Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978. 8 Útvarp 23 Sjónvarp B VÍÐÁTTAN MIKLA — sjónvarp í kvöld kl. 21.45: FINISKIPSTJORINN — ískemmti- Jegum vestra Gregory Peck sýnir hér hvað i honum býr i myndinni Víðáttan mikla. Viðáttan mikla (The Big Country) nefnist bandarisk bíómynd frá árinu 1958, sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21.45. Leikstjóri myndarinnar er William Wyler. Með aðalhlutverk fara Gregory Peck, Jean Simmons, Carroll Raker, Charlton Heston og Burt Ives. Mynd þessi er kúrekamynd. Hún var sýnd í Háskólabíó fyrir 15—16 árum og vakti mikla hrifningu bíógesta og var vel sótt. Myndin fjallar um James McKay, sem er gamall skipstjóri frá Baltimore. Hann fer til „villta vestursins” til aö ganga að eiga unnustu sína, Pat. Pat er dóttir fyrrum hermanns, sem nú er orðinn stórbóndi. Hann á í landa- merkjastríði við annan bónda út af vatnsbóli. Þegar James kemur vekur framkoma hans og klæðnaöur fyrirlitn- ingu kúrekanna sem telja hann spjátrung. James er friðsamur og heldur að hægt sé að ná samkomulagi án þess að nota byssurnar. Hann er þó reittur til reiði og þarf að sýna hvað í honum býr. Hlýtur hann eftir það virðingu allra kúrekanna. James rekur sig fljótt á að þarna gilda önnur siðalögmál en hann hefur átt að venjast. Kvikmyndahandbók okkar gefur mynd þessari þrjár stjörnur af fjórum mögulegum svo vel ætti að vera hægt að horfa á hana. Myndin er tvo og hálfan tima að lengd og þýðandi er Ellert Sigur- björnsson. -ELA. SKÓLAFERЗsjónvarp annað kvöld kl. 20.35: Leikarar úr leikritinu Skólaferð. Skólanemendur í skíðaferð — íslenzkt sjónvarpsleikrit eftir Ágúst Guðmundsson Skólaferð nefnist íslenzkt leikrit eftir Ágúst Guðmundsson, sem sjónvarpið sýnir annað kvöld kl. 20.35. Leikmynd gerði Snorri Sveinn Friðriksson. Leikurinn er unninn í samráði við Leiklistarskóla lslands. Meðal leikenda eru nýútskrifaðir nemendur skólans, tuttugu talsins. Aðrir leikendur eru ýmist enn við nám eða fyrrverandi nemendur skólans nema Steindór Hjörleifsson. Leikritið fjallar um skólanemendur sem eru í skiðaferð. Þau hafa komið sér V___________________________________ fyrir í skiðaskálanum, þegar ískyggileg; tíðindi fara að berast í útvarpinu. „Óhætt er að segja aö leikritið sé spenn- andi, en spennan er stigandi eftir því sem líður á leikritið og er ekki ætlast til að fólk sofni yfir þvi,” sagði Ágúst í samtali við DB. „Leikritiö fjallar öðrum þræði um kalda stríðið og áhrif þess á þá sem voru að vaxa úr grasi þegar það stóð sem hæst en leikurinn á að gerast I kringum 1965.” Að sögn Agústs eru leikararnir óvenjulegur hópur sem tók ekkert á við það að leika fyrir framan myndavél. Sagði Ágúst að þau hafi bæði leikið vel ogeðlilega. Ágúst Guðmundsson er sjálfur lærður leikari en fór að læra kvikmyndun eftir að hafa lokið prófi sem leikari. Þetta er fyrsta leikrit Ágústs, en áður hefur hann unnið að einstökum þáttum fyrir sjón- varpið. Leikritiö er tæplega klukkustundar langt. Myndatöku annaðist Vilmar Pedersen og hljóðupptöku Vilmundur Þór Gíslason. Upptöku stjórnaöi Tage Ammendrup. -ELA. _________________________________l Útvarp Laugardagur 18. nóvember 7.00 Vcöurfregnir. Fréttir. 7.10 Lcikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 8.00 Fréttir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aó cigin' vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Óskalög sjúklinga: Kristín Sveinbjöms- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.20 Að lesa og leika. Jónína H. Jónsdóttir sér um barnatima. ,12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í vikulokin. Blandað efni í samantekt Jóns Björgvinssonar, Ólafs Geirssonar, Eddu Andrésdóttur og Áma Johnsens. 15.30 Á grænu Ijósi. Óli H. Þóröarson framkv^tj. umferðarráðs spjallar við hlustend- ur. 15.40 íslenzkt mál. Ásgeir Blöndai Magnússon cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Námsdvöl á erlendri grund. Þáttur í umsjá Hörpu Jósefsdóttur Amín. Fjallað um skipti- nemasamtök og rætt við Erlend Magnússon, Mörtu Eiríksdóttur, Bergþór Pálsson, Bjöm Hermannsson og Ester Hanka. — Áður útv. i júní i vor. