Dagblaðið - 10.11.1978, Síða 12
12'
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
Glatt á hjalla ífyrsta Flugleiðafluginu til Baltimore
Nýtt „landnám” vestanhafs
„Ég þyrfti að fá lánaðar teikningar
af þessu húsi,” sagði Stefán Jasonar-
son bóndi í Vorsabæ þegar ekið var
framhjá byggingu landbúnaðarráðu-
neytisins i Washington á laugar-
daginn. Stefán var einn af boðsgestum
Flugleiða þegar farið var í fyrsta Flug-
leiðaflugið til Baltimore, föstudaginn
4. nóvember. Orð Stefáns vöktu
kátínu samferöamannanna — en ekki
var þó talið sennilegt að teikning
hússins lægi á lausu!
Með I þessari ferð voru eitthvað um
sextiu boðsgestir og áttu landsmála-
blöðin þar fulltrúa auk höfuðborgar-
blaðamanna sem voru með i förinni,
og annarra gesta.
í upphafi:
Ferðin hófst I rauninni á fjögurra
tima seinkun sem „enginn mannlegur
máttur gat gert við”, en þoka var á
meginlandi Evrópu og tafði fyrir
komu farkostsins er skyldi fara í þetta
fyrsta Baltimoreflug Flugleiða. Kom
það ekki að sök, því boðsgestir undu
sér ágætlega í flugstöðinni i Keflavík.
Sumir verzluðu í frihöfninni og aðrir
styttu sér stundir á barnum —
Nokkrir höfðu aldrei komið til
Ameriku áður og var mikil
eftirvænting rikjandi í hópnum.
Þegar vélin var komin á loft og
farþegar og gestir höfðu verið boðnir
velkomnir af flugstjóranum var
kampavín borið til gesta. Allur viður-
gjörningur í fluginu var mjög góður og
gátu menn valio af matseðli milli
tveggja gómsætra rétta.
Gengu gestir síðan um flugvélina og
spjölluðu saman, rétt eins og þeir
væru í mikilli veizlu á jörðu niðri.
Þessi fyrsta ferð Flugleiða til Balti-
more tók tæpa sex klukkutíma, sem
voru ekki lengi að líða í þeim góða
félagsskap sem um borð var. Gengu
forráðamenn félagsins á milli gesta,
kynntu sig og spjölluðu, eins og
góðum gestgjöfum sæmir. Var öllum
boðið fram í flugstjórnarklefann og
undruðust menn mjög hæfni þeirra
sem þar sátu við stjórnvölinn og allir
um borð áttu allt sitt undir.
Áætluð farþega-
tala 43 þúsund
Flugleiðir er fyrsta erlenda flug-
félagið sem hefur áætlunarflug til
Baltimore-Washington — Inter-
national flugvallar, sem er i um það bil
50 km fjarlægð frá höfuðborginni
Washington. Flugvöllurinn hefur
hingað til verið innanlandsvöllur og
þangað fljúga tólf innlend félög.
Þannig eru góðar samgöngur í allar
áttir innan Bandaríkjanna frá þessum
flugvelli, Talið er að markaðurinn sé
mjög góður — Nú hefur opnazt bein
leið fyrir þá sem búsettir eru i
DAGBLAÐSINS og VIKUNNAR
Tilboð
óskast
1. í hljóðstjórnar- og hljómflutningsþátt
vœntanlegrar Stjörnumessu, sem haldin
verður fimmtudaginn 18. janúar nk.
Innifalið í tilboðinu skal vera leiga á
tækjum, mannakaup, uppsetning á tækjum
ogfutningur þeirra til ogfrá Hótel Sögu.
2. / aukalýsingu og Ijósameistarastörf. Innifal-
ið í tilboði skal vera leiga á tækjum, manna-
kaup, uppsetning á tœkjum og futningur
þeirra til ogfrá Hötel Sögu.
3. ískreytingar í Súlnasal. Innifaldar í tilboði
skulu v’era blómaskreytingar á sviði og
borðum, uppsetning þeirra og futningur á
Hótel Sögu.
Frestur til þess afl skila tilboflum er tii 25. nflv. nk. Allar frekari
upplýsingar veita Jóhannes Reykdal skrHstofustjóri og Helgi
Pétursson blaflamaflur é ritstjóm Dagblaðsins, Siflumúla 12
Reykjavik, sfml 27022.
Zk
BLAÐIÐ
nágrannarikjum Baltimore að komast
með „ódýru” flugi til Evrópu, án þess
að þurfa að hafa viðkomu i New
York. Sagði John J. Loughery yfir-
maöur félagsins í Vesturheimi, í
samtali við blm. DB að markaðurinn
væri stór, eða allt að sex milljónum
manns. Áætlað er að væntanlegir far-
þegar greiði um 7,6 milljón dali í
fargjöld á ári og yfir eina og hálfa
milljón i flutningsgjöld. Ráðgerð
farþegatala á ári er allt að 43
þúsundum á þessari nýju flugleið. Til
að byrja með er ráðgert eitt flug á
viku, á föstudögum frá Luxemburg
með viðkomu i Keflavík og til baka á
laugardagskvöldum.
Beint í
aðra veizlu
Þegar boðsgestir höföu farið i
gegnum „nálaraugað”, tollskoðun og
vegabréfaskoðun var safnazt saman i
anddyri hinnar nýju og glæsilegu flug-
stöðvarbyggingar þar sem þarlend,
yfirvöld óskuðu Flugleiðum til
hamingju með þennan nýja áfanga.
