Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 4
AðaHtindur
Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn
í Víkingasal, Hótel Loftleiðum, sunnudaginn
26. nóvember og hefst kl. 2 e.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar. Stjótn SVFR
Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða kross ísiands
Hinn árlegi fundur og kökubasar kvennadeildarinnar
verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember í Fóst-
bræðraheimilinu við Langholtsveg og hefst kl. 14.00.
Stjórnin
SVFR
Vesturgötu 42, sími 25722
Þannig mun bókin okkar líta út
-STIÖRNU
-STRIDT
yfirlýsing
frá Erni og Örlygi
í Stjörnustríði getur borgað sig að bíða, og
eitt er víst að þeir sem vilja velja sér
Stjörnustríð eru beðnir að vera þolinmóðir
því bókin okkar STJÖRNUSTRÍÐ, sögu-
bók í máii og myndum, er á leiðinni til
landsins. Bókin er fyrst og fremst ætluð
börnum og unglingum, með léttum og
liprum texta og fjölda litmynda á hverri
síðu.
í þessu sambandi viljum við minna foreldra
á þá alkunnu staöreynd, að það er ekki
alltaf sama í hvora Keflavíkina maður rær
og biðin gæti forðað stjörnuhrapi.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978.
<i ##c? y ccf##fcfdui
Sfld og meiri sfld:
STEIKT SILD
MEÐ SÓLSEUU
Við hölduni enn áfram að borða
sildina. 1 bókinni Við matreiðum er
uppskrift að steiktri síld:
4—6 sildar (400 kr).
salt
50—75 g smjörl.
2 stórir laukar
Sólselja (dill)
2—3 msk rúgmjöl
pipar
1/2—1 sítróna.
Hreinsið sildina og takið
hryggbeinið úr, ef vill, þannig að
flökin séu samföst við hrygginn.
Klippið uggana af og skerið 2—3 litla
skurði í hrygginn. Stxáið salti á sildina
oglátiðbiðaí lOmín.
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og
brúnið hann í helmingnum af feitinni.
Takið laukinn af pönnunni og haldið
honum heitum.
Uppskrift
dagsins
Þerrið síldina og látið sólselju í
hverja. sild. Blandið rúgmjöli, salti og
pipar saman og veltið sildunum úr
mjölblöndunni. Hitið það sem eftir er
~af feitinni. Þrýstið silduiium vel saman
með steikarspaðanum áður en þið
látiö þær á pönnuna, þá opnast þaer
ekki við steikinguna. Steikið sildarnar
við vægan hita i 3—4 min. á hvorri
hlið. Látið laukinn yfir síldina ásamt
1/2—1 dlaf vatnioghitiðí I—2mín.
Berið sildina fram á pönnunni vel
heita með soðnum kartöflum og
sitrónubátum ef vill.
Verð: 1 kringum 570 kr„ eða
rúmlega 180 kr. á mann.
-A.Bj.
Bökunarvörur lítt
famar að hreyfast
— október alveg á núlli
Duglegustu húsmæðurnar eru nú
þegar farnar að kaupa vörur til jóla-
kökubaksturs. Að sögn Sigurðar
Tryggvasonar verzlunarstjóra í Vöru-
markaðnum er talsvert meiri hreyfing
á þessum vörum en vanalega en þó er
ekki búizt við að menn fari í fullan
gang fyrr en í næstu viku.
Jólahangiketið og annar jólamatur
er þegar kominn í Vörumarkaðinn
sem aðrar verzlanir en litt hefur
gengið út af þeim mat ennþá.
Sigurður sagði það einkennandi
fyrir síðasta mánuð að fólk hefði
minna fé handa á milli til að verzla
fyrir en oft áður. „Október var alveg á
núlli hjá okkur,” sagði hann. Er þetta
næsta furðulegt miðað við vöruverðs-
lækkunina sem varð í september.
Kannski menn séu bara að spara til
jólanna. . DS
Ein kona, sem hringdi, sagðist vera
búin að eiga gerilinn í þrjú ár. Sagðist
hún hafa notað hann þar til fyrir
nokkrum mánuðum að hún ákvað að
hvíla sig og gerilinn með. Var hann
látinn i krukku með mjólk og inn í
kæliskáp.
„Svo var það um daginn að mér
fannst ég endilega þurfa á honum að
halda á ný,” sagði konan. „Ég var
dauðhrædd um að ég hefði hent
honum einhvern tíma í ógáti. En viti
menn. Hann var enn sprelllifandi inni
í kæliskápnum. Það var að vísu ekki
mjög góð lykt af honum fyrst i stað en
ég hreinsaði hann vel og nú er hann
kominn aftur til vegs og virðingar á
heimilinu.”
Flestir sem hringdu sögðust hafa
notað gerilmjólkina i tvö til þrjú ár.
Sumir höfðu fengið geril fyrir tilstilli
DB á sínum tima en aðrir í gegnum
kunningja sína.
Við þökkum góðar undirtektir les-
enda og gerileigenda.
A.Bj.
Enginn hörgull á
gerlinum góða
Eins og við mátti búast var
heilmikið af Kákasusgerlinum enn í
gangi. Sá sem lýsti eftir gerli er búinn
að fá hann og fer nú heilsufar hans
sennilega batnandi.