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 „Ég er mestur”. Hermann Gunnarsson flytur þýddan og endursagðan þátt um Múhameð Ali heimsmeistara i hnefaleikum. 20.00 H(jómplöturabb. Þorsteinn Hannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Hvað væri hfið án söngs? Erna Ragnarsdóttir Utur inn I Söngskólann i Reykjavik og spjaUar við kennara og ncm- endur. 21.20 Kvöldljóð. Tónlistarþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar og Helga Péturssonar. 22.05 Kvöldsagan: Saga Snæbjarnar i Hergils- ey rítuð af honum sjálfum. Ágúst Vigfússon les(IO). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. (21.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. nóvember 8.00 Fréttir. 8.05 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög: a. Strausshljómsveitin í Vínarborg leikur tvö lög eftir Johann Strauss; Heinz Sandauer og Max Schönherr stj. b. Hljómsveit Tónlistarháskólans í París leikur þætti úr „Þymirósarballettinum” eftir Tsjaí- kovský; Anatoli Fistoulari stj. 9.00 Hvað varð fyrir valinu? „Heimþrá”, dýra- saga eftir Þorgils gjallanda. Guörún P. Helga- dóttir skólastjóri les. 9.20 morguntónleikar. a. Orgelsónata nr. 1 i Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Marie Claire-Alain leikur. b. „Allt, sem gjörið þér”, kantata eftir Dietrich Buxtehude. Johannes Kunzel og Dómkórinn í Greifswald syngja með Bach-hljómsveitinni í Berlín; Hans Pflug- beil stj. c. Fiðlukonsert í c-moll eftir Antonio Vivaldi. Arthur Grumiaux og Riki^hljómsveit- in í Dresden leika; Vittorio Negri stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti: Tónlistarþáttur í umsjá Guð- mundar Jónssonar píanóleikara (endurt.). 11.00 Messa i Hafnarfjarðarkirkju. Prestur: Séra Gunnþór Ingason. Organleikari: Páll Kr. Pálsson. 12.15 Dagskráin.Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Hundrað og fimmtugasta ártið Franz Schuberts. a. Ámi Kristjánsson fyrrum tón- listarstjóri útvarpsins flytur erindi. b. „Dauðinn og stúlkan”, strengjakvartett i d- moll. Fílharmoníski kvartettinn i Vínarborg leikur. c. Lög úr lagaflokknum „Schwanenge- sang". Kristinn Hallsson syngur.^Árni Krist- jánsson leikur á pianó. 15.00 Dagskrárstjóri i kiukkustund. Unnur Kol- beinsdóttir kennari ræður dagskránni. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Á bókamarkaðinum. Lestur úr nýjum bókum. Umsjónarmaður: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 17.45 Með hornaþyt. Lúðrasveitin Svanur, yngri deild, leikur undir stjórn Sæbjörns Jóns- sonar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein Una. Geir Hallgrimsson alþm., for- maður Sjálfstæðisflokksins, svarar spurning- um hlustenda. Umsjónarmenn: Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.30 íslenzk tónlist: a. Fantasiusónata eftir Victor Urbancic. Egill Jónsson og höfundur- inn leika saman á klarinettu og pianó. b. Tvær rómönsur eftir Áma Bjömsson. Þorvaldur Steingrímsson og Ólafur Vignir Albcrtsson leika saman á fíðlu og pianó. 21.00 Söguþáttur. Umsjónarmenn: Broddi Broddason ogGisli Ágúst Gunnlaugsson. 21.25 „Meyjaskemman”, eftir Heinrich Berté við tónlist eftir Franz Schubert. Útdráttur. Erika Köth, Rudolf Schock o.fl. syngja með kór og hljómsveit. Stjórnandi: Frank Fox. 22.00 Kvöldsagan: Saga Snæbjarnar i Hergilsey rituð af honum sjálfum-.Ágúst Vigfússon les (11). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Við uppsprettu sigildrar tóniistar. Þáttur í umsjá Ketils Ingólfssonar. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 20. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimk Valdimar örnólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson pianóleikari. (alla virka daga vikunnar). 7.20 Bæn: Séra Jón Einarsson í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd flytur (a.v.d.v.). 