Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978. Hvers eiga námsmenn að gjalda? —Vantar 500 milljónir í LÍN A leið I Háskóla lslands. Námsmenn þurfa á sinum lánum að halda ekki siður en aðrir. Bréfritari segir að mikið vanti nú upp á að Lánasjóður islenzkra námsmanna hafi nægilegt fé til umráða. Erla skrifar: Það hefur komið fram í umræðum um fjárlagafrumvarpið að margs er enn vant. T.d. vanta heilmikið upp á að Lánasjóður íslenzkra námsmanna fái nægilegt fé — heilar 500 milljónir ef marka má orð Ragnars Arnalds ráð- herra á Beinni linu i útvarpinu sl. sunnudagskvöld. Þess vegna er mér spurn. Á enn að fara að minnka náms- lánin hjá okkur námsmönnum? Á það skal minnt enn og aftur að námslán eru visitölutryggð að fullu. Við borgum þau í raungildi í ríkissjóð aftur. Engir í þessu þjóðfélagi nema námsmenn borga lán sin með fullum verðtryggingum. Hvernig er t.d. með lánin til blessaðra útgerðarmannanna Öryrki hringdi: Það er vitað mál að ýmis líknar- og góðgerðarfélög eru að selja jólakort til 'fjáröflunar og stuðnings vanheilu og öldruðu fólki. Leggja þar margir fram mjög óeigingjarnt starf við dreifingu og sölu á kortunum og stefna að þvi að ná sem beztum árangri af sínu starfi. Þessi félög héldu að þau fengju að hafa sína jólakortasölu í friði en því miðurersvoekki. Þannig eru skólamenn Vélstjóra- skólans að selja jólakort til fjáröflunar handa sjálfum sér til Ameríkuferðar. Sagt er að þeir gangi það langt í sinni sölumennsku að þeir bjóði sín kort þeim sem eru að selja fyrir liknar- félögin og fari inn á þær stofnanir sem líknarfélögin eru aö safna fyrir með sinni jólakortasölu. Raddir lesenda sem alltaf eru á hausnum. Ekki ert þau verðtryggð, þó allir viti að bróður- parturinn af þeim fer beint i einka- neyzlu þeirra og fjölskyldna þeirra. Mér finnst það skjóta skökku við ef sá flokkur sem nú fer með menntamál, Alþýðubandalagið, ætlar að láta sér lynda niðurskurð á því fé sem lög segja að eigi að veita til LlN, eftir að hafa stutt okkur i orði undanfarin ár. Upp með höfuðið, Ragnar. Enga linkind í( þessu máli. A undantörnum árum hefur það farið mjög I vöxt að alls konar góðgerðarfélög 'selji jólakort til að fjármagna starfsemi sina. Núna virðast fleiri aðilar hafa komið auga á að þarna sé skjótfenginn gróða að hafa. Jólakortasala líknar- félaganna f hættu — skólafólk selur jólakort til f járöf lunar fyrir utanlandsreisur sínar Va Davíð kveikti í > 0 Vísur, spjall /- u/ oggamanmál ^ ' konum bal > jjfC/ y Jón Gunnar Jónsson Aldrei mun útvarpið hafa verið vinsælla en á striðsárunum, bæði var að enn var á þvi nýja- brum og svo hafði fólk varla annað sér til skemmtunar. Eftirfarandi orð hafa Útvarpstíðindi eftir Páli Isólfssyni: Þeim sem óttast að tónlistin sé þeim algjörlega lokaður heimur, vegna jjess að þá skorti alla sérþekkingu, vil ég benda á, aö t.d. skógurinn í öllu sínu litskrúði hrifur augað, enda þótt áhorfandinn sé ekki skógfræðingur. Páll minntist einhverju sinni á það í spjalli, að miklar væru vinsældir Davíðs Stefánssonar skálds, ekki síst meðal kvenna. Um það var ort: Davíð kveikti i konum bál, en kvikar Evudætur, allar fara að elska Pál, efhannsvona lætur. breytti öllu þjóðlífinu, rauf einangrun hinna dreifðu byggða. — En Páll Ísólfsson og hans menn settu merkið hátt, harmóníkumenn fengu