Dagblaðið - 20.10.1978, Side 7

Dagblaðið - 20.10.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978. Brádabirgðalögin um skattahækkanir íframkvæmd f Reykjavík: 8520 EINSTAKLINGAR OG LIÐLEGA 2 ÞÚSUND FYRIRTÆKIFÁ BRÉF — hæsti einstaklingurinn fékk yf ir sex milljóna viðböt I viðbótarskattskrá Reykjavikur vegna bráðabirgðalaganna kemur fram að af þeim 8.520 einstaklingum sem fá viðbótargjöld er 12 gert að greiða meira en hálfa aðra milljón. Alls nema umframgjöld á einstaklinga tæpum639 millj. Guðmundur Jörundsson, sem gerði út togarann Narfa, fær mestu viðbót- ina, tæpar 6,2 millj., þá Þorvaldur Guðmundsson kaupmaður í Síld og fisk, tæpar 5,3, Páll Guðmundsson skipstjóri (Guðmundur RE), rúmar 3,2, Jón Franklín Franklínsson, sem m.a. gerði út Austra og Suðra, liðlega 3, Helga Jónsdóttir, ekkja Sigurliða Kristjánssonar i Silla og Valda, rúmar 2,8, Ingimundur Ingimundarson skip- stjóri 2,6, Guðmundur Þengilsson byggingameistari, sem var hæsti gjald- andi í Reykjavík er síðasta skattskrá kom út, rúmar 2,1, Pálmi Jónsson kaupmaður í Hagkaupi 1,9, Valdimar Þórðarson kaupmaður í Silla og Valda tæpar 1,9, Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari liðlega 1,7, Daníel Þórarinsson kaupmaður i Vinnufata- búðinni tæpar 1,6 og Gunnar Haf- steinsson, sem gerði út togarann Freyju, liðlega 1,5 milljón. Þá var bætt á 2.050 félög í Reykja- vík upp á samtals liðlega einn milljarð. Átta félöggreiða yfir 10 milljónir í við- bótarskatta. Mest greiðir SlS, tæpar 65 milljónir, þá Eimskip, tæpa 51 milljón, Olíu- félagið hf. (Esso), tæpar 44, Skelj- ungur, liðlega 32, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, tæpa 21, IBM; tæpar 17, Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan Hafnarhvoli liölega 11 og Fálkinn hf. rúma 10 og hálfa milljón. Á öllu landinu fengu 22.911 ein- staklingar viðbótarskatta og 4.048 félög. Af álögum einstaklinga vó eignarskattsauki þyngst á metunum, þá sérstakur skattur af atvinnurekstri og loks tekjuskattur. Sérstakur skattur af atvinnurekstri var hærri liðurinn hjá fyrirtækjunum en hinn liðurinn er éignarskattsauki. -G.S. Um sovézka kvikmyndadaga í tilefni af 60 ára afmæli októberbylt- ingarinnar mun sovézka sendiráðið sýna þrjár kvikmyndir I Laugarásbiói 1 dag og næstu tvo daga. Byltingarafmælið er jafnframt afmæli listrænnar kvikmynda- gerðar þar 1 landi. Fræg er setning Lenins gamla: „Kvikmyndalistin er mikilvægust allra lista”. Og á fyrstu árum eftir byltinguna litu dagsins ljós mörg af helztu meistaraverkum kvik- myndasögunnar. Má þar nefna Beiti- skipið Potemkin, Alexander Nevsky og Ivan grimma eftir Eisenstein, Móðurina eftir Pudovkin, Vopnabúrið og Jörð eftir Dovzhenko svo eitthvað sé nefnt. Lítið sézt hér Á síðustu árum höfum við lítið séð af merkilegum myndum frá Sovét, að myndum Andrei Tarkovskys og Larissu Shepitko undanskildum, en þau tvö má hiklaust telja með áhugaverðustu leik- stjórum sem starfandi eru í dag. Þær myndir sem hér verða sýndar voru valdar með það i huga að sýna sem flestar hliðar samtímakvikmyndagerðar i