Dagblaðið - 20.10.1978, Side 17

Dagblaðið - 20.10.1978, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 21 BEE GEES OG STIGWOOD SITJA NÚ FRÆGDAR- TINDINN Robert Stigwood hefur gert þrjár stórmyndir nú á stuttum tima og hver veit nema hann haldi áfram á þessari braut. fifffím 4 s z* t I i t • Bee Gees bræðurnir Barry og Robin Gibb geta nú siglt áhyggjulaust áfram um ókomna framtið, allavega hvað snertir QármáUn. Þó þessir kappar sem við sjáum á myndunum sitji hér i sófum, þá sitja þeir líka á toppnum. Robert Stigwood og bræðurnir Barry og Robin Gibb (Bee Gees) hafa nú gert það svo gott í kvik- myndaheiminum að það er eðlilegt að þeir brosi. Robert Stigwood sem er 44 ára hefur á skömmum tima gert þrjár toppmyndir. Það eru þær Saturday Night Fever, Grease og nú Sgt. Pepper. Allar þessar myndir hafa verið mjög umtalaðar og hefur komið upp alls kyns æði í sambandi við þær tvær fyrstu. Bee Gees eiga einnig stóran þátt í því að kvikmyndirnar urðu svo frægar, með söng sínum. Hljómplötur nteð lögum úr kvikmyndunum hafa selzt i milljónaupp- lagi um allan heim. Bræðurnir og Stig- wood þurfa því ekki að kvíða framtíð- inni hvað fjármál snertir. NV hárgreiðsla fyrir sítt hár. HAUSTTÍZKAN: Nakin undir vest inu eða jakkanum Vesti eru nijög mikið í tízku núna og verða það áfram í vetur. Vesti má nota við buxur, pils og kjóla. Þau eru líka mismunandi, sum prjónuð eða saumuð, síð eða stutt. Herravesti hafa oft orðið vinsæl hjá kvenfólkinu, og eru þau nú enn einu sinni komin i tízku. En ekki eru þau notuð eins og áður, heldur er það há tízkan að nota þau eins og þau koma fyrir og án þess að nokkuð sé notað innan undir. Konan skal því nú vera nakin undir karlmannsvesti (að sjálfsögðu má hún vera i buxum eða hverju sem hún vill), en ekki er lengur ætlazt til að verið sé i skyrtum undir vestunum. Ekki eru það bara vesti sem eru allsráðandi í tízkunni. Jakkar eru einnig mjög vinsælir. Það nýjasta er að konan noti jakkann eintóman við buxur eða pils, skyrtan eða peysan séu óþarfar. Níaðurinn á myndinni er enginn annar en Peter „Columbo” Falk, sem stendur eins og illa gerður hlutur undir regnhlifinni sinni. Falk er þama að æfa atriði í nýrri mynd er hann leikur I um þessar mundir, en hún nefnist The Brink’s Job. Ætla mætti að Falk væri að leika Charlie Chaplin, þvi ekki er Til að punta upp á bera bringuna innan undir jakkanum er höfð slaufa eða slifsi. Þessi nýja kvöldtízka, en svo er hún kölluð, gengur mikið út á skartgripi og á að skreyta sig hátt og lágt með alls kyns nælum og blómum. Mikið er um að fjórar til fimm nælur sjáist i einum jakkakraga. Innanundir kjólum sem notaðir eru við vinnu eða heima og kallaðir eru hversdagskjólar á nú að nota buxur. Vinsælustu dagkjólar í vetur verða þeir sem bera keim af einkennisfötum. Þar má nefna t.d. matrósakjóla m/háu mitti, lausfallandi kjóla með berustykki, kjóla með standkraga og þrönga kjóla með hárri klauf á hliðinni, svo sjáist í fæturna. Annars má gegja að allt sé i tízku, en samt sem áður kemur eitthvað nýtt i hverri viku og auðvitað reyna allir að fylgjast með. hann ósvipaður honum þar sem hann stendur þarna. En svo er þó ekki. Myndin á að gerast um 1950 og fjallar hún um Boston ræningja, og er Columbo einn þeirra. Það má segja að hann snúi sér ekki til hins betra eftir að vera búinn aö leika lögregluforingja í mörgum myndum. Columbo gerist óheiðarlegur — í nýrri kvikmynd sinni

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.