Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 1
friálst, áháð dagblað 4. ÁRG. - LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 - 258. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022. Flugleiðaslysið á Sri Lanka: AÐFLUGSUOSIN voru óvm harðvítugar pólitískar deilur risnar vegna málsins Af fréttaskeytum að dæma var slysið mál málanna á þinginu í gær og sætti stjórnin harðri gagnrýni fyrir slælegt öryggiseftirlit, jafnvel með full- komnum tækjum sem til staðar eru. Eins og fram kom í fréttum DB morguninn eftir slysið, er blaðið ræddi við reyndan flugmann félagsins á þessum slóðum, eru flugvellirnir oft ekki í lagi nema á „pappirnum” eins og hann orðaði það. Þótt fullkomin tæki séu fyrir hendi er viðhald þeirra gjarnan í ólestri og geta þau verið biluð mánuðum saman. Stjórn Sri Lanka (Ceylon) virðist ætla að taka þann pól i hæðina að túlka gagnrýni á öryggismál flug- vallarins sem pólitiskar ofsóknir stjórnarandstöðunnar á sig. Á blaðamannafundi í gær sögðu fulltrúar stjórnarinnar að fjórar flug- vélar hefðu lent eða hafið sig til flugs rétt áður en Flugleiðaþotan kom og hefði flugstjóri hennar verið aðvaraður um að aðflug hans væri of lágt. Engin staðfesting um það liggur hins vegar enn fyrir né heldur um hvers vegna hann beindi vél sinni svo lágt og eftir hvaða leiðbeiningum hann fór þá. Ekkert bendir til að bilun hafi valdið slysinu. G.S. Miklar deilur blossuðu upp á þinginu í Sri Lanka í gær I kjölfar umræðna um öryggistæki flug- vallarins i Colombo þar sem Flugleiða- þota fórst á miðvikudagskvöld og 183 menn fórust skv. nýjasta skeyti Reut- ers fréttastofunnar. 1 deilum þingmanna kom m.a. i Ijós að aðflugsljós flugvallarins voru ekki virk er Flugleiðaþotan var i aðflugi sínu. Rétti klæönaðurinn: LOÐHÚFA-TREFILL VÍSITÖLUNEFND- IN VIRÐIST MARGKLOFIN — málið sent til forsætisráðherra Margklofin vísitölunefnd ákvað í gær að senda forsætisráðherra bréf um stöðu málsins, þar sem eru greinar- gerðir um afstöðu hvers um sig af nefndarmönnum. Nefndin varð í raun ekki sammála um neitt sem verutegu máli skiptir í til- lögum um úrbætur. 1 meginatriðum stóðu fulltrúar Alþýðusambands, Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins saman og höfnuöu helztu til- lögum Jóns Sigurðssonar, formanns nefndarinnar, sem DB hefur áður skýrt frá. Tillögur Jóns fengu hins vegar stuðning fulltrúa vinnuveitenda- sambandanna. Jónas Bjarnason, fulltrúi Bandalags háskólamanna, skilaði einnig sérbók- un. • HH Vitringar blaðanna keppa í stað Gæhi og gjörvileika kemur nú uppnefndu þáttinn annars Gæru og á sjónvarpsskjáinn þáttur þar sem gjörvileika, enda sitja þeir I makindum „vitringar” dagblaðanna leiða saman á sviðinu á gæruteppum miklum. hesta sína I spurninga- og Myndin er af Dagblaðsliðinu: Jónasi getraunaleik, Myndgátunni. Verður Haraldssyni, Braga Sigurðssyni, fróðlegt að fylgjast með hvernig Ómari Valdimarssyni og Jóhannesi köppunum vegnar næstu fimm Reykdal (lengst til hægri). Sá sem situr vikurnar i keppni hverjir við aðra enda annar frá hægri er einn keppenda metnaður mikill milli blaðanna að Alþýðublaðsins. venju. Blaðamenn I fyrstu upptökunni Nánar á bls. 22. OG VETTLINGAR Hún er kappklædd, frúin, og gengur einbeitt gegn hriðinni. Það þýðir ekki að láta það á sig fá þótt kuldaboU biti. Nokkuð blotaði i höfuðborginni i gær en snjó tók þó ekki upp að ráði. Veðurfræðingar voru heldur á þvi að hann kólnaði og hallaði sér i norðaustan átt. Þá má búast við því að heldur kólni á Suðvesturlandi og útlit er fyrir él og snjókomu á Norðurlandi. Aðrir landsmenn geta þvi farið að dæmi frúarinnar og sett upp loðhúfuna, vettlingana og trefilinn. Börnin hafa fyrir löngu dregiö fram snjóþoturnar og hinir fullorðnu geta fariö að huga að skiðabúnaöi sinum. - JH / DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson Borgarar handtóku drukkinn lögreglu- mann undir stýri — sjá baksíðu • Erum við að eignast okkar Tjöruborg- arprest? - sjá bls. 5 Chevrolet Camaro 307 cid. árg. 70 Biggi bjalla og Camaróinn — sjá bls. 15 Flugleiðis suður eftir bflslys Alvarlegt slys varð austur við Eldvain i morgun er bíll með þiemur mönnum fór út af vegi og valt. Einn mannanna hlaut al- varleg meiðsli á hrygg og að sögn Óskars Karlssonar hjá SVFÍ var talið að maðurinn hefði skaddazt á mænu. Var hann ekki talinn þola flutning með bíl til Reykja- víkur og var þyrla varnarliðsins fengin til að sækja manninn. Austur var haldið við slæm veðurskilyrði en ferðin tókst vel og var maðurinn kominn undir læknishendur hér um klukkan 5. Mennina tvo sem með honum voru i bilnum sakaði ekki. - ASt. Iðulaus snjókoma á Akureyri Iðulaus snjókoma var á Akur- eyri mestan hluta dags í gær og var ekkert lát á um sexleytið er blaðið hafði samband þangað. Lá þá nærri að næstum jafnfall- in fönn næmi hálfum metra. Skyggni var í lágmarki. Samfara þessari snjókomu urðu óhöpp í umferðinni tiðari en vant er. Urðu árekstrar sex frá hádegi til klukkan 5.30. Slys urðu ekki á fólki en eignatjón nokkurt. - ASt. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.