Lítil íslenzk stúlka, klædd í upphlut,
færði ráðamönnum blómvönd og
haldnar voru hjartnæmar ræður.
Siðan var haldið í langferðabílum
smáspöl til lnternational Hotel sem er
rétt hjá flugvellinum — nánast á flug-
vellinum. Komu gestir sér fyrir í vist-
-mIHHPRR
Fyrir utan bústað sendiherrans i
Washington.
Áhöfnin i fyrsta fluginu til Baltimore. Talið frá vinstri: Magnús Friðriksson flug-
maður, Ólafur Agnar Jónsson flugvélstjóri, Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri Flug-
leiða, og Magnús Guðmundsson flugstjóri, en hann er einnig eftirlitsmaður
félagsins.
legum hótelherbergjum og skoluðu af
sér ferðarykið. Undruðust sumir
hvílikur íburður var í rúmum og ljósa-
búnaði heimamanna, en hver maður
fékk herbergi með slikum stórrúmum
að þar hefðu að minnsta kosti komizt
fyrir tvær vísitölufjölskyldur og það
án nokkurra þrengsla.
Þvi næst var safnazt fyrir í stórum
sal á hótelinu þar sem matur og
drykkur var framreiddur. Var þar
meðal annars á boðstólum mikil og
forkunnargóð nautasteik, sem skorið
var af eftir þvi sem gómsætir bitarnir
hurfu ofan i veizlugesti. Voru ferða-
langar orðnir lúnir er í veizluna kom,
en brátt hresstust menn og er matar-
veizlunni lauk var haldið inn i næsta
bjór til þess að væta kverkarnar. Var
það þó gert og skemmtu menn sér hið
bezta í ferðinni.
Það er fleira aö sjá í höfuðborg
Bandarikjanna Washington en komizt
verður yfir í stuttri bilferð um borgina.
Með Peter Larsen var ung islenzk
stúlka, Dóra Ásgeirsdóttir, sem unnið
hefur í sendiráðinu i nokkur ár og var
hún eins konar leiðsögumaður í ferð-
inni. Þótti ferðalöngunum illt að fá
ekki að heimsækja staði eins og t.d.
Smithsonian institute sem er mjög
merkilegt safn. En ef farið hefði verið
að óskum þeirra, væri sennilega
enginn kominn heim til íslands enn,
menn væru enn aö skoða safnið.
Kom öllum saman um að borgin
em AIRPOKT WEH
Valdimar Bragason frá Selfossi, Sigrún Stefánsdóttir frá Sjónvarpinu og Jón
Kristjánsson frá Egilsstöðum smakka á kræsingunum fyrsta kvöldið f Baltimore.
sal, þar sem gleðskapnum var haldið
áfram. Eins og nærri má geta „áttu”
ferðalangarnir íslenzku staðinn og
áður en langt leið var búið að stofna
„þjóðkór” með ágætum forsöngvur-
um. Músíkant staðarins og söngkona
eftirlétu meira að segja „þjóðkómum”
sviðið en þá fataðist kórnum söngur-
inn og vakti þetta allt mikla kátínu
annarra gesta.
Skoðunarferðin
Engin miskunn var hjá blaðafull-
trúa Flugleiða, Sveini Sæmundssyni,
en ferðafélagar vaktir 15 min. fyrir 7,
næsta morgun. Voru menn við mis-
jafna heilsu þegar safnazt var saman
við langferðabílana tvo sem óku
gestum i skoðunarferð til Washington.
Fararstjórinn i þeirri ferö var Peter
Larsen, söiustjóri Flugleiða í
Washington, en þar hefur verið opin
söluskrifstofa í sl. I0 ár. Sagði hann að
félagið gerði sér miklar vonir um
„stop-over” farþega frá Evrópu þvi
nóg er að sjá í höfuðborginni fyrir
utan þá farþega sem þarna færu
aðeins um á leið sinni á fjarlægari
staði.
Þótti fararstjóranum nóg um þegar
ferðalangarnir fóru fram á að stoppað
væri í næsta „kaupfélagi” og kevotur
væri merkilegt skoðunarefni og allir
fastákveðnir í að koma sem fyrst aftur
og dvelja þá um kyrrt. Dóra benti á að
vorið væri sérlega fallegur tími í
Washington en þá standa kirsuberja-
trén í fullum blóma. Sagði hún að
varla væri hægt að lýsa fegurð þeirra
með orðum. Fyrstu kirsuberjatrén
voru gróðursett i Washington árið
1912 og voru þau gjöf frá íbúum
Tokyoborgar. Mikið er um opin svæði
í borginni og minnismerki á hverju
strái. Allar stjórnardeildir hafa yfir að
ráða glæstum marmarabyggingum.
íslenzku ferðalangarnir könnuðust vel
yjð sig fyrir framan þinghúsið og
bygginguna þar sem öldungadeildar-
þingmennirnir hafa skrifstofur sínar.
Bjuggust menn hálft í hvoru við að
mæta Rudy Jordach þarna á harða-
hlaupum, en þá mundu menn eftir þvi
að hann var skotinn sunnudaginn
áður.
Það var Georg Washington sjálfur
sem valdi borginni staðinn og var
fenginn franskur arkitekt, Charles
L’Enfant, til þess að skipuleggja allt
svæðið. Washington er frábrugðin
öðrum bandarískum borgum að þvi
leyti að þar eru engir skýjaklúfar.
Hæsta byggingin í borginni er minnis-
merki Washingtons, en það er 169,29