Dagblaðið - 29.11.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978.
Kolombía:
Óttastað25
haf i farizt með
Dakotavél
Fregnir hafa borizt um að flak
kolombískrar flugvélar, sem saknað
hefur verið í viku, hafi fundizt i
fjöllunum nærri landamaerum
Venezúela. Óttazt er að þeir tuttugu og
fimm, sem um borð voru hafi allir farizt.
Hjálparsveitir frá báðum löndunum
niunu nú reyna að komast að flaki
vélarinnar..
Allt samband rofnaði við flugvélina
sem er af DC—3 gerð fáum minútum
áður en hún átti að lenda.
Sikiley:
Leiðtoga
stungid inn
Trúarleiðtogi einn á Sikiley hefur verið
ákærður fyrir fjárkúgun, nauðgun og
svik. Upp komst um manninn er tveir
bandarískir meðlimir trúfélags hans
kærðu hann.
Alsír:
Forsetinn
aðhressast
Þær frcgnir bcrast frá Alsír að Houri
Boumedicnne forscti landsins sé að
komast aftur til meðvitundar eftir
niargra daga rænuleysi. Læknar hans
telja að næstu klukkustundirnar ntuni
ráða úrslitum um heilsu hans. Forsetinn
er sagður haldinn sjaldgæfum blóðsjúk-
dónti og lifrarveiki. Hann er 51 árs að
aldri. Þriggja manna ráð æðstu manna
hers og rikisstjórnar fer nieð æðstu völd
í landinu.
Guyana:
BÖRNIN UPPFRÆDD
UM KOMMÚNISMA
—einn f élaga trúf lokksins ákærður fyrir morðið á Leo Ryan öldungadeildarþing
manni og f jórum f élögum hans
Svo virðist sem Jim Jones, trúar-
leiðtoginn sem leiddi fólk sitt til
hópsjálfsmorða í búðunum í Guyana
fyrir níu dögum, hafi stefnt að þvi að ala
það upp í kommúnisma. 1 lestrar-
kennslubókum, sem voru á ensku, voru
setningar og orð sem notuð eru i
áróðursritum fyrir kommúnisma.
Einnig hafa fundizt stilabækur þar sem
skrifaðar eru niður með barnshöndum
tilvitnanir i kommúnísk fræði.
Ef af skriftinni má ráða þá hafa þarna
verið bækur 10 til II ára gamalla barna
en aðrar skólabækur sem fundust og
tilheyrt hafa yngri börnum voru með
efni, sem almennara er að sé í
kennslubókunt. Jim Jones leiðtogi
trúflokksins og einn hinna 909 sem
virðast hafa framið sjálfsmorð hafði
mjög snúizt til kommúnisma og hafði
gert tilraun til að komast með fólk sitt
til Sovétríkjanna. Hafði hann rætt við
sendimenn Sovétstjórnarinnar í
Georgetown en þeir hafa ekki haft neinn
sjáanlegan áhuga.
Einn í hópnum, Larry Leyton að
nafni, hefur verið ákærður fyrir að hafa
drepið Leo Ryan öldungadeildar-
þingmanninn bandaríska og fjóra fylgd
armenn hans. Þeir vru skotnir er þeir
voru að fara frá Guyana eftir að hafa
kynnt sér starfsemi trúflokksins og
virðist það hafa verið upphaf sjálfs-
morðanna.
Larrt Levton, einn félaganna I trúflokki Jim Jones, er leiddur á brott frá dómhúsinu I Georgetown I Guyana eftir að hafa
vi-rið ákærður fyrir að drepa Leo Ryan öldungadeildarþingmann og fjórar fvlgdarmenn hans. Auk þess særði hann þrjá
aðra. Réttarhöld yfir honum munu hefjast 15. janúarnæstkomandi.
Amin biður um
hjálp gegn
innrás
ldi Amin, forseti Uganda hefur snúið
sér til Sameinuðu þjóðanna og samtaka
Ameríkuríkjanna með beiðni um aðstoð
vegna innrásar Tanzaníuhers inn i
landið. Ráðamenn í Tanzaniu segja.
aftur á móti að ásakanir Amins um
innrás séu aðeins venjulegar lygar af
hans hálfu og ekkert mark á þeim
takandi.
Heimildir i Nairobi í Kenya og
Kampala greina frá því að her Tanzaniu
hafi farið inn fyrir landamæri Uganda
vestur af Viktoriuvatni. Ekki er Ijóst hve
langt hefur verið sótt né hvc her
Tanzaniu er öflugur á þessum slóðum.
Nixon:
ÉG HINDRAÐI
RANNSÓKNí
WATERGATE
—sagði f orsetinn fyrrverandi í
f ranska sjónvarpinu
Margt hefði farið öðruvísi í heims-
málunum og innanlandsmálunum i
Bandarikjunum ef Nixon hefði ekki
neyðzt til að segja af sér vegna Water-
gatemálsins. Það telur i það minnsta
hinn fyrrverandi forseti Bandarikjanna
en Nixon viðurkenndi þó að hann mætti
sjálfum sér um kenna nðsvnfór.
Sem dæmi um mál. sem öðru visi
hefði farið ef hann hcfði verið áfram við
völd nefndi Nixon að llklega hefðu
kommúnistar ekki náð völdum Víet-
nam. öldungadeildin hefði afgreitt orku-
sparnaðar frumvarp hans og það því
orðið fyrr á ferðinni en það varð.
Þetta kom fram meðal annars I
sjónvarpsviðtali Nixons fyrrum forseta í
franska sjónvarpinu I gær. Hann er þar i
einkaheimsókn og er þetta i fyrsta skipti
sem Nixon kemur fram I beinni sjón-
varpsútsendingu eftir að hann
hrökklaðist úr forsetastóli.
Afgreiðsla I.akers á Victorlustöðinni lætur litið yfir sér við hlið sjálfsala og ruslatunna. Menn með bakpoka og nesti koma
og kaupa sér miða og stiga síðan samdægurs eða daginn eftir upp i vél. -DB-mynd JH.
Fluglest Lakers:
771 Ameríku fyrír
JL ||^||||#l — enda er skrifstofu-
JI/IIOIIIIII kostnaðurinn lítill
Hún lætur lítið yfir sér söluskrif-
stofa fluglestar Lakers I London.
Laker selur þarna miða sina í Victoriu
járnbrautarstöðinni og er þarna við
hliðina á súkkulaðisjálfsölum og rusla-
tunnum.
Væntanlegir farþegar fara i biðröð
og kaupa sér miða til New York eða
Los Angeles fyrir viðráðanlegt verð.
Flugfreyjur selja miðana og allt
gengur fljótt fyrir sig. Síðan er bara að
koma sér út á flugvöll og fara til
Ameríku. Laker flýgur daglega til
New York og Los Angeles og kostar
59 pund að fara til New York eða 36
þúsund krónur og 84 pund að fara til
Los Angeles eða 52 þúsund krónur.
Þetta verður að teljast vel sloppið.
Fluglest Lakers er rekin með gróða, að
þvi er fréttir herma, enda er yfir-
bygging félagsins litil. Félagið hefur
valdið miklum glundroða i fargjalda-
málum flugfélaga sem fljúga yfir
Norður-Atlantshaf, sem ekki sér fyrir
endann á. Farþegar I vélum Lakers
geta keypt sér viðurgerning á leiðinni
yfir hafið eða haft með sér nesti.
Laker notar breiðþotur af gerðinni
C 10 I flutninga sina, en það eru vélar
af sömu gerð og hin væntanlea
breiðþota Flugleiða, sem tekin verður
i notkun snemma næsta árs.
JH.