Dagblaðið - 20.10.1978, Side 9

Dagblaðið - 20.10.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978. 9 Atlantshafsbandalagið ráðgerir að koma upp herstöð við Stornoway á Hebrideseyjum vestur af Norður- Skotlandi, sem gæti komið í stað stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Að jtessu eru leiddar likur í grein er birtist í tímaritinu New Statesman hinn 13. október siðastliöinn. Höfundur er blaðamaöurinn Brian Wilson. Vitnar hann meðal annars til John Erickson prófessors við Háskólann i Edinborg, sem einnig starfar við rannsóknardeild vamar- mála við sama skóla. Greinin birtist i New Statesman undir safnheitinu „Notes on Politics and Power” og fer hér á eftir í beinni þýðingu. Fyrirsögnin er: Ný Nato herstöð á Skotlandi. „Er varnarmálaráðuneytið að ráðgera að setja upp herstöð fyrir Atlantshafsbandalagið við Stornoway á Hebrideseyjum. Opinberlega heitir þetta að ráðuneytið óski eftir heimild til að skipuleggja stækkun herflug- vallar við Stornoway, til að hann geti orðið fullnægjandi varavöllur ef til styrjaldarástands kæmi. Óopinberlega er talið, að þarna eigi að byggja upp herstöð fyrir Atlants- hafsbandalagið sem gæti komið í stað eftirlitsstöðvarinnar við Keflavík á Islandi. Stjórnmálaleg ógnun gegn Atlants- hafsbandalaginu er mun minni nú á Íslandi en var árið 1974 þegar þáver- andi vinstri stjórn var í óða önn að vinna að samningum um brottflutning herliðs Atlantshafsbandalagsins i áföngum. Nýja vinstri stjórnin á íslandi stefnir einungis að endurmati á varnarmálastefnunni. Þrátt fyrir þetta verður að telja herfræðilegar röksemdir fyrir því, að rétt sé að flytja stöð Atlantshafsbandalagsins frá Keflavík, mjög sterkar. John Erickson prófessor við Edinborgarháskóla sem einnig starfar við varnarmálarannsóknarstofnunina við sama skóla segir: „Ef Norður- Skotland væri ekki þar sem það er yrði hreinlega að koma þvi upp. Frá sjónarmiði herstjórnaraðila eru stöðvarnar þar ómissandi.” John Erickson prófessor segist sjá það fyrir, að eftirlitsflug af því taginu, sem stundað sé frá Keflavíkurflugvelli muni tapa gildi sínu jafnhliða aukningu eftirlitsflugs með lang- fleygum flugvélum (starfsemin á Keflavíkurflugvelli er nefnd „Mid- range eftirlitsflug, þ.e. nokkurs konar flug af meðallengd). Aftur á móti telur prófessorinn að eftirlitsflug á minni svæðum muni aukast. Þess vegna muni þýðing Norður-Skotlands aukast hvað þetta varðar, vegna þess að þar sé sá staður, sem næstur er því hafsvæði þar sem sovézk skip og flug- vélar koma út á Norður-Atlantshafið og jafnhliða kæmi til greina að setja upp herstöð. Hebrideseyjaráðið hefur hafnað því að veita samþykki sitt fyrir að varnar- málaráðuneytið hefji áætlanagerð um stækkun herflugvallarins við Storno- way. Nýlega hefur ráðinu aftur á móti borizt bréf frá áðurnefndu ráðuneyti. Þar er ráðinu álasað þunglega fyrir að tefja með háttalagi sínu mjög mikil- vægt verkefni. „Allir tafir á fram- kvæmd þessa verkefnis mundu valda okkur miklum áhyggjum,” segja þeir varnarmálaráðuneytismenn. „Áætl- anir okkar varðandi þetta mál eru þegar komnar vel á rekspöl,” sögðu — herfræðileg rök mæla með flutningi til Hebrideseyja þó nýja vinstri stjórnin sé lítil ógnun, segir f brezka tímaritinu New Statesman þeir ennfremur i bréfinu.” New Statesman hinn 13. þessa Þannig hljóðar greinin i tímaritinu mánaðar. Óveður á Mallorka Einn maður fórst og nokkrir slösuðust í gífurlegum stormi sem gekk yfir Mallorka i gær. Siglingar á milli meginlands Spánar og eyjarinnar féllu niður um nokkurn tima. Vegir lokuðust vegna flóða og vitað er að ávaxtaakrar skemmdust mjög mikið. REUTER Kennarinn varákafií heróínsmyglinu Fimmtugur belgískur kennari var handtekinn á flugvellinum með 27 kíló af heróíni, sem hann ætlaði að smygla til Brussel. Hefði verið hægt að selja heróinið á jafn- virði tólf milljarða á svörtum markaði. Kennarinn hefur viður- kennt að hafa stundað smygl á heróíni í kílóatugum. Flyturherínn af Vellinum tl! Skotlands? Erlendar fréttir Washin^ton: Fundaðmeð lan Smith eftir loftárásir á skæruliða íZambíu Brezkir og bandarískir embættismenn munu i dag halda áfram viðræðum við lan Smith forsætisráðherra Ródesíu og kanna möguleika á fundi allra deiluaðila í Ródesíudeilunni. Fundahöld í dag voru að sögn ákveðin áður en vitað var um árásir Ródesiuhers á stöðvar skæruliða innan landamæra nágranna- ríkisins Zambiu. Þá gerðu flugvélar frá Ródesíu fjörutíu og fimm mínútna loftárás á skæruliðabúðirnar og að sögn sjónar- votta féllu mjög margir. Að sumra sögn allt að fimm hundruð manns. Nkomo, einn höfuðleiðtogi skæruliða, sagði það ekki rétt sem forsvarsmenn Ródesíuhers segðu, að þarna hefði verið um að ræða höfuðstöðvar skæruliða. Þeir sem fallið hefðu fyrir kúlum Ródesíuhers hefðu verið börn og unglingar og jafnvel blindir sjúklingar. Utanríkisráðuneytiö í Washington hefur harðlega fordæmt loftárásirnar og segir að þær geri ekkert annað en aö auka á vandann 1 þessum heimshluta. t yftrlýsingu ráðuneytisins er Itrekað að nauðsynlegt sé að fmna lausn á deilunum 1 Ródeslu hið allra fyrsta. oklíarspararþérmörg sporin í framtíðinni Við tökum okkur upp með allt okkar hafurtask úr húsi Hótels Esju á næstu helgi og höfnum í Toll- húsinu við Tryggvagötu. Gengið erinn í vesturenda hússins. greiðsla flugfylgibréfa. Þú getur innleyst fraktbréfið og lagt það í toll í sama húsi ásamt öðrum innflutn- ingsskjölum. Ekki skaðar heldur að gjaldeyrisbankarnir eru í aö- eins nokkurra skrefa fjarlægð. Þar verða því farmsöluskrifstofur okkar og af- Athugaðu að símanúmer Flugfraktar verður nú hið sama og aðalskrifstofu Flugleiða. FLUGLEIÐIR Sgjfrakt Tollhúsinu v/Tryggvagötu sími 27800

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.