Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 24
Slælegframkvæmd dómsmála á Fáskrúðsfirði:
FORNARLOMB FLUG-
SLYSSINS HALDA
HEIM UM HELGINA
— enginn
íslend-
inganna í
lífshættu
íslenzku flugfreyjurnar Jónina
Sigmarsdóttir og Þuriður Vilhjálms-
dóttir, sem komust lifs af úr flug-
slysinu við Colombo á Sri Lanka, eru
nú taldar ferðafærar og halda
heimleiðis um helgina, að sögn Helgu
Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Flugleiða.
„Ekkert þeirra er i lífshættu,” sagði
Helga og kvað rangt, sem DB hafði
eftir heimildarmönnum sínum í
Luxemborg í gær, að Oddný Björgólfs-
dóttir væri i lífshættu. „Þau hafa öll
verið flutt á einkasjúkrahús i
Colombo, þar sem eru brezk-lærðir
læknar, og þau fá beztu aðhlynningu
sem hægt er að veita þeim,” sagði
Helga.
Ekki er enn ljóst hvenær íslending-
arnir og jarðneskar leifar hinna látnu
koma heim en það verður i fyrsta lagi
á morgun, að þvi er örn O. Johnson
sagði i samtali við fréttamann DB i
gær. Líklegast er að hópurinn komi
heim með stuttri millilendingu i
Luxemborg eða London.
Fyrir hádegi í dag fara utan þrír af
sjö mönnum i slysarannsóknanefnd
Flugleiða sem sett hefur verið á stofn
vegna slyssins. Munu þeir verða til
aðstoðar fyrir hönd Flugleiða við
rannsókn slyssins á Sri Lanka. Er
búizt við að þeir verði a.m.k. viku
ytra. íslenzkur læknir, Katrín
Fjeldsted, er komin til Colombo frá
London, til að annast hina slösuðu.
Nefndarmönnunum til ráðgjafar
verða þrír fulltrúar frá viðhalds-
deildum bandariska flugfélagsins
Seaboard World Airlines og Cargolux.
Samkvæmt reglum alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar (ICAO) hafa stjórn-
völd i Sri Lanka með höndum
rannsókn slyssins. Þau hafa þegar
óskað eftir aðstoð frá loftferðaeftir-
litinu hér, slysarannsóknaráði Banda-
ríkjanna og McDonnel Douglas flug-
vélasmiðjunum, framleiðendum vélar-
innar sem fórst. -ÓV/GS.
Þessi mynd var tekin um borð I DC-8 flugvélinni sem fórst í pilagrimaflutningunum. Pilagrimarnir þóttu afbragðs farþegar, kurteisir og prúðir i hvivetna. Hér
sitja þeir fyrir ásamt einum túlkanna (á miðri mynd) meðan flugfreyjan tekur af þeim mynd. DB-mynd Guðlaug Gunnarsdóttir
BORGARAR HANDTOKU LOG-
REGLUMANNINN ÖLVAÐAN
Á LÖGREGLUBÍLNUM en heldur ökuskírteininu
í vor stóðu einir þrir borgarar á
Fáskrúðsfirði fyrir því að handtaka
eina lögreglumanninn sem starfaði í
kauptúninu. Er handtakan fór fram
var lögreglumaðurinn klæddur
einkennisbúningi sínum og ók lög-
reglubifreið en var gróflega undir
áhrifum áfengis. Sýslumaður var
látinn vita og annaðist hann um að
blóðsýni var tekið 2—3
klukkustundum eftir að handtakan fór
fram. Reyndist sýnishornið hafa 2
prómill alkóhólinnihald.
Lögreglumaðurinn, sem jafnframt
var hreppstjóri, var látinn hætta
störfum lögreglumanns, en ennþá
gegnir hann hreppstjóraembættinu.
Þá finnst ýmsum það einkennilegt að
maðurinn, sem staðinn var að þvi að
aka lögreglubilnum þó áfengismagn i
blóði hans væri langt yfir „efri
mörkum” áfengislaga, heldur enn sinu
ökuskírteini. Þess má geta, ’að er
áðumefnd handtaka lög-
reglumannsins fór fram var eiginkona
hans oddviti hreppsfélagsins.
