljóð hugsar les-
andinn í fyrstu? Frekari lestur opin-
berar skyndilega allt annan hugar-
heim, þ.e. veröld hassista og annarra
vímudýrkenda í stórborginni, þar sem
menn „pæla” sinnulausir fremur en
„kýla” aforku.
Nýtt viðhorf
Áfengi hefur verið talsvert fyrir-
ferðarmikið i íslenskum nútímabók-
menntum, minnst hefur veriö á annað
„dóp” á stöku stað, en ég man ekki
eftir heilli skáldsögu með dópistum
sem aðalpersónum fyrr en nú. Sú stað-
reynd endurspeglar eflaust breytt við-
horf og nýja tíð. Eins og vænta má,
hafa „dóp”bókmenntir hins vegar
grasserað í Bandaríkjunum hin síðari
ár en viðhorf höfunda hafa breyst þar í
landi með árunum. „Dóp”dýrkun
sjötta áratugsins hefur sjatnað, trúboð
Timothy Learys er fyrir bí og blóma-
börnin frá 1968 hafa snúið til sins
heima eða þá sigla um San Francisco
sem stefnulaus reköld. Draumurinn er
áendaog nirvanareyndisttálsýn.
Heimur tálvona
Höfundur gengur út frá þessu and-
rúmslofti vonleysis og tálvona, þar
sem fólk vafrar um iðjulaust, bíður
eftir næstu pípu, stundar Kabbala-
kukl, talar hrognamál vímudýrkenda
(og glósur fylgja aftast i bókinni) og
hefur ofan af fyrir sér með að „díla”,
þ.e. selja öðrum hass eða pillur. Um-
hverfi þeirra er ekki nafngreint og það
skiptir e.t.v. ekki öllu máli, en virðist
þó eftir öllum sólarmerkjum vera
Kaupmannahöfn. Menn tala um að
taka ferjuna og selja Svíum „dóp”.
Kristjanía er sjálfsagt ekki langt
undan. Söguþráður er einfaldur.
Stúlka sem kallast „prinsessa” er á
flækingi með börn sín tvö og tvo
félaga, og þau setjast upp hjá öðrum
ertir
Magneu J. Mattliíasdóttur
Magnea J. Matthlasdóttir.
rænuleysingjum. Þar líða dagarnir við
reykingar, ástaratlot og „dilingar”.
Ráðvillt prinsessa
Smátt og smátt heltast menn úr lest-
inni, einn er handtekinn fyrir hass-
smygl og aðrir kjósa að ganga borgara-
legu lifi á hönd, fá sér atvinnu, eignast
börn, buru og bíl. 1 lokin er prinsessan
nær ein eftir, eins ráðvillt og hún var í
upphafi og við skiljum við hana þar
sem hún gerir sig líklega til að hefja
„dílingar” sjálf. Samhliða þessu er rak-
in sagan af „prinsinum” og ævintýrum
hans, leit hans að konu sinni, börnum
og hamingju, i hreinum fabúlu-stil.
Nú er bókmenntalegt mat oft byggt
á tvenns konar viðmiðun, annars
vegar bókmenntalegri og hins vegar
lifsreynslu. Nú þekki ég ekki þær að-
stæður sem höfundur lýsir, en finnst
frásögn hans af hvunndagslegu basli
hassistanna hanga nokkuð vel saman
sem sköpunarverk, ergó bókmenntir.
Grafið undan
raunsæi
Þó finnst mér gæta tveggja höfuð-
galla í verkinu. Er annar þeirra tækni-
legs eðlis en hinn varöar afstöðu höf-
undar til þess sem hún lýsir. Tækni-
lega séð á ég erfitt með að skilja til-
gang ævintýris prinsins inn á milli
raunsærri kafla. Það hlýtur að grafa
undan raunsæinu og virkar hreinlega
ekki sem einhvers konar táknræn sam-
svörun. Meðan prinsinn stefnir
ótrauður að einhverju marki, situr
prinsessan föst í vitahring allan tím-
ann. Sömuleiðis finn ég afar lítiö sem
tengir söguþræðina tvo frá kafla til
kafla. 1 öðru lagi fórnar höfundur tals-
vert miklu á altari þess „andrúms-
lofts” eða „stemmningar” sem hann
leitast við að lýsa, einkanlega allri per
sónusköpun. Ekkert er látið uppi um
uppruna fólks, aðdraganda þess lífs
sem það nú lifir, tilfinningar og ástæð-
ur þeirra. Það er þarna einfaldlega á
flækingi eins og máðar dúkkulísur sem
við höfum litla sem enga samúð með.
Orsök og afleiðing
Eðli þessa „súb-kúltúrs” og tengsl
hans við islenskt þjóðlif verðskulda
vissulega rækilegri umfjöliun. En það
er einmitt í þeim tilfellum sem höfund-
ur gerir sig liklegan til að kafa undir
yfirborðið að tvíræðni eða óákveðni
hans kemur í Ijós. í öðrum kafla lætur
hann að þvi liggja að utangarðsfólkið
sé að einhverju leyti afkvæmi „borgar-
innar”: „Borgin er krabbamein á lík-
ama landsins. Rotinn blettur, sem
eitrar meir og meir út frá sér. Skrímsli
sem gleypir í sig alla hreina bletti.
Vanabindandi eitur.” (bls. 13). En
þegar liður að lokum bókarinnar og
sagan og ævintýrið renna saman, þá er
sögupersónum gefinn kostur á því að
velja á milli tveggja heima, heims
vimugjafanna og hinnar eiginlegu ver-
aldar, sem kemur varla heim og saman
við fyrri tilraunir höfundar til orsaka-
tengsla. í umræddum kafla má einnig
skilja það á höfundi að hann leggi að
jöfnu hassheiminn og allt það sem
er utan þess hrings og eru ýmsir lausir
endar á þeirri staðhæfingu. Þrátt fyrir
þessar og aðrar brotalamir, er þó
fengur í þessari bók sem heimild um
ákveðinn hugsunarhátt.
Athugasemd frá Vegagerð ríkisins:
EINBYLISHUS OG VEGIR
Vegna skrifa Hafsteins Sig-
urðssonar, ísafirði, i Dagblaðinu
14. okt. sl. með yfirskriftinni „Vega-
gerð ríkisins byggir einbýlishús í stað
vega” vill Vegagerö rikisins taka það
fram að sundurliðað er i þingsályktun
um vegáætlun það fjármagn sem fara
skal til vegagerðar annars vegar og
byggingaframkvæmda hins vegar.
Dylgjur þess efnis að Vegagerð
ríkisins noti það fjármagn til hús-
bygginga sem Alþingi hefur ákvarðað
til vegagerðar, m.a. á Vestfjörðum,
eru úr lausu lofti gripnar og þeim vísað
á bug sem staðlausum.
Væntum vér þess að ofangr.
athugasemd fái inni í blaöi yðar sem
fyrst.
Virðingarfyllst,
Gunnar Gunnarsson
deildarstjórí