Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978. 7 Lánasjóður íslenzkra námsmanna: VANTAR UM 600 MIUJONIR — miðað við það sem gert er ráð fyrir ífjárlagafrumvarpinu „Við gerðum okkar fjárhagsáætlun í maí og lögðum hana fyrir fjár- veitingavaldið. Siðan hafa allar for- sendur gjörbreytzt,” sagði Sigurjón Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, er DB hafði samband við hann í gær. „Breytingar hafa bæði orðið á gengi og öllu verðlagi, þannig að útkoman verður sú að okkur vantar um 600 milljónir frá því sem gert er ráð fyrir á fjárlögum. Við höfum skýrt mennta- málaráðherra frá þessari stöðu og munum i næstu viku skýra hana fyrir fjárveitinganefnd.” Sigurjón sagði að hjá stjórn sjóðsins væri mikill vilji til að gera breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Þessar hugmyndir væru fyrst og fremst í þá átt að tekið yrði meira tillit til barna og fjölskyldustærðar við útreikning framfærslukostnaðar. Aðspurður sagði Sigurjón að greiðslur á haustlánum væru vel á veg komnar. Greiðslur hefðu hafizt 1. október og hefði þá lánum verið úthlutað til um 1000 námsmanna erlendis. Síðan hefði um 700 náms- mönnum hér heima verið úthlutað lánum 1. nóvember og loks yrði út- hlutað 1. desember til þeirra sem hefðu sent umsóknir of seint til að hægl væri að afgreiða þær á venjulegum tíma. Þetta væru um 500 umsóknir, þar af um 200 frá námsmönnum erlendis. Þá væri alltaf stór hópur sem sækti ekki um haustlán heldur aðeins eitt heildarlán sem yrði greitt út í byrjun marz. Sagði Sigurjón að umsækjendur um þetta lán yrðu sennilega 1100-1200 þannig að Lána- sjóðurinn þyrfti sennilega að afgreiða lán til 3300-^3400 námsmanna. Dagblaðið hafði samband við Ragnar Arnalds menntamálaráðherra og spurði hann hvernig brugðizt yrði við þessum fjárhagsvandræðum Lánasjóðs islenzkra námsmanna. Menntamálaráðherra sagði að þetta mál væri náttúrlega á valdi Alþingis en hann sagðist vona að Alþingi hefði fullan skilning á að ekki væri hægt að rýra fyrirgreiðslurnar við námsmenn neitt frá því sem nú er. „Nú kemur til kasta fjárveitinganefndar en ég styð óskir Lánasjóðsins mjög eindregið,” sagði Ragnar Arnalds menntamála- ráðhera að lokum. -GAJ- „Ég styð óskir Lánasjóðsins mjög eindregið,” sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra I samtali við Dagblaðið. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Umræður um DB-fréttir í bæjarstjórn Kópavogs: „Helga vildi sjálf mennta- skóla í mið- bæinn” Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi fyrir síðustu helgi urðu nokkrar umræður vegna tveggja frétta i Dagblaðinu. 1 þeirri fyrri hefði Helga Sigurjónsdóttir forseti bæjarstjórnar verið spurð um miðbæjarskipulagstillögur sem fyrir bæjarstjórn liggja. Var hún mjög mót- fallin einu atriði í þessum tillögum, því að menntaskóli risi við kirkjuna í mið- bænum i Kópavogi. Nokkrum dögum seinna birtist seinni fréttin þar sem Skúli Norðdahl skipulagsarkitekt gagnrýndi þessi orð Helgu og sagði það aldrei hafa verið hugmynd að skólinn risi á kirkju- holtinu. Stefnir Helgason, sem sat á föstudags- fundinum sem varamaður Sjálfstæðis- flokksins, gerði þessi blaðaskrif að um- ræðuefni. „Ég get ekki varið það að for- seti bæjarstjórnar skuli neyða undir- mann sinn til þess að leiðrétta missagnir sinar i blöðunum,” sagði hann i viðtali við DB. „Fyrir tveim árum, eða þann 13. febrúar 1976, var samþykkt einróma í bæjarstjórn að menntaskóla skyldi ætl- aður staður i miðbæ Kópavogs. Helga Sigurjónsdóttir var önnur þeirra sem að þessari tillögu stóð. Þessu virðist hún vera búin að gleyma. Þarna í miðbænum var gert ráð fvrir skóla að grunnflatarmáli 3 þúsund fer- metrar og rými fyrir 600 nemendur. Við völdum þennan stað fram yfir óbyggða lóð sem við eigum við Digranesveg vegna þess að kostir þess að hafa skóla i miðbænum þóttu miklir. Bæði vegna þess að það veitti lífi í miðbæinn