Á fleiri sviðum
er f ramkvæmd
dómsmála
slæleg
Nýr lögregluþjónn var fenginn til
starfa á Fáskrúðsfirði. Upplýsti hann
innbrot í kaupfélagið i vor og síðar í
sumar innbrot í hótel staðarins og loks
fyrir viku innbrot í apótekið. Játningar
liggja fyrir um öll innbrotin en heima-
mönnum finnst að frekari meðferð
mála innbrotsmannanna sé slæleg.
Sýnist heimamönnum helzt við blasa
að þeir gangi um sem sakiausir ef þeir
aðeins lofi að gera slika hluti aldrei
aftur!
DB fékk staðfest hjá stjórnar-
formanni heiisugæzlustöðvar
staðarins að í innbrotinu í apótekið
hefði verið stolið pillum og einnig
rjálað við skjalaskáp sem geymir
spjaldskrá um lyfjanotkun íbúa Fá-
skrúðsfjarðar.
DB ræddi við Ragnar Hall, fulltrúa
sýslumanns S-Múlasýslu, sem aðsetur
hefur á Eskifirði. Sagði Ragnar að mál
lögreglumannsins lyti nú meðferð
setudómara sem skipaður var í málinu
og annast Friðjón Guðröðarson
sýslumaður á Höfn það starf. Taldi
Ragnar að ein réttarhöld hefðu farið
fram i málinu. Staðfesti hann að
áfengismagn i blóði lögreglumannsins
hefði „verið umtalsvert”. Ökuleyfis-
svipting hefði ekki farið fram, enda
væri það misjafnt hvernig og hvenær
henni væri beitt hjá hinum ýmsu lög-
regluyfirvöldum landsins.
Ragnar kvað innbrotið i apótekið
„ekki stórfellt”. Það yröi tekið fyrir
á næstunni er yfirvöld færu um á
Fáskrúðsfirði en játning ungs manns
frá Reykjavik lægi fyrir um innbrotið.
Innbrotsmálið í kaupfélagið og fleiri
staði væri nú í meðferð hjá ríkissak-
sóknara. Fyrir lægi játning og fullar
bætur hefðu verið greiddar fyrir.
-ASt.
LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1978
Þessi mynd var tekin af hluta þeirra
mörgu sem þáðu heita súpu á „Planinu”.
Hallærisplanid:
„Hrói
höttur”
með 100
lítra af
heitri súpu
— löggan fékk sér líka
„Hrói höttur” kom enn einu sinni á
Hallærisplanið á föstudáginn fyrir viku.
Eins og í fyrra skiptið kom „hann" með
100 lítra af ljómandi góðri, heitri súpu
sem gefin var hverjum sem þiggja vildi.
Meira að segja fékk lögreglan sér
heita súpu í kuldanum. Prúðmannlega
gengu unglingarnir á „Planinu” í röðum
að súpuveitingunum. Hefur DB frétt að
ekki hafi verið skorinn við nögl skammt-
urinn. Runnu hundrað lítrarnir eins og
heitar lummur niður kok fjöldans á
Hallærisplaninu eða Hótel íslandslóð-
inni eins og þetta hét áður.
Nú var það Erin-súpa en ekki Vilko,
sem gefin var, en jafn vel þegin í kvöld-
næðingnum.
- BS
Þorskurinn syndir í
pyngjum manna:
Túkallaf hverjum
fimmkalli er
fyrir þorskinn
Um 75 prósent af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar eru fyrir fiskafurðir og þar
af um helmingur fyrir þorskafurðir, sem
þýðir að fjórar krónur af hverjum tiu,
sem inn i landið koma, eru fyrir þorsk,
að þvi er fram kom í ræðu sjávarútvegs-
ráðherra, Kjartans Ólafssonar, á LÍÚ-
þinginu fyrir helgina.
Fyrir hver tiu þúsund tonn, sem
þorskveiðar eru minnkaðar, lækka
þannig heildargjaldeyristekjurnar um
eitt prósent.
Ráðherra fjallaði einnig um nauðsyn
þess að ofnýta þorskstofninn ekki
þannig að til viðkomubrests kynni að
koma og benti i því sambandi á vannýt-
ingu karfa, ufsa, kola og kolmunna hér.
Taldi hann ekki ólíklegt og ekki ósann-
gjarnt að aðrar þjóðir leituðu eftir að fá
að nýta þá stofna hér við land, fyrst við
sinntum þeim ekki nema að hluta þess
sem óhætt er talið.
- G.S.
X&TaðV
ty KaupMré.
TÖLVUR
OG TÖLVUÚI
B AN KASTRÆTI8
^Ml27S^