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálablað- anna (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Jóhann Jónsson heldur áfram lestri þýðingar sinnar á „Ævintýrum Halldóru” eftir Modwenu Sedg- wick (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál: Umsjónarmaður: Jónas Jónsson. Rætt við Ólaf E. Stefánsson ráðu- naut um nautgriparækt. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Áður fyrr á árunum: Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Sjónvarp Laugardagur 18. nóvember 16.30 Alþýðufræðsla um efnahagsmál. ' Lokaþáttur. Þjóðarframleiðsla og hagvöxtur. Umsjónarmenn Ásmundur Stefánsson og dr.’ Þráinn Eggertsson. Stjórn upptöku örn Harðarson. Áður á dagskrá 20. júní siðastliöinn. 17.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Fimmn fræknir. Fimm á Finnastöðum. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse. Á leirfótum. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Myndgátan. Getraunaleikur með þátt- töku starfsmanna frá eftirtöldum blöðum: Alþýðublaðinu, Dagblaðinu, Morgunblaðinu, Tímanum, Visi og Þjóðviljanum. í myndget- raun þessari er fremur höfðaö til myndminnis og athyglisgáfu en sérþekkingar.Stjórnendur Ásta R. Jóhannesdóttir og Þorgeir Ástvalds- son. Umsjónarmaður Egill Eðvarðsson. 21.45 Víðáttan mikla. (The Big C'ountry)) Bandarisk biómynd frá árinu 1958. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk Gregory Peck, Jean Simmons, Carroll Baker, Charlton Heston og Burl Ives. James McKay, skipstjóri úr austurfylkjum Bandaríkjanna, kemur til „villta vestursins” að vitja unnustu sinnar, en hún er dóttir stórbónda. Hann dregst inn í landamerkjaþrætur og rekur sig fljótt á, að þama gilda önnur siöalögmál en hann hefur átt að venjast. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. nóvember 16.00 Húsið á sléttunni. (Little House on the Prairie). Nýr, bandarískur framhaldsmynda- flokkur, byggður á frásögnum Lauri Ingalls Wilder af landnámi og frumbýlingsárum i vesturfylkjum Bandarikjanna á síðustu öld. Aðalhlutverk Michael Landon og Karen Grassle. Fyrsta myndin er um 100 minútur að lengd, en hinar eru um 50 minútur hver. Þýðandi öskar Ingimarsson. I7.40 Hlé. 18.00 Stundin okkar. Kynnir Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skólaferð. Leikrit eftir Ágúst Guðmunds- son. Frumsýning. Skólanemendur eru. j sklðaferð. Þau hafa kom ið sér fyrr i skíða- skálanum, þegar ískyggilcg tíðindi fara að berast í útvarpinu. Leikurinn er unninm samráði við Leiklistarskóla íslands. Meðal leikenda eru nýútskrifaðir nemendur skólans tuttugu talsins. Aðrir leikendur eru ýmist enn við nám eða fyrrverandi nemendur skólans nema Steindór Hjörleifsson. Leikmynd Snorri Sveinn'Friðriksson. Myndataka Vilmar Peder- sen. Hljóðupptaka Vilmundur Þór Gíslason. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.30 Ars antiqua. Franski tónlistarflokkurinn „Ars antiqua de Paris” flytur lög frá þrett ándu, fjórtándu og fimmtándu öld. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Ég, Kládius. Þríðji þáttur. Beðið að tjalda- baki. Efni annars þáttar. Hjónaband Júlíu og Agrippu varir níu ár. Þá lætur Lívia myrða hann á eitri. Að undirlagi Livíu skilur Tiberius við Vipsaniu og gengur að eiga Júlíu. Sambúð þeirra er stirð. Tiberlus fær bréf frá Drúsusi bróður sinum, en hann er í hernaöi í Ger- maníu og hefur særst. í bréfinu segir hann, að Ágústus myndi glaður segja af sér keisaradómi og koma á lýðveldi, en megi það ekki fyrir hinni valdasjúku konu sinni. Lívia sendir Músu, lækni sinn, til að gera að meiðslum Drúsusar en ekki tekst betur CH en svo, að drep hleypur í sárið og Drúsus andast. Tíberíus tekur bróðurmissinn nærri sér. Hann vill skilja við Júlíu en móðir hans og tengdafaðir leggja bann við þvi og Ágústus skipar honum i útlegð. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Fimleikar. Myndir frá heimsmeistara- keppninni í Strasbourg. Kynnir Bjami Felixson. 23.20 Að kvöldi dags. Geir Waage cand. theol. flytur hugvekju. 23.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.