Dagblaðið - 20.10.1978, Side 28

Dagblaðið - 20.10.1978, Side 28
-------------; „Að gjalda keisaranum sitt...” Gamla fólkið fær líka sinn „glaðning” Meöal þeirra sem fá nýjan „glaðning” frá skattayfirvöldum landsins þessa dagana er margt fólk af eldri kynslóðinni. Ein þeirra er hún Helga Jónsdóttir, senn 83 ára gömul, en hún hefur í meira en hálfa öld búið í Reykjavik. Árið 1977 voru hreinar tekjur til skatts hjá Helgu 830.500 krónur. Yfirvöld gerðu henni að greiða 56.954 krónur af þeirri upphæð, — og nú telja þau rétt að bæta aðeins við skatta gömlu konunnar, — eða 48.907 krónur til viðbótar. Helga býr að Holtsgötu 1 ásamt dóttur sinni, og hefur hún haft einhverjar smávægi- legar tekjur af leigu á húsnæði auk ellistyrksins síns. Ekki er Helga þó búin að gjalda keisaranum sitt þvi fasteignagjöld þurfti hún að inna af hendi, eitthvað rétt yfir 100 þúsund krónur. Helga Jónsdóttir sótti i ár um niður- fellingu eða lækkun skatta, enda ekki miklir peningar sem henni var ætlað að lifa af. Svar yfirvalda var neikvætt, henni var algjörlega synjað um lækkun hvað þá niðurfellingu. -JBP. Þátttakendur i maraþondanskeppni Klúbbsins æfa sig fyrir 13 tima dansinn við „dúndrandr’ diskómúsik f gærkvöld. DB-mynd: Ragnar Th. Sunnudagskvöldsfárið: Maraþondansdrottning og kóngur dansa í 13 tíma Það er hætt við að svitinn drjúpi af einhverjum skrokknum í Klúbbnum, þegar dansleik lýkur þar á sunnudags- kvöld. Sautján pör — 34 ungmenni í allt — hafa nefnilega í hyggju að dansa þar viðstöðulaust í þrettán klukkustundir í maraþondanskeppni á vegum hússins. Maraþondanskeppnin hefst á hádegi á sunnudag og á að ljúka kl. 01 aðfaranótt mánudags. Þá tilkynnir formaður dómefndar, Heiðar Ástvaldsson dans- kennari, hver hefur sigrað og verða þá krýnd Maraþondansdrottning og kóngur Islands 1978. Sigurvegarar verða leystir út með bikar og blómum. Klúbburinn verður opinn allan daginn og er fyrirhugað að hafa sér- stakan dansleik fyrir yngri borgara á tímabilinu frá kl. 14—17. Vínveitingar verða ekki að deginum. Fimmtíu manns lýstu sig reiðubúna til keppninnar, en rúmsins vegna varð að skera fjölda þátttakenda nokkuð niður. ÓV. Hef ur Salvador ekki heyrt um deiluna um Kjarvalsstaði? Samtök myndlistarmanna íhuga nú enn einu sinni að sniðganga Kjarvals- staði með sýningar á verkum sínum, samkvæmt heimildum sem DB telur á- reiðanlegar. Þannig virðist enn hafa skorizt í odda með listamönnum og hús- stjórn Kjarvalsstaða. Þá hefur heyrzt að listgagnrýnendur einhverra dagblaðanna hafi í huga að sniðganga sýningar á Kjarvalsstöðum. Ekki eru þó ennþá nein samtök um þá afstöðu. Annaðhvort er að Salvador Dali, lista- maðurinn heimskunni, hefur ekkert frétt af þessu eða þá að hann vill ekki hafa samstöðu með listamannasamtökunum hér. -BS. SKATTSTJÓRI Alagningarseðill vegna IV kafla bróðabirgðalaga r Ntfn HELGA JONSDOTTIR Nalnnúmer 3917- 0A42 Fæðingardagur og 4r 14.01.96 Númar kaupgrsiðandr Lóghaimili 1. dos. 1977 Pósutöö Svsitsrlílsg HOLTSGATA 1 101 REYKJAVIK REYKJAVIK Alagning gjalda og gjalddagar Eignartkattsauki Súrstakur tekjuskattur Súrsiakur skatlur Samtals 48.907 48.907 l.nóv. 1978 l.des. 1978 l.jan. 1979 l.feb. 1979 Gjalddasar 12.24 7 12.220 12.22Q 12.220 Stofnar til útreiknlngs eignarskattsauka og sérstaks tekjuskatts 1 Eignsrskattur skv. skattskrá 1978 án 1% álagt 2 Skattgialdstakjur skv. 9. gr. 3 lekjum ogW ska'ttg'isWstekjum 4 Frádráttur vegna tjolskyldu 1 Barnalj. 