Dagblaðið - 10.11.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 10.11.1978, Qupperneq 1
t i i i ringbJað 4. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 - 251. TBL. RITSJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMI27022. Kemur verkalýðshreyf- ingin til bjargar stjómar- samstarf inu? ráðstafanir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í tillögur um, hvernig bregðast skuli við i talsverða kauphækkun I. desember, Þar verði lagt til, hvernig mæta eigi Þessi lausn byggist á, að verkalýðshreyfingunni reyna nú að bjarga stjórninni úr þeirri sjálfheldu, sem hún er komin i vegna efnahags- aðgerða. Þeir vilja, að verkalýðs- hreyfingin taki frumkvæðið og geri yfirvofandi vanda. Stjórmrflokkarnir eru mjög sundraðir í afstöðu til vandans, svo að líf stjórnarinnar er i hættu. Nú stefnir hallarekstur fiskvinnslu og gengis- fellingu í janúar. Til að komast hjá þessu vilja stuðningsmenn stjórn- arinnar i verkalýðshreyfingunni, að boðuð verði ráðstefna launamanna. vandanum, svosem með hugsanlegum eftirgjöfum á einhverju af kauphækkuninni eða hún verði að verulegu leyti tekin í öðru en beinum kauphækkunum. samkomulag náist milli Alþýðubanda- lags- og Alþýðuflokksmanna i verka- lýðshreyfingunni. •HH. i i Skyndiskoðun lögregiunnar: SUMIR VORU ANZILASNIR — Um 200 bif reiðar teknar síðustu tvo daga Fjölmargir ökumenn hafa mátt bita í það súra epli að bifreiðar þeirra hafa verið til skyndiskoðunar hjá lögreglunni tvo síðustu daga. Að sögn Hilmars Þor- björnssonar varðstjóra i Umferðardeild hafa rúmlega 200 bifreiðar verið færðar til skoðunar tvo siðustu daga. Sagði Hilmar að í flestum tilfellum væri um hreint „smotteri” að ræða og í sumum tilfellum væri ekki við ökumennina að sakast t.d. er þeim hefði ekki tekizt að fá varahluti. „Menn taka þessu yfirleitt vel.” sagði Hilmar „enda er flestum gefinn frestur til að koma sinum málum i lag." Alls voru um 20 bifreiðar teknar úr umferð hvorn daginn og er þá um alvarlegri galla að ræða t.d. að bílarnir séu hemlalausir eða með ónýta spindla. Trúlega hefur þó ástandið verið einna verst á bifreiðinni á myndinni hér að ofan, en annað framdekkið beinlínis losnaði undan bifreiðinni í þann mund er hún renndi inn til skoðunar. -GAJ. Prýðisgóð þátttaka í get- rauninni um Bay City Rollers — sjá bls. 28 Hart deilt á FIDE-þinginu Friðrik og Einar S. deildu hart um gjaldkerastöðuna —segir Helgi Ólaf sson skákmaður íBuenosAires Magnaðar deilur háfa verið með Friðrik Ólafssyni, nýkjörnum forseta FIDE, og Einari S. Einarssyni, for- manni Skáksambands Íslands á FIDE- þinginu i Buenos Aires, að þvi er segir i fréttaskeyti Helga Ólafssonar skák- manns til Þjóðviljans. Segir Helgi í skeyti sínu, að strax eftir kjör Friðriks hafi Einar gert kröfu til að fá embætti gjaldkera FIDE, sem samkvæmt hefð gengur til landa forsetans. Þessu hafi Friðrik hafnað gjörsamlega og sagst vilja fá Gisla Árnason, gjaldkera Skáksambandsins. Þvi hafi Einar ekki viljað una og hafi þá komið til snarprar deilu. „Loks tókst samkomulag um að þriðji maður yrði fenginn,” segir i skeyti Helga til Þjóðviljans. „og hringdi Friðrik þá i snarhasti i Svein Jónsson mág sinn (fyrrum aðstoðar- bankastjóra í Seðlabankanum) og bað hann að taka gjaldkerastöðuna að sér, sem hann gerði og leysti þar með þetta mikla deilumál,” Dagblaðið leitaði i morgun staðfest- ingar á þessu hjá Sveini Jónssyni, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér á þessu stigi. Þess má þó geta.aöSveinn sagði i blaðaviðtali i gær, að þessa stöðu i málinu hefði borið mjög brátt að, og átti þar við gjaldkerastöðuna í FIDE. ÓV.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.