Sovétríkjunum. Ein er gamanmynd, önnur ballettmynd og sú þriðja raun- sæismynd. Allar myndirnar eru með enskum skýringartexta. Eigin skoðanir Leikstjóri er Yuli Karasik en hann hefur m.a. gert mynd eftir leikriti Chek- hovs, Mávinum. Með eitt af aðalhlut- verkunum fer Lyudmilc Chursina sem er gestur sovézku kvikmyndadaganna, Myndin gerist í stórri verksmiðju. At- vinnusálfræðingurinn Petrov og félags- fræðingurinn Olga eru fengin á staðinn til þess að rannsaka.tafir í framleiðslunni og af hverju verkamenn ráða sig burt frá verksmiðjunni. Þessi mynd er sögð gefa góða mynd af lifnaðarháttum í Sovét i dag. Myndin verður aðeins sýnd einu sinni, í kvöld kl. 8.30. Ivan grimmi Höfundar þessarar ballettmyndar, þeir Vadim Derbenev og Yuri Grigoro- vich, hafa áður starfað saman með góðum árangri, t.d. gerðu þeir ballett- myndina Spartacus nýlega. Báðar þessar DIMMER minnkar eða eykur lýsinguna, eftir því hvað við á RAR'ORUR Sl= LAUGARNESVEG 52 -• SÍMI 86411 myndir eru gerðar af Bolshoj leikhúsinu í Moskvu. Ballettinn er byggður á sögu ívans grimma sem varð fyrstur til að sameina Rússa í eitt ríki á 16. öld. Ball- ettinn segir frá brúðarvali ívans og ill- indum innan hirðarinnar sem því fylgja. Helztu dansarar eru Jurí Vladimirov, Natalia Bessmertnova og Boris Akimov. Þessi mynd ætti að njóta sín vel á breið- tjaldinu í Laugarásbiói. Myndin verður sýnd kl. 5,7 og 9 á föstudag. Ástarsaga af skrifstofu Leikstjóri þessarar gamanmyndar er Eldar Ryazanov. Hann hefur nær ein- göngu fengizt við gerð mynda af léttara taginu. Myndir hans hafa þó oft haft al- varlegan undirtón og vona ég að hér sé á ferðinni nöpur satíra á skrifstofuveldið í Sovét. Myndin gerist á einni af hinum ó- teljandi skýrslugerðarskrifstofum Moskvuborgar. Skrifstofustjórinn, sem Friðrik Þ. Friðriksson er kvenkyns, er í augum starfsmanna hennar óaðlaðandi persóna sem gengst upp í starfinu. Undirmaður hennar er miðaldra metnaðarsneiddur skriffinnur. Fyrir einhvern misskilning takast með þeim ástir sem draga dilk á eftir sér. Þessi mynd verður aðeins sýnd einu sinni, þ.e. á laugardagskvöld kl. 21. Atríði úr ballettinum Ivan grímmi. .\V \ \l , lll I I// ♦ LAUGARDAGS- MARKAÐUR / / L/ /, (LL. SIMCA: 1508 GT 1977 1100 GLS 1974 1100 GLS .... 1975 1100 GLS .... 1976 Rancho .... 1977 Toyota Landcr .... 1966 Torino station . .. .1971 VWPassat 1974 VW1200L 1976 Saab 99. .. 1972 Mazda 929 .................. 1977 Mazda 929 station..........1975 Mazda 929 station............1978 Bílarnir eru f okkar bjarta og glæsilega bílasal PLYM0UTH: Volaré Premier..........1977 Valiant.................1975 Duster..................1970 Chevrolet Concours......1977 Plymouth Volaró Premier 77, 4dr glœsilegur fólksbíll I sórfíokki - látið ekki happ úr hendi sleppa. Cortina...............1974 Oldsmobie.............1969 Staðgreiðslutilboð óskast í góðan Int- ernational Scout jeppa órgerð 1974 — gott tækrfæri fyrir fjáðan. VILTU SEUA7VILTU SKIPTA? VILTU KAUPfl? OPIÐ KL.10-17 Á MORGUN, LAUGARDAG CHRYSLER nnnn bjuu £ SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.