5 Stoln tyrir sérstakan tekju- skatt skv. 9. gr. 97.815 Stofnar tll útreiknlngs sérstaks skatts 6 tekjur af atvinnurekstri ofia sjálfstœðri starfsemi Skýringar Um Innhelmtu, sbr. 12. gr. Skattar þesslr skulu Innhelmtlr af sðmu aðllum og Innhelmta tekju- skatt og elgnarskatt Innhelmtu skatta skal sklpta Jafnt á fjóra gjalddaga, 1. nóv. 1978, 1. des. 1978, 1. Jan. 1979 og 1. feb. 1979, Um dráttarvexti og Innheimtu þelrra 'skal fara eftlr ákvmðum er gllda um Innheimtu tekjuskatts og eignarskatts, sbr. 46. gr. laga nr. 68/1971 með siðari breytingum. Um stofna tll útrelknfngs Reltur 1. Stofn til álagningar elgnarskattsauka, sbr. 6. gr.. er álagður elgnarskattur gjaldársins 1978 að frádregnu 1% áiagl. Framh. á b IB Helga Jónsdóttir — nær 83 ára og fær að greiða riflega af litlum tekjum. DB-mynd R.Th.Sig. Nýi álagningarseðillinn hennar Helgu. Fulltrúi Búvörudeildar SÍSum sauðaútflutninginn: „Býst ekki við að sótt verði um útflutnings- leyfi” - saugirnir því aflífaðirí heimalandinu „Ég býst ekk: við að sótt verði um útflutningsleyfi fyrir sauðina úr þessu,” sagði Skúli Ólafsson, fulltrúi í Búvörudeild SÍS I viðtali við DB I gær er hann var inntur eftir hvenær sauðirnir fjórir færu héðan til íran. Sagði hann að svo virtist sem almenningur legðist gegn tilrauninni og af blaðaviðtali við yfirdýralækni hafi mátt skilja að hann væri ekki hress yfir þessu, þótt hann hafi þó ekki fortekið það þá. Þá taldi Skúli tilraunina ef til vill ekki þess virði að gera hana í trássi við vilja almennings þar sem vafasamt mætti teljast aö íslenzka lambakjötið væri samkeppnisfært við það nýsjálenzka, hvað viðvíkur verðlagi. Nýsjálenzkir dilkar eru fluttir svo milljónum skiptir til arabalanda nú. -GJS. frfálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1978 Fékkraf- geymasýru íandlitið Rafgeymir lögreglubíls sprakk í gær- kvöldi er lögreglumenn hugðust veita Volkswagen-eiganda aðstoð með því að tengja saman rafkerfi þílanna. Við sprenginguna spýttist sýra rafgeymisins á tvo lögreglumenn. Fékk annar þeirra gusurnar i andlit-sér. Brá hann skjótt við hljóp inn á Hótel Esju, en atburðurinn átti sér stað á bílastæði þar fyrir utan. Tókst honum að skola sýruna af sér en síðan var haldið i slysa- deild og betur búið um. Komst lögreglu- maðurinn heim til sín um kl. 3 i nótt. Hinn lögreglumanninn sakaði ekki. -ASt. Veturinn kominn á Akureyri Veturinn hefur þegar gert vart við sig á Akureyri þó fyrsti vetrardagur sé, samkvæmt almanakinu, ekki fyrr en á morgun. t gærmorgun urðu sumir Akureyringar að moka sig út úr húsum sinum. Töluverður snjór hafði fallið þá nótt. Nú ösla menn snjó á öllum götum Akureyrar og vutrarveðrabirgði eru tíð með áhlaupagusti úr ýmsum áttum. -ASt. Verkfallí T ogaraaf greiðslunni: Óttast að verið sé að leggja fyrir- tækið niður „Við viljum fá úr því skorið hvað sé um að vera i fyrirtækinu, hvort verið sé að leggja það niður. Við höfum heyrt að Bæjarútgerðin sé að kljúfa sig út úr fyrirtækinu og Hafskip hefur þegar hætt viðskiptum við það. í kjölfar þess var nokkrum mönnum sagt upp hér,” sagði Hörður Þórðarson trúnaðarmaður verkamanna í Togaraafgreiðslunni I morgun er verkfall starfsmanna stóð þar yfir. Guðmundur J. Guðmundsson vara- formaður Dagsbrúnar, sem mættur var á fund með starfsmönnum tók í sama streng: „Menn sem eru búnir að vinna í 20—30 ára hjá fyrirtækinu eiga rétt á þvi að vita hvað framundan er.” Sigurjón Stefánsson forstjóri Togaraaf- greiðslunnar sagði: „Þetta kom alveg flatt upp á okkur í morgun og ég vil ekkert segja fyrr en ég hef heyrt um ástæður verkfailsins frá verkamönnum.” Verkfallið stóð enn þegar DB fór í prentun í morgun. -GAJ—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.