Dagblaðið - 20.10.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 20.10.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978. Er mengunin vandamál? Spuming segir Páll Zóphóníasson bæjarstjóri Vestmannaeyjum Siglufjörður: Töluvert vandamál „Já, mengunin er töluvert vanda- mál hér,” sagði séra Vigfús Þór Árna- son; varaforseti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar er DB hafði samband við hann nýlega, þar sem bæjarstjórn Siglufjarðar hafði samþykkt á fundi sínum 12. október sl. að óska eftir viðræðum við stjórnendur Sildarverk- smiðju ríkisins um leiðir til að koma í veg fyrir mengun í sjó og lofti frá verk- smiðju SR á Siglufirði. „Verksmiðjan er 1 gangi stóran hluta úr árinu,” sagði Vigfús. „Hér er bæði um að ræða mengun frá reyknum og mengun í sjó af völdum úrgangs eða grúts frá verksmiðjunni. Þeir í dráttarbrautinni eiga oft erfitt með að draga upp báta vegna þess hve grúturinn er mikill, og reykurinn frá verksmiðjunni liggur yfir öllum bænum og oft er erfitt að anda að sér loftinu. Sérstaklega er ástandið slæmt í barnaskólanum, en hann er á versta stað i bænum. Þessi verksmiðja er vissulega lífgjafi okkar hér en hún hefur alveg orðið útundan í sambandi við mengunarvarnir, og við hljótum að gera kröfu til að úr því sé bætt. Það er vissulega dýrt en það er tillaga okkar í bæjarstjórninni, að öll þessi mál verði tekin til athugunar og eitthvað gert sem fyrst. Þar er þýð- ingarmest að hreinsiútbúnaður verði settur á reykháfinn því eins og á- standið er nú er loftið hér mjög þungt bæði utanhúss og innan.” Bolungarvík: í undirbúningi að koma upp löndunarkanti DB hafði einnig samband við nokkra aðra staði þar sem loðnubræðsla er í gangi og kannaði ástandið i mengunarmálum. Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík sagði: „Jú, það hefur komið upp vandi hér i sambandi við þetta. Það bar á því i sumar að grútur komst í höfnina, en ekki ber á því lengur. Einnig hefur komið upp smá vandamál í sambandi við að óþrifn^ð- ur vill berast út með bílunum sem keyra með loðnuna. í undirbúningi er að koma upp löndunarkanti og þá leysist þetta vandamál. Þá verður dælt beint upp í loðnuþrærnar og við gerum okkur vonir um að það verði komið í gagnið á næsta ári. Um vanda- mál af völdum reyksins er ekki að ræða þar sem norðaustan átt er ríkjandi hér og reykinn leggur ekki yfir bæinn nema tiltölulega fáa daga á ári.” Seyðisfjörður: Ekki meira vanda- mál en áður Jóhann Sveinbjörnsson á bæjar- skrifstofunum á Seyðisfirði hafði þetta að segja: „Mér finnst þessi mengunar- mál blásin dálitið upp. Ég er alinn upp hér á staðnum og man ekki eftir öðru en meiri og minni grút. En þegar einhver umhverfisverndarráð vantar eitthvað til að blása upp, þá er þetta blásið upp. Þetta er alls ekki meira vandamál en áður og er aðeins vanda- mál örfárra manna." Grindavík: Mjög gott ástand Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grindavík sagði: „Ég álít að ástandið í þeim efnum sé mjög gott hér. Við erum hér við opið Atlantshafið og hreinsun og endumýjun er því mjög mikil. Strompurinn hér er einnig hærri en víða annars staðar. Þá má einnig benda á aö sama og ekkert skólp rennur í höfnina, heldur rennur það i sjó utan hafnargarðanna. Ástandið hér er því alls ekki slæmt og engar kvartanir hafa borizt.” Vestmannaeyjar: Reynt að hreinsa höfnina Páll Zóphóníasson, bæjarstjóri I Vestmannaeyjum sagði: „Það liggur náttúrlega I hlutarins eðli að alls staðar þar sem þessar verksmiðjur eru verður fólk vart við lyktina af þessu. Það mætti auðvitað setja