Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. 2 HEIFT í GARÐ LEIGJENDA Kr. 25.550.- Erla Sigurðardóttir skrifan Talsmaður Leigumiðlunar, Njáls- götu 86, skrifar bréf í Dagblaðið 7. nóvember og þykist þar með svara bréfi mínu, sem birtist i sama blaði, mánudaginn 30. október. Hann kallar bréf mitt áróður en ekki get ég séð fyrir hvern það bréf hefði átt að vera áróður. Bréfið var skrífað í von um að byrgja brunn, sem margir hafa dottið ofan i. Hann bendir á hve dýrar dagblaða- auglýsingar séu, kannski i von um að t benda á rekstrarkostnað fyrirtækis síns, en þó öllu heldur í von um að draga fram ágæti fyrirtækisins og sparnað sem feldist i að skipta við það. Enn tek ég fram að auglýsing i dag- blaði er meiri trygging fyrir að ósk fólks komist á framfæri heldur en er það skiptir við fyrirtæki sem Leigu- miðlunina á Njálsgötu 86. Húsnæðis- auglýsing i Dagblaðinu kostar kr. 3.500 ef hún er birt tvo daga í röð og er hún ólíkt ódýrari en Morgunblaðs- auglýsingin sem hann minnist á. Aldrei krafðist ég þess að hann út- vegaði mér íbúð á rúmum sólarhring. í upphafi sagði ég honum að ég leitaði líka á öðrum miðum og gerði hann ■ enga athugasemd við það. Ég fékk siðan ibúð annars staðar og fannst því meira en sjálfsagt að nafnið yröi tekið af skrá. Svar hans er vægast sagt órökrétt og einkennist af stórum orðum og dylgjum. Hohoho, hann er ekki eins vel að sér I málefnum vændiskvenna og ég. Þetta finnst mér vera seinheppin orðheppni. Tölur mínar segir hann vera sprottnar úr eigin öfundarheimi. Ef svo er þætti mér og eflaust fleirum vænt um ef hann birti opinberlega sannar tölur um viðskipti sín, þar með fjölda viðskipavina og árangur leigu- miðlunarinnar, bæði í fjölda króna og íbúða. Hann segist ekkert hafa að fela fyrir skattinum. Starfsemi hans mætti líkja við að einhver seldi ibúð en afhenti hvorki íbúðina né endurgreiddi peningana. Ekki skil ég hvers vegna hann kemur með slíkan skæting I garð Leigjendasamtakanna í sömu andrá og hann ræðst á mig. Hvers vegna er hann svo heiftugur út í leigjendur sem reyna að bera bækur sinar saman og skapa þannig eðlilegt jafnvægi við aðra hagsmunahópa. Hann bauð mér að koma til sin og ræða við sig og minntist ég þá á að þetta væri einmitt mjög athyglisvert sem koma mætti með i blöðin. En nei, nei, nei, það vildi hann alls ekki heyra, blöðin eyðilegðu frekar en annað. Eitthvað þolir ekki dagsins ljós. í lokin get ég minnzt á eitt símtala - þeirra sem ég hef fengið siðan bréf mitt birtist. Þar ásakaði leigumiðlari mig um að hafa eyðilagt fyrirtæki sitt. Auk þess síendurtók hann að nú hefði hann komizt að hvar ég starfaði sem blaðamaður. Já, kommarnir eru alls staðar. Ástæðan fyrir að ég kaus frekar að birta bréf mitt i Dagblaðinu en annars staðar var einfaldlega sú að þar næðu orð mín til fleira fólks. Ég get ekki séð að ég hafi skrifað bréf mitt sem skakkeygur kommúnisti með hníf milli tannanna, því bréfið skrifaði ég sem manneskjan sem skrifaði fullt nafn undir. Ég held að starfsmaður leigu- miðlunarinnar á Njálsgötu 86 ætti að lesa bréf mitt frá 30. október aftur og aftur, heima og að heiman, sofandi sem vakandi. Hann ætti að nudda augun, pússa gleraugun, lesa bréfið aftur, hrista upp í heilasellunum og at- huga síðan hvort hann geti svarað því á rökréttari hátt og skýrt hreinskilnis- lega frá rekstri miðlunar sinnar. hkki er hlaupið að þvl að fá leiguhúsnæði 1 Keykjavlk. DB-mynd Hðrður. Færsla á gangbraut gagnrýnd Unnið við uppsetningu gangbrautarljósanna. Ekki eru viðvörunarljós sett upp vegna vinnunnar á götunni. DB-Hörður. Ingvi Hjörleifsson hringdi: Á Suðurlandsbraut til móts við Hótel Esju er verið að færa gangbraut til um eina 100 metra og koma upp gangbrautarljósum. Ingva fannst færslan á brautinni fáránleg og féeyðsla ein. Þó þarna hefði orðið slys væri ekkert sem benti til að það gæti ekki eins orðið á nýja staðnum. Röksemd um að þeir menn sem kæmu akandi niður Hallarmúla sæju Póst- sendum gangbrautina betur á nýja staðnum fannst honum haldlaus. Alls staðar erlendis væri gangbrautum einmitt komið fyrir við gatnamót sem benti til að þar væri bezti staðurinn fyrir þær. Þegar gangbrautin var á gamla staðnum stöðvuðu menn við hana vegna gatnamótanna en núna gerir hún þeim mönnum, sem koma niður Hallarmúlann ókleift að komast út á götuna því enginn stöðvar fyrst við hornið og síðan hundrað metrum neðar. Þá gagnrýndi Ingvi einnig seinagang við færslu gangbrautar- innar og taldi það valda stórhættu hve vinnustaðurinn er illa merktur. Þarna eru t.d. engin viðvörunarljós. Raddir lesenda JÓNAS HARALDSSON Líf og limir lág- launafólks lægra metið en annarra? Kristján Tómasson, Ránargötu 5A skrifan Eftir að hafa lesið grein Þorgeirs Lúðvikssonar i DB get ég ekki annað en svarað þvi sem þar stendur. Hvernig getur hann fengið út 1969.108 þegar hann dregur frá 645 þúsund, sem voru greiddar Tryggingastofnun rikisins. Eru það ekki rúmar 1300 þúsund kr. Annars var það ekki meiningin að rífast við Þorgeir um þetta, heldur drepa á réttarfarið í landinu. Ég er verkamaður og þvi eru bæturnar metnar þetta lágt. Hvers vegna erú örorkubæturnar ekki hækkaðar um 50—60% milli ára, eins og iðgjöld af tryggingum bifreiða. Hvers vegna dæmir Hæstiréttur tryggingarfélögin til að greiða 13% vexti á ári þar til greiðsla fer fram. Því er ekki miðað við 'hækkanir tryggingariðgjalda. | Eftir því sem mér skilst eru bætur mínar þetta lágar vegna þess að ég er verkamaður. Hefði heimavinnandi húsmóðir lent i slysinu hefði hún sjálf- sagt engar bætur fengið, þar sem hún hefur ekki tekjur. Bætumar eru metnar eftir tekjum þriggja síðustu ára, samkvæmt skattskýrslu. Þeir sem hafa háar tekjur fá því til muna hærri slysabætur. Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum? Hvers vegna fá þeir sem t.d. eru orðnir 34 ára ekki allir sömu slysa- bætur? Má ekki líta á þetta sem brot á stjórnarskránni? Ef þér verður á að aka fram hjá stöðvunarmerki við gatnamót ertu dæmdur til að greiða sömu upphæð, hvort sem þú ert verkamaður eða prófessor. Eða eru sektirnar bara fyrir láglaunafólk?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.