og eins vegna þess að skiptistöð strætis- vagna er þarna rétt hjá og því auðvelt að komast að og frá skólanum. Forsenda þess að skólinn verði þarna er að hann verði ekki of stór. Það er tómt mál að tala um að reisa skóla á stærð við Fjölbrautaskólann i Breið- holti. Við eigum hreinlega ekkert fé til þess og hvers vegna skyldum við, sem erum akkúrat á miðju höfuðborgar- svæðinu, reisa slikan skóla sem stæði svo ef til vill auður vegna þess að betri sérkennslu væri að fá annars staðar á svæðinu? Við erum í Kópavogi en ekki á Kópaskeri og verðum að hfaga okkur í samræmi við það. Eins er auðvitað sjálf- sagt, ef við kæmum upp sérkennslu i ein- hverju fagi, t.d. matvælafræði, sem mjög góð aðstaða er fyrir í Kópavogi, að nemendur annars staðar af höfuðborgar- svæðinu sæktu þann skóla. En Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn virðast vera hræddir hvorir við annan og því keppast sigurvegarar kosninganna við að lofa fólki stórum hlutum á vixl. Það má þó ekki lofa al- gjörlega óraunhæfum hlutum, það var þess vegna sem ég stóð upp,” • sagði Stefnir. Eftir að Stefnir hafði talað tóku til máls Björn Ólafsson af hálfu Alþýðu- bandalagsins og Helga Sigurjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, frá sama flokki. Því næst Stefnir aftur. Stefnir sagði þau tvö hafa reynt að verja gerðir Helgu en honum þætti það hafa tekizt lítt. - DS Sigríður undanskilin Sigriður Eyþórsdóttir sem nýbyrjuð er sem umsjónarmaður Litla barna- tímans í útvarpinu á móti þeim Finn- borgu Scheving og Unni Stefánsdóttur hafði samband við undirritaða og fannst að sér sneitt í skrifum í blaðinu á fimmtudag. Þar voru umsjónarmenn Litla barnatimans gagnrýndir fyrir að tala við börn eins og fávita, í alveg sér- stökum tón, sem aldrei heyrist ella nema I Stundinni okkar í sjónvarpinu. Það skal því tekið fram að undirrituð hefur ekki heyrt þá tvo tima sem Sigríður hefur verið með og leggur því engan dóm á þá. En þær Unnur og Finnborg eru báðar undir sömu sökina seldar og ég hafði ekki gert mér grein fyrir að nýr stjórnandi hefði bætzt i þeirra hóp. - DS Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur basar mánudaginn 20. nóvember í Iðnó, uppi, kl. 2 síð- degis. Komið og gerið góð kaup. Ertu að bjóða þjófunum heim? Þaö er sama hvenær sólarhringsins þú yfirgefur híbýli þin, þú verður að ganga tryggilega frá opnanlegum kjallaraglugg- um, sem og gluggum á fyrstu hæð og öðrum smugum sem hugsanlega væri hægt að komast inn um á auðveldan hátt. Gangið úr skugga um að sömu gluggar séu vel frá gengnir á hverju kvöldi, áður en gengið er til náða. — Frá Innbrotavörnum lögreglunnar í Reykjavik. 111 Sórhæfum okkur / Seljum í dag: | r—NOTAÐIR BILAR------------------------ Saab 96 '74 hvítur, ekinn 69 þús. km, verð 2000 þúsund. Saab 96 '74 alveg sérstaklega fallegur bill, ekinn 100 þús., km, verð 2000 þúsund. Saab 99 GL '74 grænn, ekinn 80 þúsund km, verð 2500 þúsund. Saab 99 GL '72 sjálfskiptur, ekinn 74 þúsund km, verð 1800 þúsund. Saab 99 GL'77 2 dyra, beinskiptur, ekinn 25 þús. km. Verð 4300 jTúsund. Saab 99 GL '78 ekinn 20 þúsund km, 4 dyra, beinskiptur, litur brúnn (dorado), aukahlutir sem fylgja: dráttar- krókur, snjódekk á felgum, cover á sætum, út- ’varpskassi og heilir hjólkoppar. Verð 5000 þús. Saab 99 '76 ekinn 23 þúsund km. Verð 3700 þúsund. —NYIR BILAR---------------------- Saab 96 verð4750 þúsund. Saab 99 GL 2ja dyra. Verð 5311 þúsund. Saab 99 GL 4ra dyra. Verð 5500 þúsund. Saab 99 3jadyra. Verð6200 þúsund. Seljið ekki góðan notaðan Saab undir verði. Veistu að þú getur átt von á að Saab endist 17 ár á íslandi. Saab 99GL'73 blár, ekinn 80 þúsund km, snjó- og sumardekk ifylgja, verð 2100 þúsund. Autobianchi '77 ekinn 34 þús. km. Verð 1700þúsund. ’ B3ÖRNSSON Aco BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 81530 REYKJAVIK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.