upp hreinsiútbúnað en gallinn er sá að allur sá hreinsiútbúnaður sem er á markaðnum í dag krefst svo mikils vatns, að það yrði ekkert vatn eftir til annarra hluta. Reykháfarnir hafa verið hækkaðir en eftir sem áður er þetta fyrst og fremst spurning um með hvaða hugarfari maður umber þessa lykt. Þá er einnig verið að reyna að hreinsa höfnina. Víðast hvar hefur þessum málum verið þannig háttað að holræsin hafa legið í höfnina. Núna er verið að grafa hér þvert yfir höfnina og verða lagðar leiðslur undir hana. Síðan verður byggð hér dælustöð á næsta ári sem mun dæla skólpinu undir höfnina og norður fyrir Eiði. Menn eru hér með vakandi augu fyrir þessum málum, en hraðinn ræðst náttúrlega af fjármagninu, en hreinsun hafnarinnar hefur haft töluverðan forgang hér. Þá er náttúrlega sama vandamál hér eins og annars staðar í sambandi við húsa- sorp. Við höfum fram að þessu notað gryfju uppi í Helgafelli og sjóinn líka, en nú höfum við fest kaup á vél, sem á að mala sorpið. Það hefur þó komið upp eitthvert vandamál i sambandi við þá vél og hefur hún ekki verið sett upp ennþá. Selfyssingar -hafa keypt sams konar vél og við fylgjumst vel með hvernig til tekst hjá þeim.” Akranes: Ástandið batnað mikið Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi sagði: „Hér eru það einkum tveir aðilar sem valda menguninni, þ.e. Sementsverksmiðja rikisins og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akra- ness, en báðir þessir aðilar eru að gera ráðstafanir til úrbóta Þannig hefur Sementsverksmiðjan sett nýjan „hatt” ofan á strompinn til að fyrirbyggja að reyknum slái niður með strompinum, en áður fór allt niður i 1/3 af hæð strompsins. Einnig fá þeir nýjar ryksiuvélar næsta sumar, þannig að verið er að bæta þetta. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan er búin að taka i notkun 43 metra háan skorstein, en hann var áður aðeins nokkurra metra hár. Með tilkomu hans hefur ástandiö á neðri Skaganum batnað mikið. Það er óhætt að segja að fullur vilji sé hjá báðum þessum aðilum, en fjárhagur þessara fyrirtækja er þannig að þess er ekki að vænta að þau geti tekið stór stökk í einu. Þó var það töluvert stórt stökk og mikil bót að fá nýja skor- steininn. Annað sem valdið hefur vandræðum er fok skeljasands úr geymslu Sementsverksmiðjunnar I miklu roki. Hann vill fjúka dálitið yfir bæinn og við erum að vonast til að sementsverksmiðjan geri bót á því máli fyrir veturinn. Þar er verið að leita að leiðum, en þær hafa ekki fundizt ennþá.” Keflavfk: Eilífðarstríð Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík sagði: „Það að olíusori hafi fundizt í Njarðvíkurlandi litum við mjög alvarlegum augum, því að ef þetta er slæmt ástand þarna uppi á Velli þá er það yfir vatnsbólunum okkar og gæti því verið alvarlegt fyrir okkur. önnur mengunarmál eru helzt grúturinn í höfninni og loftmengunin frá Fiskiðjunni sjálfri, en það mál hefur verið ejlífðarstrið hér. Núna er hins vegar verið að koma upp betri tækjum þar, en þó hefur það gengið alltof hægt. Einnig er slæmt ástandið umhverfis verksmiðjuna sjálfa,” sagði 1 Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavik að lokum. IMU A MEÐAN A HUSGAGNAVIKUNNI STENDUR BJODUM VIÐ DROPA SKAPA- OG HILLUSAMSTÆÐUNA Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI Verslið hjá fram- leiðanda Veljum íslenskt Veríð ve/komin í BAS NR. 16 á húsgagnavikunni og skoðið okkar fjölbreytta húsgagnaúrval A.GUÐMUIMDSSON HF Húsgagnaverksmiðja Skemmuveg 4, Kópavogi — Sími 73100

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.