að vísu sinn skammt, en þjóðin var alin upp til smekks á æðri tónlist. Brynjólfur Björnsson kennari á Norðfirði sendi þessa vísu: Þeim sem oss er öruggt Ijós, íslandsþjóðar dýrstum vini, tjáum þakkir, hylli, hrós, honum Páli tsólfssyni. Páll bað um átthagavisur og Þjóðkórinn söng þær svo undir hans vinsælu stjórn. Þessar fékk hann frá austfirskri konu, Laufeyju Sigursveins- dóttur. Hjartað engar sorgir sverfa, sælukennd i huga lér, þreyta, ótti og þrautir hverfa Þjóðkórinn ef syngja fer. Ein visan til Páls og Þjóðkórsins er svona. Undirskrift er J. Pétursson: Styttist vaka vetrar löng, vanans bundin prjáli; ef menn taka undir söng eina stund með Páli. Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð lýsir aðdá- un sinni á Davíð Stefánssyni og skáldskap hans. , Lengi hefur verið deilt um tónlistarflutning útvarpsins. Hér er heimild um það. Flautir voru froða og hjóm, en fóðurgildið rýrt. Svipuð finnst mér tónlist tóm, en tækið mitt of dýrt. Eins og heyra má er kreppuhljómur i þessari vísu, menn létu sig muna um að borga afgjaldið, og til þess að hlaða rafhlöðurnar þurftu sveita- menn oft að fara langar leiðir. En útvarpið gjör- Aldan hvíslar upp við sand ástarljóðum sínum. Ætið fagurt austurland eri huga mínum. Þar ég átti bernskuból og bliðar æskustundir. Vona ég einnig siðstu sól sjái þar ganga undir. Halla í Skuggahverfi í Reykjavik sendi Þjóð- kórnum þessa visu: Davið Ijóðar bragna best, Bragi þjóðar slyngur, semur Ijóðin Ijúfu flest, lista óðsnillingur. Helgi Hjörvar sagði lengi þingfréttir. Hér fær hann hálft I hvoru að gjalda þess að ólund er í verkamanni. Hann sendi tvær visur um alþingi: Ekki hvildin oss er veitt á þvi litil þörf var, að ennþá tali um ekki neitt i útvarpinu Hjörvar. fíVAÐA KOSTI HEFUR PAINT PLATING? » ltelur viðnámshörku gegn bensini, söltu vatni, saltmenguðu lofti, hreingerningarvökvum og jafnvel gegn rafgeymasýru. IVjgHALmBIFREIÐA Hættið að bóna bif reið yðar en berið á hana PAINT PLATING, það borgar sig Paint Plating endist 8—16 sinnum lengur en venjulegt vaxbón. Ó. ENGILBERTSSON HF. HEILDSAIA - SMASAIA Auðbrekku 51 - 202 Kópavogi Sími43140 Gerist fátt, sem gott er þar, sem glamra þingsins prestar. Á þar við sem eitt sinn var: Engar fréttir bestar. Egill Sigurðsson á Álafossi sendi Helga Hjörvarþessa vísu: Veita yndi valdar stökur, völdum sögum margir fagna. Löngum styttu langar vökur lestur góðra kvæða og sagna. Um hvitasunnuna 1943 þakkaði Bragi í Hof- túnum Pétri Péturssyni útvarpsþul fyrir liðna vetur með þessum stökum. Þegar hamast hörð og grá hríð um dimman vetur, hressir margra hjörtu þá, að heyra til þín, Pétur. Vel þú greinir flestu frá, fæstir lesa betur. Virðum jafnt sem vífum hjá vinsæll ertu, Pétur. Næturdimman dettur á, dofnar sálartetur. Læt ég falia Ijóðaskrá. Leiði þig gæfan, Pétur. Guðbjörg Vigfúsdóttir var lengi aðalþula út- varpsins. Hrútfirðingur sendi henni þessa kveðju: Röddin skæra hljómahlý hylli nær hjá þjóðum. Hugarkærar þakkir þvi þér skal færa I Ijóðum. Pétur Pétursson útvarpsþulur tók fyrstur út- varpsmanna upp á þvi að segja hlustendum hvað klukkan væri. Um það var ort: Flestir þurfa að flýta sér, fátt því kemur sér betur en kynnast þvi hvað klukkan er. Kærar þakkir, Pétur. J.G.J. — S. 41046 -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.